Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 110 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið. Vinnuveitendur móta stefnu Vinnuveitendur eru afdráttarlausir í afstöðu sinni til kröfugerðar Alþýðusambandsins. Á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins á miö- vikudag var kaupkröfugerð ASÍ og landssambanda þess hafnað, „enda er hún með öllu óraunhæf miðað við núverandi efnahagsaðstæður," segir S ályktun aðaifundarins. Línurnar eru skýiar nú í upphafi kjarasamninga en að vanda er ógerningur að segja fyrir um, hvað gerist í samninga- málunum. Augljóst er, að Alþýðubandalagið ætlar að gera kjaramálin að flokkspólitísku máli, en allir hljóta að vera að sammála um, að rökstuðningur formanns þess, Svavars Gestssonar, í kjaramálum hljóm- ar eins og öfugmælavísa, þegar orð og efndir hans í þessu efni eru höfð í huga. Páll Sigurjónsson, formaður Vinnuveitendasambandsins, vakti máls á því í ræðu sinni á aðalfundinum, að með óbreyttri stefnu, sem fælist í því að auka kostnað atvinnufyrirtækja umfram það, sem gerist í sam- keppnislöndunum, væri í raun verið að gera íslenskar vörur dýrari en keppinautanna. Afleiðingin væri öllum ljós: Fólk einfaldlega hættir að kaupa dýrari vöruna. Þegar ekki væri unnt að hækka vöruna meira á erlendum markaði, væri aðeins tvennt til, að auka framleiðni eða lækka gengið. Hins vegar væri ekki unnt að auka framleiðnina í takt við verðbólguna og því væru gengislækkanir jafn algengar og raun ber vitni. Að sjálfsögðu þarf skipulegar og samræmdar aðgerðir til að komast út úr þessum vítahring. Enginn efast um, að launaákvarðanir eru meðal lykilþáttanna vilji menn sigrast á verðbólgunni. „Verkefnið framundan er ekki að hækka launin, heldur að auka svigrúm atvinnulífsins til nýsköpunar," sagði Páll Sigurjónsson. Hann taldi nauðsynlegt að auka hlutdeild fjármagnsins í þjóðarkökunni til að komast hjá stöðnun og ört versnandi lífskjörum — á skömmum tíma höfum við hrapað úr 5. sæti í 8. sæti á lista OECD um þjóðartekjur á mann í einstökum löndum. Með þessum rökum sló formaður Vinnuveitendasambandsins fram þeirri staðhæfingu, að forystumenn verkalýðsfélaganna verði á næst- unni „að finna sér önnur verkefni, en að búa til kröfugerð um launa- hækkanir". Hinn bitri sannleikur væri, að á næstu tveimur árum sé enginn grundvöllur fyrir kaupmáttaraukningu. Á síðari árum benda menn hér á landi og í útlöndum á það með sívaxandi þunga og sannfæringarkrafti, að við mat á efnahagslegum forsendum og töku ákvarðana í efnahagsmálum, séu stjórnendur fyrir- tækja og fjármálastjórar þeirra mun hæfari en stjórnmálamenn. Stjórnendur fyrirtækja verði að taka afleiðingum gerða sinna, afkoma fyrirtækisins, hagur og heill starfsmanna byggist á því, að þeir taki réttar ákvarðanir. öðru máli gegni um stjórnmálamennina, þeir feli eigin mistök í slagorðaglamri við kosningar og á milli kosninga ráðskist þeir með fé skattgreiðenda, en líti á vasa þeirra eins og ótæmandi nægtabrunn. Að því var vikið í upphafi, að formaður Alþýðubandalagsins væri nú tekin til við slagorðasönginn, sem hljómaði hæst í kosningunum 1978, um að kommúnistar væru einu forvígismenn verkalýðsins. Neikvæð þróun kaupmáttar sýnir hið gagnstæða. En þessi flokkspólitísku afskipti kommúnista hafa leitt annað af sér, eins og fram kom í ræðu Páls Sigurjónssonar á aðalfundi Vinnuveitendasambandsins, þegar hann hvatti til þess, að fleiri menn úr atvinnulífinu tækju þátt í stjórnmálum í flokkum sínum. Atvinnurekendur ættu sjálfir að gefa kost á sér til að taka þær ákvarðanir, sem eru á vettvangi stjórnmálanna. Þessi hvatn- ingarorð eru meðal annars afleiðing af þeirri flokkspólitísku afstöðu, sem verkalýðshreyfingin hefur tileinkað sér. Stjórnmálastörf eiga síður en svo að vera bundin við einhverja ákveðna stétt og hættulegt er, ef hér myndast stétt atvinnustjórnmálamanna, sem snýst til varnar eins og þeir hafi fengið einkaleyfi á landstjórninni, ef menn eru hvattir til virkari pólitískrar þátttöku. Það eru svo sannarlega tímamót, ef atvinnurekendur ætla að verða pólitískt afl með þessum hætti, að sækj- ast sjálfir eftir áhrifastöðum í stjórnmálalífinu. I því felst svo sannar- lega ögrun, sem fróðlegt verður að sjá viðbrögðin við. Skaðabætur og iðnaðarráðherra Borgarráð Reykjavíkur hefur ályktað, að iðnaðarráðherra geti bakað ríkissjóði bótaskyldu með því að draga óeðlilega staðfestingu á loglega settum gjaldskrám Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Áskilur borgarráð sér rétt til að krefjast bóta fyrir tekjutap veitnanna, hafi gjaldskrárnar ekki verið staðfestar fyrir 1. apríl næstkomandi. Hér er skýrt að orði kveðið um atriði, sem þvælst hefur hjá ríkisstjórninni um nokkurra vikna skeið og iðnaðarráðherra getur ekki leyst með skyn- samlegum hætti frekar en nokkurt annað mál. Það er dæmigert um stjórn vinstri manna á landi og borg, að nú séu uppi hugmyndir um skaðabótamál milli borgarsjóðs og ríkissjóðs vegna sundurlyndis milli þeirra, sem segjast fara með öll völd hjá ríki og borg. Og hvað er í húfi vegna óstjórnar þessara aðila? Fjárhagslegum grund- velli hefur verið kippt undan Hitaveitu og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Nú þurfa þessi fyrirtæki að taka erlend lán til að kosta rekstur sinn. Nýframkvæmdir liggja niðri. Borgarbúar geta tæplega farið í málaferli við vinstri menn vegna þessarar óstjórnar, hins vegar geta þeir gert upp við þá í kosningunum í vor. Björgun skipverjanna tíu aí* Sudurlandi Aðstæður til björgunar voru ekki ýkja slæmar — segir flugstjóri brezku björgunarþyrlunnar „ÞETTA GEKK sæmilega fyrir sig og aðstæður til björgunar ekki ýkja slKmar, að vísu mjög lágskýjað og 45 hnúta vindur. Við vorum yfir björgunarbátnum eftir tveggja og hálfrar klukkustundar flug frá Lossiemouth i Skotlandi, fengum leiðbeiningar frá Nimrod-þotu, sem leitaði frá Kinloss, og Hercules- flugvél af Keflavikurflugvelli. Stað- arákvörðun settum við inn í flug- tölvu þyrlunnar, sem síðan vísaði okkur leiðina að björgunarbátnum. Einnig gátum við miðað út neyðar- sendi bátsins," sagði fluglautinant Lakey, flugstjóri brezku björgunar- þyrlunnar, i samtali við Mbl. í gærkvöldi. „Við vorum búnir að bjarga sjó- mönnunum um borð eftir 15 mín- útur og flugum þá rakleiðis til Þórshafnar, um klukkustundar flug, þar sem íslenzku skipbrots- Brezk Sea King-björgunarþyrla Roger Whitfield björgunarmaður: Varð ekki var við „AÐSTÆÐUR voru ekki mjög erfið- ar, við erum ýmsu vanir og þraut- þjálfaðir í hjörgunarstörfum við miklu verri skilyrði. Að vísu var ölduhæðin talsverð, en þetta gekk tiltölulega vel fyrir sig. En þarna var samt hætta á ferðum, og ég býst við að íslenzku sjómennirnir hafi andað léttar þegar ég seig niður til þeirra, ekki varð ég var við hræðslu meðal þeirra, og þeir voru hinir samvinnu- þýðustu," sagði Roger Whitfield björgunarmaður á björgunarþyrlu brezka flughersins, í samtali við Mbl. í gærkvöldi, en Whitfield og félagar hans björguðu átta af skip- verjum Suðurlands. „Þegar við komum yfir björgun- arbátinn, seig ég niður til skip- brotsmannanna, hafði með mér 50 metra kaðaltaug, sem ég batt um björgunarstólinn, svo ég gæti tog- mennirnir voru fluttir í sjúkrahús. Búið var að bjarga tveimur sjó- mönnum úr bátnum þegar við komum á vettvang. Frá Þórshöfn héldum við til Vogeyjar, tókum eldsneyti og biðum þess að taka þátt í frekari leit. „Sea King-björgunarþyrlurnar eru sérstaklega gerðar til björgun- ar við erfiðar aðstæður, getum verið á lofti í 6'Æ stund án þess að þurfa að taka eldsneyti. Við erum í stöðugri þjálfun og höfum oft þurft að vinna verk af þessu tagi við miklu verri aðstæður. En mannslífin eru jafn verðmæt, hversu erfið sem björgunarað- stæður kunna að vera, og þess vegna erum við ánægðir með það verk sem við leystum af hendi í dag. Verst að þetta slys kostaði eitt mannslíf,“ sagði Lakey. Lakey, sem er 34 ára, sagði fjóra menn að jafnaði um borð í björg- unarþyrlum af þessu tagi, tvo flugmenn og tvo björgunarmenn. Annar björgunarmannanna fer jafnan niður í sjóinn en hinn stjórnar spilinu, sem skipbrots- menn eru hífðir upp með. Hinn flugmaðurinn gengur undir nafn- inu fluglautinant Prince, og björg- unarmennirnir heita Roger Whitehead, sá er seig niður í björgunarbátinn, og Mike Head- land. hræðslu að hann til mín í hvert skipti sem skipbrotsmenn hefðu verið hífðir um borð. Við hífðum tvo og tvo skipbrots- menn upp í einu, og fór ég síðan síðastur upp, um stundarfjórðungi eftir að við fundum björgunarbát- inn,“ sagði Whitfield, sem er 41 árs að aldri og hefur langa reynslu af björgunarstörfum að baki. Athugasemd frá Friðjóni Þórðarsyni MORGUNBLAÐINU barst í gær- kvöldi eftirfarandi athugasemd frá Friðjóni Þórðarsyni, dómsmálaráð- herra: Út af yfirlýsingum og fréttum af aðalfundi Sjálfstæðisfélags Mýrasýslu, sem haldinn var í Borgarnesi laugardaginn 20. þ.m., skal eftirfarandi tekið fram: Ég sæki fundi sjálfstæðisfélaga í Vesturlandskjördæmi eins oft og við verður komið. Á þeim fundum eru yíirleitt rædd þjóðmál, sem efst eru á baugi. Það fer eftir at- vikum, hvort ályktanir eru gerðar á slíkum fundum og örsjaldan er nokkur fréttatilkynning gefin út í fundarlok. — Umræddur fundur var vel sóttur og fór hið bezta fram. Undirritaður svaraði mörg- um fyrirspurnum. Eftir fundinn datt einhverjum heimamanna í hug að senda Morgunblaðinu fréttir af svo ágætum fundi og féll það í hlut Helga Bjarnasonar, sem var einn fundarmanna. Ekki dreg ég í efa, að Helgi hafi skýrt frá umræðum fundarins af beztu sam- vizku. Að sjálfsögðu svaraði ég öll- um fyrirspurnum á stundinni eftir því sem andinn blés mér í brjóst og af beztu getu. Vafalaust hafa mörg svörin þó orðið ófullnægj- andi og hefði ég áreiðanlega vand- að þau betur, ef ætluð hefðu verið til birtingar. Yfirskrift frásagnar af fundinum í Mbl. var þessi: „Stjórnarsamstarfinu þarf að slíta fyrir kosningar svo sjálfstæðis- menn geti gengið til kosninga í einum flokki". — Til þess að fyrir- byKgja misskilning vil ég skýra nánar, hvað fyrir mér vakti. Þegar næst verður gengið til alþingis- kosninga, mun hver stjórnmála- flokkur út af fyrir sig ganga til þeirra kosninga án samkomulags eða skuldbindinga um samstarf við einn eða annan flokk að kosn- ingum loknum. Sjálfstæðismenn um land allt munu þá fylkja liði allir saman í einum flokki eins og þeir gera nú til bæjar- og sveitar- stjórnakosninga, hvort sem þeir telja sig stjórnarsinna eða stjórn- arandstæðinga um þessar mundir. Núverandi ríkisstjórn gæti þess vegna setið fram yfir næstu al- þingiskosningar, eða þar til úrslit þeirra eru kunn og ný stjórn verð- ur mynduð. Að lokum skal þess getið, að fyrir tæpum þrjátíu árum, þegar ég hóf afskipti af stjórnmálum, þá var það ekki gert til þess að leggja sérstaka rækt við hárfínar og hnitmiðaðar pólitískar yfirlýs- ingar, — og allra sízt til þess að gerast pólitískur spámaður, — heldur til þess að leggja mig allan fram um að vinna fyrir kjördæmi mitt og íbúa þess, — land og þjóð. Friðjón Þórðarson. P.S. Út af ummælum þeim, sem Mbl. hefur eftir forsætisráðherra 24. þ.m., skal tekið fram, að hann þekkir vel skoðanir mínar á þess- um málum. Vegna ummæla í leiðara Mbl. 25. þ.m., skal þess getið, að það er rangt, að einn af fréttastjórum Mbl. hafi hringt til mín kvöldið áður en fréttin birtist. Það var ég, sem hringdi til hans undir mið- nætti á mánudagskvöld, en þá rétt áður hafði ég heyrt, að eitthvað stæði til að birta frá fundinum. — Eru á þessu nokkur blæbrigði. Athugasemd ritstj. Það var rangt í leiðara Morgun- blaðsins i gær, að einn af frétta- stjórum Morgunblaðsins hefði haft samband við Friðjón Þórð- arson vegna umræddrar fréttar. Hið rétta er að ráðherrann hringdi sjálfur og biður Mbl. vel- virðingar á þessum mistökum, sem voru bundin við leiðarann, en komu ekki fram í frétt blaðsins af ummælum Gunnars Thoroddsens. Þetta hefur hins vegar enga efn- islega þýðingu. Friðjón Þóröarson neitar því ekki að hann hafi gefið umrædda yfirlýsingu á aðalfundi sjálfstæðisfélags Mýrasýslu og til- raunir hans til að skýra hana frekar sýna einungis að Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra hef- ur lagt mikinn þrýsting á dóms- málaráðherra. Frásögn fréttarit- ara Morgunblaðsins stendur óhögguð. Það er hann sem skýrði rétt frá, en ekki forsætisráðherra, sem fullyrti, að rangt væri haft eftir Friðjóni Þórðarsyni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.