Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982 Ráðherrar ósammála um kaupkröfur ASI RÁÐHERKARNIR Svavar Gestsson og Steingrímur Hermannsson eru ekki sammála í afstöðu sinni tii kaupkrafna Alþýöusambands íslands eins og frá var greint í Morgunblaðinu í gær. Svavar sagði á aöalfundi Vinnu- veitendasambands íslands i fyrradag, að hann teldi kröfur ASÍ um 13% launahækkun hógværar og unnt væri að verða við þeim fyrir þá lægst launuðu. Steingrimur sagði hins vegar, að hann teldi kröfurnar of háar miðað við upplýsingar um þróun þjóðartekna. l»ví þyrfti að endurskoða þessar kröfur. Ráðherrarnir tóku þátt í pall- borðsumræðum á fundinum ásamt þeim Geir Hallgrímssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, og Kjartani Jóhannssyni, formanni Alþýðuflokksins. í þeim umræð- um bar Eggert Hauksson upp spurningar til ráðherranna um hvort kröfur ASÍ samræmdust efnahagsmarkmiðum ríkisstjórn- arinnar. Svavar sagði, að unnt væri að verða við þessum kröfum fyrir þá lægst launuðu með tilteknum ráðstöfunum. í því sambandi nefndi hann jöfnun á miili þeirra lægst launuðu og þeirra hærra launuðu, sparnað í ríkisrekstri, minni milliliðakostnað og loks aukna framleiðslu og framleiðni. Þorsteinn Pálsson, framkvæmda- stjóri VSI, spurði ráðherrann hvað hann ætti við með lægstu laun og sagðist ráðherrann ekki treysta sér til að draga þau mörk, en þau mörk ættu að vera samn- ingsatriði. Svavar sagði að í síð- ustu samningum hefði verið sam- ið um ákveðið lágtekjumark og þar hefði verið skynsamlega að verki staðið. Þorsteinn benti á, að kröfur hærra launuðu ASÍ-félag- anna væru mun hærri en hinna og spurði í framhaldi af því hvort ríkisstjórnin myndi beita áhrif- um sínum til að jafna launabil eða hvort vinnuveitendur ættu að glíma við þann vanda. Svavar sagði, að jöfnuð yrði að tryggja. Þorsteinn Pálsson spurði ennfremur hvort ríkisstjórnin hefði uppi áform um að mæta launahækkunum fyrir þá lægst launuðu með sparnaði. Ráðherr- ann sagði, að það yrði t.d. sparn- aður að leggja Framkvæmda- stofnun niður í núverandi mynd og setja upp sérstaka byggða- stofnun. I efnahagsráðstöfunum ríkisstjórnarinnar hefði verið gert ráð fyrir 100 milljón króna sparnaði til ákveðinna verkefna, en svaraði spurningunni ekki að öðru leyti. Þorsteinn spurði að síðustu hvort ráðherrann tryði því að auka mætti framleiðni svo í sjávarútvegi að hann gæti borið umrædda launahækkun. Ráð- herrann sagðist telja, að enn mætti auka framleiðni í fiskveið- um, en sagðist reyndar efast um að ná mætti þessu markmiði í sjávarútvegi í heild. AFS-maður á íslandi Hér á landi var staddur á vegum skiptincmasamtak- anna AFS Belgíumaðurinn Ivo Bemelmans dagana 20.—23. mars. Hann hefur umsjón með starfsemi AFS í níu löndum Norður-Evrópu, þar á meðal á íslandi. Mark- mið ferðar hans hingað var að kynnast landinu og ræða við fulltrúa AFS um rekstur samtakanna hér. I því skyni að fá nánari vitneskju um starfsemi AFS ræddi Mbl. við Bemelmans. Þar kom m.a. fram að 55 lönd ættu nú aðild að samtökunum sem eru bandarísk að uppruna. Að sögn Bemelmans er markmið AFS að gera 16—17 ára ungling- um kleift að dveljast annað hvort tvo mánuði eða eitt ár í senn er- lendis við nám. Hlutverk sam- takanna væri að útvega fjöl- skyldur til að taka að sér þessa nemendur meðan á dvölinni stendur. M.ö.o. væri tilgangurinn að dómi Bemelmans að gefa unglingum kost á að kynnast menningu framandi landa, tungu þeirra og siðum. Hann kvað flest störf samtak- anna unnin af sjálfboðaliðum. Þó Ivo Bemelmans væru nokkrir starfsmanna AFS á launum. Að sögn Bemelmans er starf- semi samtakanna einkum fjár- mögnuð með sérstöku gjaldi sem nemendum er dveljast á vegum AFS erlendis er skylt að greiða. Auk þess hafa ýmis fyrirtæki styrkt samtökin með fjárfram- lögum. Það kom fram hjá Bemelmans að nokkuð erfitt væri að útvega íslenskar fjölskyldur til að veita erlendum skiptinemum viðtöku. íslandsmótið í bridge: Þrír riðlar í Reykjavík — Einn á Akureyri í kvöld hefst undankeppni ís- Albert Sigurðsson á Akur- landsmótsins í sveitakeppni og eyri. verður spilað í fjórum riðlum. Verða þrír riðlanna spilaðir í Kristalsal Hótels Loftleiða en einn riðill í Iðnskólanum á Ak- ureyri. Fyrsta umferðin, sem spil- uð verður í kvöld, hefst kl. 20 en laugardag verða spilaðar tvær umferðir og tvær á sunnudag, hefjast leikirnir kl. 13.15 og kl. 20. A Loftleiðum verður Agnar Jörgensson keppnisstjóri en Kæmi það sennilega til af því að fólk teldi að því bæri að vera ein- hverjum sérstökum mannlegum eiginleikum búið eða vel fjáð til að vera fært um að taka við þess- um unglingum. Að dómi Bem- elmans er þetta mesti misskiln- ingur. Tilgangur dvalarinnar hér væri að erlendir unglingar semdu sig að nýju umhverfi, tækju þátt í fjölskyldulífinu og stunduðu nám. Það væri öldungis óháð því hvort ákveðnir mann- kostir byggju í fólki eða það hefði mikið fjárráð. Að sögn Bemelmans er mikill áhugi hérlendis meðal íslenskra unglinga að dveljast eriendis á vegum AFS. Þó vildu forráða- menn samtakanna gefa jafn- mörgum erlendum nemum tæki- færi til að dveljast hér á landi og íslenskum unglingum erlendis. Nú væru um 45 íslenskir skiptinemar í öðrum löndum, en mun færri útlendir nemar hér. Að lokum kvaðst Bemelmans mjög ánægður með dvöl sína hér. Hún hefði verið lærdómsrík og skemmtileg. AI GIA SIV, \. SÍMINN KR: \l (.LYSlVi XSIMINN KR: ' ^ 22480 C5) JllorounhlnÖib Iðngarðar í Vestmannaeyjum Bæjarstjórn Vestmannaeyja hefur samþykkt aö kanna möguleika á byggingu iöngaröa. Aöilar sem áhuga hafa á aö setja á stofn iðnfyrirtæki í Vest- mannaeyjum (nýiönaö) eru hvattir til aö kynna sér þessa möguleika. Nánari upplýsingar gefur Siguröur Jónsson, í síma 98-1871 eöa 98-1593. Undirbúningsnefnd um iðngaröa. Arsæll Jónsson læknir (lengst t.v.) tekur við gjöf til Landspítalans frá Áslaugu Bourher og Doris Briem afhendir Karli Strand lækni gjöf til Borg- arspítalans. Vinahjálp gefur tæki fyrir 100 þús. krónur FÉLAGIÐ Vinahjálp afhenti í fyrradag gjafir að verðmæti 100 þúsund krónur, tæki og hljóðfæri, sem gefnar voru deildum aldraðra á tveim spítölum í Reykjavík. Félagið hefur undanfarin ár safnað fjármunum til tækjakaupa, m.a. í þágu fatlaðra og þroskaheftra. Læknarnir Karl Strand á Borg- arspítalanum og Ársæll Jónsson á Landspítalanum tóku við gjöfum þessum, sem Dóris Briem og Ás- laug Boucher afhentu. Var öldrun- ardeild Borgarspítalans, sem vera á í húsi Hvítabandsins, gefið tvö K0MDU SKDÐAÐU oq REYNDU nýju 4ra gíra elctavélina fná o Husqvarna sjónvörp og myndsegulband og öldrunardeild Landspítalans við Hátún var gefið tvö sjónvörp, pí- anó og segulband. Gjafirnar voru afhentar við athöfn á Hótel Sögu í gær. Vinahjálp hefur síðustu ár m.a. gefið tæki til Sólheima, Skálatúns, Tjaldaness, Heyrnieysingjaskól- ans, einnig í þágu gigtsjúkra og krabbameinssjúklinga og til Landakotsspítala. Er fjár aflað með sölu muna á árlegum basar Vinahjálpar. Langabrekka 3ja herb. góö hæö í tvíbýlishúsi. Stór lóð. Bílskúrsréttur. Tjarnarból Vönduö 6 herb. ca. 140 fm íbuð á 2. hæð. Þingholtín Góö einstaklingsibúö. Laus strax. Keflavík 3ja herb. góð hæð i þríbýlis- húsi. Hagstætt verð. Laus strax. Orrahólar Vönduð 3ja herb. 90 fm íbúö. Dvergabakki Falleg 3ja herb. íbúð á 3. hæð. Tjarnargata Vorum að fá í sölu tvær 110 fm íbúö í sama húsi. Bein sala. Vogahverfi Gott einbýlish. á tveimur hæð- um. Samtals 220 fm. Skiptist i tvær góöar stofur og 6 rúmgóö herb. Stór eldhus meö nýlegum innréttingum, þrjár geymslur, mikið skápapláss. Stór lóð. Bílskur Húsinu mætti skipta í 2 íbúðir. Fasteignir sf. Tjarnargötu 10B, 2. h. Friðrik Sigurb|órn»on, Iðgm. FriObert Njálston, sölumaöur. Kvöldsimi 53827. Iðnaðarhúsnæði í Reykjavík Dugguvogur Jarðhæð um 350 fm. Góðar aökeyrsludyr. Verðhugmyndir kr. 5000 á fm. Hagstæð útb. Afhending etrax. Eignaskipti. Síöumúli Götuhæð og ein hæð (skrifstofuhæð). Grunnflötur 240 fm. Gott ástand eignarinnar Hentar margháttaöri starfsemi. Hamarshöfði Grunnflötur ca. 250 fm. Mikil lofthæö. Fullfrágengiö húsnæöi. Allt frágengiö utandyra. Góöar aökeyrsludyr. Ýmie eignaskipti mögu- leg. 0 85009—85988 n ||Jl pllin f Dan V.S. Wiium lögfrpaóingur • ** Ármúla 21 Ólafur Guömundsson sölum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.