Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982 VERKSMIMAN, HlÍlljÓllft kfÓllS tap áætlað á þessu ári „Frumvarp á Alþingi er varðar þennan vanda" segir Hjörleifur Guttormsson iönaðarráðherra TALIÐ er að tap á járn- blendiverksmiðjunni á Grundartanga geti numið allt að 50 milljónum norskra króna á þessu ári eða um 83 milljónum íslenzkra króna. Ríkisstjórnin hefur nú í und- irbúningi frumvarp til bjarg- ar járnblendiverksmiðjunni og verður það væntanlega lagt fram eftir næstu helgi. „Þessi vandi járnblendiverk- smiðjunnar hefur blasað við lengi og er vandinn tilkominn vegna lágs verðs og erfiðra markaðsað- staeðna," sagði Hjörleifur Gutt- ormsson iðnaðarráðherra þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gærkvöldi. „Við fengum fyrst mynd af þessu skömmu fyrir jól og óskaði iðnaðarráðuneytið þá frekari gagna frá íslenzka járn- blendifélaginu og bárust þau til ráðuneytisins hinn 20. febrúar síðastliðinn. Það var farið yfir þessi gögn á vegum iðnaðarráðu- neytisins og skilaði ég greinar- gerð um stöðuna til ríkisstjórnar- innar. Nú hefur verið mótuð stefna til að bregðast við þessum vanda og þess er að vænta að flutt verði frumvarp á Alþingi, er varðar þennan vanda, en afla þarf vissra heimilda í þessu sam- bandi," sagði Hjörleifur. „Miðað við allt og allt, er það talinn skárri kostur að halda fyrirtækinu gangandi, heidur en að stöðva það og er það niður- staðan, sem við höfum komist að. Því verður reynt að hlaupa undir bagga þótt það kosti sitt. Annars fer öll framtíð fyrirtækisins eftir því hvernig markaðurinn og verð þróast," sagði Hjörleifur Gutt- ormsson. 60% hækk- un bifreiða- trygginga Tryggingaráöuneytið hefur heimilaö tryggingafélögunum aö hækka ábyrgðar- og framrúðu- tryggingar sínar um 15%, en þessar tryggingar hafa hækkaö jafnhliöa vísitöluútreikningi á þriggja mánaöa fresti. Heildar- hækkunin á árinu er því 60,1%. Slysatrygging ökumanns og farþega hækkar hins vegar um 50% og fer úr 20 krónum í 30 krónur. Þá er rætt um, að vátrygg- ingarupphæðirnar hækki úr 2,7 milljónum króna í 3,8 millj- ónir króna, eða 40,7%, en breytingar á þeim þurfa að fara í gegnum Alþingi. Orkustofnun borar í Helguvlk: Verkið greitt í ís- lenzkum krónum Jú, við töpum náttúrulega, en þetta er ákvörðun okkar yfirmanna, segir Jakob Björnsson orkumálastjóri BANDARÍSKA verktakafyrirtæk- iö Bernard Johnson Inc. tilkynnti Almennu verkfræöistofunni í gær aó þaö drægi til baka skeyti sem þaó sendi á þriðjudag en þar til- kynntu þeir að þeir litu svo á að umræddur verkþáttur Orkustofn- unar í Helguvík hvað varðar bor- anir og rannsóknir væri tekinn út. Nú samþykkja þeir að Orkustofn- un hefji verkið strax. Að sögn Svavars Jónatanssonar forstjóra Almennu verkfræðistofunnar kemur þetta svar að vestan eftir að Orkustofnun hafði tilkynnt, að hún væri reiðubúin að hefja verkið samkvæmt fyrri samningi óbreytt- um, en að tilskyldum nokkrum at- riðum, m.a. því að greiðsla fyrir verkið færi fram í íslenzkri mynt. Svavar sagði í gær að hann hefði tilkynnt Orkustofnun þessa niður- stöðu og þeir fallist á að hefja verkið nú þegar. Umrædd „tilskil- in atriði" eru eftirtalin: Að greiðsla umreiknist úr dollurum yfir í íslenzkar krónur, miðað við gengisskráningu sl. þriðjudag, að Almenna verkfræðistofan afli nauðsynlegra leyfa landeigenda fyrir verkframkvæmdir og að með þessari ákvörðun taki Orkustofn- un enga afstöðu með eða á móti ágreiningsatriðum milli iðnaðar- ráðuneytis og verkkaupa hvað varðar framhaldsframkvæmdir í Helguvík. Að sögn Svavars Jónatanssonar er augljóst, að ákvörðunin um greiðslur í íslenzkri mynt, miðað við gengisskráningu sl. þriðjudag, þýðir fjárhagslegt tap fyrir Orkustofnun, nema engar breyt- ingar verði á gengi íslenzku krón- unnar á þessu tímabili. Hann sagði að samningunum hefði ekki verið breytt. Hér væri eingöngu um að ræða samkomulag um að greiðslur yrðu reiknaðar yfir í ís- lenzkar krónur, miðaðar við geng- isskráningu þennan dag. Jakob Björnsson orkumálastjóri var spurður álits á því, hvort þetta þýddi fjárhagslegt tap fyrir Orkustofnun. Hann svaraði: „Jú, við töpum náttúrulega, en þetta er ákvörðun okkar yfirmanna að þetta skuli vera í íslenzkum krón- um og við verðum náttúrulega að hlýða því.“ Að sögn Svavars og Jakobs er hér um að ræða verk upp á um 900 þúsund íslenskar krónur, miðað við gengisskrán- ingu sl. þriðjudag. Ummæli Steingríms Hermannssonar um „pólitísk öfl“: Felst í þeim alvarleg ákæra á hendur utanrlkisráðherra — segir Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins „ÉG UNDRAST mjög þessi ummæli Steingríms Hermannssonar for- manns Framsóknarflokksins. Það liggur Ijóst fyrir, aó sá aðili hérlend- is sem getur haft áhrif á þessa ákvöröun er utanríkisráöherra, sem SIGURJÓN Björnsson, prófessor, gef- ur kost á sér í rektorsembætti Há- skóla íslands gegn háskólarektor Guó- mundi K. Magnússyni, en rektorskjör fer fram I. apríl nk. Háskólarektor sagði í samtali við Mbl. að hann gæfi kost á sér áfram. í nýútkomnu fréttabréfi Háskóla Is- lands er grein eftir Sigurjón, sem heitir Rektorskjör og stefnumótun, og segist Sigurjón þar gefa kost á sér í rektorsembættið. fer meö mál varnarliösins", sagði Geir Hallgrimsson formaður Sjálf- stæóisflokksins m.a., er Mbl. spuröi hann álits á ummælum Steingríms Hermannssonar í viðtali við I)ag- blaóið og Vísi í fyrradag, en þar seg- Félag háskólakennara gengst fyrir umræðufundi um málefni há- skólans í hátíðarsal háskólans á mánudaginn og munu þeir Guð- mundur og Sigurjón vera þar fram- sögumenn, en fundarstjóri verður Gunnar Schram. Við síðasta rektorskjör var kosið á milli þeirra Guðmundar og Sigur- jóns. ir hann m.a.: „Spurningar um sam- spil horsins og einhverra pólitískra afla hér á landi eru réttlætanlegar." Geir sagði einnig: „Það felst í um- mælum Streingríms Hermannssonar alvarleg ákæra á utanríkisráðherra og forvera hans sem formanns Framsóknarflokksins." Kjartan Jóhannsson formaður Alþýðuflokksins var spurður sömu spurningar. Hann svaraði: „Mér finnst fráleitt að Steingrímur Hermannsson sé með ásakanir af þessu tagi og hann leggjast heldur lágt. Ef hann veit um draugagang í eigin flokki þá á hann að upplýsa hann.“ Ólafur Jóhannesson utanríkis- ráðherra var spurður hvernig hann túlkaði ummæli Steingríms. Hann svaraði: „Ég vil ekkert segja um það. Það er bezt að hann út- skýri sín ummæli sjálfur." Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir bæði í gær og fyrrakvöld hefur ekki tekist að ná sambandi við Steingrím Hermannsson til að spyrja hann hvað hann meini með þessari yfirlýsingu. Embætti háskólarektors: Sigurjón gefur kost á sér gegn Guðmundi Fyrirhugað byggingarsvæði Mjólkursamsölunnar að Bitruhálsi. Fyrsta skóflustungan að nýrri mjólkurstöð PALMI Jónsson, landbúnaðarrað- herra, tók í gær fyrstu skóflustung- una að nýrri mjólkurstöö Mjólkur- samsölunnar í Reykjavík að Bitru- hálsi. Á næstu 5—7 árum er fyrir- hugað, að ný móttökustöö fyrir mjólk, mjólkurgeyma, pökkunarsali, birgöageymslur, ísgerö, bílaþvotta- stöð, bílaverkstæði, skrifstofur og fleiri rísi að Bitruhálsi. Árið 1966 var Mjólkursamsöl- unni í Reykjavík tryggð lóð af borgaryfirvöldum að Bitruhálsi. Lóðin er 5,7 hektarar að flatar- máli og er fyrirhugað að bygg- ingar verði svo rúmar, að þær geti þjónað hlutverki sínu og hýst allar þær fjölbreyttu og flóknu vélar, sem mjólkur- og dreifingarstöð þarf að hafa. Undanfarin ár hefur Mjólkursamsalan tekið á móti um og yfir 35 millj. kg mjólkur og mjólkurvara og dreift þessu magni til neytenda, sem nú munu vera um 140 þúsund á svæðinu við Faxaflóa sunnanverðan. Nú eru liðlega 30 ár liðin síðan Mjólkursamsalan flutti að Lauga- vegi 162 og er húsnæðið á Lauga- veginum löngu orðið allt of lítið fyrir starfsemi Mjólkursamsöl- unnar. Páhni Jónsson landbúnaöarráöherra tók fyrstu skóflustunguna aö nýrri mjólkurstöö í gær. Mynd Mbl.: Kmilii Félag kartöflubænda í Eyjafirði: Marklausar ásakan- ir á formann Stétt- arsambands bænda MORGUNBLAÐINU hefur borist eft- irfarandi ályktun sem samþykkt var á fundi í stjórn Félags kartöflubænda við Kyjafjörð sl. miðvikudag: Fundur í stjórn Félags kartöflu- bænda við Eyjafjörð lýsir því yfir að ásakanir þær á formann Stéttar- sambands bænda, Inga Tryggvason, sem fram komu í Mbl. í viðtali við Sveinberg Laxdal sunnudaginn 21. mars, eru með öllu marklausar og fráleitt að kenna honum á nokkurn hátt um þann vítaverða drátt, sem orðið hefur á afgreiðslu bjargráða- sjóðslána. Guömundur l'órisson, Kristján Hannesson, Höróur Adolfsson og Eirikur Sigfússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.