Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
19
Þingmenn stjórnarandstöðu:
Ríkisstjórnin stefnir hús-
næðislánakerfinu til falls
l'orvaldur Garðar Kristjánsson (S)
og Magnús H. Magnússon (S) beindu
sl. þriðjudag fyrirspurnum til Svavars
(íestssonar, félagsmálaráðherra, um
stöðu hyggingarlánasjóds og fram-
kvæmd bráðabirgðaákvæðis í lögum
um llúsnæðismálastofnun ríkisins,
þess efnis, að hún „skuli í samráði
við veðdeild Landsbanka íslands
hlutast til um að þeim einstaklingum,
sem fengið hafa nýbyggingarlán á ár-
unum 1974—1979 með hlutfallslegri
verðtryggingu verði gefinn kostur á
að skipta á skuldabréfum. Skal þá
gefið út nýtt skuldabréf fyrir upp-
fa-rðum eftirstöðvum eldra láns-
ins..
• Svavar (iestsson, félagsmála-
ráðherra, sagði m.a. í svari sínu að
aðeins einn aðili hafi óskað eftir
því að skuldabréfum hans verði
breytt, en ljóst sé, að stofnunin
hljóti að skipta um bréf, sam-
kvæmt þessu lagaákvæði, hvenær
sem farið verði fram á slíkt. Hitt
má vera, að þetta atriði hafi ekki
verið kynnt eða auglýst sem verð-
ugt væri. Hér er fyrst og fremst um
að ræða lán, sem tekin voru á
ákveðnu tímabili, frá 1. maí 1978 til
l. júlí 1979, þ.e. lán til 26 ára eða 33
ára.
• '^iggeir Björnsson (S) sagði
m. a. að fyrirgreiðsla til þeirra, sem
voru að byggja á þessum tíma, þeg-
ar kerfisbreyting lána var að ganga
yfir, hafi verið ónóg, og viðkomend-
ur þurft að fjármagna byggingar
sínar með vaxtaaukalánum og öðr-
um skammtímalánum. Þetta hafi
skapað mörgum ærinn vanda sem
skert hafi lífskjör viðkomenda,
einkum utan höfuðborgarsvæðis,
þar sem ekki er hægt að selja fast-
eignir á sama verðlagi og á höfuð-
borgarsvæðinu. Nauðsynlegt er,
sagði Siggeir, að létta undir með
þessu fólki, enda þarf ríkisvaldið
að hvetja einstaklinga til að byggja
yfir sig, m.a. af þeirri ástæðu, að
með því er virkjað óhemju vinnu-
afl, sem einstaklingar leggja fram
og þjóðfélagið hefur ekki efni á að
hafna því framlagi.
• Kriðrik Sóphusson (S) sagði að
sífellt fengist lægra hlutfall lánað
úr Byggingarsjóði ríkisins, miðað
við staðalibúð. Nú síðast þegar rík-
isstjórnin hækkaði vexti af spari-
skírteinum ríkissjóðs upp í 3,5%
fylgdu lífeyrissjóðir að sjálfsögðu
eftir. Þetta þýðir að Húsnæðis-
málastjórn verður að taka lán með
3,5% vöxtum ofan á verðtryggingu
til 12—14 ára, en lána út á sama
tíma með 2 til 2,5% vöxtum til 26
ára. Allir sjá hvað gerist hjá slíkri
stofnum á næstu 10—15 árum með
sliku kerfi.
I öðru iagi hljóti það að vera um-
hugsunarefni þegar lánskjaravísi-
tala hækkar umfram verðbótavísi-
tölu, eins og gerðist á sl. ári, vegna
verðbótaskerðingar ríkisstjórnar-
innar, sem allaballar kalli „slétt
skipti".
í þriðja lagi held ég að það sé
ástæða til þess í þessum umræðum
að það komi fram varðandi launa-
skattinn að til þess að það standist
sem lýst hefur verið yfir, að % af
kerfinu skuli vera hjá Byggingar-
sjóði ríkisins og 'h hjá verka-
mannabústöðum, þá má halda því
fram, að það vanti 185 millj. kr. úr
ríkis.sjóði vegna vangoldins launa-
skatts, sem ríkissjóður heimtar inn
í Húsnæðismálastofnun ríkisins.
I»etta jafngildir 370 tveggja herbergja
íhúðum á staðgreiðsluverði og er hún
hærri upphæð hcldur en öll sú upp-
hæð sem llúsnæðismálastofnun ríkis-
ins eða Byggingarsjóður ríkisins ætl-
ar að lána til nýbygginga á þessu ári.
Samkvæmt sögn Sigurðar E. Guð-
mundssonar, framkvæmdastjóra,
munu það vera 164 millj. kr. Þannig
hefur þessi hæstvirta ríkisstjórn
sem nú situr farið með Húsnæð-
ismálastofnunina, og það er full
ástæða til þess, herra forseti, að
það komi fram við þessa umræðu.
• Magnús II. Magnússon (A)
sagði m.a., að fyrirgreiðsla og
framlög til Byggingarsjóðs ríkisins
væri að verða að engu í höndum
Nekx>
900 LORAN C.
8 leifta- og
30 punkta kerfi.
Snertitakkar.
Lítil fyrirferft.
Til afgreiöslu strax.
Framleiftsla í USA
m/sjálfstýribúnaöi.
2 ára ábyrgft.
Auðveldur í meöferö
Verö 14.825,00.
Benco
Bolholti 4, Reykjavík
S: 91-21945/84077
ríkisstjórnarinnar. Byggingarsjóð-
ur ríkisins tekur nú við 40 sinnum
mciri lánum en 1979 en fær sömu
krónutölu frá ríkissjóði, þannig að á
mjög stuttum tíma hafa mál þróast
svo, að öll framlög ríkissjóðs duga
aðeins til að borga mismun á vöxtum,
eins og Friðrik Sophusson hafi
réttilega vakið athygli á.
e Þorvaldur Garðar Kristjánsson
(S) taldi að ekki hafi verið fylgt
nægilega eftir beinum fyrirmælum
til Húsnæðismálastofnunar um
framkvæmd lánabreytinga.
e Svavar Gestsson, félagsmála-
ráðherra, fullyrti, að fyrirgreiðsla
opinberra aðila við húsnæðismála-
kerfið á Islandi væri sízt minni ef
ekki meiri en í nágrannalöndum
okkar. Hinsvegar hefði bankakerf-
ið „ekki fengizt til skipulegs sam-
starfs í húsnæðismálum". Banka-
kerfið hér er það eina á Norður-
löndum, sem „ekki hefur fengizt til
þess að taka skipulega þátt í því að
byggja upp húsnæði fyrir fólk eða
kaupa eldra húsnæði".
• Kriðrik Sophusson (S) sagði orð
félagsmálaráðherra koma sér á
óvart. Hér talaði ráðherra, sem
stæði að því að leggja nýja skatta
til ríkisins á bankakerfið. Hér tal-
aði ráðherra, sem með frammúr-
boðum laðaði fjármagn framhjá
bankakerfinu til kaupa á ríkis-
skuldabréfum, og úr bankakerfinu í
stórum stíl til slíkra kaupa. Hvaða
fjármagn verður svo þar eftir til
nýrra átaka í húsnæðismálum, ef
ríkisvaldið heldur áfram sem horf-
ir varðandi yfirtöku á sparnaði í
landinu?
• llalldór Blöndal (S) sagði fjór-
um sinnum fleiri sækja um íbúðir
hjá stjórn verkamannabústaða hér
í Re.vkjavík en fá myndu. Hverjir
eiga að sitja fyrir, spurði hann.
Hvaða hugmyndir hefur ráðherra
úm rétt þeirra 1000 sem enga úr-
lausn fá nú á þessum vettvangi?
• Tómas Árnason, bankaráð-
herra, sagði bankakerfið, við-
skiptabanka og sparisjóði, lána
u.þ.b. 100 milljarða gkróna til hús-
næðismála.
• Karvel Pálmason (A) sagði
m.a. að það væru „hugmyndir ríkis-
stjórnarflokkanna að skerða enn
frekar framlög til verkamanna-
bústaðakerfisins með afgreiðslu
lánsfjárlaga hér á Alþing: vænt-
anlega á næstu dögum". Endirinn í
þessum þætti yrði „rjúkandi rúst-
ir“, eins og í öðrum þjóðmálaþátt-
um í tíð núverandi ríkisstjórnar.
o>V
■NYTTl
Hmsmbíq
mAirn
s
(r
m
Allir krakkar vilja fá gott páskaegg. En þegar þú gefur þeim venjulegt páskaegg,
er ánægjan allt of fljótt yfir, því eggið er étiö upp á svipstundu.
Nú geturöu fengiö varanlegra egg — hanaeggiö!
Hanaeggiö er stórt og veglegt ekta íslenskt gæðasúkkulaðiegg fyllt meö nammi
og meö málshætti inní.
En rúsínan í pysluendanum er aö egginu fylgir sprellfjörugur upptrekktur hani,
sem hoppar og skoppar fyrir krakkana alla páskana, þrælsniöugt varanlegt
leikfang.
Egginu fylgir líka fyrsta flokks hanaoröa, sem krakkarnir næla í barminn.
Ótrúlegt en satt, samt kostar hanaeggiö ekkert meira en venjulegt páskaegg.
En þau eru fágæt, og finnast ekki hvar sem er. Hanaeggið færö þú aöeins hja
Magasín í Kópavogi.
Komdu strax í dag og tryggöu þér egg!
Áöur en þau seljast upp.
VÖRUHUSIÐ
Magasín
Auðbrekku 44-46, Kópavogi — Sími póstversiunar 45300
Ps. ef þú trúir ekki þessari auglýsingu, biöjum við þig
að taka eftir sjónvarpsauglýsingum í næstu viku. En þá
náttúrulega seljast öll hanaeggin upp!