Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 32
Sími á ritstjórn og skrifstotu:
10100
Síminn á afgreiöslunni er
83033
FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
Tíu af ellefu manna áhöfn bjargað, þegar Suðurland sökk:
„ÞEIR voru blautir og kaldir
og líkamshiti þeirra á niður-
leið þegar við fundum þá, en
ég geri ráð fyrir að þeir
hressist fljótt eftir volkið.
I»að er erfitt að segja fyrir
um hversu lengi þeir hefðu
þolað vistina í björgunar-
bátnum, þar sem þeir voru
léttklæddir og kaldir, en tæp-
ast hefði það orðið langur
tími,“ sagði Roger Whitfield,
björgunarmaður á þyrlu
brezka flughersins, sem
bjargaði átta mönnum af
áhöfn Suðurlands í gær, í
samtali við Mbl. í gærkvöldi.
Flutningaskipid Sudurland, sem fórst við Færeyjar í gær. Skipið var í eigu skipafélagsins Nesskips hf., 1750 tonn.
Ljósm.: Snorri Snorrason
Tæpast hefðu þeir lifað lang-
an tíma til viðbótar field björgunarmaður
FOKÁTTl'BKIM var þegar nutningaskipið Suð-
urland fórst um 35 mílur norður af Færeyjum
um miðjan dag í gær, en 10 af II manna áhöfn
skipsins var bjargað um borð í þyrlur við erfiðar
aðstæður, en ölduhæðin var ámóta og þriggja
ha“ða hús. l»að voru brezkir, færeyskir og dansk-
ir björgunarsveitarmenn sem björguðu tíu
mönnum af áhöfn Suðurlands, en einn féll út-
byrðis, þegar skipverjar voru að fást við sjósetn-
ingu fyrri gúmmíbjörgunarbátsins. Þyrla af
danska varðskipinu Hvitabirninum bjargaði
tveimur skipverjum úr gúmmíbáti, en vegna vél-
arbilunar gat hún ekki náð i fleiri. Þremur
klukkustundum síðar bjargaði Sea King-þyrla
frá Bretlandi þeim átta sem eftir voru í björgun-
arbátnum. Suðurlandið hafði fengið mikinn
brotsjó á sig þannig að saltfarmurinn kastaðist
til og mikil slagsiða kom á skipið. Síðustu skip-
verjar frá borði urðu að synda þó nokkurn spöl
að björgunarbátnum, þeim eina sem eftir var.
Skipverjarnir tiu sem björguðust eru nú við
góða heilsu í Þórshöfn og væntanlegir heim i
dag.
Færeyska skipið Tjaldrið, Hvítabjörninn og
brezk Nimrod-þota héldu áfram leit til klukkan
22 í gærkvöldi að skipverjanum sem féll fyrir
borð, en án árangurs.
Sjá viðtöl og frásagnir í miðopnu.
Vorum sjóveikir í rifnum
gúmmíbáti og haugasjó
segir Halldór Almarsson skipstjóri
sem synti frá sökkvandi skipi sínu
SKIPVERJARNIR tíu, sem björguðust af áhöfn Suðurlands við Færeyjar í
gær, misstu báða gúmmibjörgunarbáta skipsins frá borði i brimsköflunum
sem voru allt að sjö metra háir og við illan leik náðu þeir öðrum álbjörgun-
arbáti skipsins á flot, fullum af sjó, dælduðum og skökkum eftir barning við
skipshlið. Tveir siðustu skipverjanna frá borði urðu að synda í öldurótinu að
björgunarbátnum og var skipið þá komið á hliðina, en síðan náðu skip-
brotsmenn að róa álbátnum að gúmmíbjörgunarbáti á reki. Þar velktust þeir
í liðlega þrjár klukkustundir, flestir við vosbúð og sjóveiki, i rifnum gúmmí-
björgunarbáti sem skoppaði eins og korktappi í sjólagi eins og það gerist
verst á Atlantshafínu. Við náðum sambandi í gærkvöldi við Halldór Alm-
arsson, skipstjóra á Suðurlandinu, þar sem hann var i sjúkrahúsinu í
Þórshöfn i Færeyjum og ræddum við hann um sjóslysið:
„Það var rétt um kl. 1 að skipið
fékk á sig sjó og lagðist þá allmikið
á stjórnborða," sagði Halldór. „Ég
lét þá þegar kalla í alla strákana,
vekja suma, og láta þá koma upp
með björgunarvesti. Við settum
annan gúmmíbjörgunarbátinn á
flot og ætluðum síðan að reyna að
ná honum aftur upp á skipið, því
við ætluðum ekki að yfirgefa það
fyrr en brýn nauðsyn bæri til. En
þar sem skipverjar voru að berjast
í þessu við erfiðar kringumstæður,
féll einn skipverja í sjóinn. Var þá
þegar skorið á taug gúmmíbjörg-
unarbátsins ef ske kynni að skip-
verjinn gæti náð bátnum, en það
gekk ekki og ekki var viðlit að snúa
skipinu með þessum halla. Ég
hafði reynt að rétta skipið af með
því að sigla því upp, en það var
ekki mögulegt og hallinn jókst sí-
fellt, fyrst varð hann 45 gráður og
fljótlega 60 gráður, en þetta gekk
fljótt fyrir sig. Við blésum strax
upp hinn gúmmíbjörgunarbátinn,
en hann slitnaði frá skipinu í lát-
unum og var skipið þá komið lang-
leiðina á hliðina. Þá var aðeins um
álbátana tvo að ræða. Sá með vél-
ina var úr leik, því hann var bak-
borðsmegin og ekki viðlit að sjó-
setja hann og það leit ekki björgu-
lega út gúmmíbjörgunarbátslausir
og með hinn árabátinn stjórn-
borðsmegin, því hann var hálffast-
ur undir davíðunum og erfitt
að fást við hann. Þar slóst hann
harkalega utan í skipið og dældað-
ist og lagðist saman að hluta, en
það eru flot í honum svo að hann
átti ekki að geta sokkið. Hann
fylltist strax af sjó áður en við gát-
um komið honum frá skipinu. Atta
menn komust um síðir í álbátinn,
þar sem hann hékk í davíðunum og
ég sá um að slaka honum í sjó á
meðan fyrsti stýrimaður fór upp í
brú að ná í fleiri skiparakettur sem
voru þar. Við syntum síðar tveir að
björgunarbátnum og hófum þá að
róa að síðari gúmmíbjörgunar-
bátnum, sem hafði slitnað frá, en
hann var með rekankeri og rak því
lítið. Við náðum honum eftir tæp-
lega hálfa klukkustund og ákváð-
um þá að fara allir yfir í gúmmí-
björgunarbátinn, þótt hann væri
talsvert rifinn að ofan, bundum ál-
bátinn við gúmmíbjörgunarbátinn
með taug, en létum hann flakka
fljótlega, því jafnvægi gúmmí-
björgunarbátsins raskaðist svo við
togið og var hamagangurinn þó
ærið nógur fyrir.
Stuttu seinna kom danska þyrl-
an af Hvítabirninum og bjargaði
tveimur mönnum. Jafnframt gáfu
þyrlumenn bendingu um að skip
væri á leiðinni, en skyggni fór þá
hríðversnandi og þótt við heyrðum
lengi í Nimrod-þotunni, sáum við
hana ekki vegna þoku og sjóroks,
unz hún kom í aðeins um það bil
100 metra hæð yfir okkur og kast-
aði þá út merkjabaujum og síðan
uppblásnum gúmmíbáti. Það var
ótrúleg nákvæmni í þessum að-
gerðum hjá þessari stóru þotu, því
gúmmíbjörgunarbáturinn lenti að-
eins um 20 metra frá okkur og löng
taug frá honum lagðist þannig í
sjóinn að okkur rak að henni og
þannig náðum við bátnum, sem
hafði reyndar lent á hvolfi í sjón-
um. Við fórum ekki í þann bát.
Þegar þetta stóð yfir, var þarna
suðvestan átt, 6—7 vindstig og
gekk á með rokum, en það var mik-
ill sjór og þegar við vorum að lesta
í Færeyjum í fyrrinótt var bál-
hvasst."
— Kom slagsíðan skyndilega á
skipið?
„Já, við fengum á okkur brotsjó
og það skipti engum togum. Ég var
nýkominn niður þegar þetta gerð-
ist og við náðum ekki að rétta skip-
ið við.
Jú, þetta stóð tæpt þegar við
vorum að reyna að sjósetja björg-
unarbátana og þetta slys er aðeins
enn eitt dæmið um nauðsyn þess
að setja lokaða björgunarbáta á
þessi skip. Það var slæm vist í
gúmmíbjörgunarbátnum. Við vor-
um fyrst 10 í 10 manna báti. Hann
var rifinn að ofan og gaf inn í
hann, en við náðum að halda hon-
um þannig saman með handafli að
Halldór Almarsson skipstjóri.
hann þéttist að mestu. Flestir fóru
fijótlega í álpoka og það bætti líð-
an manna. Allir voru að sjálfsögðu
gegnblautir og kaldir, því við höfð-
um orðið að byrja á því að ausa
árabátinn."
— Þú varðst að synda út í ára-
bátinn frá sökkvandi skipinu?
„Stýrimaðurinn og ég lentum í
því. Hann synti fyrst, en ég fór þá
upp í brú til þess að láta Horna-
fjarðarradíó vita, að við værum að
fara frá borði. Jú, það var býsna
mikill sjór, allt á kafi, þokuruðn-
ingur, versnandi skyggni og vind
var að auka þegar við fórum frá
borði. Þá var sjór kominn á báta-
pall og þegar ég fór úr brúnni, eftir
að hafa kallað siðasta kall í tal-
stöðina, varð ég að ganga á hlið-
inni á kortaborðunum og klifra
upp um dyrnar og út. Ég náði síðan
að fikra mig niður á bátapall eftir
handriði og þaðan synti ég ein-
hverja tugi metra að björgunar-
bátnum, þar sem strákarnir drógu
mig um borð. Ég hélt satt að segja,
að það yrði erfiðara að synda þessa
leið, en Guðjón Armann Eyjólfsson
er góður kennari og þarna skilaði
sér kennslan hjá honum og undir-
búningurinn í gömlu sundlauginni
í Vestmannaeyjum.
Jú, við skutum upp talsverðu af
flugeldum, áður en Nimrod-þotan
kom í ljós, en hún mun hafa miðað
okkur út. Skömmu síðar kom þyrl-
an og Hvítabjörninn, en það liðu
upp undir þrjár klukkustundir, áð-
ur en seinni lotan í björgun úr
gúmmíbátnum hófst. Strákarnir
voru hins vegar sallarólegir þótt
kalt væri og mikið volk. Flestir
urðu strax sjóveikir í þessum lát-
um og var það nú ekki til að bæta
ástandið, en þegar við náðum að
þurrka botn bátsins að nokkru, fá
okkur vatnssopa, blása upp botn
bátsins og fara í álpokana, þá leið
mannskapnum heldur betur. Það
gekk síðan mjög vel að hífa okkur
átta upp í brezku þyrluna, tók lík-
lega aðeins um 20 mínútur. Á
henni voru tveir flugmenn, einn
björgunarmaður kom niður til
okkar í blautgalla og var mest í
sjónum við gúmmíbjörgunarbát-
inn, þar sem hann stjórnaði hífing-
um tveggja manna í einu, en um
borð í þyrlunni var annar sem
stjórnaði hífingu þar. Síðan var
farið með okkur inn til Þórshafnar,
þar sem við njótum hinnar beztu
aðhlynningar og kunnum öllum
björgunarmönnum, færeyskum,
brezkum og dönskum, beztu þakkir
fyrir. Hjúkrunarfólkið hér hefur
borið okkur á höndum sér og
reyndar er það eins og að vera
heima hjá sér að vera í Færeyjum.
Jú, það var ill tilfinning að
standa gagnvart því að hafa engan
björgunarbát til þess að bjarga líf-
inu, eins og leit út á tímabili, en
verst var að missa mann og miðað
við það var þessi ógn að öðru leyti
lítið atriði."
- á.j.