Morgunblaðið - 26.03.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1982
Kökubasar hjá KFUM og K
í húsi KFIJM og K við Langagerði 1 verður á morgun, laugardag, haldinn
kiikuhasar. Hefst hann klukkan 15. Segist basarnefndin hafa þar í boði
glæsilegar kökur og er ágóðanum varið til eflingar félagsstarfi KFIJM og K
þarna í hverfínu og til að kosta frágang á lóðinni við húsið. Myndin er tekin
í vorferð yngri deildar KFUM. Ljósm. (;hi
EF ÞAÐ ER FRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐENU
Til fermingargjafa
skrifborð úr furu
Stærö 65x150 sm.
Kr. 1000 útborgun og eftirstöövar á þrem mánuöum.
Furuhúsið h/f
Suðurlandsbraut 30.
Sími 86605.
Alan Hacker er lengst til hægri á myndinni og hér er hann að rieða við nemendur og kennara Tónlistarskólans
á námskeiði sínu.
, Ljósm. B.P.
Alan Hacker á Islandi:
Spilar gamla tónlist
með gömlum hljóðfærum
Hér á landi er staddur um þessar mundir breski klarin-
ettleikarinn Alan Hacker í boði Tónlistarskólans í Reykja-
vík og British Council. Heldur hann námskeið fyrir klarin-
ettnemendur Tónlistarskólans og mun auk þess halda í
kvöld tónleika í Norræna húsinu ásamt konu sinni og
síðdegis á morgun hafa eins konar „opna æfingu“ þar sem
hann kynnir gömul tónverk og hljóðfæri.
— Aðalverkefni mitt hefur
annars vegar verið að leika
nútímatónlist og hins vegar að
nálgast gamla tónlist með nú-
tímaaðferðum ef svo mætti
segja, en það geri ég iðulega
með gömlum hljóðfærum, sem
ég hefi mikinn áhuga á, sagði
Alan Hacker í samtali við Mbl.
— Gömul tónlist hefur fram til
þessa svo til eingöngu verið
leikin á hljóðfærin eins og þau
eru í dag, en nú fer áhugi
manna vaxandi á því að dusta
rykið af gömlu hljóðfærunum.
Það gildir um öll hljóðfæri, pí-
anó, við stillum gamlar fiðlur,
og notum á þær sérstaka og
létta boga, við tökum aftur upp
gömlu blásturshljóðfærin,
óbóið, klárinettuna og hornið
og þannig mætti telja áfram.
Alan Hacker rekur eins kon-
ar miðstöð í York í Englandi
þar sem menn koma og leggja
stund á gamla tónlist. Þar er
árlega haldin tónlistarhátíð og
Jón Nordal skólastjóri Tónlist-
arskólans heyrði til Hackers
þar og bauð honum að koma
hingað til lands. Sem fyrr segir
heldur hann hér tónleika og
kennir á námskeiði fyrir nem-
endur Tónlistarskólans, en
hann heldur til síns heima á
sunnudag.
— Þetta er eins og spennandi
ævintýri og það er mjög gaman
að fást við þessa gömlu tónlist,
sagði Alan Hacker. — Það er
gaman að grafa upp af háaloft-
inu hljóðfæri sem langafi eða
einhver ennþá lengra aftur í
tímann hefur spilað á, pússa
það og fága, stilla og taka til
við að spila og fá tónlistina
matreidda á sama hátt og for-
feður okkar. Þá fyrst spilum
við tónlistina eins og höfund-
arnir sömdu hana, segir Hack-
er ennfremur en hann er
þekktur fyrir að leika 18. aldar
tónlist á þeirra tíma hljóðfæri.
Ásamt Alan Hacker spilar
kona hans, Karen Evans píanó-
leikari, á tónleikum í Norræna
húsinu í kvöld. Flytja þau m.a.
verk sem samin hafa verið
fyrir Hackert og verk eftir
þekkt sem lítt þekkt skáld, m.a.
eftir Bergmuller, Stanford,
Williams, Davies og Schubert.
Á laugardag kl. 16 verður í
opna húsinu svokölluð opin æf-
ing þar sem öllum er heimill
ókeypis aðgangur. Mun Hacker
þar spjalla við tónleikagesti og
leika m.a. með strengjatríói
Guðnýjar Guðmundsdóttur
kvartett eftir Hummel á 250
ára gamalt hljóðfæri.
KYNNING
Komdu og
láttu Dröfn sýna þér byltingu í
matreiðslu í
örbylgjuofnunum í verslun okkar á Bergstaðastræti
10A á morgun, laugardaginn 27. marz kl. 10—12.
Sjáöu hvernig bakaö er á 1 mínútu, matur hitaöur á
örskammri stund, hvernig krakkarnir geta poppaö án
þess aö brenna sig eöa eyðileggja pottana þína.
Og sunnudagslæriö stiknar á 20—30 mínútum.
TOSHIBA-örbylgjuofnarnir bjóöa upp á stórkostlega
möguleika fyrir fjölskyldur, sem boröa á mismunandi
tíma, boröa mismunandi fæöi (megrun, magasjúkl-
ingar). Toshiba ofnarnir eru svo einfaldir og öruggir í
notkun, aö börn geta matreitt í þeim.
Toshiba örbylgjuofn er meira en bara venjulegur örbylgju-
ofn, þú getur matreitt og bakað í honum flestar uppskrift-
irnar þínar.
I
Til Drafnar H. Farestveit,
hússtjórnarkennara
Einar Farestveit & Co. hf.
Bergstaðastræti 10A.
Toshiba
Verð frá 4.200,-
Vinsamlega póstsendið frekari
upplýsingar.
Nafn
Heimilisfang
Og síöast en ekki síst, svo þú fáir fullkomið gagn af
Toshiba ofninum þínum, býöur Dröfn þér á mat-
reiöslunámskeið án endurgjalds.
Stærstir í gerð örbylgjuofna
Brezk hjón
halda fyrir-
lestra
IIRKZKU hjónin E.P. Thompson og
D. Thompson, sem bæði eru sagn-
fræðingar, eru stödd hér á landi í
fyrirlestrarferð.
Eiginmaðurinn, E.P. Thompson
mun halda fyrirlestur kl. 17.15 í
dag, föstudag, í hátíðarsal Háskól-
ans. Fyrirlesturinn nefnist „Social
History and Anthropology", og er
fluttur í boði heimspekideildar.
Eiginkonan, D. Thompson, held-
ur fyrirlestur kl. 13 í dag í Nor-
ræna húsinu og fjallar hann um
Kvennahreyfingar síðastliðin 150
ár.
Leiðrétting
I fyrstu málsgrein minningar-
greinar Haralds Sigurðssonar um
Jón Gunnlaug Sigurðsson í blað-
inu í gær féll niður ein lína. Setn-
ingin á að vera þannig: „Biturleik-
inn eykst þegar jafn náinn vinur
og Jón Gunnlaugur, eða Gulli eins
og hann var kallaður, er hrifinn á
braut." — Blaðið biðst velvirð-
ingar á þessum mistökum.