Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982
37
Úr sýníngarsalnum í Hollandi.
Frímex 1982
eftir mánuð
Frímerki
Jón Aöalsteinn Jónsson
í þcssum frímerkjaþætti hefur
þess tvívegis verið getið, að Félag
frímerkjasafnara ætli að efna til
frímerkjasýningar dagana 19.—23.
ágúst, FRIMEX 1982. Er það gert
til að minnast 25 ára afmælis fé-
lagsins, sem var 11. júní sl. Sagði
ég sérstaklega frá afmælinu i síð-
asta þætti 4. júni. Stjórn F. F. hafði
opið hús á afmælisdaginn, og
komu mjög margir gamlir og nýir
félagar og heilsuðu upp á stjórnina
og þáðu kaffi og meðlæti. Þá hafði
stjórnin boðið ýmsum fulltrúum
póstsins til þessa kaffiboðs. Var
það vel við hæfi, þar sem F. F. hef-
ur átt ágæt samskipti við póst-
stjórnina alla tíð. Eg hafði þá
ánægju að þiggja veitingar þarna í
híbýlum F. F. að Amtmannsstíg og
eiga rabbstund með félögum mín-
stimplum eða ekki, er hitt vel til
fundið af hálfu sýningarnefndar
FRÍMEX 1982, að minnast 25
ára afmælis F. F. á þann hátt að
kynna ýmsa veigamikla þætti
frímerkjasöfnunar og póstsins
fyrir þeim, sem sækja sýning-
una. Er von mín sú, að hér takist
allt serri bezt til.
Glansmyndir
póststjórn-
arinnar
Síðustu frímerki póststjórnar-
innar komu út 1. þ.m., og í sann-
leika sagt hef ég engan hitt, sem
er ánægður með þau. Er hér
mikill munur á og þeim merkj-
um, sem út hafa komið fyrr á
árinu.
Fyrra frímerkið, 700 (aura), á
að minnast íslenzka hestsins og
hestamennsku. Réttilega segir
H P 1
53150 E5I 150 ÍSJ ’W
„Vel, þetta er í annaö sinn sem
ég kem hingaö og ég var ákveöinn
í aö koma hingaö aftur þegar ég
kom síöast. ísland er mikiö fram-
tíöarland og þiö megiö þakka fyrir
margt sem þið hafiö, svo sem
nægilega orku sem fáar þjóöir búa
yfir í dag. Hér eiga menn mjög fal-
leg heimili sem þeir eru stoltir af,
enda þurfa menn aö búa viö gott
húsnæöi sökum veöurfars. Annars
finnst mér þiö íslendingar vera
mjög fámennir, aö mínu viti væri
ekki úr vegi fyrir stjórnvöld aö
stuöla aö auknum fólksfjölda, t.d.
meö því aö gefa hverju nýfæddu
barni ákveöna peningaupphæö."
En hvaö um hina íslensku veðr-
áttu? T.d. þessa margrómuöu
sunnlensku rigningu sem nú bylur
á gluggunum?
„Kallarðu þetta rigningu? Þetta
er ekki neitt. Ég lenti í því fyrir
nokkrum árum úti í Afríku aö þurfa
aö sofa dögum saman úti í bílnum
mínum, vegirnir voru allir eins og
drullusvaö, þetta var algjört úrhelli.
Nú, eöa í Totola, en þaö er eyja
skammt frá Jómfrúareyjunum, þar
var engin smávegis rigning. Ég
held ég hafi aldrei séö meira regn
en einmitt þar, ég lenti í stökustu
vandræöum meö teppin mín þar,
og gat komiö þeim í skjól á síöustu
stundu. En eins og nærri má geta
hef ég kynnst ýmsu á þessum
ferðalögum mínum, ég hef haft
þann siö og tala inn á segulband á
feröum mínum og sendi spólurnar
síöan til útgefanda míns, en hann
ætlar aö gera úr þessu bók.“
Viö spyrjum aö lokum hvort
önnur islandsferö sé á dagskrá, og
hvort Vischschoonmaker geri ráö
fyrir aö selja íslendingum mikiö af
persneskum teppum.
„Já ég vona aö ég eigi eftir aö
koma aftur hingaö og selja mikiö
af teppunum, þaö eru til persnesk
teppi sem henta hvaöa pyngju sem
er. Héöan fer ég aftur til Hollands,
og síðan aftur út í heim.
um og eins póstmönnum. Slíkar
stundir eru i reynd bráðnauðsyn-
legar og þyrftu að vera oftar.
Stjórnin hafði fengið aðgang að
herbergi Myntsafnarafélagsins,
enda veitti ekki af allri hæðinni
þennan dag.
Þessi þáttur í afmælishaldi
F. F. var stjórninni til sóma, og
færi ég henni þakkir mínar
fyrir, og vafalaust vilja margir
taka undir þær þakkir með mér.
Og nú styttist óðum í boðaða frí-
merkjasýningu í ágúst.
Ekki er mér kunnugt um það,
hversu mikið efni verður á sýn-
ingunni, en ef að líkum lætur,
verður það vafalaust fjölbreyti-
legt og áhugavert. Mun verða
reynt að segja nánar frá því í
öðrum þætti rétt fyrir opnun
sýningarinnar.
Sýningardagar verða fimm, og
hver þeirra verður helgaður sem
mest ákveðnu efni (tema). Af því
tilefni verða notaðir jafnmargir
sérstimplar, sem hver um sig
minnir á málefni dagsins. Hér
fylgja sýnishorn af stimplunum.
Stimpill opnunardags sýningar-
innar minnir á afmælisár F. F.
I Næsti dagur, 20. ágúst, verður
helgaður póstinum og málefnum
hans sérstaklega. Hef ég hlerað,
að póstmenn sjálfir muni eiga
þarna verulega hlutdeild í. Að
mínum dómi fer vel á, að póst-
þjónustunnar sé minnzt sér-
staklega í sambandi við frí-
merkjasýningar. Stimpill laug-
ardagsins 21. ágúst verður helg-
aður afmæli F. F. sérstaklega. Á
fjórða degi sýningarinnar, sem
er sunnudagur, verður landsþing
Landssambands íslenzkra frí-
merkjasafnara haldið í tengsium
við hana, svo sem venja er. Af
því tilefni verður merki Lands-
sambandsins haft í stimpli dags-
ins. Síðasti dagur sýningarinnar,
23. ágúst, á síðan að minna á
unga safnara. Verður vafalaust
sitthvað gert af hálfu F. F. í því
skyni að benda á, hvers virði
þessi tómstundaiðja, frímerkja-
söfnun, getur verið fyrir ungl-
inga, ef rétt er að staðið.
Hvort sem menn hafa nú
áhuga á þessum margbreyttu
frá því í tilkynningu póstsins, að
hesturinn hafi allt frá land-
námsöld gegnt mikilvægu hlut-
verki í daglegu lífi íslendinga.
Mig minnir líka, að hann hafi
lengi verið nefndur þarfasti
þjónninn, m.a. í frægum fyrir-
lestri annálaðs ræðusnillings í
prestastétt skömmu fyrir síð-
ustu aldamót. Heldur þykir mér
merkið snautlegt, eins og Aust-
firðingar komast að orði. Eitt-
hvað meira hefði þurft að standa
á merkinu en aðeins ísland og
svo verðgildið. Þá held ég enginn
Islendingur hafi séð hest í þeim
lit, sem hér var valinn, og út yfir
allan þjófabálk tekur að hafa
knapann í sama lit! Ég er raunar
hissa, að fagmaður skuli láta
slíkt frá sér fara. En það er
vissulega kraftur í hestinum á
skeiðsprettinum og myndin sem
slík ágæt.
Um Hóla-frímerkið hef ég fátt
að segja, það er hrein glans-
mynd, og mikið til í lýsingu eins
safnara, sem ég hitti. Hann
sagði, að sér hefði dottið í hug
glansmyndakort sunnan úr Ölp-
um. Ég er sannfærður um, að
bæði þessi merki hefðu komið
betur út í stálstungu og þá um
leið í minna litskrúði.
Úr því að ég minnist á mistök
í frímerkjagerð, get ég ekki látið
hjá líða að benda á afmælis-
merki Kaupfélags Þingeyinga
frá 3. júní. Við hér sunnan heiða
eigum bágt með að trúa því, að
Þingeyingar hafi ekki verið bún-
ir að beizla klyfjahestana, áður
en þeir settu klyf til klakks. En
beizlislausir eru þeir á merkinu.
En vel að merkja. Hvar eru
klakkarnir á klyfberunum? Þeir
voru alltaf þrír samkv. íslenzk-
um þjóðháttum sr. Jónasar á
Hrafnagili, og hann var Norð-
lendingur. Hér hefur teiknaran-
um þóknast að sleppa þeim með
öllu! Eins var því skotið að mér
af fróðum manni, að það hefði
örugglega snarast yfir um á
hestinum samkv. teikningunni,
því að þess varð vitaskuld að
gæta að láta jafnt upp á klakk-
ana sitthvoru megin, svo að jafn
þungi yrði. Annars varð áhalli
Nýsilfur og „plett“.
Algengir stimplar í dag eru:
E.P.N.S. (electro platet nickel
silver). Þessi skammstöfun merkir
aö hluturinn er smíðaöur úr nýsilfri
og húöaöur meö silfri.
N.S. (nickel) er næstum því silf-
urhvítur málmur sem hefur mlkla
hörku og endist því vel t.d. í borö-
búnaö.
ALPCCA eða ALP er nickel-
blanda er hefur minna kopar inni-
hald en nýsilfur og er þar af leiöandi
„silfurhvítari'.
ARGENT haché er franskt merki
og er þá silfraö yfir messing (kopar
og nickel).
SHEFFIEL eða Old Sheffield Þá
eru þunnar silfurplötur látnar beggja
megin viö koparplötu og þær press-
aðar saman meö hita og undir þrýst-
ingi, var vinsaelt aö framleiöa bakka
þannig, og síöan var munstrinu
þrykkt á um leiö og pressaö var.
Þessi aöferö var viö lýö) í ca. 100 ár
nálægt 1850.
N.S. ásamt tveim turnum merkir
aö silfraö er yfir nickel. Sennilega er
þetta algengasta merkiö á silfurplett
vörum ásamt stafnum P er merkir
þlatet.
S.C.F. ásamt N.S. er silfurhúöaö
nikkel, merkiö er oft á boröbúnaði.
ÍSLAND 1500
BæmJaskölinn á Hólum 1882-1982
* + aii ** m,m,AJkA.á
KAÚPFÍLAC ÞINCfYINGA 100 ÁRA • l$82- 198»
ÍSLAND 1000
Glansmyndir póststjórnar
og allt fór yfir um á klárnum.
Hér virðist aðeins vera búið að
setja öðrum megin til klakks
(sem enginn er) og ekkert farið
úrskeiðis! Það þarf vissulega að
gæta margs, þegar frímerki eru
teiknuð, og því er vandi teiknar-
ans og þeirra, sem eru í útgáfu-
nefnd póststjórnarinnar, ekki
svo lítil. Hér virðast þeir ekki
hafa verið vandanum vaxnir að
öllu leyti.
Ný frímerki
8. sept. nk.
Málverkafrímerki ísleifs
Konráðssonar í sambandi við Ár
aldraðra, sem boðað hefur verið,
kemur út 8. september, og verður
verðgildi þess 800 (aurar). Það
hefði víst einhvern tímann þótt
fyrirsögn, ef því hefði verið spáð,
að þess konar frímerki kæmi út.
En hefði ekki verið hægt að fá
málverk af Herðubreið eftir
nafna minn í Möðrudal? Hann
dvaldist alla ævi i nánd við það
kunna fjall og föndraði eitthvað
við að mála.
Þá kemur sama dag út nýtt
frímerki í flokknum Merkir ís-
lendingar og með mynd af þeirri
þjóðkunnu konu á sinni tíð,
Þorbjörgu Sveinsdóttur ljósmóð-
ur, en hún var systir Benedikts
Sveinssonar alþingismanns. Frí-
merki með mynd hans kom út
1961 á afmæli Háskóla íslands,
en hann barðist mjög fyrir
stofnun háskóla á íslandi. Þor-
björg kom þar einnig við sögu og
studdi bróður sinn í þessu máli.
Verðgildi þessa merkis verður
900 (aurar).
Þegar þetta er ritað, hefur til-
kynning um þessi nýju frímerki
ekki verið send út, svo að hér er
ekki unnt að lýsa þeim nánar.
Bíður það annars þáttar, éf þess
gerist þá þörf.
SsiÆÍFUR
KONSAöSSON
HERÐUBREID
DROTTNING
ÖWEFANNA
ÁR AtDRAÐRA
1982
ÍSLAND
800
i»m m«i