Morgunblaðið - 23.07.1982, Side 8

Morgunblaðið - 23.07.1982, Side 8
MORGUNBl Ferðalög Sveinn Guöjónsson Heill heimur í einu landi Suður-Afríka er nýtt landnám í íslensk- um ferðamálum og vekur óneitanlega ævintýraþrána þegar sá möguleiki opnast að ferðast þangað í skipulagðri hópferð... Það er ferðæ skrifstofan Farandi, sem býður upp á ferð til þessa framandi lands á hausti komanda enFarj andi hefur einmitt eirv beitt sér að ótroðnum slóðum fyrir viðskipta- vini sína _og er Suður- Afríkuferðin liður í þeirri viðleitni. Hér er um að ræða þriggja vikna ferð sem hefst hinn 23. október og lýkur 11 nóvember og veröur ferðast vítt og breytt um landið. FerðinJ)ýður upp á mikla fjölbreytni og það er ekki út í hött aö SuÖur-Afríka hefur verið kölluð „heill heimur í einu landi“. í feröinni gefst mönnum til að mynda kostur á baðstrandarlífi, náttúruskoðun, villidýra- veiðum, útreiðartúrum á strútum eða þá dvöl á meðal Zulumanna og hlustað á stríðssöngva þeirra en hér þó aðeins nefnt brot af því sem feröin býður upp á. Fararstjóri í ferðinni verður Jón Ármann Héðinsson. Náttúrufegurd í Suður-Afríku er við brugðið. LAND MIKILLA ANDSTÆÐNA Suður-Afríka er land mlkilla andstæðna þannig aö segja má aö þar megi finna allt á milli himins og jarðar og slagoröið „heill heimur í einu landl" á því vissulega viö. Landiö er sólríkt og loftslag þægi- legt hvort heldur er aö vetri eöa sumri, en þess skal gætt, aö árs- tíðir eru þarna öfugar miðaö viö það sem viö eigum aö venjast hér á noröurhveli og því sumar þar, þegar vetur er hjá okkur. Náttúru- fegurð í Suöur-Afríku er viö- brugöiö svo og fjölbreytileika landslags og gróöurs. Suöur-Afríka er stórt land, eitt hiö víðáttumesta í álfunni og nær yfir svæöi sem er stærra en Þýska- land, Frakkland og Portúgal til samans, svo nefndur sé saman- burður. Þaö er því ekkert undar- legt að þaö skuli bjóöa uþþ á svo mikla fjölbreytni bæöi hvaö varöar landslag, lifnaöarhætti og mannlíf. Allt frá syösta oddanum, Góörar- vonarhöföa, til námuhéraöanna í noröri, og frá austurströndinni viö Indlandshaf til stranda Atlantshafs í vestri veröa á vegi manns stór- borgir, sveitaþorp, frumstæöar byggöir innfæddra, þéttvaxnir skógar, ræktuö landbúnaöarhér- uö, tæknivædd iönaöarhéruö og óspilltar lendur villidýra, allt eftir því hvar menn eru staddir í þaö og þaö skiptiö. Þessum andstæöum fylgirv svo auövitaö fjölbreytileiki atvinnulífs og mannlífs, svo ekki sé talaö um hiö fjölskrúöuga dýralif landsins. FERÐATILHÖGUN Nákvæm feröaáætlun liggur fyrir um ferö þessa hjá feröa- skrifstofunni Farandi, en hér gefst aðeins rúm til aö renna yfir hana i grófum dráttum. Lagt verður af staö frá Keflavíkurflugvelli aö morgni hins 23. október, lent í London og síöan haldið áfram, með viökomu í Jóhannesarborg, til Durban, þar sem gist veröur á Hot- el Lonsdale. Durban er einn vinsælasti feröa- mannabær í Suöur-Afríku og þar er tempraö hitabeltisloftslag allt árið. Hóteliö stendur viö eftirsótt- an baðstað á Indlandshafsströnd. f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.