Morgunblaðið - 23.07.1982, Síða 11

Morgunblaðið - 23.07.1982, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 43 HVAÐ ER AÐ GERAST UM HELGINA? Frá sýningu Ferðaleikhússins Bjartar íslenskar nætur á ensku NÚ UM helgina hefur Ferðaleik- húsið, öðru nafni The Summer Theatre, sýningar sínar á Light Nights. Sýningarnar, sem fara fram að Fríkirkjuvegi 11, eru fjórar á viku og hefjast kl. 21.00. Efnið í Light Nights er einkum sótt í íslenskar þjóösögur en er mestmegnis flutt á ensku. Meðal efnis eru þjóðsögur af huldufólki, tröllum og draugum, gamlar gamanfrásagnir og einnig er les- ið úr Egilssögu. Skyggnur af verkum íslenskra höfunda eru sýnd og leikin íslensk tónlist af hljómþlötum. Það er Kristín G. Magnús sem flytur allt talað efni. Sigríöur Gyöa. Myndlistarsýn- ingu Sigríöar Gyðu að Ijúka Þetta er síðasta sýningarhelgi á myndlistarsýningu Sígríöar Gyöu í Þrastarlundí. Hún sýnir olíu- og vatnslitamyndir sem allar eru málaðar á þessu ári. Myndin að ofan er eftir Sigríöi Gyðu. UTIVIST Útivist um helgina TV/ER helgarferðir eru á dagskrá Feröafélagsins Útivistar núna um helgina. Hefjast þær báðar kl. 20.00 í kvöld. Fariö verður í Veiðivötn og tjaldaö tvær nætur. Veröur gönguferö inn í Utilegumannahreysið i Snjóöldufjallgaröi. En fyrir stuttu síöan birtist grein um þaö í Mbl. Þá verður farið í Þórmörk og gist í fjaltaskála Utivistar í Básum. Farnar verða gönguferöir um Mörkina og kvöldvaka veröur á laugardagskvöldiö. Á sunnudag er eins dags ferð inn í Þórsmörk. Brottför í hana verður kl. 8.00 um morguninn. Þess má geta aö gerlegt er að dvelja í viku milli feröa. Aðalferð sunnudagsins er Við- eyjarferð Útivistar. Verða stöð- ugar ferðir frá kl. 13—18 á sunnudag og er brottför frá Kornhlöðunni í Sundahöfn. Geta menn dvalið eins lengi og þeir vilja í eyjunni, og notið leiðsagn- ar kunnugra mann. Frítt er í dagsferðirnar fyrir börn í fylgd með fullorönum. Ball í Tónabæ ÞRUMUVAGNINN og kannski eitthvað leyninúmer, munu leika fyrir dansi í Tónabæ í kvöld, föstudagskvöld kl. 20.00 fyrir unglinga fædda 1969 og eldri. Dansað verður til 00.45 svo allir nái síöasta strætó heim. Að- gangsmiðinn kostar 40 krónur. Er fyrirhugað aö hafa svona dansleiki annaö hvert föstu- dagskvöld í framtíöinni. BOX í Árseli Hljómsveitin BOX frá Keflavík heldur hljómleika í Félagsmiö- stöðinni Arseli í Arbæjarhverfi í kvöld. Tónleikarnir nefnast „Þriöja þrurnan" og leikur BOX þar lög af nýútkominni hljómplötu. Að- gangseyrir er kr. 20 og er húsið opiö öllum sem fæddir eru 1969 og fyrr. Hægt er aö komast í Ársel með leið 10 frá Hlemmi. Kabarett — Sumarkvöld á Sögu UM ÞESSA helgi og næstu helg- ar verður á Hótel Sögu kabarett. Ætlunin meö Sumarkvöldi á Sögu er að gefa þeim, sem ekki hverfa burt úr bænum, kost á skemmtilegri og notalegri kvöld- stund á einum rótgrónasta skemmtistaö Reykjavíkur. Flytjendur eru Ellert Ingi- mundarson, Jón Sigurösson og Soffía Jakobsdóttir leikarar. Hljómsveitin Ópus leikur fyrir dansi til kl. 03. Dansarar veröa Ástrós Gunnarsdóttir og Unnur Steinsson. Ólafur Ólafsson og Jakob Jónsson hafa æft efnið, en það er eftir ýmsa. Fjallar það um dægurmálin og þaö sem er á döfinni. Aðgangseyrir er 80 kr. og er helgargjald innifaliö. Skemmtunin hefst um kl.23. Feröir yfir helgina Farið er á þrjá staöi í helgar- ferðir í kvöld kl. 20.00. 1) Land- mannalaugar — Eldgjá, en þetta er tyrsta helgin í sumar, sem fært er í Eldgjá frá Landmanna- laugum. 2) Hveravellir — Þjófa- dalir. Gist er í sæluhúsi á Hvera- völlum og ekið síðan áleiöis inn í Þjófadali, þar sem farið er í gönguferðir. 3) Þórsmörk, en þar er boðið upp á tvær gönguferðir utan Þórsmerkursvæðisins, þ.e. Fimmvöröuháls og gönguferö upp með Skógá, en alltaf er gist í sæluhúsinu i Þórsmörk. Dagsferðir sunnudaginn 25. júlí: kl. 09.00 er ekið í Reyk- holtsdal og gengiö í Rauöagil og á Búrfell og er þessi ferð allan daginn. Síðan er farið kl. 13 og þá er gengið á Stóra Kóngsfell, sem er á Bláfjallasvæöinu. Málverkasýning Höllu Haralds- dóttur í Eden HALLA Haraldsdóttir sýnir nú 27 olíumálverk í Eden í Hveragerði. Mun sýningin standa í hálfan mánuð. í frettatilkynningu frá Eden segir aö Höllu hafi verið boöið að halda sýningu í sam- bandi viö 125 ára afmæli eins þekktasta gler- og mósaíkfyrir- tækis í Þýzkalandi, D.H. Oidem- an í Linnch. Er það fyrirtækiö sem m.a. setti upp mynd Geröar Helgadóttur á Tollstöðvarhúsinu í Reykjavík og eins altaristöfluna í Skálholti. Ennfremur setti fyrir- tækið upp steindu gluggana i Skálholtskirkju eftir Nínu Tryggvadóttur. Halla Haralds- dóttir tekur nú þátt í tveimur samsýningum erlendis, í Þýzka- landi og í Finnlandi. Safnaðarheimili byggt í Neskaupstað Vorið 1981 var hafin bygg- ing safnaðarheimilis við kirkjuna í Neskaupstað. Nú er húsið orðið fokhelt og búið að einangra það að innan. Húsið er einingahús frá Siglufirði. Ætlunin er að taka heimilið í notkun um næstu áramót. Áætlað er að hafa hátalarakerfi í húsinu þannig tengt að hægt sé að hlusta þar á messu í kirkj- unni. Einnig er fyrirhugað að setja þar upp videoskerm þannig að hægt verði að horfa á messur. Safnaðar- heimilið mun taka við mörg- um þeim verkefnum, sem óhagkvæmt var að nota kirkjuna til, svo sem sunnu- dagaskóla barna. Einnig er mögulegt að þarna verði fé- lagsstarf fyrir aldraða, sem hingað til hefur verið í Félgsheimilinu Egilsbúð. Kirkjan í Neskaupstað var byggð 1896, en vígð í janúar árið eftir. Hún var byggð eft- ir að kirkjan á Skorrastað fauk, en þá þótti ekki ráðlegt að endurreisa hana í sveit- inni. Margt muna, sem áður prýddu kirkjuna á Skorra- stað er nú í Norðfjarðar- kirkju. Verktaki hússins er Valmi hf. Ljósmynd J.G.K.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.