Morgunblaðið - 23.07.1982, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 23.07.1982, Qupperneq 13
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 Fremsta röö frá vinatri: Steinn Guöjónsaon, Svsrrir Einarsson, Hafþór Svainjónsson, Friórik Frióriksson, Martsinn Gairsson, Guómundur Baldursson, Einar Bjðrnsson, Hafþór Aðalsteinsson, Lárus Grétarsson. Miöröó frá vinstri: Siguróur Svavarsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar, Haildór B. Jónsson, formaóur knattspyrnudaildar, Andrej Strajlau, þjálfari, Erlendur Davíósson, Guðmundur Torfason, Halldór Arason, Árni Arnþórsson, Bryngeir Torfason, Ástþór Óskarsson, liósstjóri, Eyjólfur Bargþórsson, formaóur meistaraflokksráós. Aftasta röð frá vinstri: Kristinn R. Jónsson, Trausti Haraidsson, Albert Jónsson, Ólafur Hafsteinsson, Gísli Hjálmtýsson, Vióar Þorkelsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Valdimar Stefánsson, Vilhjálmur Hjörleifsson, liðsstjóri. Knattspyrnufélagið Fram ÁRANGUR Framara í 1. deildinni undan- farin ár hefur veriö nokkuð skrykkjóttur. Liöið varð íslandsmeistari árið 1972 og hefur síðan rokkað milli botns og topps deildarinnar. Á þessum áratug hefur liöið fjórum sinnum hafnaö í öðru sæti, síðast í fyrra, og þá hefur liöið þrisvar endað í sjötta, og einu sinni í því áttunda. Framliöið er nú í 7. sæti. Deildin hefur sjaldan eöa aldrei veriö jafn jöfn og spenn- andi og nú, og er því ógerningur aö segja til um lokastööu hennar. Framarar gætu átt eftir aö spjara sig, en liöiö er mjög ungt aö árum. Ásamt reyndum landsliðsmönnum, eins og Marteini Geirssyni og Trausta Har- aldssyni, skipa lióiö mjög ungir og efnilegir strákar. Eru þaö t.d. þeir Viöar Þorkelsson, Ólafur Hafsteinsson, Steinn Guðjónsson og Þorsteinn Þorsteinsson. Þorsteinn er aðeins 17 ára aö aldri, en viröist nú hafa tryggt sér sæti í liöinu. Hefur hann staöiö sig vel í undanförnum leikjum, og víst er aö Framarar eru langt frá því aö vera á flæöi- skeri staddir í sambandi viö knattspyrnu- menn framtíöarinnar. Þrátt fyrir misjafnt gengi í deildarkeppn- inni hefur Fram staöiö sig vel í Bikarkeppni KSI síöastlióinn áratug. Liöiö hefur þrisvar sigraö í keppninni á þessu tímabili, og auk þess leikiö í tvö önnur suápk til úrslita í keppninni. 1973 bar liöiö sigurorö af ÍBK í úrslitaleiknum, og síöan sigraöi liöiö í keppninni tvö ár í röö, 1979 og 1980. í fyrra skiptió var þaö Valur sem lúta varö í lægra haldi fyrir Fram og seinna skiptiö voru þaö Vestmannaeyingar sem töpuöu. I fyrra- sumar náöi ÍBV aö vísu fram hefndum. Liö- in léku þá til úrslita annaö áriö í röö og sigruðu Eyjamenn meö þremur mörkum gegn tveimur í mjög eftirminnilegum leik. Fram hefur oft tekiö þátt í Evrópukeppni, en aldrei náö því aö komast í 2. umferö. Eftirminnilegasti Evrópuleikur liösins er án efa er spánska stórliöiö Real Madrid lék á Laugardalsvellinum og sigraöi meö tveimur mörkum gegn engu, haustiö 1974. Komu Framarar mjög á óvart og urðu stórstjörnurnar aö hafa mikið fyrir sigrin- um. MORG UNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ1982 45 Aftari röó frá vinstri: örtygur fvarsson, liðsstjóri, Haraldur Haraldsson, Jóhann Jakobsson, Hinrik Þórhallsson, Jón Marinósson, Erlingur Kristjánsson, Ásbjörn Björnsson, Friöfinnur Hermannsson, Steingrímur Birgisson, Einar Áakelsson, Tómas Lárus Vilbargsson, Atoc Willoughby, þjálfari. Frsmri röó frá vinstri: Eyjólfur Ágústsson, Ormarr Örlygsson, Gunnar Gíslason, Þorvaldur Jónsson, Elmar Geirsson, Aóalsteinn Jóhannsson, Ragnar Rögnvaldsson, Guöjón Guðjónsson, Gunnar Kárason, formaöur Knattspyrnudeildar. Knattspyrnufélag Akureyrar ER ÍBA-liðið féll niöur úr 1. deildinni 1975, tóku Akureyringar það til bragös að hætta aö keppa undir merki Bandalags- ins, og þess í stað hófu félögin í bænum, KA og Þór, aö leika í 3. deitd áriö eftir. Fóru liðin bæói upp í 2. deild þaö ár, og síöan léku KA-menn í 1. deild i fyrsta skipti sumarið 1978. En þeir dvöldu ekki í deildinni aó þessu sinni, fall varð hlut- skipti liðsins. Sumarið eftir tó Skotinn Alec Wiil- oughby vió liðinu, og sigruðu þeir { 2. deild um sumarið með glæsibrag, sigr- uöu í 15 leikjum, geröu 1 jafntefii og töp- uöu aöeins tveimur leikjum. Hlaut liöiö 31 stig, skoraði 61 mark en fékk aöeins á sig 15. Eftir þetta glæsilega sumar lék liöið síö- an í 1. deildinni ööru sinni á síöastliönu sumri, og óhætt er aö segja aö Noröan- menn hafi komiö á óvart með góöri frammistööu, þar sem þeir voru lengi vel í toppbaráttu og áttu töluveröa möguleika á Islandsmeistaratitlinum. Svo fór þó aö liöið dalaöi undir lokin og hafnaöi í 7. sæti. Takmarkinu var þó náö, aö halda sætinu í deildinni. Gengi liösins í sumar hefur verið nokkuö skrykkjótt, liðið hefur t.d. aöeins unniö einn leik á heimavelli. Var þaö síöasti leikur, þannig aö nú gæti veriö aö rofa til hjá liöinu fyrir norðan. Liöiö er nú um miöja deild meö tíu stig, en hafa veröur í huga aö þeg- ar þetta er skrifaö hefur ekki veriö dæmt í kæru KA-manna á hendur Val, þannig aö þeir gætu átt eftir aö færast ofar i deildina, og komast í 3. sætiö. i liðinu er blanda af ungum og gömlum leikmönnum, og sterkasti hluti liösins verö- ur aö teljast vörnin, meö þá Erling Krist- jánsson, Harald Haraldsson og Aöalstein Jóhannsson sem bestu menn. Erlingur hef- ur leikiö í landsliði U-21 árs, og þá hefur miövallarspilarinn Gunnar Gíslason einnig leikiö í landsliði í sumar, bæöi U-21 og A-landsliöi. „Gömlu“ mennirnir, Elmar Geirsson og Hinrik Þórhallsson, hafa einnig leikiö í landsliöi, sem kunnugt er.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.