Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 23.07.1982, Blaðsíða 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚLÍ 1982 a Ég sztlc\ ok fá 4oo þessum og ■i\Je.y\K<xr tyarif " ... að telja frekn- ur hennar til þess að yeta sofnað. Með morgunkaffinu Ég get sennilega búið til þjófalvkil að matargeymslunni? HÖGNI HREKKVlSI /;HVe/eNIG L-IST |?ÉR. ’A HANKI TeNGPAFÖPUR þlNN TILVONANPI Hvert stefiium við? Rut Magnúsdóttir, Sólvangi, skrifar: „Velvakandi! „Þegar um er að ræða að sjá þessa kappleiki velti ég því ekkert fyrir mér hvort það er lögbrot að fá þá senda hingað til lands." Þetta lætur útvarpsráðsmaðurinn Ellert B. Schram hafa eftir sér í Helgarpóstsviðtali 16. júlí. — Þegar um er að ræða að ná í stereo-græjur velti ég því ekkert fyrir mér hvort það sé lögbrot að stela þeim úr verslunarglugga á Laugaveginum, gæti einhver sagt. „Á meðan lög eru lög, verða þau að njóta þeirrar virðingar að vera haldin. Enginn getur, svona upp á eigin spýtur, flokkað lögin í „nauðsynleg“ lög, „þol- anleg“ lög, „óþarfa“ eða jafnvel „asnaleg“ lög. Lög eru lög.“ — Þegar ég er að flýta mér velti ég því ekkert fyrir mér hvort það sé lögbrot að keyra niður einn til tvo krakkabjána á reiðhjólum, segir annar. — Þegar mig vantar aura velti ég því ekkert fyrir mér hvort það sé lögbrot að lumbra á gamalli kerlingu og rupla veskinu af henni, segir sá þriðji. Fróðlegt þætti mér að fá að sjá hvaða álit Ellert B. Schram hefur á yfirlýsingum þessara þriggja kumpána. Á meðan lög eru lög, verða þau að njóta virðingar, að þau séu haldin. Enginn getur, svona upp á eigin spýtur, flokkað lögin í „nauð- synleg" lög, „þolanleg" lög, „óþarfa" eða jafnvel „asnaleg" lög. Lög eru lög. Og hvert stefnum við, ef þjóðkunnur maður á borð við Ellert B. Schram gefur glaðbros- andi (mynd fylgdi) slíkar yfirlýs- ingar? Gamalt húsráð En snúum okkur að öðru. í vor var stundum til umræðu í Velvak- anda skordýra- og blaðlúsafargan- ið í görðum, og úðun með sterkum eiturefnum. Þeim, sem eru á móti hvoru tveggja, mætti kannski benda á gamalt húsráð, sem dugar móti flestum þessara kvikinda, en er skaðlaust mönnum, fuglum og matjurtum, og auk þess ókeypis, eða næstum því. U.þ.b. 10—15 sígarettustubbar eða 1 matskeið af neftóbaki látin í tóma niðursuðudós (ekki matar- ílát, þar sem bragðið fer aldrei úr aftur) og hellt yfir '/il af sjóðandi vatni. Látið standa í sólarhring, síað í gegnum nælonsokk. Blandað upp í 7—81 af köldu vatni og úðað með garðdælu (bak- eða hand- dælu) eða garðkönnu með fínum úðunarstút. Þetta drepur allt maðka- og skordýrakyns á trjám og runnum, en ekki eggin. Þess vegna er gott að endurtaka það 1—2svar sinnum á u.þ.b. 10 daga fresti. Best í logni og dumbungsveðri. Ath. að heilar sígarettur duga ekki, verða að vera stubbar, af því að þeir inni- halda margfalt meira eiturefni (nikotin), sem drepur kvikindin. Vona að þetta komi einhverjum að notum. / Ferðaskrifstofur og áfengismálin: Sorglegt ef hætturnar liggja í „örygginu“ — sem fólki er boðiö upp á Ferðamaður skrifar 18. júlí: „Heill og sæll, Velvakandi! Mig langar til að leggja orð í belg og þakka fyrir grein Jóhann- esar Proppé í Morgunblaðinu fyrir nokkru um áfengismálin hjá ferðaskrifstofunum, svo og fyrir önnur skrif í dálkum Velvakanda um þessi mál. Allt voru það orð í tíma töluð. íslensku ferðaskrifstofurnar hafa sumar hverjar lagt mikla áherslu á festu og áreiðanleik í þjónustu sinni, öryggi farþega og góða handleiðslu fararstjóranna. Með því móti hafa þær reynt að skapa sér virðingu og traust meðal almennings. Af þessum ástæðum hefur það alltaf stungið í augun að lesa hið undarlega rósamál í auglýsingum frá þeim um „dýrar veigar" og annað í þeim dúr. Það er kunnara en frá þurfi að segja að áfengisbölið hefur eyði- lagt ófá hjónabönd og sundrað heimilum, enda er drykkjuskapur eitt alvarlegasta vandamálið sem íslendingar eiga við að etja. Auð- vitað kemur margt annað en vínið einnig við sögu. Ég veit dæmi til þess að hjón hafa farið til útlanda í þeim tilgangi að reyna að bjarga hjónabandinu. Vafalaust leita margir til ferðaskrifstofanna við slík tækifæri. Væri þá sorglegt — að ekki sé fastara að orði kveðið — ef hætturnar og freistingarnar liggja einmitt í „örygginu" sem þeim er boðið upp á. Mig langar til að nefna annað í þessu sambandi. Flugleiðir hafa mikið verið í sviðsljósinu undan- farna mánuði og munu margir hafa fylgst með því af áhuga hversu félaginu hefur tekist að vinna bug á margvíslegum erfið- leikum. Svo vildi til að ég þurfti að kaupa farmiða hjá Flugleiðum bæði í fyrra og á þessu ári. í bæði skiptin var mér afhentur miðinn í eins konar veski þar sem geyma má alla ferðapappíra. Það fyrsta, sem maður rekur augun í þegar veskið er opnað, er áfengisauglýs- ing! Ferðaskrifstofurnar eiga þakkir skildar fyrir að gera almenningi kleift að njóta ótrúlegustu ævin- týra fyrir viðráðanlegt gjald. Og Flugleiðir eiga samúð og athygli flestra landsmanna, leyfi ég mér að segja. Ég vil því biðja þessa aðila, í fullri vinsemd, að taka ofangreind mál til rækilegrar at- hugunar og koma í veg fyrir að lágkúran setji blett á nafn þeirra. Með sumarkveðju. Atvinnumál krakka: Við verðum að dúsa heima Þorbjörg Sigurðardóttir skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að koma því á framfæri, að mjög algengt er að krakkar á aldrinum 10—12 ára gangi atvinnulaus yfir sumar- tímann. Eina atvinnan sem býðst okkur er blaðasala eða þá barnapössun, sem hvort tveggja er slæmur kostur að margra okkar dómi. Margir fullorðnir bera út blöð og finnst mér það skrýtið, þar sem miklu auðveld- ara er fyrir fullorðið fólk að fá vinnu en okkur krakkana. Svo dúsum við heima í pilsfaldinum á mömmu. Þetta er ekki nógu gott. Ég heimta að allt fullorðið fólk verði látið hætta að bera út blöð, nema þá gamalt fólk sem enga aðra vinnu getur fengið."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.