Tíminn - 25.07.1965, Blaðsíða 16
/
1
Myndlr f. v.: Tlmofhy Evans á milli tveggja lögreglumanna
á leið í fangelsl. Myndin tekin í desember 1949. 2. John
Christie, hinn alræmdi kvennamorSingi, í lögreglubúningi.
3. Beryl Evans og litla dóttirin, Geraldine, f garðinum bak
við 10 Ritlington Piace.
Evans-málið
EJ—Reykjavík, laugardag.
Brezki innanríkisráðherrann Frank Soskice, tilkynnti á dögunum,
að mál Timothy Johin Evans hefði verið rannsakað að nýju. Er
hér um að ræða eitt umdeildasta morðmál, sem upp hefur komið
í Bretlandi um áratugi, en Evans var tekinn af lífi 1950 fyrir að
hafa myrt bam sitt, 14mánaða gamalt. Frá þeim tima hefur mál
þetta valdið hörkudeilum í Bretlandi, þar sem margir telja, að hér
hafi verið um dómsmorð að ræða.
Málavextir voru í stuttu máli
sem hér segir: í húsinu við 10
Rillington Place í London bjuggu
haustið 1949 tvær fjölskyldur. Á
efstu hæðinni John Evans, kona
hans, Beryl og bam þeirra, Ger-
aldine, en á neðstu hæð maður að
nafni John Reginald Christie og
kona hans. í byrjun desember
það ár fannst lík Beryl og dótt-
urinnar í þvottahúsi þessa sama
húss. Báðar höfðu verið kyrktar.
John Evans var tekinn til yfir-
heyrslu, og játaði hann þar að
hafa myrt konu sína og bam, en
John, sem var vangefinn, gat
lítið sagt um, hvernig hann gerði
það. Við næstu yfirheyrslu breytti
hann framburði sínum, og sagðist
hafa játað glæpinn af hlýðni við
John Christie, sem í rauninni
hefði myrt konu hans og barn.
En vegna játningarinnar lagði
enginn trúnað á síðari framburð-
rannsakað aö nýju
inn. Christie var eitt aðalvitnið í
málinu, og framburður hans
styrkti gruninn um sekt Evans
sem var dæmdur til dauða fyrir
að myrða barnið, og var hengdur.
Hann var aðeins ákærður fyrir
barnsmorðið, þar sem erfitt var
að sanna, að hann hefði myrt
konu sína, ekki sízt þar sem lækn
ar töldu sönnun fyrir því, að
reynt hefði verið að hafa kynmök
við konuna eftir að hún var lát-
in.
Fjögur ár liðu. Þá fundust fjög-
ur konulík í garðinum við 10
Rillington Place. Allt vom þetta
konulík, og hafði þeim fyrst ver
ið nauðgað, og þær síðan myrt-
ar. Til viðbótar fundust tvær
beinagrindur af konum, sem myrt
ar voru 1943 og 1944. Kom þá í
ljós, að John Christie var einn
hættulegasti kvennamorðingi
Bretlands á þessari öld, en hann
játaði að hafa myrt allar konurn-
ar. Tvær þeirra hafði hann myrt
áður en Beryl og dóttir hennar
voru myrtar.
Mál Evans var nú séð í nýju
ljósi, og voru ýmsir nú harðir
i dómum sínum og töldu, að aug-
ljóslega hefði verið um dómsmorð
að ræða, sem væri smánarblettur
á brezku réttarfari. Og nú, eftir
15 ár, hefur loks tekizt að fá
málið rannsakað að nýju.
DOKTORSRITGERÐ
Hinn 21. júlí s. 1. varði Oddur
Benediktsson doktorsritgerð við
Tækniháskólann (Rensselaer
Polytechnic Institute) í Troy í
Bandaríkjunum. Ritgerð hans
fjallar.um atriði í venjulegum af-
leiðslujöfnum og heitir „Forced
Oscillations in Second Order Sys-
tems with Boundend Nonlinearit-
ies“.
Dr. Oddur er fæddur í Reykja
vík 5. júní, 1937, sonur hjónanna
Sigríðar Oddsdóttur og Más Ben
ediktssonar. Hann lauk stúdents
prófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík haustið 1956. Stundaði
síðan nám við áðurnefndan há-
skóla og lauk Þaðan candidats
B.S.C. prófi árið 1960 og meistara
prófi árið eftir.
Dr. Oddur hlaut styrk frá Vís-
indasjóðj íslands til samningu rit-
gerðar sinnar á síðastliðnu ári,
— en hann hefur að undanfömu
starfað við Reiknistofnun Há-
skóla íslands jafnframt náminu.
'f :
Myndin hér að ofan var tekin í
fyrradag af tjaldstæði þvi, sem
Akureyrarbær hefur komið upp
fyrir ferSamenn, á flötunum fyr-
ir ofan iþróttahús bæjarins. Svo
sem hin fyrrl sumur hefur svæS
iS oftast verið þéttskipaS í sum
ar og tjaldafjöldi komizt upp í
85 þegar mest var. ViS tjaldstæS
13 er náShús og í sumar var
byggt hús fyrir vaktmenn, sem
eru tveir til skiptls og halda
stöSuga vakt frá kl. 7—23 dag
lega. Þá hefur og veriS komiS
fyrir bílastæSum, þar sem ekki
er til þess ætlazt, aS bílum sé
ekiS inn á sjálft tjaldstæSiS.
Fyrir hvert tjald er verSIS fyrlr
fyrstu nóttina 35 krónur en 25
krónur fyrir dagana þar eftir.
Hefur þjónusta þessi mælzt mjög
vel fyrlr meSal ferSamanna.
Tímamynd GPK.
VEGAÞJONUSTA F.9.B.
Félag íslenzkra bifreiðaeigenda
hefur mikinn viðbúnað úti á veg
unum um þessa helgi. Vegaþjón
usfcubifreiðir verða nú í fyrsta
skiptið í sumar starfræktar frá
Akureyri, Grundarfirði, Húsavík,
Seyðisfirði og Norðfirði.
Á Suð-vesturiandi verður starf-
semi vegaþjónustunnar með svip-
uðu sniði og undanfamar helgar
FÍB verður með alls 10 vegaþjón
ustubifreiðir úti á vegunum nú
um helgina og auk þess tvær bif-
relðir, sem sérstaklega eru til
þess að veita ferðafólki upplýsing
ar og minniháttar aðstoð og eina
sjúkrabifreið. Verða bifreiðamar
einkum staðsettar sem hér segir:
FÍB 1. Hvalfjörður frá Tíðar-
skarði — Akranesvegamót. 2.
Kambabrún — Grímsnes. 3 Hva|
fjörður. 4. Bugða — Þingvellir
— Lyngdalsheiði. 5. Sjúkrablfreið
6. Laugarvatn — Iðubrú og ná-
grenni. Aðstoð og upplýsingar, 9.
Selfoss — Iða. 10. Akureyri. 11.
Húsavík. 12. Norðfjörður. 13. Seyð
isfjörður. 14 Frá Grundarfirði.
15 Aðstoð og upplýsingar.
Til þess að ná sambandi við
Vegaþjónustubifreiðarnar er bezt
að leita aðstoðar hinna fjölmörgu
talstöðvabifreiða sem eru úti á
vegum eða hringja í Gufunesradio
sími 22384.
A-ÞÝSK SKEMMTIFERÐA-
SKIP NAFA MIKIÐ AÐ GERA
GB—Reykjavík .fimmtudag.
f morgun var blaðamönnum boð
ið að skoða austur-þýzka skemmti
ferðaskipið Fritz Héckert. sem
lcom til Reykjavíkur í fyrradag
með sænska og finnska fulltrúa
á norræna skólamótið, sem að
þessu sinni er haldið hér, og verð
ur farÞegum veitt fullkomin gisti
þjónusta um borð á mcðan mótið
stendur yfir.
Skipstjórinn, Willi Eckholz, og
Gerhard Bause, fulltrúi austur-
þýzku ferðaskrifstofunnar, sögðu
fréttamönnum frá skipinu, sem
hefur komíð hingað einu sinni áð
ur, 1961, sama árið og það kom
koFfram
í dag auglýsti Slysavarna-
félag íslands eftir eins tonns
trillubáti frá NjarSvíkum,
sem átti að koma aS klukkan
þrjú í nótt. Á bátnum eru
tveir menn. Fóru þeir í róður
í gærdag og ætluðu að róa
á svonefndan Strandarleir,
sem er út af Vatnsleysuströnd
inni. GerSu þeir ráð fyrir
að koma að i nótt, í síðasta
lagi um þrjú-leytið. Niðaþoka
var í nótt á þessum slóðum,
og þegar mennirnir voru
ekki komnir að um hádegið,
var Slysavamafélagið beðið
um að auglýsa eftir bátnum,
en hann kom að landi heilu
og höldnu klukkan hálf-fjög-
ur í dag.
fullsmíðað úr skipasmíðastöðinni.
Þetta er rennilegasta fley séð utan
frá, og innrétting er öll hin ný-
tízkulegasta. Skipið er 8120 brúttó
tonn, og hefur rými fyrír rösklega
350 farþega. Það er annað veifið
leigt til annarra landa, jafnvel
þótt nóg verkefni séu fyrir
skemmtisiglingar með borgara
Þýzka alþýðulýðveldisíns, þar eð
enn sem komið er hefur það ríki
aðeins byggt tvö skemmtiferða-
skip, en hið þriðja væntanlegt um
1970. Skipið var skýrt eftlr þýzka
verkalýðsleiðtoganum Fritz Hec-
kert, sem neyddist til að flýja land,
þegar nazistar brutust til valda,
og lézt hann í Moskvu 1936.
SÁTTAFUNDUR
EJ-Reykjavik, laugardag.
Sáttafundur hófst í deilu far-
manna og vinnuveitenda kl. 21 í
gærkvöldi, og stóð hann til kl. 5
í nótt. Annar sáttafundur var boð
aður kl. 21 í kvöld.
SÍLDIN
JHM-Reykjavík, iaugardag.
Blaðið talaði vlð síldar-
leitina á Dalatanga rétt fyrir há-
degi i dag, laugardag, sem skýrðj
frá þvi að í nótt hefðu fjórir bát
ar tilkynnt samtals 650 tunnur af
síld. Bátarnir komu inn með
þennan afla i morgun. Veðrið var
gott á miðunum, en ekkert finnst
af sild.
Tveir bátar losuðu í morgun
út í Norðursjó í flutningaskipið
Bolanna. Það voru þeir Jörundui
j III með 1100 mál, og Heimjr meS
824 mál.