Tíminn - 25.07.1965, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.07.1965, Blaðsíða 11
' ' ' I I /1 ’ ' ■ I ' SUNNUDAGUR 25. júlí 1965 TÍMINN Þú færð ekki aS grípa fram í hermaður! — Góði, þú færð ekki að hafa einokun á henni. Þeir nema staðar, til þess að þrátta um þetta, og annar hermaður grípur bráðina. — Við skulum dansa, á meðan þeir eru að þrasa, segir hann og hlær. — Það er engin ástæða til þess að vera að eyða . . . Aftur er gripið fram í, annar dansfélagi: — Drottinn minn, ég hef ekki dansað í fimm mánuði . . . Þú dansar sannarlega vel. ( í raun og veru gerum við ekki annað en troða okkur í gegnum þvöguna, og reynum að fylgja eftir tónlistinni)). — Þú hlýtur svo sannarlega að vera eitthvað undarleg, fyrst þú komst sjálfviljug til íslands. Hvernig . . . Aftur erum við trufluð, annar dansfélagi er kominn. — Talaðu, litla ungfrú, talaðu bara! í stað hans kemur enn einn, sem þrýst- ir mér að sér og reynir að stíga tilþrifamikil dansspor. Þegjandi og dálítið kuldalega sveiflumst við til og frá á litlum, auðum bletti, sem hann hefur fundið, með því að teygja sig og horfa yfir mannþröngina. Ég hef það á til- finningunni, að ég sé að dansa við mann á stultum. Han finnur annan blett, og við þjótum þangað, brjótum okkur leið rennandi sveitt, áður en bletturinn er horfinn. Þar beygjum við okkur að meiða fjölda manns: Honum geng- spörkum tekst okkur að meiða fjölda manns. Honum geng- ur vel, hugsa ég með mér, við erum að minnsta kosti búin að dansa í hálfa mínútu, og það er metið til þessa. Hann er kattliðugur og smýgur fram hjá karlmönnunum, sem standa og bíða eftir að röðin komi að þeim, en mér finnst ég vera í maraþonhlaupi, sem krefst hraða og úthalds þrátt fyrir hinar mörgu hindranir, sem á veginum verða. — Allt í lagi. kunningi, nú ert þú búinn að fá þinn skammt. Þessi dansari veitir mér ofur litla hvíld, því fyrst stendur hánn’i1 annam-i.v fótinn og hristir sig, síðan f hinn og hristir sig á ný. Ég kepist/. ■ . upp á lagið með þetta. Við stöndum í sömu sporum og hrist- um okkur, og ég get kælt mig dálítið, á meðan ég hlusta á orðaflóðið, sém streymir af vörum hans. — Falleg stúlka eins og þú, hlýtur að vera þreytt á öllum þessum hermönn- um. Það, sem þú þarft á að halda, er góður félagi, eins og ég gæti verið, sem verndaði þig gegn öllum þessum úlfum, hvað sagðirðu annars, að þú hétir, og hve gömul ertu, ertu gift, hvaðan ertu . . . Truflun enn — og hvar, hugsa ég, eru stúlkurnar? Fyrstu innfæddu stúlkurnar komu vanalega um klukkan níu og aldrei fyrr. Þegar klukkan fór að nálgast níu fórum við að gefa dyrunum auga af og til, til þesss að geta uppfyllt þýðingarmesta hlutverk okkar: að bjóða hinar fráhverfu innfæddu dömur velkomnar. Okkur fannst við líkjast einna mest köngulóm, þegar við neyddumst til þess að töfra þessar hlédrægu stúlkur inn í skálann, á meðan þúsund næst um því áfergjuleg og gráðug augu störðu á þær. Bráðin, sem beitt var fyrir, var mjög feimin. Stundum fengum við þær inn úr dyrunum með því að hrista stöðugt hendur þeirra og hörfa aftur á bak innar á meðan. íslendingar leggja mjög mikið upp úr því að heilsast með handabandi, svo við grípum tækifærið og notfærðum okkur það til þess að draga stúlkurnar inn fyrir, án þess þó að hafa í raun og veru lagt á þær hendur Kannski gægðust tvær eða þrjár inn um dyrnar. En þegar hundruð manna þustu í átt til þeirra, drógu þær sig í fljótheitum til baka og biðu þang- að til fleiri höfðu bætzt í hópinn og kíktu þá inn aftur. Þetta var auðvitað á fyrstu dögum hernámsins, og „feimni“ þeirra kom á stað hörðum ásökunum um, að íslenzku stúlk- urnar væru kuldalegar. Það verður að líta í fleira en eitt horn, áður en hægt er að dæma þær á þann veg. Piltarn- ir okkar tóku ekki tillit til þess, að þeir voru nú í landi, þar sero kvenfólkið hafði til þessa verið í miklum meirihluta — ef til yill eins og mér hefur verið sagt, átta til tíu konur um hvern karlmann. Svo að á einni nóttu, ha^ði þetta gjör- breytzt. Og nú voru ekki aðeins konurnar, heldur allir íbúarn ir komnir í margfaldan minnihluta. Þessu fylgdi að ákveðn- ir varnarveggir risu upp til þess að vernda hinar ungu kon- ur, og þar með talið var afskiptaleysið. Stúlkurnar voru að brjóta gamla hefð, mennirnir vildu dansa — og tvær banda- rískar stúlkur voru að reyna að dansa við tvö hundruð menn íS»g þjáð^: stúlkurnar velkomnar um leið. Þetta var óþægi- legcaðstaða fyrir alla viðstadda. Það bezta, sem hægt var að búast'við á deildardansleikjum, var, að þrjátíu til fjörutíu stúlkur komu, áður en kvöldið var liðið. Þær voru ekki í eðli sínu kaldar, og íslendingar eru heldur ekki ógestrisnir. Þvert á móti, þegar þú hefur kynnzt þeim eu þeir vingjarnlegir og mjög þægilegir í viðmóti. En það er einmitt að kynnast þeim, sem hefur verið svo mikið vandamál fyrir hermennina okkar. í landi þar sem siðvenj- urnar leyfa lítinn sem engan hjartanlegan og saklausan kunn igsskap milli kynjanna á almanna færi — og þar sem venj- an segir, að á skemmtunum eigi konurnar að sitja saman í inn í herbergið, þar sem þjónn- inn hafði borið fram morgunverð. — Góðan daginn Ray. Hann brosti, en brosið var feimnislegt. — Góðan daginn, Druce, sagði hún og horfði á hann. Hann er maðurinn minn, hugsaði hún með sér, en fannst þetta svo skrítin tilhugsun, að henni lá við að hlæja. Hún fann augnaráð hans, er hún settici. við borðið, og óskaði að hún hefði vandað meira klæðn- að sinn í stað þess að koma inn á morgunkjólnum. Hann var að vísu full boðlegur en dálítið hjá- kátlegur, borinn saman við gróf- gerð tweedfötin, sem Druce var í. — Svafstu vel? spurði hann. — Já, þökk fyrir . . hefurðu beðið eftir mér í morgunmatinn? Hann hló. — Það eru margir klukkutímar síðan ég borðaði. Ég hef aldrei borðað morgunverð seinna en klukkan hálfátta. — Er það ekki? sagði Ray hæ- versklega og hellti í kaffibollann sinn. Sjálf borðaði hún ekki morg- 12 aldrei þorað lengra en að yfir borði tilverunnar. Það var fágaða, þægilega yfirborðið, sem hafði ver- ið inntak tilverunnar. Það var lík- ast og þeim þætti allt, sem var ósvikið og raunverulegt, vera hlæg legt. Hjónaband, hjúskaparslit, tryggðarof og jafnvel heiðarleg vinna . . . Hún hafði verið al- veg eins og öll hin. Það var ekki fyrr en í gær- kvöldi, er hún stóð hjá Monty í garði Winifred frænku, að hún efaðist í fyrsta sinn um hvort hún hefði farið rétt að ráði sínu. Þá hafði henni allt í einu skilizt, að það væri annað, sem væri meira virði í lífinu. Ást hennar til Montu i hafði verið sterkari en allt ann- að. Fyrir hann hefði hún getað fórnað öllu. En Monty hafði ekki kært sig um hana. Hann hafði hafnað ást hennar með því að yppa öxlum og segja nokkur kald- hæðniorð. Og um leið hafði eina tækifæri þeirra til að verða ósvikn- ar, lifandi manneskjur gengið þeim úr greipum. Var Monty jafn einskisnýtur og allir hinir? Já . . . hún varð nauð- ug að viðurkenna það fyrir sjálfri sér, en ást hennar til hans varð ekki minni, þó að hún viðurkenndi galla hans. Nú heyrði hún hljóð gegnum þilið. Hún hlustaði og heyrði að Druce þrammaði fram og aftur um gólfið. Brúðkaupsnóttin okkar! hugsaði hún með sér í beiskjuhug. Við erum bæði jafn ógæfusöm, jafn einmana. Hún óskaði, að hún hefði getað fengið sig til að fara inn til hans og segja: Við skul- um að minnsta kosti vera vinir . . . En það er ekki hægt að bjóða upp á vináttuna eina, þegar sá sem á hlut að máli elskar mann. Hún andvarpaði og dró sæng- ina upp fyrir höfuð. Nú var kyrrt í hliðarherberginu. En eftir dá- litla stund heyrði hún fótatakið aftur. Líklega hafði hann staðið kyrr meðan hann var að kveikja sér í vindlingi. Hann var svo nærri henni — og þó svo langt frá henni. Þau voru hjón, en samt voru þau ókunnug hvor öðru. Hvað var eiginlega framundan? Hjónaskilnaður? Það mundi vera eina leiðin. Og eftirá mundi að- staða hennar til tilverunnar verða nákvæmlega sú sama, sem áður var .. . fyrir brúðkaupið ... — Morgunverðurinn er tjlbúinn frú! Ray strauk hárið frá andlitinu og leit upp. Þjónn stóð í dyrun- um. — Hvað er klukkan? spurði hún syfjulega. — Yfir tólf, frú. Hann dró gluggatjöldin frá og sólskinið flæddi inn í herbergið. Það var hlýtt og notalegt eftir öll kuldalegu heilabrotin í nótt. í dag urðu Druce og hún að kom- ast að njðurstöðu. Allt var betra en þessi óvissa. Það lá við að Ray fyndist einhver vonarneisti vera í þessu öllu þegar hún svipti af sér sænginni og stakk fótunum í inni- skóna. Druce stóð upp þegar hún kom Ji Rest best koddar Endurnýjum gömlu sængurnar. Eigum dún- og fiðurheld ver, æðardúns- og gæsadúnssængur og kodda af ýmsum stærðum. — PÓSTSENDUM — Dún- og fiðurhreinsun Vatnsstíg 3 — Simj 18740 (Örfá skref frá Laugavegi) unverð fyrr en klukkan ellefu, ef hjá öðru var komizt. Það sýnir, hve ólík við erum, hugsaði hún með sér meðan hún var að smyrjj ristaða brauðið. — Þú borðar ekki mikið sagðj hann. — Ég hef aldrei matarlyst á morgnana. — Það er leiðinlegt. Mér fellur vel, að fólk borði hraustlega. Það sýnir, að það er heilbrigt á sál og líkama. Hún hló dátt. — Þú kærir þig vonandi ekki um, að ég verði dig- ur og kringlótt eins og tunna? —Það skiptir engu máli, hvem- ig þú lítur út, sagði hann. Hún roðnaði. Henni gramdist þessi krakkalegi óvani, sem hún hafði, að roðna alltaf út af engu. Það er að segja — hún gerði það ekki þegar hún var með öðrum, aðeins þegar hún var með Druce. Hún vissi ekki, hve yndisleg hon- um þótti hún, þegar roði kom í kinnarnar og mjúkar varirnar titr- uðu. Hann sneri sér undan. — Hvað hefur þú hugsað um í nótt, Ray? spurði hann eftir nokkra stund. — Hefurðu legið andvaka og hatað mig, út af því sem ég sagði í gær? — Já, að vissu leyti, sagði hún. — Þá er bezt, að þú reynir að hrista það af þér. Það verður erfitt að hugsa til mín með haturshug, ef við eigum að geta búið sam- an, bætti hann við og brosti um leið. \ Hún hleypti brúnum og rétti fram höndina til að ná í vindling. — Mér virtist þú gera mér ljóst í gærkvöldL að við ættum ekki að búa saman. — Ég á við, undir sama þaki, sagði hann óþolinmóður. — Ég hélt að þú ætlaðir að tala um hjónaskilnað í dag. Andlitsdrættir hans hrömuðu og og gráu augun dökknuðu. — Viltu skilja? Hún andaði að sér löngum teyg úr vindlingnum. — Nei, sagði hún loksjns. — Þá væri ég nákvæmlega eins stödd og ég var áður. — Þú gleymir meðlaginu. Hún sótroðnaði. — Ég mundi aldrei vilja taka við meðlagi frá þér. Hann varð hissa og glaður. — Þú ert undarleg kona, Ray, sagði hann bara, en nú var einhver nýr glampi í augunum. — Ég hélt, að það værir þú, sem vildir skjlja, sagði hún. — Mér datt i hug, að þú mundir geta gert betri kaup næst. Nú var það hann, sem roðnaði. — Við vinnum ekkert við að hreyta ónotum hvor* 4 a

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.