Tíminn - 25.07.1965, Síða 8

Tíminn - 25.07.1965, Síða 8
SUNNUDAGUR 25. júli 1965 TMMBNN ívar GuSmundsson, forstjóri Kaupmannahafnarskrifstofu Samein- uðu þióðanna, sér um öll v(ðskipti á milli Norðurlandanna fimm,og Um þessar mundir fara fram yfirmannasfeipti á Norðurlanda- skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn, og við henni tekur hinn kunni íslendingur Ivar Guðmundsson. Hann var hér heima fyrir nokkrum dög- um, áður en hann hélt til Hafn ar til að taka við sínu nýja embætti. ívar hefur starfað hjá Sþ síðan 1951, en fram að þeim tíma var hann blaðamað- ur á Morgunblaðin . Undirritaður blaðamaður Tímans hitti ívar daginn áður en hann hélt utan og ræddi við hann um hans störf, yfir kaffibolla á Borginni. Eins og fyrr getur þá hóf hann starf sitt árið 1951 hjá Sþ í aðal- stöðvum stofnunarjnnar í New York. Þar vann hann sem blaða fulltrúi í Upplýsingadeild Sþ til ársins 1955, er hann var sendur sem aðstoðarfram- kvæmdastjóri í skrifstofu Sþ í Kaupmannahöfn. Árið 1960 var ívar kallaður til aðalstöðvanna í New York, og skipaður fulltrúi þar. Með- an 15. allsherjarþingið stóð yf- ir var hann blaðafulltrúi fyrir írann Frederick H. Boland, sem þá var forseti þingsins. Ári seinna — 1961 — var ívar skipaður yfirmaður skrifstofu Sþ í Karachi í Pakistan, og þar dvaldi hann þar til nú í ár. ívar kom hjngað til lands frá Ameríku, en þar hafði hann verið í hejmsókn hjá fjölskyldu konu sinnar í Kanada, en hún er kanadísk, og síðan fór hann til skrafs og ráðagerðar til Sþ í New York. Hann tjáði undir- rituðum að hann ætti að taka formlega við skrifstofunni i Höfn, þann 1. ágúst n. k. Fyr- irrennari hans þar var Nýsjá- lendingurinn Hugh Williams. — Það er gaman að vera kominn heim, sagði fvar, en þetta er bara of stuttur tími, ein viku. Maður er önnum kafinn að reyna að gera allt sem maður þarf að afkasta hér, og reyna að sjá vini og kunn- ingja um leið. Ég lauk starfi mínu í Karachi þann 1. maí s. 1. og fór þá til Kanada og Bandaríkjanna. — Hvert er hlutverk skrif- stofunnar í Kaupmannahöfn? — Það má segja að hún sé tengiliður á milli Norðurland- anna fimm og Sameinuðu þjóð- anna. Hún er ein af elztu skrif stofum þeirra á þessu sviði, en alls eru þær um 50 víðs- vegar í heiminum. Sumar þeirra þjóna fleiri en einu landi, en aðrar bara einu, eins og sú sem er í Karachi. Þess- ar skrifstofur gegna mörgum hlutverkum, þær skipta við rík isstjórnirnar í sambandi við starfsemi Sþ, bæði beint og óbeint. Þá hafa þær það hlut- verk að vera upplýsingadeildir, þar sem bæði liggja frammi bækur, bæklingar, myndir og kvikmyndir um hin mörgu og margbrotnu störf stofnunarinn ar. — Skrifstofan i Höfn er mjög mikilvæg, í fyrsta lagi vegna þess hve virkir þátttak- endur Norðurlöndin eru í allri starfssemi Sþ. Danir, Svíar og Norðmenn hafa t. d. lagt fram herlið í löndum þar sem deilur ríkja, eins og t. d. á Kýpur, í ísrael og Kongó. Fyrir utan allt það, sem lönd- in hafa lagt fram í tæknihjálp, matvælum og m. fl. — Hvernig líkaði þér dvöl- in í Pakistan? — Mjög vel alla staði. Pakistan er tiltölulega nýtt land, en gömul þjóð í þeim skilningi. Landið er í tveim hlutum, sem eru aðskildir með 1000 mílna breiðum hluta af Indlandi. Vestur-Pakistan ligg- ur frá Arabískahafinu og norð- ur til Himalayjafjallanna, í vestri liggja Afganistan og ír- an, og að austan er Indland. Austur-Pakístan liggur frá Bengalflóa og að landamærum Kína, en að vestan er Indland, og að austan er Burma. Mesta vandamálið er þess vegna allar samgöngur á milli landshlut- anna. — Austur- og Vestur-Paki- stan er bundin tryggum bönd um, þrátt fyrir þá staðreynd að fólkið sé mjög frábrugðið í öllu útliti. Austur-Pakistanar eru mjög smávaxnir og af Beng ölskum uppruna, líkir Síambú- um og Burmabúum. Aftur á móti er mjög blandað fólk í Vestur-Pakistan, sem stafar af því hve oft landið hefur verið hernumið af öðrum þjóð- flokkum i sögunni. Þarna er hægt að sjá fólk sem er allt að því eins og negrar, og svo eru aðrir sem líkjast Grikkj- um. Það sem bindur fólkið saman er Múhameðstrúin, sem um leið er ástæðan fyrir deil- um Pakistana og Indverja, sem eru Hjndúatrúar. Það er mjög erfitt fyrir þessar tvær þjóð ir að búa saman í sátt og sam- lyndi. Auk þess sem Kashmír- deilan á sinn þátt í ósamkomu laginu á milli þeirra, það má segja að Kashmír sé olía á eld- inn. — Öryggisráð Sþ ákvað fyrir nokkrum árum að almenn at- kvæðagreiðsla skyldi fara fram í Kashmír, og láta Kashmír- búa ákveða sjálfa hvort þejr vildu sameinast Pakistan eða Indlandi. En Indverjar hafa komið í veg fyrir atkvæða- greiðsluna, einfaldlega vegna þess að flestir íbúar Kashmír eru Múhameðstrúar. Kashmír er mjög mikilvægur landshl. fyrir báðar þjóðirnar, því tvær af aðal lífæðum þeirra, árnar Indus og Jhelum eiga upptök sína þar, þess vegna er það erfitt að finna varanlega lausn á málinu. í rauninni má líkja Kashmírdeilunni við Berlínar- málið, allir vilja lausn á því, en enginn veit hver hún er, eða hvenær hún verður að veru leika. — Hvernig gengur þróun Pakistan? — Það má segja að hún gangi mjög hægt, en samt mið- ast hún áfram í rétta átt. Það er erfitt að byggja upp þjóð- félag þar sem 86 prósent lands- manna kunna hvorki að lesa né skrifa. Pakistanar eiga langt í land, þangað til þeir geta skaffað öllum börnum und irstöðumenntun. f Pakistan eru fáír menntaðir, en sumir í þeirra hópi eru afar vel mennt- aðir og margir þeirra eru kunn ir vísinda- og fræðimenn, bæði í heimalandinu og í heiminum. — Er matvælaskortur mikið vandamál í Pakistan? — Já, að vissu leyti en samt er ekki eins mikill mat- vælaskortur í Pakistan, sjns og í svo mörgum öðrum vanþró- uðum löndum, Austur-Pakisran ar borða að mestu hrísgrjón, en í V-Pakistan er 65 prósent af allri fæðu hveiti. Þetta or- sakar mjög frábrugðið og bæti efnasnautt mataræði. Það er brýn nauðsyn að bæta þetta ástand í landinu, og eru þeir að reyna það með því t. d. að auka fiskveiðar. Þarna er nógur fiskur í hafinu, og afl- inn eykst jöfnum skrefum með betri þekkjngu á fiskveiðum — Fata og húsnæðisskortur inn er ekki eins átakanlegui og hið fábreytta fæði í Pakist- an. Loftslagið er það hlýtt að menn geta lifað í kofum, sem Sþ stofnunarinnar. (Ljósmynd Sþ). eru byggðir til þess eins að verja fólkið frá sólinni. Ejtt rúmlak nægir í klæði fyrir fólk ið. Auðvitað er það mikið vanda mál að fólkið skuli ekki eiga sómasamlegt þak yfir höfuðið á sér, eða föt tjl að klæðast, en fyrst þarf þjóðin að leysa fæðuskortinn og þekkingarleysi meirihluta landsmanna. — Finnst þér að við eigum að senda fleiri fiskimenn til þessara vanþróuðu landa, til að kenna innfæddum nútíma fjsk- veiðar og hvernig hægt sé að auka aflann með bættum veiði- aðferðum? — Já, án efa, ég tel það vera mjög mikilvægt framlag, fyrir utan það að íslenzkar veiðiaðferðir henta mjög vel þarna. Framlag okkar, og hinna Norðurlandanna hefur verið mjög vel þegið á þessum slóð- um, um leið og það er afar áríðandi. — Eins og ég sagði áðan, þá háir fæðuvandamálið mjög eðli legri þróun landsins, menn borða allt of einfaldan mat, og það sama dag eftir dag, ár eít- ir ár, og kynslóð eftir kynslóð. í A-Pakistan eru hrísgrjónin borðuð soðin, en i V-Pakistan búa þeir sér til hveitikökur, og þetta er sá matur sem þeir borða næstum eingöngu. Ekki vildi ég selja kokkabækui i Pakistan. — Þurftir þú ekki að ferð- ast mikið á milli landshlut- anna? — Jú, starf mitt var þannig, að ég þurfti að ferðast um landið í erindagjörðum fyrir Sþ. — Hvernig er það á skrif- stofum Sþ út um heima, er starfsliðið valið eftir sérstök- um reglum eða heimsálfum. eða er það gert á alþjóðlegan hátt. — Á skrifstofum S.þ. starfa vanalega um 10—12 manns, og er það frá hinum ýmsu aðild aríkjum. Sá sem tók' við af mér í Karachi er t.d. ítalsk ur, sá sem var á undan var íri. Yfirmenn eru alltaf frá öðru landi, en því sem skrif- stofan er í, en oftast er það samt svo að aðstoðarmaður hans er frá landinu sjálfu, en það er samt ekki einhlýtt. í Kaupmannahöfn verður aðstoð armaður hinn sænskur. • — Verða einhverjar breyt- ingar á rekstrinum á Kaup mannahafnarskrifstofunni, eft- ir að þú tekur við hennj? — Nei, ekki geri ég ráð fyr- ir því. Þessi skrifstofa er með þeim elztu af S.þ. skrifstof- um, eins og ég sagði, og hún starfar á mjög föstum og góð- um grundvelli, sem ekki þarf neinna sérstakra breytinga með. Hér endaðj viðtalið við ívar Guðmundsson, sem er nýskip- aður forstjóri Kaupmannahafn arskrifstofu Sameinuðu þjóð anna. Hann sagði áður en við skyldum að hann vonaðist til að eiga gott samstarf við alla þá íslendinga sem hefðu áhuga á störfum S.þ., og sagðist von- ast til þess að heyra frá bæði einstaklingum og félögum sem óskuðu eftjr upplýsingum eða annari fyrigreiðslu varð varðandi málefni stofnunarinn- ar. —jhm. Rætt við ívar Guðmundsson hjá SÞ

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.