Tíminn - 25.07.1965, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 25. júlí 1965
THVIINN
Frá setnfngu norræna skólamótsins j Háskólabfó.
ferði þeirra mun gera kvæði
Einars Benediktssonar um
I Fróðárhirðina langlíft í ís-
I lenzkri sögu.
Mikill sigur
Á undanförnum þingum hef
ur gengið illa að fá styrki
til ungmennafélaganna hækkaða
í samræmi við önnur framlög
til félags- og íþróttamála. Því
hefur verið haldið fram, að
ungmennafélögin væru orðin
úrellt og ættu ekki lengur sama
tilverurétt og áður. í samræmi
við þessa skoðun hafa verið
felldar tillögur um auknar fjár
veitingar til þeirra.
Hin stórglæsilega íþróttahá-
tíð, sem ungmennafélögin
héldu nýlega að Laugarvatni,
hefur með eftirminnilegum
hætti kveðið niður allar þessar
kenningar. Þetta er stærsta og
virðulegasta samkoma, sem
lengi hefur verið haldin á
íslandi. Hún fór langtum bet
ur fram en títt er um slíkar há-
tíðir. Hún sýndi óumdeilanlega
að ungmennafélögin eru enn
sterk og siðbætandi hreyfing,
sem aldrei hefur verið meiri
þörf en einmitt nú, þegar það
skiptir enn meira mála en áður
að beina æskunni að góðum og
mannbætandi verkefnum vegna
þess, hve margt, sem áður var
ekki til, glepur hana og villir
um fyrir henni. Það er stórmál
þjóðarinnar allrar, að þess-
um mikla sigri ungmennafélag
anna verði fylgt eftir með
auknum stuðningi við hana.
Sérstök ástæða er til að láta
í Ijós ánægju yfir því, að nor-
rænir kennarar hafa haldið
fjölmennasta mót, sem háð hef
ur verið hérlendis. Koma
mörg hundruð norrænna kenn
ara hingað mun hjálpa til að
styrkja bönd hins andlega
skyldleika við Norðurlönd.
Hinar mismunandi aðstæður
valda því, að Norðurlönd geta
ekki unnið nema takmarkað
saman á sviði efnahagsmála og
stjórnmála, en á hinu menning-
arlega sviði á þessi samvinna
að geta orðið mikil og vaxandi.
Það er t. d. mjög fróðlegt
fyrir okkur að fylgjast með
þeim miklu breytingum, sem
eru að gerast á sviði skóla
málanna í þessum nágranna-
löndum okkar. Af því eigum við
að geta lært marga gagnlega
hluti. Það gefur okkur jafn-
framt glögga vísbendingu um,
hve stórfeld uppbygging þarf
að verða hér á sviði skólamála,
En þó við eflum skólana,
megum við ekki gleyma þvi, að
hlutur sjálfsmenntunarinnar
má samt ekki minnka. Hann
heldur áfram að verða mikil-
vægastur þrátt fyrir allt. Þess
vegna er ánægjulegt að geta
tekið undir það, sem Gylfi
Þ. Gíslason menntamálaráð-
herra lagði höfuð áherzlu á, þeg
ar hann setti norræna skólamót
ið. Hlutverk skólanna á framar
öðru að vera það að glæða á-
huga fyrir sjálfsmenntuninni,
eða eins og menntamálaráðherra
sagði: Skólinn á fyrst og
fremst að bæta skilyrði hvers
ttanns til sjálfsræktar, því
að úr þeim jarðvegi einum vp'
sönn hamingja
sóknarflokksins lögðu á það
megináherzlu, að öflugar ráð-
stafanir yrðu gerðar til að
stöðva dýrtíðina. Þeir töldu
þetta svo mikilsvert, að þeir
settu þetta á oddinn. Þeir
ákváðu að standa eða falla með
þessari stefnu sinni. Þegar þeta
fékkst ekki fram, átti vinstri
stjórnin ekki annars kost en
að segja af sér.
Þessa afstöðu getúr Fróðár-
hirð nútímans vafalaust ekki
skilið.
Óbætanlegt óhapp
Þeir, sem líta hlutlaust yfir
sögu seinustu sex ára, geta
hins vegar áreiðanlega skilið,
hvílíkt óbætanlegt óhapp það
var, að ekki var horfið að ráði
Framsóknarmanna um stöðvun
dýrtíðarinnar haustið 1958. Þá
myndi þjóðin ekki þurfa að
horfast í augu við margvíslega
upplausn og ringulreið i efna-
hagsmálunum eftir hjð lang-
mesta góðæri, sem hún hefur
nokkru sinni búið við. Þá hefði
kaupmáttyir tímakaupsins getað
aukizt verulega, eins og í ná-
grannalöndum okkar. Þá hefðu
atvinnuvegirnir staðið á traust
um grunni eftir undangengið
góðæri. Þá hefði ekki verið stór
felldur húsnæðisskortur í bæj-
unum, en hann minnkaði óðum
í tíð vinstri stjórnarinnar. Þá
hefðu skattakjörin verið
hófleg. Þung er ábyrgð þeirra,
sem tóku við af vinstri stjórn
inni og haldið hafa áfram lát-
laust síðan hrunadansi dýrtíð
ar og upplausnar — mann-
anna, sem hafa keppzt við að
sitja og ýtt hafa erfiðleikun-
um á undan sér með nýjum og
nýjum frestum, í stað þess
að marka stefnu sem þeir hafa
staðið eða fallið með Fram-
öllum öðrum. í þeim flokki voru
þeir Jón Sigurðsson, Hannes
Hafstéin og Björn Jónsson.
í hinum flokknum eru þeir,
sem gera allar skýrar línur
stjómmálanna óskýrar, mennirn
ir, sem hafa sérstaka hæfileika
til að smjúga, mennirnir, sem
gætu verið í öllum flokkum,
mennirnir, sem allt vilja vinna
til þess að fá fremur frið, menn
irnir, sem engum gera fyllilega
til hæfis, en vilja helzt engan
styggja mjög mikið, mennirnir,
sem fúsir eru að bregðast fóst-
bræðrum og telja það ákjósan
legt að hlaða hæfilega undir
þá, sem eru í bili andstæðing-
ar“
Hversvegna fór
vinstri stjórnin?
Ef að líkum lætur, munu
íhaldsblöðin nú brátt fara að
hefja sinn gamla söng um
vinstri stjórnina. Þegar illa geng
ur hjá núv. stjóm, er sá áróð
ur jafnan magnaður í íhalds
blöðunum, að allt hafi verið
komið í kalda kol hjá vinstri
stjórninni. Þegar sýnt er fram
á, að afkoma atvinnuveganna
hafi verið traustari þá en nú,
skuldirnar við útlönd lægri,
kaupmáttur tímakaupsins meiri
og ástandið í húsnæðismálun-
um miklu betra, setja stjórnar
blöðin jafnan upp spekingssvip
og þykjast geta kollvarpað þess
um staðreyndum með einni
spurningu: Hvers vegna fór þá
vinstri stjórnin frá völdum
fyrst ástandið var svona gott?
Svarið við þessari spurningu,
verður sennilega aldrei skiljan
legt þeim mönnum, sem hafa
það eitt höfuðmarkmið að
hanga í ráðherrastólunum.
Vinstri stjórnin fór frá völdum
vegna þess, að ráðherrar Fram
Þegar Einar orfi um
Fróðárhirðina
Tryggvi Þórhallsson reit fyrir
45 árum grein í Tímann, þar
sem hann dró upp eftirminni-
lega mynd af tvenns konar for-
ustumönnum, sem hefðu fátt
sameiginlegt. Grein Tryggva
var miðuð við þáv. ástand í ís-
lenzkum stjórnmálum, en línur
þeirra voru þá mjög óskýrar,
þar sem sjálfstæðisbaráttunni
við Dani var nýlokið, en nýir
flokkar höfðu enn ekki
myndazt hreinlega um innan-
landsmálin. Framsóknarflokkur
inn vann þá að því undir for-
ustu þeirra Jónasar Jónssonar
og Tryggva Þórhallssonar að
skerpa línur milli framsóknar
og íhalds, en íhaldsöflin leit-
uðust hins vegar við að gera
allt sem loðnast og óljósast og
tóku ekki fullkomlega saman
höndum í íhaldsflokki (borgara-
flokknum) fyrr en 1923, þegar
horfur voru á, að Framsóknar
flokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn gætu fengið meirihluta í
þingkosningunum. Þeir Jón
Magnússon og Magnús Guð-
mundsson sátu í stjóm, þegar
Tryggvi skrifaði þessa grein
sína. Stjórn þeirra studdist við
ótraust fylgi. Þeir þurftu því
að semja sitt á hvað og hugs-
uðu bersýnilega meira um það
en að standa eða falla með
ákveðinni stefnu. Stjórnmála-
ástandið einkenndist þannig
mjög af því, að stjórnin vildi
sitja næstum hvað, sem það
kostaði. Það var um þetta á-
stand, sem Einar Benedikts-
son orti hið fræga kvæði sitt
um Fróðárhirðina. Þetta ástand
gaf Tryggva Þórhallssyni jafn-
framt tilefni til að skrifa grein
sína um hina ólíku foringja.
Tvennskonar
leiðtogar
Grein Tryggva Þórhallssonar
hefst á þessa leið:
„TvennS' konar tegundir
manna eru það einkum, sem
verða leiðtogar þjóðanna í
stjórnmálum. Og það erú ein
mitt hinar allra ólíkustu tegund
ir manna. Er það ein sönnun
margra um það, að öfgarnar
mætast, þ.e. að til hins sama
starfs veljast einkum hinir ó-
líkustu menn.
Annars vegar eru leiðtogarn
ir af Guðs náð, hinir fæddu for
göngumenn þjóðanna — menn
irnir, sem hafa það mikið á
hrifavald, þá miklu andans yfir
burði, að fjöldinn skipar sér fús
undir merki þeirra, hlítir for-
ustu þeirra og vinnur mikil
verk undir stjórn þeirra.
Af nýrri tíðar mönnum er
Jón Sigurðsson frægastur
þessara manna. En sömu teg
undar eru fyrstu leiðtogar okk
ar íslendinga, eftir að stjórn
landsins varð innlend, þeir
Hannes Hafstein og Bjöm
Jónsson.
Hins vegar eru þeir pólitískir
foringjar, sem ekki mega kall
ast leiðtogar, nema því aðeins
að frummerking þess orð sé
gersamlega gleymd. Því að ein-
kenni þessara manna er ekki
það, að þeir vísi leiðina. Hæfi
leiki þeirra er einmitt í gagn
stæða átt, hæfileiki til þess að
láta fjöldann, hið kvikula al-
menningsálit, teyma sig. Þáð er
alveg sérstakur hæfileiki og
virðist um stund a. m. k. sérstak-
lega hentugur til að halda þess
um mönnum í valdasæti.“
„Þeir setja ekkert
á oddinn“
Tryggvi Þórhallsson segir enn
fremur:
„Fyrri flokkurinn — leiðtog
arnir af Guðs náð — eru
mennirnir sem láta brjóta á sér.
Þeir eiga mikil áhugamál, sem
þeir gera að hitamálum. Þeir
setja þau mál á oddinn. Þeir
standa eða falla með þeim
málum. Þeir marka stóru spor
in á framsóknarbraut þjóðanna.
Þetta á við um Jón Sigurðsson,
þetta á við um Hannes Hafstein
og Björn Jónsson.
í síðari flokknum eru hinir,
sem ekkert mál gera að sínu
máli, þeir eiga ekkert svo mik
ið áhugamál, að þeir vilji fóma
ráðherrasæti eða neinu veru-
legu fyrir það. Þeir setja ekkert
á oddinn. Þeir eru alltaf reiðu
búnir til að slá af kröfunum á
báða bóga, og semja við einn
og alla.“
Mikill mannamunur
Tryggvi Þórhallsson segir að
lokum:
„í fyrri flokknum eru menn
irnir, sem marka skýra drætti
í hinu pólitíska lífi þjóðanna.
Mennirnir, sem skapa flokka,
mennirnir, sem hreinsa hið
pólitíska andrúmsloft, mennirn
ir, sem trúa á málstað sinn,
mennirnir, sem þora að eign
ast óvini, mennirnir, sem eign-
ast trúfasta vini mennirnir, er
eru hataðir og elskaðir fremur