Tíminn - 25.07.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1965, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 25. júlí 1965 ííSííft-í-ííííí'íS!:-:::! . ' 55 ■> ~< TÍMINN Hún heitir AUhea Smith,, 21 árs, en hesturinn hennar heitir Rockwell. Myndiraar voru teknar á kappreiðavelli í London, þar sem þetta óhapp skeði kvöldiS sem hin konunglega hestasýning var opnuð. A efstu myndinni flæk ist hægri framfóturinn í slánni. Næst falla Þau bæði, og sláin ofan á hestinn. Neðst stendur Rockwell upp og stígur ofan á Altheu og hún var borin út af vellinum. Adam Faitb. hefur ekki hugsað sér að stoppa á frægðarbraut sinni sem söngvari til þess að geras tkappakstursmaður en hann þjálfar sig af miklu kappi í kappakstri um þessar mundir. Það gerir hann með það fyrir augum að þegar frægð hans sem dægurlagasöngvari fer að dvína, geti hann ef til vill orð- ið kappakstursmaður. 7 t .. .. t t" * r -t 1 * 4 ••’• •*• • » » T ' i i. Jl Þessi mynd var tekin um daginn á Rau'ða torginu í Moskvu, af hinni kunnu ítölsku leikkonu, Soffíu Loren, og rússneska leikaran um Zergo Zakariadze voru þau þátttakendur í rússnesku kvikmyndahátíð- inni, en þar var Soffía kjörin bezti kvenleikari ársins. er það talandi tákn þess, að hún er jafnvinsæl hvort sem það er austan eða vestan járntjaldsins. Tuttugu og tveggja ára ít- öls'k stúlka, græneygð og svart hærð, Mariengela Sangalli, á erfitt starf fyrir höndum. Fyrst þarf hún að taka próf á tungumálanámskeiði, sem hún var á í Mílanó, og því næst tekur hún við borgarstjóraemb ættinu í litla bænum Rogano, sem hefur 366 íbúa. Stjórn- málaferill Mariengela er mjög óvanalegur. Hún er ekki ein- ungis yngsti borgarstjórinn, sem verið hefur á Ítalíu, held ur er hún fyrsti kvenborgar- stjórinn í Rogano og auk þess fyrsti kristilegi demókratinn sem kosinn er borgarstjóri þar frá því fyrir stríð. Hvernig það heppnaðist henni að tryggja sér 8 atkvæði í borgarráði, sem er skipað fjórum kristilegum demókröt um og 10 kommúnistum og sósíalistum er hulin ráðgáta í bænum, því fjórir hinna vinstri sinnuðu hafa svikið lit og kosið hinn fagra borgarstjóra. ★ Hillevi Rombin Shine, er eitt sinn var ungfrú Svíþjóð, og síðar ungfrú Alheimur 1955, á von á sjötta barni sínu í haust. Hún og eiginmaður hennar, sem er hótelauðkýf- ingur í Los Angeles, vona helzt að þetta verði dóttir. Þau eiga fjóra syni, en elzta barnið er dóttir. Þegar þau gengu í hjónaband 1957, ákváðu þau að eignast átta börn. ★ Abbadísin á elliheimilinu i Isleworth bauð Sophiu Loren nýlega í kaffi. Við það tæki- færi mótmæltu nunnumar þar þeirri gagnrýni, sem nunna ein í Philadelphiu hefur beint gegn Sophiu vegna þess, að hún á að leika móður Gabrini, sem er eini dýrlingur Amer- íku. Sophia var stödd í Isle- worth til þess að leika í kvik- myndinni Arabesque, og leikur hún á móti Gregory Peck. M^rgrét Englandsprinsessa ^efur nú látið Davíð, son sinn koma qpinþerlega fram í fyrsta skipti. Davíð, sem er 3 ára gam all, var brúðarsveinn í brúð- kaupi hálfbróður föður síns er fór fram í kirkju heilags Mich- aels í London. ★ Þetta er Dr. Sam Sheppard, sem sat inni í ríkisfangelsinu í Ohíó, dæmdur fyrir að hafa myrt konu sína. Hann hefur ætíð sagzt vera saklaus af þeim glæp. í fyrra var hann látinn laus og þá kvæntist hann þessari Ijóshaerðu blóma rós frá Þýzkalandi, en þau kynntust með bréfaviðskiptjum. Nú ku Sheppard eiga að fara aftur í steinninn að því er dóm stólar segja, og sitja þar það sem hann á etir ólifað. Mynd Þrettán ára dengur á Nýju- Gíneu frétti um hina furðu- legu hegðun hvíta mannsins að slá „egg“ með kylfu — og hann fór því á golfvöll til að kynnast fyrirbrigðinu. Hann varð yfir sig hrjfinn, þegar einn kylfingurinn sló „egg“ með mikilli kylfu og það sigldi gegnum loftin blá án þess að brotna. Drengurinn tók á sprett greip „eggið“ og þaut með það heim og sauð það. Þrátt fyrjr mikla suðu reyndist það of hart undir tönn — en drengur dó ekki ráðalaus og klauf það með exi. Faðir hans fann hann síð ar tyggjandi golfkúluna. Norsk fjölskylda í Havna hjá Jar brá sér að heiman í klukku stund og þegar hún kom til baka sást greinilega að innbrots þjófur eða þjófar höfðu notað þennan stutta tíma vel, farið inn í íbúðjna með því að brjóta upp tvöfalda hurð, og haft á brott með sér silfur- bikara og brennivín. Annað var ekki hreyft. Norska lögreglan hefur enn ekki komizt til botns í málinu — og sennilega er erfitt að eiga við Þjófa, sem eru svo fínir með sig að ekki nægir minna en silfurtau fyrir þá til þess að drekka úr brennivín. Hver er hún? Engin önnur en sjálf Brigitte Bardot. Hún er hér að sóla sig á baðströnd inni í St. Tropez, en þar á hún litla villu, sem heitir „La a Madrugue“. Eins og svo oft áður fékk hún ekkí frið fyrir ljósmyndurum og forvitn um ferðamönnum, og er ekki furða því allir vilja sjá Brigitte með eigin augum. in var tekin á eins árs brúð kaups afmælinu þeirra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.