Morgunblaðið - 16.09.1982, Page 16

Morgunblaðið - 16.09.1982, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 1 L J* » ~ á 8$% ' m mjSá i m Jm mm ÉÉ| á mmJL wy. Krá tónlcikunum í Skcmmunni á Akureyri. Hríngferð ’82: „Að hlusta á sinfóníuhljómsveit af plötu er eins og að kyssa elskuna sína í gegnum síma“ I.Aui'um i Koykjadal, 1.1. Nll FER aft síjía á seinni hlut- ann í hrinnferð Sinfóníu- hljómsveitar Islands ok Krist- jáns .lóhannssonar einsönnvara um landið. Átta tónleikum af [•rettán fyrirhutíuðum er lokið, en nú <-r hópurinn staddur á Kskifirði. Tónlistarfólkið átti ansi slremhna helni: á föstudans- kvöldið voru tónleikar í Sitjlu- firfti, á laut'ardat' tónleikar á Olafsfirði ojí Akureyri, on síðan á sunnudet'inum á Húsavík ot; í Skjólhrekku. Til Sitílufjarðar kom hópurinn um kvöldmatarleytið á föstu- dat'skvöldið. Veðrið var ekki upp á mart'a fiska, rij'nint'arsuddi »t; kuldi í lofti. En {irátt fyrir leiðinda veður mættu Sitílfirð- ini;jir vel á tónleikana, on miklu lH*tur en í síðustu hrintjferð. I'etta tíildir raunar um aðsókn- ina alls staðar, hún er stórum meiri en í síðustu ferð. A tónleikunum á Ólafsfirði v;irð óvjvnt uppákoma; hin und- urfai;ra unnusta Kristjáns, sópransöni'konan Dorriét Kav- anna, kom fram á sviðið ot; fluttu |)jui Kristján dúett úr La Traviata eftir Verdi. Þetta endurtóku |>au svo á Akureyri um kvöldið <>t; Húsavík dat;inn eftir. Eins ot; n;erri má geta vakti þetta uppátæki t;eysilet;a hrifnint;ii. Frá tónleikunum í Siglufirði. Tónleikarnir á Akureyri voru haldnir í Skemmunni, íþrótta- húsi Akureyrin>;a. Salurinn er t;ríðarlet;a stór, eins og nafnið ber með sér, ot; veitti víst ekkert af, því u.þ.b. ÍXM) manns mættu! Þetta voru Kríðarlega góðir tón- leikar, hljómsveitin og Kristján í banastuði. Það er sai;t að enginn sé spámaður í sínu föðurlandi. Þetta er kjaftæði. A.m.k. virðist Kristján njóta mikilla vinsælda á Akureyri. „Hann syngur bara helvíti vel, strákurinn," keppt- ust menn við að segja hver öðr- um í þvögunni á leiðinni út eftir tónleikana. Hljómburðurinn í tónleika- salnum skiptir verulega máli um það hvernig tónleikar heppnast. Þetta kom skýrt fram, bæði á Blönduósi og eins á Húsavík. í félagsheimilinu á Húsavík t.d. er afleitur hljóm- burður. Það er mikil synd, því salurinn er að mörgu leyti heppilegur til tónleikahalds. En þrátt fyrir þennan lélega hljómburð tókust tónleikarnir eftir atvikum nokkuð vel. Og undirtektir Húsvíkinga voru með ágætum, enda annálaðir kúltúristar. Eftir að hafa fylgt hljóm- sveitinni yfir hálft landið með sama prógramið, hélt blaðamað- ur satt að segja að hann væri búinn að sjá og heyra allt sem máli skipti. En auðvitað skjátl- aðist honum í þeim efnum. Tón- leikarnir á Skjólbrekku slógu allt út. Geysileg stemmning í þessu litla en skemmtilega sam- komuhúsi, og pakkað af fólki langt upp á veggi. Voru hljóm- sveitin og Kristján klöppuð upp hvað eftir annað. „Þetta er alltaf svona í Skjólbrekku," sagði stjórnand- inn, Páll P. Pálsson, „það er al- veg dásamlegt að spila fyrir sveitafólk." Jónas Dagbjartsson, fiðlari, sagði í þessu sambandi frá skemmtilegu atviki sem átti sér stað þegar Sinfóníuhljómsveitin spilaði í Skjólbrekku árið 1956. Þetta var fyrsta ferð Sinfóní- unnar út á landi, en þá var Ró- bert A. Ottósson stjórnandi. Á efnisskránni voru brot úr ýms- um verkum, eins og gengur og gerist, og líka Ófullgerða sin- fónían eftir Schubert, sem átti að vera lokaverk tónleikanna. Þegar henni lýkur stendur upp bóndi úr sýslunni og kveður sér hljóðs: „Við Þingeyingar kærum okkur ekki um neitt hálfkák, ófullgerð verk eða brot; við vilj- um heyra fullgerða sinfóníu í heilu lagi.“ Sagði Jónas að Róbert hefði hrifist svo af þessu tiltæki bónd- ans að hann tók hann á orðinu og lét hljómsveitina leika fimmtu sinfóníu Beethovens — í heilu lagi — til viðbótar! I tónleikalok stóð upp Böðvar Jónsson, óðalsbóndi á Gautlönd- um, og þakkaði tónlistarfólkinu fyrir frábæra skemmtun. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að fá hljómsveitina sem oftast út á landsbyggðina, því það væri ekki nóg að heyra sinfóníutón- list, það verði að sjá hana líka. Eða eins og Böðvar orðaði það: „Að hlusta á sinfóníuhljómsveit af plötu er eins og að kyssa elsk- una sína í gegnum síma.“ „Sérstaklega gaman ad syngja íslensku löginí( KtaAamaAur .MurtninhlaA.sin.s t;reip Krislján á hlaupuni á mánurteginum, réll lil aá kanna i hununi hljnhið. — Kristján. nii hafa undirtektir alls staðar verið injiig góðar. Hverju |iakkaróu |>að? „Tja. ;etli þaft sé ekki talentinu að |>akka. t*að er nunier eitt. Svn hef ég unnið mjtig stift unilanfarið og er vel uinlirliuinn." — Ilvaða tónleika ertu ánægðast- ur tneð? „Kg er imkkuð ániegður með tón- leikana a Akureyri. Kg var svolítið — segir Krístján Jóhannsson, einsöngvarí taugaóstyrkur til að byrja með, en fekk svo góðan stuöning frá áhevr- enrtum að ég komst fljótlega í gott stuð. Það hljómar líka nokkuð vel í Skemmunní. og það hefur óskaplega mikið aðsegja. En |ki helrt ég að mér hafi tekist einna In-st upp í Skjólbrekku. Það er engu líkt sveitafólkið fyrir norðan, [iað tekur svo vel við sér. Og það hús er virkilega gott." — Þú segist hafa verið svolítið taugaóstyrkur til að byrja með á tónleikunum á Akureyri. Er erfiðara að syngja fyrir sitt heimafólk en aðra? „Já, að vissu leyti. Maður er undir meiri pressu. Bæði eru gerðar mikl- ar kröfur en svo þekkir maður naést- um því hvert andlit í salnum — og það eykur spennuna.“ — Hvað finnst þér skemmtilegast Kristján Jóhannsson, söngvari að syngja af því sem er á efnis- skránni? „Islensku lögin, tvímælalaust; það er Gígjan eftir Sigfús Einarsson og Hamraborgin eftir Sigvalda Kalrta- lóns. Ekta tenórlög. Það var reyndar fyrir mitt tilstilli að þau voru útsett fyrir hljómsveit. Ég sagði Sigurði Björnssyni að mig langaði mikið til að syngja þessi lög og Sigurður fékk þá Jón Sigurðsson (bassa) til að vinna það verk. Og mér finnst það hafa tekist vel.“ — Nú ertu nýkominn frá Ítalíu, sérstaklega til.að fara þessa ferð. Fá ekki Reykvíkingar að heyra í þér líka? „Jú, jú, jú, jú. Síðustu tónleikarnir í þessari ferð verða á Kirkjubæj- arklaustri laugardaginn 18. sept- ember. Strax daginn eftir verð ég með tónleika í Þjóðleikhúsinu, og þá leikur Guðrún A. Kristinsdóttir undir á píanó."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.