Morgunblaðið - 16.09.1982, Side 20

Morgunblaðið - 16.09.1982, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 Umferð bönnuð vegna mengunar Aþenu, 15. Heptember. AF. RASN við morgunakstri gekk í gildi i mirtborg Aþenu í dag. Tilgangurinn er að draga úr loftmengun i höfuA- borg Grikklands. Umferð einkabifreiða verður bonnuð í miðborginni frá klukkan hálf átta til hálf tíu á morgnana, þegar lág, brún ský myndast oft yfir borginni vegna mengunar í andrúmsloftinu. Aþenubúar segj- ast oft fá velgju og eiga erfitt með andardrátt vegna mengunarinnar. Frá 1. nóvember fá einkabílar að vera í miðborginni milli kl. 9.30 og 20, þó ekki nema viss fjöldi í einu. Það fer eftir skráningar- númerum bifreiðanna hvaða hluti þeirra faér að vera þar hverju sinni. Veður víða um heim Akureyri Amstordam Aþena Barcelona Bertin BrUssel Chicago Dyflinni Fenayjar Frankturt Genl Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kairó Kaupmannahötn Las Palmaa Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mextkóborg Miami Moskva Hýja Delhí New Vork Osló Parts Perth Rio de Janeiro Reykjavík Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv 7 skýjaó 19 heióskírt 30 heióskirt 27 heióskírt 24 heióskfrt 25 heióskírt 33 rigning 17 skýjaó 27 heióskfrt 27 heióskírt 24 heióskfrt 12 rigning 28 skýjaó 27 heiðskirt 24 heióskírt 31 heióskírt 17 skýjaó 24 þokumóða 33 heióskírt 25 heiðskírt 23 skýjaó 29 heiðskírt 25 skúrfr 28 lóttskýjað 25 heiðskirt 31 skýjaó 14 skýjaó 37 haióskírt 27 akýjaó 17 skýjaó 28 heióskírt 17 rigning 35 skýjaó 6 skúrir 30 heióskfrt 20 skýjaó 14 skýjaó 18 skýjaó 29 heíóskírt 9 farast í þyrluslysum Ok.sbol, Jótlandi, 15. september. AF. BANIMRÍSKIR og hollenzkir land- gönguliðar héldu áfram landgöngu- æfingum á strönd Jótlands á mið- vikudag þrátt fyrir þyrluslysið sem kostaði fimm bandaríska flugliða líf- ið daginn áður. Þyrlan hrapaði í Norðursjó, um 16 sjómílur frá ströndinni. Heryfirvöld neita að greina frá nöfnum flugmannanna og vilja engar upplýsingar veita um þyrl- una sem fórst, að öðru leyti en því að hún hafi ekki verið af gerðinni Chinook. Þyrla af þeirri gerð fórst skammt frá Mannheim á þriðju- daginn og með henni fimm manna áhöfn hennar, tveir sjónvarps- menn og 39 fallhlífastökkvarar, sem tóku þátt í flugsýningu. Fréttamenn er fylgjast með æf- ingunum töldu sig sjá eldflaug skotið að þyrlu, en heryfirvöld segja að um eftirlíkingu af eld- flaug hafi verið að ræða og henni hafi ekki verið skotið að þyrlunni sem fórst. Önnur þyrla fórst einnig í Norð- ursjó á þriðjudag. Hún var brezk og var að sækja sjúkan mann um borð í birgðaskip. Fjórar breskar og norskar þyrl- ur leituðu ásamt flugvélum brezka sjóhersins að brezku björgunar- þyrlunni. Lík fjögurra manna fundust og talið var að þeir hefðu verið um borð. Á SLYSSTAÐ Myndin hér að ofan er tekin á slysstaðnum þar sem Rover-bifreið Grace furstafrúar hafnaði eftir að hafa farið margar veltur. Áreksturinn varð skammt handan landamær- anna, nokkra kílómetra inn í Frakklandi. Stephanie, dóttir Grace, ók bílnum, en hlaut einungis minniháttar meiðsli. Björgunarmenn standa hjá flakinu. Símamynd-AP. „6,5% er móðgun“ — segir Scargill, leiðtogi breskra námamanna Ixindon, 15. sepl. AP. ARTHUR Scargill, hinn herskái leiðtogi 270.000 breskra kolanáma- rnanna, vísaði i dag þverlega á bug tilboði stjórnar kolanámanna um 6,5% kauphækkun og kallaði það „grófa móðgun“. Sagði hann að ef kröfum kolanámamanna um 30% kauphækkun á vetri komanda yrði ekki gegnt myndu þeir fara í verkfall. Berlín, 15. september. AP. RUDOLF HESS, staðgengill Hitl- ers og eini fanginn í Spandau, var fluttur í sjúkrahús á miðvikudag í læknisskoðun. Hess var síðast í sjúkrahúsi í april i fyrra og þjáðist þá af lungna- bólgu. Hann er 88 ára gamall. Mannréttindasamtök og leið- togar Vesturveldanna hafa hvatt til þess á síðari árum að Hess verði látinn laus, en Rússar hafa beitt neitunarvaldi sínu gegn öll- um tilraunum til að fá hann leystan úr haldi. Stjórn kolanámanna, sem eru ríkisreknar, segir að eftirspurn eftir kolum fari síminnkandi og að 30% kauphækkun myndi vinna „óbætanlegt tjón“ á rekstri þeirra. Þessi kjaradeila er talin nokkur prófraun fyrir stefnu Thatchers og baráttu hennar gegn verðbólgunni en breska verkalýðshreyfingin rær nú að því öllum árum að knýja hana til undanhalds í þeim efn- um. Að sögn Scargills samþykktu Samtök kolanámamanna fyrr á þessu ári með miklum meiri- hluta að halda kröfunni um 30% kauphækkun til streitu en í raun snýst deilan ekki aðeins um það heldur einnig um fyrir- hugaða lokun nokkurra náma og tilraunir ríkisstjórnar til að draga úr völdum verkalýðsfé- laganna. Stjórnvöld binda hins vegar vonir sínar við, að verk- fallsaðgerðir muni ekki fá sam- þykki þeirra 55% kolanáma- manna, sem til þarf. Mánaðarlaun kolanáma- manna í Bretlandi eru nú um 16.000 kr. og segja stjórnvöld að 30% kauphækkun ylli námun- um kostnaðarauka, sem næmi einum milljarði punda eða nærri 25 milljörðum ísl. Afleið- ingarnar yrðu þær, að verð á kolatonni hækkaði um 250 kr. ísl. tæpar, framleiðslan drægist saman um sex milljónir tonna og atvinna 12.000 manna færi forgörðum. Ef til verkfalls kemur mun það ekki hafa áhrif í nokkurn tíma því að opinber fyrirtæki, t.d. rafstöðvarnar, hafa safnað gífurlegum kola- birgðum en til þeirra varúðar- ráðstafana var gripið eftir námamannaverkfallið 1973-74. Styrkur til foreldra hitamál í Svíþjóð Stokkhólmi 15. sepL Frí fréUaritjrra Mbl., Guófinnu Kajrnaradóttur. HVAR EIGA börnin að vera? heima eða á dagheimilinu? Það er spurn- ing, sem kannski á eftir að hafa mikil áhrif á sænsku kosningarnar, ekki síst meðal kvenna. Borgaraflokkarnir þrír vilja nú koma á styrk til allra foreldra, sem eru heima með börn sin upp að þriggja ára aldri. Það gefur fólki meiri möguleika á að velja, segja borgaraflokkarnir og styðjast við skoðanakönnun, sem segir, að sex af hverjum tíu vilja sjálfir vera heima með börnin. Tillagan hefur vakið mikla reiði meðal kvennasamtaka og þau rísa nú upp hver af öðrum og mótmæla slíkri þróun. í grein í sænska dagblaðinu Dagens Ny- heter í dag, sem tíu kvennasam- tök skrifa undir, er bent á að hér sé aðeins um að ræða aðgerðir til að halda konunum heima, til þess að lækka atvinnuleysistölur og spara dagheimilispeninga. Að baki jafnréttis- og valfrels- isblaðrinu leynist kalt peninga- viðhorf, skrifa kvennasamtökin, viðhorf, sem hóta að kollsteypa jafnréttisbaráttunni. Hér sé illa vegið að konum og enginn minn- ist á hvað sé börnunum fyrir bestu. Andstæðingar styrksins benda einnig á, að aðeins 12% foreldra með börn yngri en þriggja ára vilji vera heima með börnin og að 74% foreldra smá- barna, þ.e. yngri en sjö ára, séu nú útivinnandi. Auk þess vilja 80% heimavinnandi húsmæðra komast út á vinnumarkaðinn ef möguleiki er fyrir hendi, skrifa samtökin. Nú bíða 135.000 börn eftir dagheimilisplássi í Svíþjóð en á árinu er aðeins gert ráð fyrir að bæta við 6.000 plássum. Hægri- flokkurinn vill fjármagna styrk- inn með dagheimilispeningum, sem þá myndu minnka að sama skapi. Ulf Adolphsson, formaður Hægriflokksins, telur að áhugi á dagheimilum muni minnka ef fólk getur sjálft verið á launum, að vísu mjög lágum til að byrja með, en verið heima með börnin. Hægriflokkurinn vill, að foreldr- ar hafi 6.000 kr. skattfrjálsar fyrir hvert barn og hækka þá upphæð þegar efnahagur lands- ins leyfir. Þjóðarflokkurinn vill bíða með foreldrastyrkinn enn um sinn, Miðflokkurinn vill greiða for- eldrum 14.600 kr. á ári, sem telja á fram til skatts ef þau eru heima með börnum sínum þegar þau eru lítil eða velja styttri vinnudag. Jafnaðarmenn og kommúnist- ar eru á móti slíkum foreldra- styrk og vilja halda áfram og auka byggingu dagheimila. Þeir gagnrýna borgarstjórnina fyrir að hafa bara byggt 40% þeirra dagheimila, sem ákveðið var að byggja 1976. Stjórnarflokkarnir benda á að dagheimilisplássum hefur fjölgað um næstum helm- ing á sl. sex árum. Tillagan um foreldrastyrkinn er frá karlmönnum komin, segja andstæðingar styrksins, og þeir, sem styðja tillöguna, eru að svíkja konurnar í baráttu þeirra fyrir atvinnu, jafnrétti í launa- málum og öðru. Þeir svíkja einn- ig börnin, sem eiga rétt á því þroskandi og góða umhverfi, sem góð dagheimili veita.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.