Morgunblaðið - 16.09.1982, Side 21

Morgunblaðið - 16.09.1982, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1982 21 Niðurskurður í Danmörku rra Ib Björnbak i Kaupmannahöfn. NÝ STJÓRN borgaraflokkanna í Danmörku hefur hafizt handa um að leysa af hendi það verkefni, sem er höfuðvandi hennar: að finna liði sem hægt er að spara á fjárlögum og fá yfirlit yfir hvernig ráða skuli fram úr vandamálun- um eftir fall ríkisstjórnar sósíaldemókrata. Poul Schlúter forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin muni ein- beita sér að baráttunni gegn efna- hagsvandanum. Vandinn, sem við sé að glíma heima fyrir, sé svo víðamikill, að ráðherrarnir muni halda sig sem mest heima í Dan- mörku og takmarka utanlands- ferðir sínar eins mikið og þeir geti. Nýja stjórnin er sammála um að lækkun greiðsluhalla og ríkis- útgjalda verði að hafa forgang. Takmarka verði sem mest venju- bundna lagasetningu. Skipuð hef- ur verið fimm manna ráðherra- nefnd, sem hefur einkum það verkefni að komast að raun um hvar helzt megi spara. Stjórnin hefur einnig afturkall- að allar fjárveitingabeiðnir fyrri ríkisstjórnar og allar fjárveit- ingar verða rannsakaðar að sögn Henning Christophersens fjár- málaráðherra. Fjármálaráðherra og efnahagsráðherra eiga að endurskoða ástand ríkisfjármál- anna. Einn helzti fjármálasérfræðing- ur heimsins, Edmod Stilmann, framkvæmdastjóri stofnunar framtíðarrannsókna, Hudson Research í París, er í heimsókn í Danmörku. Hann segir að nauð- synlegt sé fyrir Dani að búa við þröngan kost í að minnsta kosti í 10 ár, ef þeir eigi að losna úr næst- um því botnlausu skuldafeni. Bretar og Argentínumenn: Refsiaðgerðum þjóðanna aflétt Ijondon, 15. sept. AP. BRETAR og Argentínumenn hættu í dag cfnahagslegum refsiaðgeróum hvor- ir gegn öðrum og eru þetta fyrstu skrefin í þá átt að endurvekja eðlileg samskipti milli ríkjanna. Lundúnablaðið The Financial Times segir í dag, að ákafir þjóð- ernissinnar í Argentínu séu mjög andvígir þessum aðgerðum og að það hafi verið fyrir þrábeiðni Bandaríkjamanna að Bretar féll- ust á þær. Stjórnmálaleg sam- skipti og verslun eru hins vegar engin enn sem komið er, en í til- kynningu frá breska fjármála- ráðuneytinu sagði, að unnið væri að því að taka upp viðskipti að nýju eftir nokkrar vikur. Financial Times segir, að þessi ákvörðún sé mikill sigur fyrir Reynaldo Bignone, forseta Arg- entínu, og fjármálaráðherra hans, Jorge Wehbe, sem beittu fyrir sig fjárhagslegum röksemdum gegn pólitískum og hernaðarlegum löngunum andstæðinga sinna. Bretar frystu um einn milljarð dollara, sem Argentínumenn áttu í Bretlandi, og Argentínumenn aftur 5,8 milljarða í eigu breskra banka þar í landi. Búist er við, að nú geti hafist viðræður um nýja tilhögun á skuldagreiðslum Argentínumanna en í lok júnímánaðar sl. höfðu þeir ekki staðið skil á 2,3 milljörðum dollara í afborganir og vexti af samtals 36,6 milljarða dollara skuld. Mexikó, Pólland og Argent- ína eru öll á ystu nöf í efnahags- legu tilliti og er mjög óttast, að ef þau komast í greiðsluþrot, muni hið alþjóðlega bankakerfi hrynja til grunna. Argentína hefur leitað á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í nauðum sínum og einnig reynt að undanförnu að fá ný lán í Banda- ríkjunum og víðar. Pappírsræmum fleygt frá farþegaakipÍMi Caoberra er það leggur upp í fyrstu áætlunarferð sína síðan Falklandseyjastríðinu lauk. Lúðrasveit leikur kveðjulög á hafnarbakkanum. að sannaðist á Bashir Gemayel að allt er þegar þrennt er. Tvívegis áður hafði hann sloppið lifandi frá hanatilræði, á árunum 1979 og 1980.1 síðari árásinni beið barn- ung dóttir hans bana, en meö eftirlifandi konu sinni átti hann tvö börn önnur, fjögurra mán- aða son og dóttur sem er tveggja ára. Gemayel var kjörinn forseti Líbanons hinn 23. ágúst og átti að taka við embætti hinn 23. þessa mánaðar. I'að átti ekki fyrir honum að liggja, en hann var jarðsettur í gær. Bashir Gemayel talaði ekki um að reisa Líbanon úr rúst- um. Hann talaði um að byggja upp nýtt Líbanon. Morðið á þessum unga hugsjónamanni sem hafði ótvíræða leiðtoga- hæfileika, hvað sem pólitísk- um skoðunum leið, sýnir ef til vill betur en annað að litla lýðveldið með þrjár milljónir íbúa fyrir botni Miðjarðarhafs er fjarri því að byggja upp nútímaþjóðfélag þar sem þegnarnir fá frið til að rækta garðinn sinn. Enn veit enginn hver eða hverjir voru valdir að sprengjutilræðinu í bæki- stöðvum Falangistaflokksins þar sem forsetaefnið lét lífið á þriðjudaginn var, en það verð- ur að teljast vafasamt hvort nokkur Líbani átti sér fleiri óvildarmenn en einmitt Gemayel eftir að hann var kjörinn forseti á dögunum. Gemayel var vægast sagt umdeildur, enda voru margir sem leyfðu sér að efast um hæfni svo eindregins fulltrúa ákveðins skoðanahóps til að taka við stjórn Líbanons á meðan landið var eitt opið sár eftir styrjaldarátökin þar að undanförnu og þá einkum eft- ir innrás ísraelsmanna í land- ið í sumar. Gemayel var raun- ar draumaprins ísraelsmanna, — sá sem Begin ísraelsleiðtogi taldi vænlegast að lynda við. Af leiðtogum allra stríðandi afla í Líbanon var Gemayel hlynntastur ísraelsmönnum, sem litu á kjör hans sem tákn um sigur og ótvíræðan árang- ur af innrásinni í Líbanon. Fréttaskýrendur telja jafnvel að Begin hafi þótt kosning Gemayels jafnast á við brott- för PLO frá Beirút. Gemayel var í nánum tengslum við ísraelsstjórn allt frá því að styrjaldarátökin í Líbanon hófust fyrir sjö árum. Hvað eftir annað fór hann með leynd til ísraels til að ráðgast við áhrifamenn þar og það var opinbert leyndarmál, að ísraelsstjórn hafði látið honum í té gífurlega hernað- araðstoð. En æ sér gjöf til gjalda. Síðustu vikurnar beitti Begin Gemayel miklum þrýst- ingi til að fá hann til að undir- rita friðarsamninga við ísra- elsmenn hið allra fyrsta. Gemayel var ekki of ginn- keyptur fyrir slíkum samn- ingi. Hann er sagður hafa vilj- að fara sér hægar þar sem sýnt væri, að vinstrisinnaðir múhameðstrúarmenn mundu ekkert mark taka á formleg- um friðarsamningi og hann gæti fremur orðið til þess að stuðla að ofbeldisverkum en ef gert væri óformlegt sam- komulag. Það voru ekki einungis Pal- estínumenn, Sýrlendingar og líbanskir múhameðstrúar- menn sem höfðu horn í síðu Gemayels. Kristnir hægri- menn í landinu skiptast í fylk- ingar sem hafa borizt á bana- spjótum. Nægir þar að nefna fyrrverandi forseta, Camille Chamoun og menn hans, sem Gemayel og félagar gengu milli bols og höfuðs á fyrir rúmu ári. Eftir þá atrennu sömdu Chamoun og Gemayel frið, sem m.a. leiddi til þess, að Chamoun beitti sér fyrir því að Gemayel væri kjörinn forseti á dögunum, en í Líban- on eru margir þeirrar skoðun- ar að þar hafi Chamoun talað sér þvert um geð og hugsað með sér, að dagur kæmi eftir þennan dag. Þá má nefna Suleiman Franjieh, sem einnig var for- seti landsins. Hann sakaði Gemayel um morðið á syni sínum, tengdadóttur og son- ardóttur fyrir fjórum árum. En þótt margir hafi talið sig eiga harma að hefna þar sem Gemayel var annars vegar, voru margir Líbanir, bæði kristnir og múhameðstrúar, þeirrar skoðunar að sterkur leiðtogi, sem hann óneitanlega var, væri nauðsynlegur í for- setaembættið til að sameina sundraða þjóð og koma því til leiðar með aðstoð Bandaríkja- stjórnar að herlið Israels- manna, Palestínumanna og Sýrlendinga færi úr landinu. Skömmu áður en forseta- kosningin fór fram, skrifaði Gemayel grein í bandarískt blað, þar sem hann sagði m.a.: „I stefnuskrá minni verður efst á blaði, að græða sárin eftir þessi ófriðarár." í grein- inni minnist hann á misbeit- ingu valdsins af hálfu krist- inna manna, en samkvæmt fjörtíu ára gömlum samningi um skiptingu valds í landinu, skal forseti kjörinn úr hópi þeirra, um leið og hann lætur í ljós vonir um að takast megi að koma á fót „lýðræðislegri stjórn sem tryggir grundvall- arréttindi allra borgara". Alvarlegasta hindrunin í vegi fyrir því að Gemayel mætti takast að láta slíka drauma rætast, var hans eigin fortíð. Hann var sonur Pierre Gemayels, stofnanda Falang- istaflokksins, og gekk í þann flokk ellefu ára gamall, og hann var ekki nema þrettán ára þegar hernaðarþjálfun hans hófst. Hann barðist í borgarastyrjöldinni 1975—76 og varð yfirmaður herafla fal- angista 28 ára gamall. Menn hans kalla hann sín á milli „Al-bash“, sem merkir „hinn mikli“. Hann var menntaður í lög- og stjórnmálafræði og hafði yndi af bókmenntum og sí- gildri tónlist, en pólitískt og stjórnmálalegt stríð var helzti áhrifavaldurinn í lífi hans. „Til að bjarga Líbanon mundi ég ganga í bandalag við Satan sjálfan,“ svaraði hann þegar hann var sakaður um að vera í bandalagi við ísraelsstjórn. (Heimildir: Time og AP.) Gemayel sterkur leiðtogi með marga óvini Ritstjóri málgagns Sam- stöðu slapp úr fangelsi Varsjá, 15. sepiember. AP. FREGNIR í kvöld hermdu að Krzysztof Wyszkowski, ritstjóri málgagns Samstöðu, heföi sloppið úr haldi fyrir tveimur vikum og hefði síðan farið huldu höfði. Ekki bárust neinar fregnir af því hvar hann hefði verið í haldi, né hvernig honum hefði tekist að flýja. Hann hafði verið í fangelsi frá því herlög gengu í gildi í landinu í desember í fyrra. Pólski andófsmaðurinn Jozef Lipski sneri í dag sjálfviljugur heimleiðis frá Lundúnum þar sem hann hafði dvalið frá því í maí þegar hann gekkst undir hjartaað- gerð. Lipski verður væntanlega leiddur fyrir rétt fljótlega ásakað- ur um að grafa undan pólskri stjórnskipan. Hann var ásamt fimm öðrum meðlimum KOR-samtakanna ákærður snemma á árinu fyrir að grafa undan pólsku þjóðfélagi. Fimm ára til ævilangt fangelsi bíður manna fyrir slík afbrot. Eft- ir yfirheyrslur var fjórum þeirra stungið í fangelsi. Lipski fékk að fara til Lundúna vegna hjarta- veilu og sjötti maðurinn, Chojeski, var erlendis þegar félagar hans voru handteknir og hefur ekki snúið aftur heim. Lipski sagði við komuna, að hann hefði ekki getað leikið laus- um hala á sama tíma og félagar hans í KOR-samtökunum væru allir í fangelsi. „Ákærurnar á hendur mér eru fáránlegar, en ég mun mæta mínum örlögum eins og félagar mínir,“ sagði hann. Það kom nokkuð á óvart að lögregla beið hans ekki við komuna. Þá var frá því skýrt í Munchen í dag, að lögreglan þar hefði hand- tekið mann, Tadeuz Workiewicz, 26 ára gamlan múrara, sem grunaður er um að vera í vitorði með mönnunum, sem hertóku pólska sendiráðið í Bern fyrir skemmstu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.