Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 2

Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 Ragnar Júlíusson, formaður útgerðarráðs BUR: Togarastöðvun af illri nauðsyn BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum s{. fimmtudag að vísa frá tillög frá Sigurjóni Péturssyni, um að þátttöku BÚR i stöðvunaraðgerðum Ll verði hætt. I>að var samþykkt með 12 atkvæðum meirihluta Sjálfstæðis- flokksins, gegn 9 atkvæðum minnihluta vinstri flokkanna. Var hér um endurflutning tillagna úr borgarráði að ræða, en þar var tillögu Sigurjóns einnig vísað frá. I umræðum um málið kom það fram hjá Ragnari Júlíussyni borg- arfulltrúa, formanni útgerðar- ráðs, að ekki væri annað hægt en að taka þátt í stöðvunaraðgerðun- um, vegna fjárhagsstöðu Bæjarút- gerðarinnar. Sagði hann að halli fyrirtækisins á síðasta ári hefði verið um 37 milljónir króna. Benti Ragnar á, að á árabilinu 1980—1981 hefði olíuverð til skipa tvöfaldast og væri nú verð eins lítra af olíu svipað og eins kílós af þorski. Sagði Ragnar að togararn- ir væru stöðvaðir af illri nauðsyn, en ekki af pólitískum ástæðum. Benti hann ennfremur á að meðal- afkoma útgerðarfyrirtækja á landinu væri betri en afkoma BÚR og því berðist fyrirtækið fyrir bættum kjörum. Mótmælti hann þeim málflutningi vinstri flokk- anna í borgarstjórn, að BÚR sýndi þjónkun við LÍÚ í þessu máli, en sagði að þetta væru nauðsynlegar aðgerðir. Davíð Oddsson borgarstjóri sagði að rangt væri að BÚR héldi sínum skipum úti á meðan aðrir berðust fyrir umbótum, en njóta síðan ávaxtanna af baráttu LIÚ. Sagði hann að afstaða vinstri flokkanna í borgarstjórn væri verkafólki ekki til góðs. Ef útgerð- in brygðist og ekki veiddist, þá myndu laun lækka í landinu, og það kæmi fyrst við þá sem síst mættu við því að launin lækkuðu. Getraunir: 21% söluaukning GETRAUNIR hafa farið vel af stað í haust, að sögn Sigurgeirs Guð- mannssonar hjá íslenskum getraun- um. Seldar raðir eru 21,5% fyrstu 3 leikvikurnar en á sama tíma í fyrra, en peningaleg velta hefur aukist um 82,2%, þar sem hver röð er 50% dýr- ari en í fyrra. Getraunaseðlar hafa verið seld- ir fyrir 974.142 krónur þessar 3 leikvikur og af því fá félögin jafn- Árekstur í Hvalfirði: Fjórir flutt- ir í sjúkrahús Fimm manns slösuðust i allhörð- um árekstri í Hvalfirði á föstu- dagskvöld. Fjögur hinna slösuðu voru flutt í Sjúkrahúsið á Akranesi, og ein stúlka í hópnum var síðar flutt með sjúkrabifreið til Reykja- víkur. Var hún mest slösuð þeirra fimm er meiddust, ekki talin í lífs- hættu, en mikið skorin. Slysið varð um klukkan 20.30 á föstudagskvöld, skammt sunnan Olíustöðvarinnar í Hvalfirði, þar sem tvær fólksbifreiðir rákust á. í annarri bifreiðinni var ökumaður og einn farþegi. Slapp farþeginn ómeiddur, en gert var að sári á fæti ökumanns á staðnum. í hinni bifreiðinni voru ökumaður og fjór- ir farþegar, og úr henni fóru fjórir á sjúkrahús svo sem fyrr segir. Lögregla úr Borgarnesi var kvödd á vettvang, og sjúkrabifreið frá Akranesi flutti hina slösuðu til að- hlynningar. óðum fjórðung í sölulaun sem eru 243.500 krónur. Fram og KR selja mest allra félaganna og selja þau samtals um fjórðung allra seldra seðla. Sala hefur aukist mikið úti á landi og fer hlutdeild Reykjavík- urfélaganna heldur minnkandi. Sigurgeir sagði að til gamans mætti geta þess, að í knattspyrnu- bæ einum miklum hér handan við flóann hefðu verið seldar 900 raðir í annarri leikviku. Þá var einn bæjarbúi með 12 rétta og fékk 115 þúsund í vinning. í næstu viku, þriðju leikvikunni, seldust í þess- um sama bæ 2.300 raðir. Mynd Mbl. Júlíus. Ók á bifreið og stakk af MAÐUR grunaður um ölvun við akstur ók á sendibifreið, sem kastaðist á aðra bifreið, fyrir framan Laugarnesveg 56 laust eftir klukkan þrjú í fyrrinótt. Hann stakk af vettvangi, en náðist skömmu siðar á Kleppsvegi. Maðurinn var ásamt farþega fluttur í slysadeild, en þeir munu ekki hafa slasast alvarlega. Bifreiðin, sem er af gerðinni Mitsubishi Colt, er mikið skemmd. Mynd Mbl. JúHus. LAUST EFTIR klukkan þrjú í fyrrinótt var Fiat-bifreið ekið á Ijósastaur fyrir framan Kleppsveg 30. Bifreiðin gjöreyðilagðist og Ijósastaurinn féll í götuna. Tvær stúlkur voru í bifreiðinni og siuppu þær ómeiddar. Mínútan á 11.900 kr. í FRÉTT í Mbl. í gær, um hækkun á auglýsingaverði Ríkisútvarpsins, hljóðvarps og sjónvarps, misritaöist ein tala með meinlegum hætti. Sagt var að mínútan í auglýs- ingatíma sjónvarps kostaði 1.190, en það er ekki rétt. Mínútan kost- ar eftir hækkun 11.900 krónur, en kostaði fyrir hækkun liðlega 9.900 krónur. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þessari misritun. Bílainnbrots- þjófar teknir Rannsóknarlögregla ríkisins hefur haft til meðferðar fjóra pilta um tvitugt vegna þjófnaða úr bílum. Aðfaranótt Töstudagsins voru tveir piltar handtekn- ir í Breiðholti. Þeir höfðu i fórum sinum tæki, sem nota má til innbrota, og slöngur, sem nota má til þess að taka benzín úr bilum. Við rannsókn fannst mikið góss, einkum þýfi sem tekið hefur verið úr mörgum bifreiðum á Reykjavíkur- svæðinu að undanförnu. Er hér eink- um um að ræða hljómflutningstæki. Að undanförnu hefur mikið borið á þjófnuðum úr bílum í Reykjavík. Á fimm vikna tímabili var tilkynnt um 32 innbrot í bíla víðs vegar um borg- ina. Það voru fyrst og fremst hljómflutningstæki sem stolið var. Piltarnir fjórir eru taldir eiga sök á bróðurpartinum af þessu. Einnig fannst þýfi, sem tekið hefur verið annars staðar en úr bílum. Piltarnir hafa verið í stöðugum yfirheyrslum hjá RLR. Haustfölvi StykkLshólmi, 10. september. HAIISTIÐ er nú farið að segja til sín. Snjór er kominn á fjallatoppana og haustfölvi á lauf og gras. Berjaspretta var ágæt, sérstak- lega krækiberjaspretta, en bláberin þroskuðust seint og illa, í það minnsta hér í nágrenninu, en margir hafa þó notfært sér þessi búdrýg- indi. Byrjað er að taka upp kartöflur og er spretta misjöfn, en yfirleitt i betra lagi. Fréttaritari. Guðmundur Guðmundsson, formaður Útvegmannafélags Vestfjarða: Veit ekki annað en samstaða sé innan félagsins um stöðvun flotans „ÉG HEF samþykkt þessa stöðvun fyrir hönd Útvegsmannafélags Vest- fjarða og er henni að sjálfsögðu sammála. Ég veit ekki annað en að það sé samstaða um þetta mál innan félagsins, ef svo er ekki verður timinn að leiða það í ljós,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, formaður Út- vegsmannafélags Vestfjarða, í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er mín skoðun á þessu máli, að það þurfi að leiðrétta rekstrargrundvöll útgerðarinnar, á því hefur verið klifað í allt sumar, en ekkert gert. Þetta er erfið leið, það viðurkenni ég, en er að mínu mati nauðsynleg. Þetta er úrslitatilraun til að fá lagfæringu, en það virðist ekki vera hlustað á þetta og ráðuneyt- ismenn virðast ekki gera sér grein fyrir því að útgerðin þarf að ganga." Hvernig lízt þér á samþykkt ríkisstjórnarinnar um að sækja Grafarvogssvæðió: Kostnaður við skipulags- vinnu um 660 þúsund á árinu peninga í þessa sjóði til að leysa vanda útgerðarinnar? „Hér er um að ræða peninga, sem hafa runnið beint frá út- gerðinni, sem nota á til að bjarga ástandinu. Uppsafnaður hagnað- ur hjá Fiskveiðasjóði er vegna þess að útgerðarmenn hafa verið látnir greiða dráttarvexti og of háa vexti, annars myndast ekki hagnaður. Þá eru þeir peningar, sem taka á úr Tryggingasjóði fiskiskipa, hluti útflutnings- gjalds, sem hefur orskað lægra fiskverð. Hlutverk sjóðsins er að greiða 35% af iðgjaldi fiskiskipa og þeir fjármunir, sem til eru í Tryggingasjóði nú, eru mismun- ur á tekjulind sjóðsins, útflutn- ingsgjaldi og framlagi hans til iðgjalda. Þessar hugmyndir leysa engan vanda og því hvet ég eindregið til samstöðu meðal félaga í LÍÚ,“ sagði Guðmundur. Haglabyssu og áfengi stolið í fyrrinótt var brotist inn í vörugeymslu skipdeildar SÍS við Holtagarða og þaðan stolið áfengi, að minnsta kosti einum kassa, og haglabyssu. Rannsóknarlögreglu ríkisins var tilkynnt um þjófnað- inn í gærmorgun. Þjófurinn var þá ófundinn. Fyrsta hálka haustsins: KOSTNAÐUR á þessu ári vegna skipulagsvinnu við Grafarvogssvæðið mun nema um 660 þúsund krónum, þar af er gert ráð fyrir því að vinna arkitekt- anna sem skipuleggja svæðið muni kosta um 590 þúsund krónur, en líkan af svæðinu kosti um 70 þúsund krónur. Þetta kom fram í svari borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar, við fyrirspurn frá borgarfulltrúum Alþýðu- bandalagsins. Það kom ennfremur fram í svari Davíðs að í fjárhagsáætlun ársins 1982 hefði átt að verja tæpum fimm milljónum til greiðslna á að- keyptri vinnu hjá borgarskipulagi, þar af hefði verið gert ráð fyrir 817 þúsundum til vinnu við skipu- lag á Rauðavatnssvæðinu, en eins og kunnugt væri hefði verið hætt við að byggja þar. Varðandi vinnu við hönnun gatna og holræsa á svæðinu, sagði Davíð að samningur hefði verið gerður við Verkfræðistofu Sigurð- ar Thoroddsens varðandi vinnu við eftirtalin atriði: frumathugan- ir á gatna- og holræsakerfi, hönn- un gatna og holræsa á 'A hluta svæðisins og útboðsgögn fyrir hvern verkhluta fyrir sig sam- kvæmt nánari skilgreiningu. Einnig gerð nauðsynlegra vinnu- teikninga, yfirlitsuppdrátta o.fl. Sagði Davíð að gera mætti ráð fyrir að kostnaður vegna samn- ingsins við verkfræðistofuna yrði á bilinu 1,0—1,2 milljónir króna. Bílvelta og árekst- ur á Hellisheiði Fólksbifreið valt á Hellisheiði í gærmorgun, og um svipað leyti varð árekstur tveggja fólksbif- reiða ofan við Kamba. Bifreiðarn- ar skemmdust í báðum tilvikum talsvert, en ekki urðu slys á fólki. Að sögn lögreglunnar í Arnessýslu var talsverð hálka á Hellisheiði er óhöppin urðu, og var henni um að kenna í báðum tilvikum. Er þetta fyrsta hálkan á þessu hausti á veginum um Hellisheiði, og öku- menn vafalítið verið óviðbúnir henni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.