Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
5
Út og suöur kl. 10.25:
Eldeyjarleiðangur
Á dagskrá hljóðvarps kl. 10.25
er þátturinn Út og suður í umsjá
Friðriks Páls Jónssonar. Árni
Johnsen segir frá Eldeyjarleið-
angrinum sem farinn var í síð-
asta mánuði.
— Þetta fjallar mest um að-
draganda ferðarinnar og upp-
gönguna í eyjuna, sagði Árni, —
en ekkert greint frá glímu við
súlu. Þeir eru á kafi í að vinna
myndina sem tekin var í leið-
angrinum, sjónvarpsmennirnir,
en það er ekki vitað ennþá, hve-
nær hún verður tilbúin til sýn-
ingar.
Hugleiðingar um nöfn
Kl. 19.25 er í hljóðvarpi dagskrárliður er nefnist Hugleið-
ingar um nöfn. Dr. Gunnlaugur Þórðarson flytur erindi.
— Á sínum tíma flutti ég á Alþingi frumvörp til laga, sem
höfðu að markmiði að koma í veg fyrir notkun erlendra nafna
á verslunum, fyrirtækjum, gistihúsum og veitingastöðum,
sagði Gunnlaugur. — Frumvarpið varð að lögum eftir að
varaþingmennsku minni lauk í það sinnið. Lögin voru samt
ekki fullkomin og tókst nokkrum fyrirsvarsmönnum verslana
og fyrirtækja að fara í kringum þau. Urðu embættismenn
sem höfðu með skrásetningu þessara firma að gera fyrir
aðkasti af þeim sökum og tek ég svari þeirra í máli mínu.
Einnig hugleiði ég um mannanöfn og nöfn á vikudögum, sem
við hefðum átt fyrir löngu að vera búnir að færa til fyrra
horfs. Þarna koma fram ýmis kímileg atriði, t.d. í sambandi
við mannanöfnin, en í því efni væri af nógu að taka.
Árni Johnsen ísamt nokkrum af leiðangursmönnum, þeim Val Andersen,
Haraldi Geir Hlöðverssyni og Þorkeli Húnbogasyni.
Hljóðvarp kl. 19.25:
Dr. Gunnlaugur Þórðarson
Sjónvarp kl. 21.00:
Jóhann
Kristófer
— sjöundi þáttur
Á dagskrá sjónvarps kl. 21.00 er
sjöundi þáttur myndaflokksins
um Jóhann Kristófer. Þýðandi er
Sigfús Daðason.
Vegur Jóhanns Kristófers sem
tónsnillings fer vaxandi. Þeir
Oliver taka þátt í kjarabaráttu
verkalýðsins. Lögreglan ræðst á
kröfugöngu verkamanna 1. maí.
Oiiver fellur í valinn en Jóhann
Kristófer flýr til Sviss.
Helgarferöir-vikuferöir
AMSTERDAM
-eina sanna .Bnópuhjartað
Amsterdam er óumdeilanlega í sviðsljósinu um þessar mundir - jafnt hér-
lendis sem erlendis. Þessi fallega stórborg hefur í æ ríkara mæli tekið við
hlutverki hins eina sanna „hjarta Evrópu" og í borginni finnur þú tækifæri
til nær allra þeirra hluta sem hugurinn girnist.
Einstaklingsferðir
Brottföralla föstudaga í 5 daga ferðir.
Brottför alla þriðjudaga eða föstu-
daga í vikuferðir.
Innifalið í verði:
Flug, gisting með morgunverði.
Gisting
á lúxushótelunum
Marriott og Hilton eða á
hinu stórskemmtilega og vingjarnlega
Parkhotel. Allt einstaklega vel
staðsett hótel.
Hópferðir
aðildarfélaga
5 daga ferðir (hægt að framlengja)
Október: 1, 22, 29
Nóvember: 12, 26.
Desember: 10.
Verð er sama og f einstaklings-
ferðunum en auk flugs og
gistingar með morgunverði er
eftirfarandi innifalið:
Ferðir til og frá flugvelli erlendis,
íslensk fararstjórn og skemmtisigling
um síki Amsterdam.
Næturlífið er fjölskrúðugt og eldfjörugt, verslanirnar í sérflokki, veitingastað-
irnir hver öðrum skemmtilegri og listheimurinn óviðjafnanlegur. Síðast en ekki
sfst mætir þér hvarvetna glaðvært og hlýlegt viðmót sem Hollendingar hafa
löngum verið annálaðir fyrir.
Hvað er gert í Amsterdam?
Verslun
Glæsilegar verslanir af öllum
tegundum. Verðlagið er engu líkt.
Veitingahús
Veitingahúsin eru frá öllum heims-
hornum enda gjarnan sagt að í
Amsterdam sé hægt að „borða á
öllum tungumálum". Líflegir barir og
notaleg kaffihús að auki.
Næturlífið
Diskótek, næturklúbbar og
skemmtistaðir skipta hundruðum.
Myndlistin
50 listasöfn, t.d. Rembrandt- og Van
Gogh söfnin, Rijksmuseum, Stede-
lijks Museum, vaxmyndasafnið
Madame Tussaud's, hús önnu
Frank o.fl.
Tónlistin
Klassík, popp, jazz, kirkjuorgel og
margt fleira. Snjöllustu listamenn
heims troða upp ( hverri viku.
Gleymum heldur ekki ballettinum og
50 kvikmyndahúsum með allar
nýjustu myndirnar með ensku tali.
Knattspyrnan
Deildarkeppnin, Evrópuleikir, lands-
leikir.
Verð frá
kr. 4.950
Nánari upplýsingar á skrifstofunni.
Samvinnuferdir - Landsýn
AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
cc
S
rfi
Verð miöast við flug og gengi 1.9.1982