Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
7
í Betaníu, litlu þorpi utan
við Jerúsalem, bjuggu þrjú
systkin, sem Jesús batt mikla
vináttu við og gisti oft á heim-
ili þeirra. Eitt af guðspjöllum
dagsins í dag segir frá heim-
sókn Jesú þangað og því,
hversu þær systur tóku ólíkt á
móti honum. Ég hygg við
þekkjum hana vel þessa sögu
eins og hún er sögð í 10. kapít-
ula Lúkasarguðspjalls. María
settist strax við fætur Jesú til
að hlýða á hann, á meðan
Marta var önnum kafin við
mikla þjónustu. Hjá Maríu er
það númer eitt að leita and-
legra verðmæta, en Marta læt-
ur veraldarvafstrið ganga
fyrir. Og af því að Marta
kvartar, þá verður Jesús að
skera úr. Það er greinilegt, að
hann dregur taum Maríu.
Hann segir: „Eitt er nauðsyn-
legt. María hefur valið góða
hlutann. Hann skal ekki verða
tekinn frá henni."
Jesús fordæmir ekki verald-
arvafstrið, alls ekki, en það má
ekki útrýma hinu eina nauð-
synlega. Hluti Maríu heyrir
eilífðinni til, af því að sálin ein
er varanleg eign. Þess vegna er
hann nefndur góði hlutinn.
Hún tekur Jesú ekki sem
venjulegum, veraldlegum
gesti, heldur sem þeim, er einn
getur svalað dýpstu þrá
mannsandans. Og að sinna
þeirri þrá eða þörf er það sem
maðurinn á að helga sig fyrst
og fremst hér á jörð.
Einhver hefur sagt, að aðal-
veilan hjá Mörtu sé sú, að hún
metur meira á þessari stund
að þjóna Jesú en þiggja þjón-
ustu hans. Þó getur þjónusta
hennar aldrei orðið nema í
veraldlegum efnum, er verða
samt hvorki honum né henni
aðalatriði, þegar ofan í saum-
ana er farið.
Þetta þýðir hins vegar ekki,
að við eigum að vanrækja ver-
aldlega hluti. En við megum
aldrei gleyma hinu, að grund-
völlur mannlegrar hamingju
er andlegur. Til þess að geta
gengið heilir og sterkir til bar-
áttu hins daglega lífs, til þess
að geta barist þar sannri og
árangursríkri baráttu, þurfum
við að vera hlaðnir andlegri
orku, byggðir upp til æ kær-
leiksríkara lífs. Þess vegna
eiga trú, von og kærleikur,
góði hlutinn í lífinu, ætíð að
vera númer eitt, til þess að
Góði
hlutinn
tryggja æ betri útkomu í okkar
veraldlega vafstri. Góði hlut-
inn, sem við eignumst, með því
að hlusta vel á allt sem Jesús
segir, hann á að tryggja að
gjörðir okkar geymi meira af
sjálfsgjöf en sjálfselsku, meira
af kærleik en öfund og úlfúð.
Með því móti einu er þess ein-
hver von, að lífið á jörðinni
þokist til réttrar áttar.
Guðspjöll þessa sunnudags
vara líka við áhyggjum. Ráðið
við þeim er að velja góða hlut-
ann, setja Guð nr. 1, treysta á
hjálp hans og ganga svo örugg-
ur mót erfiðleikunum, studdur
krafti hans og handleiðslu.
En þannig hugsa allt of fáir.
Kapphlaupið um veraldargæð-
in eykst sífellt. Dansinn kring-
um gullkálfinn og verðbólgu-
bálið er æ hraðar stiginn og
andleg mál eru ekki hátt metin
á slíkum slóðum. Hljóðar
stundir til að hlusta, íhuga og
biðja eru það ekki heldur. Æ
fleiri okkar á meðal verða því
fórnardýr hraðans, sem öllu
þessu fylgir, og geta illa slitið
sig út/ár þeim vítahring, er af
þessu leiðir.
En andlegir leiðtogar hvetja
til endurskipulagningar
mannlífsins. Þeir fullyrða, að
ef hægt sé að koma á kyrrlát-
um stundum kvölds og morg-
uns t.d. stuttum stundum til að
hlusta, íhuga og biðja, þá muni
þær koma miklu góðu til leið-
ar, með því að byggja einstakl-
inginn upp, gera hann í senn
sterkari og kærleiksríkari, er
hann gengur út í straumröst
veraldarvafstursins.
„Straumvötnin eru venju-
lega gruggug, en gruggugt
vatn verður hreint, ef það fær
að vera í friði,“ mælti hinn
forni spekingur Lao-tse.
Mannlegt líf þarf á meiri friði
að halda, hljóðum stundum
sem hreinsa hugann, skapa
þar innri birtu, gleði og góðleik
og gefa andlegt jafnvægi.
Mér finnst ég greina breyt-
ingu á lífsmynstri um þessar
mundir. Unga fólkið í dag
krefst ekki eins mikils íburðar
og margir hinna eldri hafa
gert. Það kýs frekar hlýju og
notalegheit. Það leitar lífs með
lægri spennu en það sér fyrir
sér, því finnst við hafa gert líf-
ið of flókið, það eigi að vera
fábrotnara, einfaldara. Við
vitum, að þetta er allt satt. En
getum við þá ekki sameinast
um hitt líka, að trú, von og
kærleikur hafa verið hornrek-
ur, en þurfa að njóta viður-
kenningar og sannmælis sem
„góði hlutinn" í lífinu, sá góði
hluti, sem einn er fær um að
skapa bæði hamingju einstakl-
inganna og frið og farsæld í
samskiptum þjóðanna? Látum
það vera íhugunar- og bænar-
efni okkar.
IP I
Lítið meira
Sér permanentherbergi
Tímapantanir í síma 12725
mest
Rakarastofan
Klapparstíg
Þetta er mikilvæg spurning þegar leiðum til þess að
verðtryggja fé hef ur f jölgað og hægt er að velja mis-
munandi ávöxtun.
Leiðin sem hentar þér gæti m.a. verið:
Verðtryggð spariskírteini Ríkissjóðs.
Verðtryggð veðskuldabréf.
Óverðtryggð veðskuldabréf.
Happdrættisskuldabréf Ríkissjóðs.
Við höfum víðtæka reynslu í verðbréfaviðskiptum
og fjármálalegri ráðgjöf og miðlum þeirri þekkingu
án endurgjalds.
Viljir þú ávaxta sparifé þitt munum við ráðleggja þér
hagkvæmustu ráðstöfun þess.
VerðbréfemarkaÖur
Fjárfestingarfélagsins
Lækjargötu12 101 Reykjavik
lónaöarbankahúsinu Simi 28566
Wröbréfemarkaöur
Ejárfestingarfélagsins
GENGI VERÐBREFA 19. SEPTEMBER 1982
VERÐTRYGGÐ
SPARISKÍRTEINI
VEÐSKULDABRÉF
MEÐ LÁNSK JARAVÍSITÖLU:
1970 2.
1971 1.
1972 1.
1972 2.
1973 1.
1973 2.
1974 1.
1975 1.
1975 2.
1976 1.
1976 2.
1977 1.
1977 2.
1978 1.
1978 2.
1979 1.
1979 2.
1980 1.
1980 2.
1981 1.
1981 2.
1982 1.
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur A
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
flokkur
>S: Sölugengi nafn- Ávöxtun
m.v. vextir umfram
Sölugengi 2 afb./ári (HLV) verötr.
pr. kr. 100,- 8.634,70 7.591,98 1 ár 96,49 2% 7%
2 ár 94,28 2% 7%
6.581,81 3 ár 92,96 2'/r% 7%
5.575,40 4 ár 91,14 2%% 7%
4.035,58 5 ár 90,59 3% 7%
3.717.73 6 ár 88,50 3% 7%%
2.566,16 7 ár 87,01 3% 7 >/«%
2.107.38 1.587,48 1.504.39 8 ár 84,85 3% 7%%
9 ár 83,43 3% 7%%
1.204,25 10 ár 80,40 3% 8%
1.117,18 932,93 15 ár 74,05 3% 8%
757,52
596,04
502,45
388.38
285.39
224.24
192,75
143,14
129,94
(0,34% afföll)
(0,64% afföll)
(0,95% afföll)
(1,32% afföll)
(1,71% afföll)
(2,06% afföll)
(3,80% afföll)
(4,60% afföll)
(0,40% afföll)
VERÐTRYGGÐ
HAPPDRÆTTISLÁN
RÍKISSJÓÐS
Meöalávöxtun ofangreindra flokka um-
fram verðtryggingu er 3,7—5%.
VEÐSKULDABRÉF
ÓVERÐTRYGGÐ:
Sölugengi m.v. nafnvexti
(HLV)
12% 14% 16% 18% 20% 40%
1 ár 66 67
2 ár 55 56
3 ár 46 48
4 ár 40 42
5 ár 35 37
68
57
50
44
39
69
59
51
46
41
71
61
53
48
43
80
74
70
67
65
B — 1973
C — 1973
D — 1974
E — 1974
F — 1974
G — 1975
H — 1976
I — 1976
J — 1977
1.fl. — 1981
Sölugengi
pr. kr. 100.-
2,851,48
2.553,05
2.216,18
1.515,96
1.515,96
1.005,61
958.22
729,11
678,42
135,84
TÖKUM OFANSKRÁÐ VERÐBRÉF í UMBOOSSÖLU
i Veröbréfamarkaöur
Fjá rfestingarfélagsins
LæKjargotu 12 101 Reykjavik
lónaóarbankahusinu Simi 28566