Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
SEIÐMAGN LYGINNAR
OG RÖGSINS
tslending&r erv vidkvæmir fyrir skodunum útlendinga á landi og þjóð og hafa mátt þola þunga dóma í þeim efnum
„Varía ar haagt aó hugaa aér aumtagrí búataói manntagum varum an
íalanaku torfbmina, “ — aagir J.R. Browna í bók ainni og undir þi
akoðun taka fíaatir þair útiandingar aam rituóu um iaiand tyrr i ötdum.
rnarn
íalenakt avaitafóék vió bmjardyrnar i Hnappavöttum í öraatum. Myndin
ar úr feröabók Auguat Ntayar tri 1838.
var mönnum lengi vel furðu tamt
að grípa til kynjasagna og enn
þann dag í dag eimir eftir af forn-
um lygasögum í vitund útlend-
inga.
I skrifum ýmissa útlendra
ferðalanga sem hingað komu á
síðustu öld gætir frekar vorkunn-
semi en illvilja í garð þjóðarinnar.
Og þeir sem sóttu okkur heim á
ofanverðri átjándu öld og snemma
á hinni nítjándu geta þess eigi
sjaldan, að eitt það furðulega við
landið sé, að fólkið sem það byggi
kunni ekki að brosa og bæta því
oft við að íslendingar séu menn
einfaldir og auðtrúa.
Sú kynslóð íslendinga sem hér
um ræðir hafði raunar litla
ástæðu til að brosa, svo hart var
hún leikin af guði og mönnum.
Þetta var kynslóð móðuharðind-
ánna sem hafði horft á eftir fjórð-
ungi þjóðarinnar hníga í gröfina á
sex árum. Hún hafði séð lífsbjörg
sína, búpeninginn, liggja hordauð-
an í högunum og landið spillt og
eytt af eldi og ís. Þessi kynslóð
hafði lagt sér til munns horkjöt af
hundum og hrossum, nagað horn
sauðkindarinnar og haft skóbætur
sér til lífsviðurværis. Menn skulu
því ekki vera undrandi á því þótt
þetta fólk sæi ekki ástæðu til að
taka brosandi á móti útlendingum
sem hingað rákust.
I endurminningum sæfarans
Jörgen Jörgensen, sem í íslenskum
ritum er nefndur Jörundur hunda-
dagakonungur, gætir mikils vel-
vilja í garð íslensku þjóðarinnar
og jafnframt vorkunnsemi yfir því
hvernig högum hennar sé komið.
Jörgensen segir frá því er enski
baróninn sir Joseph Banks reyndi
að fá hann til Islandsfarar og hafi
baróninn þá sagt meðal annars: —
„Vesalings íslendingar. Þegar ég
var á íslandi fyrir 36 árum, sá ég
aldrei Islending brosa." — Sir
Banks segir einnig að hann álíti að
þess sé ekki langt að bíða að þjóð-
in sökkvi niður í eymd og skort og
að þessi fátæka þjóð þurfi að þola
miklar þjáningar. Þegar Jörgen-
sen kom til íslands rann honum til
rifja ástandið hér á landi og í
endurminningum sínum getur
hann naumast stjórnað gremju
sinni vegna „þeirra níðings harð-
stjóra, sem héldu þessari gæf-
lyndu þjóð í þrældómi". Þá furðaði
Jörgensen sig á því, hversu leiði-
tamt fólkið var og því meir óx
óbeit hans á hinum dönsku lönd-
um sínum, sem drottnuðu yfir því
með hálftómar vöruskemmur.
„Fólkið með afbrigð-
um óþrifalegt“
I fylgdarliði Jörgensen, sem
kom hingað til lands árið 1809 var
ungur breskur grasafræðingur,
William Jackson Hooker. Hann
gaf út stóra bók um Island og ber
hann Islendingum yfirleitt vel
söguna þótt ýmislegt þyki honum
athugavert í fari landsmanna og
sennilega hefur flest það verið
satt og rétt. Hooker segir meðal
annars svo frá:
„Mennirnir voru með afbrigðum
óþrifalegir og lagði megnan óþef
af þeim. Þeir voru svo skrýtnir að
við gátum ekki annað en skelli-
hlegið að þeim. Flestir þeirra voru
lágvaxnir og sumir voru síðskeggj-
aðir en aðrir eins og þeir hefðu
rakað sig með bitlausum hníf eða
skærum. Hárið var alveg óhirt,
enginn kambur hafði snert það og
féll niður á bak og herðar í flókum
og sást greinilega í því vargurinn
og nitin, sem hefst sífellt við á
þessum hluta líkamans, þegar
hreinlætið er vanrækt.
I viðræðum voru þeir mjög örir
og höfðu allmikinn handaslátt og
höfuðburð. En þegar eitthvað var
sagt við þá eða þeim boðið eitt-
hvað, sem gladdi þá, létu þeir í ljós
ánægju sína með því að klóra sér
og strjúka sig ákaflega og með því
að aka sér. Þessir vesalingar
gleyptu matvælin, sem við gáfum
þeim, með mikilli græðgi.
Á ströndinni, þar sem við lent-
um, stóðu um hundrað Islend-
ingar, aðallega konur, sem buðu
okkur velkomna til eyjunnar sinn-
ar með því að reka upp óp. Við
gláptum ekki síður á þetta góða
fólk en það á okkur. Fólkið var
önnum kafið við að breiða fisk og
unnu konur mest að þeirri vinnu.
Sumar þeirra voru mjög stórar og
þreklegar, en ákaflega óhreinar og
þegar við fórum framhjá hópnum
lagði megnan þráaþef að vitum
okkar. Konurnar, sem þarna unnu,
voru vissulega ekki að jafnaði
steyptar í náttúrunnar fegursta
mót og sumar kerlingarnar voru
ljótustu mannverur, sem ég hef
augum litið. En í hópi ungu
stúlknanna voru ýmsar, sem
mundu hafa verið taldar laglegar,
jafnvel í Englandi."
Þannig segir hinn ungi grasa-
fræðingur í fylgdarliði Jörundar
hundadagakonungs frá kynnum
sínum af íslensku þjóðinni á fyrri
hluta nítjándu aldar.
„Bláfátækir,
fégráðugir og nískir“
En nú er komið fram yfir miðja
nítjándu öld og skal að lokum
vitnað til tveggja manna sem rit-
uðu um ísland á þeim árum.
Bandarískur maður, J. Ross
Browne, gaf út bók um ferð sína
hingað árið 1865 og heimsótti
hann þá meðal annars prestinn á
Þingvöllum:
„Presturinn á Þingvöllum og
fjölskylda hans býr í moldarkofa
rétt hjá kirkjunni. Þessi ömurlegu
hreysi eru í sannleika sagt furðu-
leg og er varla hægt að hugsa sér
aumlegri bústað mannlegum ver-
um en íslensku torfbæina. Þeir eru
í rauninni litlu betri en tófugreni
og vissulega ekki miklu vistlegri.
Samt leggja íslensku prestarnir
stund á klassísk mál og fornbók-
menntir og verða margir lærðir
menn, jafnvel vísindamenn.
Presturinn á Þingvöllum var
einkennilegur, feiminn maður,
nokkurs konar lifandi múmía,
skrælnuð og velkt af íslenskri
veðráttu. Framkoma hans var
óvenjulega feimnisleg. Það var
eitthvað við hann sem minnti á
einbúann, sambland af feimni,
stirðleika og gáfum, eins og hann
hefði lifað lífi sínu meðal bóka og
kinda. Meðan ég var að reyna að
finna upp á einhverju þægilegu til
að segja við hann, leit hann í
kringum sig, eins og hann langaði
til að sleppa í burtu og fela sig.
Síðan settist hann klaufalega á
stólbrún eins langt frá mér og
hann gat.“
Enskur ferðamaður, Richard F.
Burton, dvaldi hér á landi sumarið
1872 og ritaði hann nokkrar grein-
ar í ensk blöð um ferð sína hingað.
Hann ber íslendingum yfirleitt
illa söguna og segir meðal annars:
—„íslendingar kunna flestir að
lesa, skrifa og reikna en þegar
undanskildar eru þær bókmennta-
greinar sem hniga að ímyndunar-
afli andans, svo sem fornsögur,
guðfræði og skáldskapur, þá eru
þeir fram úr Iagi fáfróðir og eftir-
bátar annarra þjóða í öllu því er
lýtur að þekkingu náttúrukraft-
anna og notkun þeirra, sem og í
flestu því, er einkennir menningu
Norðurálfuþjóða á nítjándu öld.
Alþingi er gagnslaust sakir van-
þekkingar og fáfræði þingmanna.
Drykkjuskapurinn er svo mikill að
í Reykjavík hef ég séð meiri
hneyksli af blygðunarlausri
ofdrykkju á einum degi heldur en
á heilum mánuði í Englandi," —
segir hinn enski ferðalangur og
bætir því við, að það sé ekki rétt
að íslendingar séu gestrisnir, þeir
séu bláfátækir, fégráðugir og
nískir.
Harmsaga umkomu-
lausrar þjóðar
Hér verður látið staðar numið í
íslandslýsingum erlendra manna
frá fyrri tímum, enda þykir sjálf-
sagt mörgum nóg um. Enn um
sinn verðum við að sætta okkur
við ýmsar missagnir af landi og
þjóð, þótt það jafnist ekkert á við
það sem hér hefur verið rakið. En
við Islendingar megum ekki gera
of miklar kröfur um þekkingu er-
lendra manna á landinu okkar.
Við vitum að meðal menningar-
þjóða er sá skoðun útbreidd að hér
búi tvær þjóðir, frumbyggjar
landsins, eskimóar, og svo nor-
rænir innflytjendur. Við vitum
einnig að þekking margra þjóða á
Islandi takmarkast við Heklu og
Geysi. Við þessu er ekkert að gera
og aðeins tíminn mun bæta hér úr.
I þessu sambandi getum við litið í
eigin barm — hvað vitum við til
dæmis um Nepal eða Kamerún eða
önnur smáríki um víða veröld.
Kynjasögur eins og þær sem hér
hefur verið vitnað til eru þó sem
betur fer úr sögunni. Fyrir okkur
nútímamönnum virðast þær svo
fráleitar að við getum jafnvel
hlegið að þeim. En á bak við þær
felst þó harmsaga fátækrar, af-
skekktrar og umkomulausrar
þjóðar. Þeir menn sem skrifuðu
ofangreindar lýsingar hafa ef til
vill trúað þeim og í mörgum þess-
ara sagna þekkjum við hindur-
vitni sem íslendingar sjálfir
trúðu, jafnvel sköpuðu sjálfir og
báru síðan í hina erlendu sögu-
menn.
Við skulum heldur ekki gleyma
því, að enn í dag getum við orðið
til að búa til bæði góðar og slæm-
ar myndir af íslensku þjóðinni.
Það gerum við með framkomu
okkar gagnvart útlendingum, bæði
hér heima og erlendis.
AIYI wmiDUM
Sf>
ov
- VC
tta
o°S
,Oo
0>°
o
o
f f LACiAR
HJÁ
I.S.T.D CKi
NATIONAl.
INNRITUN
í SÍMA
52996
frá kl. 1
V\ N
GÖMLU DANSARNIR
SAMKVÆMISDANSAR
.oJT ROKK — DISKÓDANSAR
NÝTT — DISKÓ — LEIKFIMI
—7 "
,GN-
,
H&f A0