Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
37
3. grein
Fílar við skógarhöggsvinnu
Unnið við að tína telauf
þjóðarinnar, Tamilar, búa aðal-
lega í norður- og austurhlutanum.
Þeir eru flestir hindúatrúar, einn-
ig búa þarna kristnir menn og
slangur af múhameðstrúar-
mönnum. Þó svo að Tamilar séu
minnihlutahópur gegna þeir ýms-
um ábyrgðarstöðum í stjórnkerfi
landsins, en ekki er alltaf kyrrt
með þessum hópum, að því er mér
var sagt. Þá eru einnig kynblend-
ingar, m.a. afkomendur Portúgala
og Englendinga frá nýlendutím-
unum og slangur af Malajum.
Lífið er þjáning...
nema þú hefjir þig
yfir allar langanir
Inntak Búddatrúarinnar er að
maðurinn sé fæddur til að þjást,
fæðingin er þjáning, lífið er þján-
ing og dauðinn sömuleiðis. Búdda
taldi löngunina vera meginorsök
þjáningarinnar. Gæti maðurinn
náð því marki að langa ekki, gæti
hann sigrast á sjálfum sér og öðl-
ast sanna hamingju og innri frið.
Búdda er ekki tilbeðinn sem guð,
heldur sem göfugmenni og vitr-
ingur, sem reyndi að vísa mannin-
um veginn til lífshamingjunnar.
Uppruni Sri Lanka er horfinn
inn í óþekkta fortíð. En elztu
heimildir um eyjuna mun vera að
finna í sögulegu kvæði sem heitir
Ramayana og er lögð rækt við að
kenna börnum. Kvæðið segir frá
því hvernig Ravana, tíu höfða kon-
ungur Lanka, hélt til Indlands til
að hefna misgjörða sem systir
hans hafði sætt. Hann hafði á
brott með sér hina unaðsfögru
Situ, eiginkonu Rama. Sita var
flutt til Sri Lanka í dandu monara,
loftskipi sem var eins og páfa-
gaukur í laginu, en páfagaukurinn
hefur sennilega allar götur síðan
verið fugl eyjarinnar. Rama varð
Slöngutemjarinn lék listir sínar
hinn versti þegar eiginkona hans
var nú brott numin og kom á lagg-
irnar öflugum her, með hjálp apa-
guðsins Hanuman. Ravana beið
ósigur og Sita hvarf aftur til síns
heima. Þessi atburður á að hafa
gerzt fyrir þúsundum ára en ótal
staðir í landinu eru nefndir eftir
hinni fögru Situ og aðrir tengjast
bardaganum milli Rama og Rav-
ana með nafngiftum. Og hvað er
þá goðsögn og hvað er svo söguleg
staðreynd? Það er önnur saga.
Ótal goðsagnir og ævintýra-
sagnir eru tengdar eyjunni og
margar þeirra æði litríkar. En í
þeim gengur eins og rauður þráð-
ur togstreitan milli Sinhalesa og
Tamila, sem börðust um völd og
áhrif svo öldum skipti.
Portúgalar komu til eyjarinnar
árið 1505 og óskuðu eftir því að fá
að ganga á fund konungs eyjar-
innar. En Sinhalesar léku á þá og
þegar Portúgalar komust loks til
höfuðborgarinnar, sem þá var
Kandy, var hafin skothríð af skip-
unum þar sem menn voru farnir
að óttast um afdrif sendimann-
anna. Portúgalar gerðust engu að
síður aðsópsmiklir í landinu í
hálfa aðra öld, en þá voru þeir
hraktir frá eyjunum af Hollend-
ingum. Afkomendur Hollendinga
á Sri Lanka eru kallaðir Burghers
en margir þeirra hafa flutt til
Ástralíu á síðustu áratugum, eink-
um eftir að Singhalea varð aðal-
tungumál landsins. Bretar koma
svo til eyjarinnar 1796 og veittu
Hollendingar ekki mikla mót-
spyrnu. Bretar reyndu að ná
Kandy sem hafði lengst verið tákn
um stjórn Sinhalesa og árið 1815
voru konungur landsins og aðrir
ráðamenn myrtir á hinn sviksam-
legasta hátt. Þá hafði konung-
dæmi Sinhalesa staðið í 24 aldir.
Eyjan lenti á áhrifasvæði Breta og
það var ekki fyrr en 4. febrúar
1948, að Ceylon, eins og hét þá
fékk frelsi sitt að nýju. Állmiklar
róstur voru framan af í hinu unga
sjálfstæða ríki, en það er svo með
kosningu núverandi forseta Junius
Jayewardene sem kyrrð fer að
komast á að nýju og ótrúlegar
framfarir hafa orðið í landinu á
tiltölulega skömmum tíma.
Batik, te og edalsteinar
Sjálfsagt kemur te fyrst í hug-
ann, þegar hugsað er til Sri
Lanka, en þar er einnig eðal-
steinavinnsla í grennd við Ratnap-
ura og víðar í landinu hafa fundizt
hinir göfugustu steinar. Batik-
vinnsla á sér þar langa hefð, þess-
ari iðngrein hnignaði nokkuð á
tímabili, en hefur lifnað yfir henni
á ný eftir að ferðamannastraumur
jókst. Ég kom í eina batikverk-
smiðju og var sýnd tæknin við
vinnuna. Ég er ekki viss um að
batik sé mikið flutt út enn frá Sri
Lanka en þessi varningur er vin-
sæll hjá ferðamönnum og mikið
keyptur. Þá eru Lankar einnig
þekktir fyrir grímugerð sem
minnir reyndar á það sem er m.a.
í Indónesíu. Menn sem eru snjallir
grímugerðarmenn njóta mikillar
virðingar og er sagt að hvergi séu
þeir betri en í bænum Ambalan-
goda í suðurhluta landsins. Grím-
ur eru notaðar við dansa og
helgiathafnir, við dansa fannst
mér eftirtektarvert að þar eru
karlarnir langtum skrautbúnari
en konurnar sem virðast meira
gegna því hlutverki að vera til
uppfyllingar fyrir karldansarana.
Sri Lanka er um 65 þúsund fer-
kílómetrar að stærð. Hvar eyjan
liggur þarna í Indlandshafinu er
hún líkt og tár sem fallið hefur af
hvörmum Indlands. En ég held að
mér sé óhætt að segja að hvergi
utan íslands hefur landslag haft
jafn sterk áhrif á mig og á Sri
Lanka.
texti: Jóhanna Kristjónsdóttir