Morgunblaðið - 19.09.1982, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
t
Móðir mín,
ÓLÖF LOFTSDÓTTIR,
Norðurbraut 9,
Hafnarfirði,
andaðist á Sólvangi 16. september.
Helga Kristjánsdóttir og börn.
Faöir okkar,
ANTON TÓMASSON
fré Hofsósi,
sem lést 14. september, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju
miövikudaginn 22. september kl. 10.30.
Tómas Antonsson, Sigríöur Antonsdóttir,
Kristinn Antonsson, Sigurlína Antonsdóttir,
Þorkell Méni Antonsson, Auöur Antonsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir, tengdasonur og afi,
BRANDURJÓNSSON,
fyrrv. skólastjóri,
veröur jarösunginn frá Bústaðakirkju þriöjudaginn 21. september
kl. 15.00.
Rósa Einarsdóttir,
Anna Guðný Brandsdóttir, Lennard Olsson,
Margrét Brandsdóttir, Finnur Sigurgeirsson,
Guörún Brandsdóttir, Hörður Þór Hafsteinsson,
Anna Sígurðardóttir og barnabörn.
t
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
JULÍUS Á. JÓNSSON,
fyrrverandi sórloyfishafi,
veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. september
kl. 10.30.
Asta Magnúsdóttir,
Hans Júlíusson, Anna Hjartardóttir,
Jón Gunnar Júlíusson, Þuríður Beck,
Birna Júlíusdóttir, Hlöðver Oddsson,
Kristín Júlíusdóttir, Guömundur Ingólfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Móöir okkar.
t
JÓNA ANNA BJÖRNSDÓTTIR
fré Stykkishólmi,
veröur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. september
kl. 3 e.h.
Börnin.
Maöurinn minn.
t
KLEMENS ÞÓRLEIFSSON,
kennari,
Hjallavegi 1, Reykjavík,
veröur jarösunginn frá
ember nk. kl. 10.30 f.h.
Fyrir hönd vandamanna,
Laugarneskirkju, mánudaginn 20. sept-
Guöríöur Þórarinsdóttir.
t
Elskuleg dóttir min, móöir okkar, tengdamóöir og amma,
INGVELDUR MAGNÚSDÓTTIR,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 22. septem-
ber kl. 15.
Sigrfður Jónsdóttir,
Brynja Jóna Gísladóttir,
Sigríöur Erna Hafsteinsdóttir,
Sverrir Mér Hafsteinsson,
Víkingur örn Hafsteinsson,
tengdasynir og barnabörn.
t
Móöir okkar. tengdamóðir, amma og langamma,
STEINUNN M. JÓNSDÓTTIR,
Víkurbakka 26,
veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, þriöjudaginn 21. september
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag
islands.
Bragi Freymóðsson, Sigrföur B. Freymóösson,
Árdfs J. Freymóösdóttir,
Fríöa Freymóösdóttir, Helgi Felixson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Klemens Þórleifsson
kennari — Minning
Fæddur 5. júlí 1896
Dáinn 12. september 1982
Á morgun, mánudag 20. sept-
ember 1982, verður gerð frá Laug-
arneskirkju í Reykjavík útför
Klemens Þórleifssonar, kennara,
sem andaðist 12. þ.m. Með honum
er hniginn í valinn merkur skóla-
maður sem skilað hefur miklu
dagsverki og góðu.
Klemens Þórleifsson fæddist að
Kálfárdal í Austur-Húnavatns-
sýslu 5. júlí 1896. Foreldrar hans
voru hjónin Þórleifur Klemens
(fæddur 4. júlí 1839, dáinn 11. maí
1902) Klemensson, bónda í Ból-
staðarhlíð, Klemenssonar, og Þór-
unn Dýrborg (fædd 26. september
1870, dáin 10. október 1942)
Eyjólfsdóttir, bónda í Kálfárdal
Jónassonar. Þau hjón bjuggu síð-
ast á Botnastöðum í Bólstað-
arhlíðarhreppi.
Árið 1943, 15. maí, kvæntist
Klemens Guðríði Árnýju
Þórarinsdóttur, húsasmiðs í Borg-
arnesi, Ólafssonar, og konu hans,
Jónínu Kristínar Jónsdóttur. Guð-
ríður er fædd 1. febrúar 1915 og
lifir hún mann sinn. Klemens varð
þriggja barna auðið. Þau eru: Ólöf
Inga (fædd 22. maí 1934), hún var
gift Halldóri Hafliðasyni, flug-
stjóra í Reykjavík, en hann er nú
látinn fyrir skömmu. Móðir Ólafar
er Herdís Sigfúsdóttir, ættuð úr
Bólstaðarhlíðarhreppi. Ólöf ólst
upp að mestu hjá móðursystur
sinni, Ingiríði Sigfúsdóttur, en
hún var að nokkru uppeldissystir
Klemens. Þórunn (fædd 29. janúar
1945), menntaskólakennari i
Reykjavík, hagfræðingur að
mennt. Hún er gift Þresti Ólafs-
syni, hagfræðingi, aðstoðarmanni
fjármálaráðherra. Þórarinn
(fæddur 30. júní 1947), forstjóri
innflutningsverslunar í Reykjavík.
Hann er kvæntur Ásdísi Sigur-
gestsdóttur, kennara. Þórunn og
Þórarinn eru börn Guðríðar.
Klemens leitaði sér menntunar
á unga aldri og lauk kennaraprófi
árið 1922. Ári síðar hóf hann
kennaraferil sinn er hélst síðan,
nær óslitinn, uns hann lét af störf-
um sjötugur að aldri. Hann kenndi
fyrst í Torfalækjarhreppi í
Áustur-Húnavatnssýslu 1923—
1925, þá í Bólstaðarhlíðarhreppi
1925—1928 og svo í Norðurár-
dalshreppi í Mýrasýslu
1929-1930. Árið 1930 gerðist
Klemens skólastjóri við barna-
skólann að Húsatóftum á Skeiðum
og síðar að Brautarholti í sömu
sveit til ársins 1943. Þá fluttist
hann til Reykjavíkur og var eftir
það kennari við Laugarnesskólann
uns hann lét af störfum.
Almennt þykja það varla um-
talsverð tíðindi að aldurhniginn
maður falli í valinn. En samferða-
menn hans margir sakna vinar í
stað og minnast þess sumir að þeir
áttu manni þessum skuld að
gjalda, þótt nú sé um seinan.
Leiðir okkar Klemens hafa legið
saman frá því hann kom til starfa
við Laugarnesskólann fyrir nær-
fellt fjórum tugum ára. Er
skemmst frá því að segja að með
okkur tókust hin bestu kynni sem
héldust óslitin meðan báðir lifðu,
þó að samfundir yrðu nokkuð
strjálli er leiðin lá ekki lengur
daglega í skólann.
Það er gæfa hverjum manni að
njóta samfylgdar góðra drengja.
Þeirrar gæfu naut ég þar sem
Klemens fór. Því er mér nú vandi
á höndum að minnast hans svo að
leiðarlokum sem vert væri.
Klemens var maður fríður sýn-
um og mikill á velli. Hann var
djarfmannlegur í framgöngu og
djarfmæltur við hvern sem var,
gerði sér ekki mannamun. Hann
var glaðvær í viðmóti og gaman-
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug vegna andláts
SIGRÍÐAR GRÓU ÞORSTEINSDÓTTUR,
Eyrarvegi 13, Akureyri.
Tryggvi Helgason,
Þorsteinn Gunnarsson, Ingunn Guöbrandsdóttir,
Benedikt Gunnarsson, Ólafía Guöjónsdóttir,
Styrmir Gunnarsson, Kristín Siguröardóttir,
Guöný Styrmisdóttir, Asgeir Ásgeirsson,
og aörir vandamenn.
t
Þakka innilega auðsýnda samúö, vinarhug og aöstoö vlö andlát og
útför dóttur minnar,
SOFFÍU DAGBJARTAR BENEDIKTSDÓTTUR,
Neavegi 41.
Móöir hinnar létnu,
Aöalheiöur Bergþóra Líkafrónsdóttir,
Hétúni 10 A, Reykjavík.
t
Eiginmaöur minn og faöir,
ENGILBERT ÓSKARSSON,
Bugöulœk 16, Reykjavík,
fyrrverandi bifreiöastjóri fré Skagaströnd,
veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni, miövikudaginn 22. septem-
ber kl. 15.00.
Þeim, sem vilja minnast hins látna, er góöfúslega bent á aö láta
Hjartavernd njóta þess.
Sigríöur Helgadóttir,
Ingibjörg Engilbertsdóttir.
Faöir okkar og tengdafaðir,
GUÐMUNDUR HJÖRLEIFSSON,
trésmiöur,
veröur jarösunglnn frá Dómkirkjunni mánudaginn 20. september
kl. 15.00.
Erna Guömundsdóttir, Gísli Kristjénsson,
fna Guömundsdóttir, Eysteinn Leifsson,
Leifur Guömundsson, Sigrún Runólfsdóttir.
samur er því var að skipta, en öðr-
um þræði alvörugefinn og hafði
ekki alvörumál í flimtingum.
Fróður var Klemens um marga
hluti og víðlesinn, enda átti hann
mikið safn góðra bóka.
Kennslustörf fóru Klemens
prýðilega úr hendi. Hann var far-
sæll kennari og vandvirkur, bar
hag nemenda sinna mjög fyrir
brjósti, ekki síst þeirra, er minnst
máttu sín.
Klemens var félagslyndur og fé-
lagshyggjumaður. Hann treysti á
samtakamátt fjöldans, treysti því
að með samstilltu átaki mætti
þoka málum í átt til jafnréttis og
réttlátrar skiptingar lífsins gæða.
Slíkar hugmyndir munu taldar
eiga nokkuð skylt við sósíalisma,
enda held ég að Klemens hafi í
raun verið sósíalisti í hug og
hjarta. Þess má geta hér að Klem-
ens bauð sig fram við alþingis-
kosningar fyrir Sósíalistaflokkinn
a.m.k. tveim sinnum, í Austur-
Húnavatnssýslu og Norður-Þing-
eyjarsýslu. Varla hefur hann búist
við því að vinna þessi kjördæmi
fyrir flokkinn á þeim tíma, en
hann var baráttufús og þarna var
óplægðan akur að erja.
Félagshyggja Klemens kom ekki
síst fram í starfi hans að félags-
málum á ýmsum sviðum. Á ungum
aldri starfaði hann í ungmenna-
félögum og síðar í félagssamtök-
um kennara. Auk þess er mér
kunnugt um að hann tók lengi
virkan þátt í störfum náttúru-
lækningamanna og sat í stjórn
samtaka þeirra um tíma.
Mér varð það snemma ljóst að
Klemens var búinn ýmsum þeim
eðliskostum sem vel mega duga
þeim mönnum, er veljast til for-
ystu í félagsmálum. Hann var at-
hugull maður og úrræðagóður,
gerði sér far um að kynnast mála-
vöxtum áður en hann tæki af-
stöðu. Hann var prýðilega máli
farinn og hélt skoðunum sínum
fram af einurð og festu . Ekki lét
hann þó valda vinslitum að aðrir
væru öndverðrar meiningar.
Best eru mér kunn störf Klem-
ens í Kennarafélagi Laugarnes-
skóla. Þar var hann snemma
kvaddur til trúnaðarstarfa og vor-
um við samtíöa í stjórn þess félags
um langt árabil. Um þær mundir
réðst félagið í að festa kaup á
landi að Katlagili í Mosfellssveit í
því skyni að reisa þar skólasel
fyrir nemendur Laugarnesskól-
ans. Nærri má geta að slíkt var
ekki áhlaupaverk, en með sam-
stilltu átaki og þrautseigju tókst
að koma þar upp nothæfu húsi.
Samtímis var hafist handa við
skógrækt í landi selsins og vex þar
nú óðum skógargróður. Þessum
stað tengdist Klemens traustum
böndum og hann átti sinn drjúga
þátt í því hversu verkum skilaði
fram.
Enn höguðu atvikin því svo að
við Klemens áttum samvinnu að
stjórn annars félags, Byggingar-
samvinnufélags barnakennara.
Einnig þar reyndist hann traustur
liðsmaður og tillögugóður.
Nú er Klemens horfinn sjónum
okkar yfir landamæri lífs og
dauða, en í hugum samferða-
manna hans lifir minningin um
góðan dreng og traustan félaga.
Þessum línum fylgja einlægar
samúðarkveðjur til Guðríðar,
konu hans, barna og venslafólks.
Kristinn Gi.sla.son