Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 39

Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 39 Júlíus Á. Jónsson - Minningarorð Kveðja frá starfs félögum á Bæjarleiðum Fæddur 19. júlí 1908 Dáinn 13. september 1982 Júlíus var fæddur að Klukku- landi í Dýrafirði, en fluttist þaðan með foreldrum sínum til Reykja- víkur og ólst upp að Leynimýri við Reykjanesbraut. Þegar hann þá ungur að árum fór að geta fært fé í bú, hóf hann ýmis störf sem til féílu, meðal annars hjá Mjólkurfélagi Reykja- víkur, og mun hann þá hafa lært og tekið próf til bifreiðaaksturs, til að öðlast einhver réttindi til lífsbaráttunnar, því í þá tíð voru erfiðleikar til skólagöngu fyrir fá- tæk ungmenni. Síðar var honum veitt sérleyfi til reksturs fólksflutninga á sér- leyfisleið Kjalarnes — Kjós. Rak hann þá þjónustu með myndar- brag um margra ára skeið, við miklar vinsældir bæði heima- manna sem og annarra er þjón- ustu hans nutu, enda var hann ætíð kenndur við Kjósina þó ætt- aður væri af Vestfjörðum. Það töluðu ávallt flestir sem til þekktu um Júlla rútubílstjóra úr Kjósinni, enda var hans annað heimili á þeim árum að Neðra- „VERKALÝÐS- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr. er alvarlega uggandi vegna þess ástands, sem er að skapast í landinu í framhaldi af þeirri ákvörðun útvegsmanna að stöðva fiskiskipaflotann," segir í fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borizt frá félaginu. „Með þeirri ákvörðun er verið að stöðva þá undirstöðustarf- semi, sem allt efnahagslíf þjóðar- innar byggist á og í kjölfar at- vinnuleysis í fiskveiðum og fisk- vinnslu mun fylgja stöðvun ann- arra atvinnugreina, fjöldaat- vinnuleysi og efnahagslegt hrun. Félagið fær ekki séð hvernig tiltölulega fámennur hópur þjóð- félagsþegna, sem að nafninu til telur sig vera eigendur að at- vinnutækjum, sem flest eru keypt fyrir almannafé getur staðið Hálsi í Kjós, þar sem hann átti sumarhús fyrir sig og fjölskyldu sína til afþreyingar og ánægju þær fáu hvíldarstundir sem til gáfust. A þessum árum ók Júlli, sam- fara áætlunarferðum Kjalarnes — Kjós, hópferðalöngum vítt og breitt um landið, við góðan orðstír og með farsælum árangri. I slík- um ferðum var hann hrókur alls fagnaðar, sem einn af hópnum. Það væri vafalaust hægt að rifja upp margar ánægjulegar sam- verustundir frá slíkum hópferð- um. En þegar fram liðu stundir og með breyttum þjóðfélagsháttum, þar sem allflestir bæði yngri sem eldri, bæði í kaupstað og sveit, áttu orðið einkabíla, fór þörfin síminnkandi fyrir þessa þjónustu og endirinn var sá að Júlli gafst upp á að reka sérleyfisbifreiðir sínar og breytti þeim í vöru- eða mjólkurflutningabifreiðir, þar sem hann tók að sér mjólkur- og vöruflutninga fyrir Kjósverja um nokkurt skeið. En þetta starf var erfitt og of mikið álag fyrir mann á hans aldri, svo hann varð að hætta þessum rekstri. Þá sótti hann um atvinnuleyfi til reksturs leigubif- reiðar og var veitt það, hóf hann ábyrgur fyrir slíkri ákvörðun og þá síst þegar stöðvunaraðgerðum er bæði leynt og ljóst ætlað að knýja fram breytingar á skipta- kjörum sjómanna, sem frjálsir samningar hafa verið gerðir um. Ríkisstjórn íslands hefði getað komið í veg fyrir þetta ef hún hefði tekið á vandamálum at- vinnugreinarinnar eins og ráð- herrar hafa marglofað, en jafnoft svikið, og ef hún hefði ekki virt að vettugi itrekuð tilboð og tilmæli útvegsmanna og sjómanna um samstarf við eðlilega lausn vandans m.a. á grundvelli fisk- verðsákvörðunar. Úrræðaleysi ríkisstjórnarinn- ar, sem gert hefur hana sam- ábyrga því neyðarástandi sem er að skapast firrir þó ekki útgerð- araðila ábyrgð á aðgerðum, sem vart eiga sér dæmi í íslenskri at- vinnusögu." þá þegar akstur með eigin bifreið hjá Bifreiðastöð Bæjarleiða árið 1964 og starfaði þar til ársins 1981, að hann varð að hætta fyrir fullt og allt vegna vanheilsu sem hrjáð hafði hann um margra ára skeið. Júlíus giftist Guðríði Hansdótt- ur árið 1930. Þau hófu búskap við Grettisgötu í Reykjavík, en lengst bjuggu þau á Laugateigi 42. Þeim varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Hans, Jón Gunnar, Birna og Kristín, sem öll eru lifandi og bú- andi, bæði hér í Reykjavík og á Vestfjörðum. Síðari kona Júlíusar er Ásta Magnúsdóttir frá Mosfelli og lifir hún mann sinn. Maðurinn Júlíus var góður drengur og félagi, sem öllum er honum kynntust gat ekki annað en þótt vænt um. Trygglyndi og traust bar hann með sér í hlýju svipmóti og því blíða brosi sem ávallt kom fram er við hann var rætt. Það eru minningar sem ekki gleymast heldur geymast. Þó gat Júlli ef svo bar undir ver- ið ákveðinn og fastur fyrir, til dæmis þegar honum fannst hann bera ábyrgð á velferð ferðalanga sinna í erfiðum hópferðum um landið, þar kom fram samvisku- semin. Við starfsfélagarnir á Bæjar- leiðum söknum okkar góða félaga og vinar, sem ávallt mætti til starfa að morgni dags með sinni prúðmannlegu framkomu og brosi á vör, sem yljaði öllum um hjarta- ræturnar í erli dagsins. Við þökkum honum samveru- stundirnar á Bæjarleiðum og geymum góðar minningar í hug- um okkar, um hann sem við kveðj- um nú hinstu kveðju þessa lífs. Við óskum honum fararheilla í faðmi sólar á friðarströnd fram- tíðarinnar. Öllum aðstandendum vottum við okkar innilegustu samúð. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju, mánudaginn 20. sept- ember kl. 10.30 f.h. Þorkell Þorkelsson, Bæjarleiðum. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur um útgerðarvandann: Urræðaleysi ríkisstjórnarinn- ar hefur gert hana samábyrga Bridge Arnór Ragnarsson Tafl- og bridge- klúbburinn Fimmtudaginn 23. september byrja spilakvöld félagsins. Spil- að verður eins kvölds tvímenn- ingur. Spilað er í Domus Medica kl. 19.30. Mætið tímanlega. Tafl- og bridge- klúbburinn Aðalfundur félagsins verður haldinn að Hótel Sögu, Bláa sal, mánudaginn 4. október kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Bridgedeild Víkings Bridgedeild Víkings hefur starfsemi sína á mánudags- kvöldið 20. september og hefst spilamennska klukkan 19.30, stundvíslega. Starfsemin hefst með tvímenningskeppni. Bridgefélag Hafnarfjarðar hefur starfsemi sína mánudag- inn 21. nk. kl. 19.30. Spilað verður í félagsálmu íþróttahúss Hafnarfjarðar og verður byrjað á sjálfstæðum tveggja kvölda tvímenningi. Fé- lagar eru hvattir til að fjöl- menna og taka með sér nýja meðlimi. Bridgefélag Suðurnesja Spilamennskan hefst mánu- daginn 20. september með ein- menningskeppni sem jafnframt er firmakeppni félagsins. Spilað verður í félagsheimilinu Stapa, litla sal. Spilamennskan hefst kl. 20, stundvíslega. Nýir félagar velkomnir. Bridgedeild Breiðfirðings 2 Sextán para riðlar voru spil- aðir sl. fimmtudag. A-riðill: Stig 1. Brandur Brynjólfsson — Þórarinn Alexanders. 235 2. Daníel Jónsson — Karl Adolfsson 233 3. Guðmundur Arason — Sigurður Ámundas. 232 4. Gísli Víglundsson — Þórarinn Árnas. 229 5. Hjörtur Bjarnason — Örn Scheving 228 6. Gróa Guðnadóttir — Guð- rún Jóhannesdóttir 221 7. Albert Þorsteinss. — Óskar Karlsson 215 Meðalskor 210 B-riðill: Stig 1. Högni Torfason — Steingrímur Jónas. 269 2. Jón Ámundason — Ólafur Valgeirss. 239 3. Gísli Stefánsson — Rósmundur Guðmundss. 235 4. Helgi Nielsen — Óskar Þ. Þráinss. 230 5. Ása Jóhannsd. — Sigríður Pálsdóttir 227 6. Erla Eyjólfsd.— Gunnar Þorkelsson 221 7. Jóhann Jóhanness. — Kristján Siggeirss. 220 Næst verður spilað fimmtud. 23. sept. og hefst keppni stundv- íslega kl. 19.30. Þá hefst 5 kvölda tvímenningur. Ágúst Ólafsson — Minningarorð Fæddur 16. ágúst 1897 Dáinn 10. september 1982 Á morgun, mánudaginn 20. september, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík Ágúst Ólafsson, fyrrverandi verkstjóri. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Sólvallagötu 52, síðdegis föstudaginn 10. þ.m. Ágúst var fæddur 16. ágúst 1897 að Hamri i Borgarhreppi. Foreldr- ar hans voru hjónin Ólafur Sig- urðsson, bóndi þar, og kona hans, Geirþrúður Þorgeirsdóttir. Um átta ára aldur fór hann frá for- eldrum sínum til móðursystur sinnar og eiginmanns hennar, Sig- urðar Sigurðssonar, útvegsbónda í Kirkjubæ á Akranesi. Hann var þó heima hjá foreldrum sinum á sumrin. Um fermingaraldur fór hann að stunda sjóróðra með fóstra sínum. Síðan lá leið hans á togara og það- an á farskip. 1917 fór hann að starfa hjá Eimskip, sem þá rak Willemoes, síðar Selfoss. Þar réðst hann til Júlíusar Júlínussonar skipstjóra. Síðan fylgdi hann Júlí- usi er hann tók við E.S. Lagarfossi og sigldi hjá honum sem bátsmað- ur. 1927 tekur Júlíus við E.S. Brú- arfossi og fylgdi Ágúst honum yfir á það skip og siglir með Júlíusi sem bátsmaður á E.S. Brúarfossi til ársins 1941 er Július hættir skipstjórn. Þá hefur hann störf í landi hjá Eimskip sem verkstjóri við höfnina og starfar þar við verkstjórn þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir árið 1967. Nokkrum árum síðar hóf hann störf sem birgðavörður hjá Hótel Borg og starfaði þar, þar til snemma á þessu ári. Árið 1923 kvæntist hann Jónínu Bjarnadóttur frá Minnabæ í Grímsnesi og er hún látin fyrir þremur árum. Þau hjónin eignuðust tvo syni, Ragnar Georg, en hann drukknaði / með E.S. Dettifossi 1945, í lok stríðsins, og Emil, núverandi borgardómara. Barnabörnin eru tvær telpur, Guðrún Dröfn og Ragna Björk, augasteinar afa síns. Fyrst sá ég Ágúst sumarið 1928, þegar hann kom að Hömrum til að heimsækja eiginkonuna og synina, sem þá voru í sveit hjá foreldrum mínum. Seinna þegar ég fór að ferðast til Reykjavíkur á æskuár- um mínum, þótti sjálfsagt að ég dveldi á heimili þeirra eftir J)örf- um. Á þessum árum var Ágúst enn í siglingum. Eftir að hann fór að vera í landi sá ég hann miklu oftar. Það var gaman að koma á Sólvallagötuna þegar bæði voru heima. Oft sá ég þau taka í spil eins og ung væru, jafnvel eftir strangan vinnudag. Jónína vann alltaf úti sem kallað er og þegar hún var spurð hvernig þetta gengi, svaraði hún því til, að Ágúst væri sérstakur maður og undir þetta vil ég taka. Hann var sérstakur maður, prúður og hóg- vær, sem lét ekki bilbug á sér finna, þótt öldur lífsins væru stundum krappar. Að lokum sendi ég innilegar samúöarkveðjur til allra ástvina hans. Ingibjörg Tönsberg + Þökkum auösýnda samuö og vináttu viö andlát og útför, MARGRÉTAR O. EYJÓLFSDÓTTUR, Stíghúsi, Eyrarbakka. Péll Jónaason, Guórún S. Kaaber, og fjölskyldur. + Þökkum auösýnda samúö og vináttu viö andlát og jaröarför fööur okkar, tengdaföður, bróöur og afa, JÓNS Þ. JÓNSSONAR, Skipholti 53. Alda Þ. Jónsdóttir, Magnús Eyjólfsson, Haukur Jónsson, Hildegard OUrr, Sigurlaug Jónsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför FRIOFINNS MAGNÚSSONAR, Laugahlíó, Varmahlíö. Ásdís Kristjánsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum af alhug vináttu og tryggö við fráfall eiginmanns míns, fööur, tengdaföödr og afa, JAKOBS V. HAFSTEIN, er andaöist þann 24. ágúst sl. Birna Hafstein, Jakob V. Hafstein, Hólmfriður Gísladóttir, Júlíus Hafstein, Erna Hauksdóttir, Áslaug B. Hafstein, Ingimundur Konráösson, Hildur, Birna, Jakob, Jakob V. Július.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.