Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
SIR DOUGLAS BADER, flugkappinn með gervifæturna og einhver
frægasti herflugmaður Breta í síðari heimsstyrjöldinni, er nýlátinn, 72
ára að aldri. Hann varð goðsögn í lifanda lífí og goðsögnin um hann átti
sér enga hliðstæðu í sögu flugsins.
Hann missti báða fætur þegar
orrustuflugvéi hans af gerðinni
Bristol Bulldog fórst í sýningarflugi
á Woodley-flugvelli skammt frá
Reading 1932, einu ári eftir að hann
varð flugliðsforingi, tvítugur að
aldri. Þegar eftirlitsmaður kom
hlaupandi að flakinu með koníaks-
flösku handa honum bandaði hann
hendinni á móti henni og sagðist
ekki drekka. Eftirlitsmanninum
varð svo mikið um aö sjá hve illa
Bader var slasaður að hann drakk
koníakið sjálfur.
Hann var eini maðurinn, sem
trúði því ekki að ferli hans væri
lokið. Hann varð ekki aðeins einn
fræknasti orrustuflugmaður síðari
heimsstyrjaldarinnar, heldur tákn
þeirrar óbifandi þrjózku, sem Bret-
ar sýndu á stríðsárunum.
Þegar læknir tilkynnti Bader að
hann hefði misst báða fætur sagði
hann eins og ekkert hefði í skorizt:
„Það gerir ekkert til. Ég fæ lengri
fætur í staðinn. Ég hef alltaf viljað
vera hávaxnari."
Reyndar varð hann nokkuð
styttri þegar hann var kominn með
gervifætur, en hann afsannaði
kenningar sérfræðinga, sem sögðu
honum að hann gæti aldrei gengið
staflaus. Öllum til mikillar furðu
tókst honum að ganga óstuddur og
meira að segja að dansa og leika
tennis, „squash", krikket og golf.
Hann hafði verið mjög góður í
íþróttum þegar hann var í skóla og
fyrirliði í knattspyrnu, „rugger“ og
krikket. Rétt fyrir flugslysið kom
hann til greina í landsliðið í
„rugby“.
Leikni Baders í golfi var vel lýst í
kvikmyndinni „Reach for the Sky“,
sem var gerð eftir samnefndri bók
og átti þátt í að gera Kenneth More
að heimsfrægum leikara. More, sem
lézt í júlí í sumar, varð náinn vinur
Baders.
Það olli Bader miklum líkamleg-
um kvölum þegar hann reyndi að
læra golf, en hann náði mikilli
færni í golflistinni að lokum. Hon-
um gekk vel að aka bifreið og þegar
það hafði tekizt ákvað hann aö
sanna að hann hefði ekki glatað
færni sinni i fluglistinni.
„Hann vissi að hann gat flogið og
bað mig að taka sig með í flugferð,“
sagði elzti vinur Baders, Joe Cox
varaflugmarskálkur, eftir lát hans.
„Hann var greinilega staðráðinn í
því að fljúga á ný. Honum tókst að
koma flugvélinni í loftið, lenda
henni og leika listir sínar. Það var
erfitt að trúa því að maðurinn fyrir
aftan mig í flugstjórnarklefanum
og flaug þessari flugvél óaðfinnan-
lega væri með gervifætur."
Starfsmenn flugvallarins neituðu
að trúa því að Bader hefði verið
sjálfur við stjórnvölinn. Cox fór þá
með hann í aðra ferð og hélt hönd-
unum fyrir ofan höfuðið til þess að
sanna að það væri Bader, sem flygi
flugvélinni.
Bader stóðst öll þyngstu flugpróf
þrátt fyrir fötlunina, en samt hafn-
aði brezki flugherinn honum þar
sem reglur flughersins segðu ekkert
um mann, sem eins væri ástatt með
Douglas Bader við Hurricane-flugvél sína.
og hann. Næstu sex ár starfaði
hann hjá Asíu-olíufélaginu, sem
síðar varð Shell, í London.
Þegar stríðið hófst bað Bader um
að hann yrði aftur tekinn í flugher-
inn í ótal umsóknum sem hann
sendi flugmálaráðuneytinu. Honum
var hafnað hvað eftir annað, en að
lokum fékk hann vilja sínum fram-
gengt með aðstoð vina á háum stöð-
um. Hann var sendur til flugskóla,
þar sem Cox og fleiri vinir hans
störfuðu. „Við vissum allir að hann
gat flogið," sagði Cox seinna, „og ég
Vantar hlýiu
ísumar-
bústaðinn 2
Eda í vinnuskúrinn í vetur 2
55S SAMSUNG HITARAR I
HAGSTÆTT VERÐ
— MIKILL HFTI
LÁR REKSTURS-
KOSTNAÐUR
Samsung hitarar, henta
allstaðar vel þar sem þörf
er fyrir mikinn hita á
skömmum tíma. Samsung
hitarar brenna hreinsaðri
Ijósaolíu, algerlega lyktar-
laust. Þeir nýta olíuna vel
við brennslu. Þeir eru
búnir öryggistanki, sem
sýnir ávallt hversu mikið
magn olíu er eftir og sjálf-
virkum slökkvara, sem
slekkur á ofninum ef hann
veltur.
m
Grensásvegi 5, Sími: 84016
^Haukne cht
Frystiskápar
og kistur
Fljót og örugg frysting.
Örugg og ódýr í rekstri.
Sérstakt hraðfrystihólf.
Einangrað að innan með áli.
Eru með inniljósi og læsingu.
3 öryggisljós sem sýna
ástand tækisins.
Greiðsluskilmálar eða
staðgreiðsluafsláttur.
Utsölustaóir DOMUS
og kaupfélögin um land allt
Véladeild
Sambandsins
Ármúla 3 Reykjavik Simi 38900