Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 41

Morgunblaðið - 19.09.1982, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 41 Bader var mikill golfáhugamaður þótt hann væri með gervifætur. Þessi mynd er frá 1961 þegar hann keppti á móti fyrrverandi hermanna. undirritaði skírteini, þar sem tekið var fram að hann væri frábær flug- maður. Það var engin lygi — hann var virkilega einstakur flugmaður." I orrustunni um Bretland var tal- ið að hann hefði skotið niður 30 flugvélar, þótt opinberlega væri að- eins staðfest að hann hefði grandað 22. Hann grandaði Messerschmitt- flugvél í fyrstu flugferð sinni í stríðinu meðan stóð á brottflutn- ingnum frá Dunkerque. Hinn 30. ágúst 1940 áttu 12 Hurricane- flugvélar undir hans stjórn í höggi við 100 flugvélar þýzka flughersins. Þær skutu niður 12 og komust allar heilu og höldnu til stöðva sinna. Sagt var að auk þeirra 22 flugvéla, sem Bader grandaði, hefði hann gert flugmönnum undir sinni stjórn kleift að granda 50 til viðbótar. Hann hélt því fram að ef stærri flugsveitum væri beitt skynsamlega væri betri von um árangur. Það varð til þess að honum var falin stjórn flugdeildar, sem í voru þrjár flugsveitir og stundum fimm, sex og sjö. Hins vegar átti hann í útistöð- um við yfirstjórn orrustuflugvéla- 1 flotans vegna hugmynda sinna, sem áttu ekki upp á pallborðið þar. Hann stóð á hátindi frægðar sinnar þegar stélið rifnaði af Spit- fire-flugvél hans í árekstri við Messerschmitt-109 flugvél í 24.000 feta hæð yfir Bethune í Norður- Frakklandi. Flugvélin hrapaði til jarðar á 400 mílna hraða og var komin í 4.000 feta hæð þegar Bader tókst að stökkva út í fallhlíf. Annar gervifóturinn festist, en honum tókst að losa sig og fallhlífin opnað- ist á síðustu stundu. Hann rif- beinsbrotnaði i fallinu og glataði öðrum gervifætinum. Hann var tekinn til fanga, en sýndi mikla þrjózku í fangavistinni og margir ófatlaðir fangar komust ekki í hálfkvisti við hann í andstöð- unni gegn fangavörðum Þjóðverja. Þjóðverjar neyddust til að grípa til þess ráðs að taka gervifæturna af honum á hverju kvöldi í Colditz- kastala til þess að koma í veg fyrir að hann gerði fleiri tilraunir til að flýja. Svo frægur var Bader orðinn að Þjóðverjar buðust til að leyfa brezkri herflugvél að fljúga óáreittri til Colditz og varpa niður öðrum gervifæti í fallhlíf. Brezki flugherinn hafnaði þessu boði, en gervifæti var varpað niður í fallhlíf í loftárás, sem brezkar flugvélar gerðu í nágrenninu. Áður höfðu Þjóðverjar útvegað Bader annan gervifót að hans ósk, en aðeins örfáum klukkustundum eftir að hann hafði fengið nýja fót- inn strauk hann með því að fara út um glugga á þriðju hæð. Hann lét sig síga niður reipi sem hann hafði búið til úr rúmlökum og þar sem gervifæturnir voru úr tini vafði hann þeim um hálsinn svo að ekk- ert skrölt heyrðist þegar þeir rækj- ust í vegginn. Frönsk hjúkrunarkona sveik hann í hendur Þjóðverjum (hún var seinna dæmd í 20 ára fangelsi) og hann var tekinn til fanga á ný og sendur aftur til Þýzkalands í járnbrautarlest undir strangri vernd. Hann reyndi alls fjórum sinnum að flýja, en náðist alltaf aftur. Eftir fjórðu flóttatilraunina gripu verðirnir í Colditz til þess ráðs að fjarlægja gervifæturna á hverju kvöldi, en hann hélt áfram að sýna þeim mótþróa á alla lund. Einu sinni lét hann flugmiðum rigna niður úr turni fangelsisins, salernispappír með miður viður- kvæmilegum athugasemdum um Hitler. Bandarískir hermenn björguðu Bader úr Colditz 15. apríl 1945 og hann varð fljótlega þjóðhetja í Bretlandi. Þegar orrustunnar um Bretland var minnzt í fyrsta skipti 15. september 1945 stjórnaði hann flugvélunum sem þar komu fram. Það þótti dæmigert að rétt eftir að hann kom aftur til Bretlands bað hann um að verða sendur til Austur-Asíu til að berjast við Jap- ani. Beiðninni var hafnað, en í stað- inn var honum falið að stjórna skóla fyrir foringja orrustuflug- manna. Brezki flugherinn vildi að hann héldi áfram störfum, en hann ákvað að hætta í flughernum 1946. Hann fékk freistandi tilboð um glæsi- legan frama í stjórnmálum á grundvelli frægðarinnar úr stríð- inu, en hann hafnaði boði um að hann byði sig fram til þings. I stað- inn varð hann yfirmaður flugdeild- ar Shell og í því starfi flaug hann um allan heim í flugvél, sem var sérstaklega smíðuð fyrir hann. Hann missti flugréttindi sín í september 1980 eftir rúmlega hálfr- ar aldar flugmennskuferil. Hann hlaut réttindin aftur, en missti þau í þriðja og síðasta skipti í júli í fyrra þar sem hjartað var farið að gefa sig. í síðasta mánuði varð hann að hætta við þátttöku í golf- keppni. Hann lézt úr hjartaslagi þegar hann var að aka heim til sín eftir veizlu á níræðisafmæli Sir Arthur („Bomber") Harris, yfir- manns sprengjuflugvélaflota Breta í stríðinu. Skólataska glataðist NEMANDI í Verslunarskóla íslands glataði skólatösku sinni í strætis- vagnabiðskýli við Bústaðaveg, gegnt söluturninum, um klukkan 13.30 á föstudag. í skólatöskunni, sem er Ijósbrún skjalataska, voru skóla- bækur og reiknitölva. Skilvís finn- andi er vinsamlega beðinn að hringja i síma 86048. Sjötugur Þjóðverji dæmdur fyr- ir njósnir Frankfurt, Y-Þýskalandi, 16. september. AP. VESTUR-ÞÝSKUR réttur dæmdi í dag 70 ára gamlan viðskiptamann í tveggja ára og tíu mánaða fangelsi fyrir að láta sovésku leyniþjónust- unni í té upplýsingar varðandi NATO-vopn. Rétturinn segir að Eduard Ries hafi þegið að launum 70.000 mörk fyrir að láta KGB í hendur ákveðnar upplýsingar varðandi sérstök kerfi NATO-vopna og varna. Þrátt fyrir að upplýsingar er hann lét sovésku leyniþjónustunni í té hafi ekki verið mjög miklar hafa þær án efa haft gífurlega þýðingu fyrir Sovétmenn þar sem þær gáfu til kynna síðustu hern- aðarlegar tækninýjungar í flug- og geimrannsóknum, segir í niður- stöðu réttarins. brýtur verðbólgumúrinn-besta kjarabótin! Góðir greidsluskilmálar. LADA STATION 1200 LADA CANADA LADA SPORT Uppseldur 115.000.- 157.000.- Ath. verö á hefur aldrei stæðara. Lada-bílum veriö hag- Munid ad varahlutaþjónusta okkar er í sérflokki iiy 'JLj Suóurlandshraut 14 - Simi 38600 Söludeild 31236 ■4 .-.///, 1 ■ * i, > / JB

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.