Morgunblaðið - 19.09.1982, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
Landkönnuðurinn og
leikarinn grimuklœddi
Fullsannað þykir, af kortinu
og nákvæmni í staðháttalýsing-
um Pytheasar að hann hafi kom-
ist til Bretlandseyja en hvort
landið Thule, sem hann nefnir
svo og merkir inn á kortið norð-
ur af Bretlandseyjum, er Islands
og hvort hann komst yfirleitt
svo langt norður, er ekki vitað
með vissu. En hann kvaðst hafa
komið að landi í Norðurhöfum
þar sem væri að finna bæði jökla
og fjöll, spúandi eldi, og sólar-
guðinn gerði ekki nema rétt að
tylla sér á sjóndeildarhringinn
um miðnættið. Er hann hugðist
halda lengra í sömu átt varð
fyrir honum náttúruundur, sem
hann nefndi „lungu hafsins", þar
sem himinn, jörð og haf frysu
saman í eitt. Lýsingin gæti átt
við hafísbreiðu, sem vissulega
hlýtur að hafa verið undarlegt
og kynngimagnað fyrirbæri í
augum þessa suðræna ferða-
langs.
A þessum tímum var það trúa
margra Miðjarðarhafsbúa að
Baltíska hafið í norðri tengdist
Kaspiahafi og kostuðu yfirvöld í
Massalíu því Pytheas til farar-
innar í þeirri von að hann fyndi
nýjar verslunarleiðir. Þar eð sú
varð ekki raunin á hlaut hann,
líkt og Kristófer Kólumbus síð-
ar, litlar þakkir fyrir tiltækið
þegar heim kom og lítill trúnað-
ur var lagður á ferðasögurnar.
Enn í dag greinir menn reynd-
ar á um sannleiksgildi þeirra og
m.a. hefur Pytheas þótt nokkuð
ónákvæmur þegar tími og vega-
lengdir eru annars vegar.
(Kortagerðarmaður hefur hann
þó verið allgóður eins og sjá má
m.a. á því hve vel England er
dregið upp á kortinu, enda sigldi
hann umhverfis það, en virðist
hins vegar ekki hafa gefið mik-
inn gaum að Irlandi.)
Þó gæti það staðist að hann
hafi verið 15 daga í hafi frá
Skotlandi þar til gaieiðuna bar
að ströndum hins dularfulla
lands Thule. Galeiðurnar voru
sterk og hraðskreið farartæki á
þeirra tíma mælikvarða, búnar
seglum og gátu náð yfir 150 kíló-
metra hraða á sólarhring. Gal-
eiða Pytheasar var „tveggja
hæða“ og ræðarar hafa senni-
lega verið milli 150 og 200.
Því hefur verið haldið fram að
landið sem Pytheas kallaði
Thule hafi verið Noregur, en sé
litið á kortið, sem hann gerði,
sést að svo getur varla hafa ver-
ið. Ekki mun heldur vitað með
vissu hvort Pytheas og leiðang-
ursmenn hans gengu á land á
eylandinu eða létu sér nægja að
virða það fyrir sér úr hafi.
Ur Norðurhöfum hélt leiðang-
urinn í suður, sigldi inn í Eystra-
salt og sneri að svo búnu við og
hélt heimleiðis, eins og áður
sagði.
Þegar Pytheas sneri aftur
trúði enginn því að hann hefði
farið jafn langt i norður og hann
hélt fram. Hann gleymdist og
lifði í einangrun það sem eftir
var ævinnar. En aðrir heimspek-
ingar, s.s. Aristoteles, ræddu
kenningar hans og deildu um
sannleiksgildi þeirra í gegnum
aldirnar og athuganir, sem
Pytheas gerði í ferðinni, urðu
mikilvæg undirstaða merkra
uppgötvana, t.d. listarinnar að
reikna út hæð staða yfir sjávar-
máli.
Leiklist og ferðalag
í fótspor Pytheasar
Sjái Reykvikingar á næstu
dögum framandlega, grímu-
klædda veru á sveimi um stræti
borgarinnar, er þar ekkert yfir-
skilvitlegt fyrirbæri á ferðinni,
heldur ungur þýskur leikari,
Harald Brant að nafni. En hann
Árið 320 fyrir Kristsburð,
eða þar um bil, lagði gríski
landkönnuöurinn og stjörnu-
spckingurinn Pytheas upp í
langferð á galeiöu frá grísku
nýlendunni Massalíu, þar sem
nú heitir Marseilles í Frakk-
landi. Ferðinni var heitið
lengra í vestur og norður en
nokkur Grikki hafði fram að
þeim tíma látið sér til hugar
koma að hægt væri að fara
enda beindu þeir frekar sjón-
um sínum í austur.
Enginn veit með vissu hve
langt Pytheas komst á galeið-
unni en ferðinni var heitið
Harald Brandt. mm. KÖE.)
þangað sem sólarguðinn, Hel-
íos, sykki í sæ og risi ekki úr
djúpinu fyrr en mörgum mán-
uöum seinna. Til þess að verða
vitni að slíkum stórmerkjum
þurfti að halda í norður, svo
mikið vissi Pytheas, sem
reyndar var einn fremsti
stjörnufræðingur síns tíma og
gerði sér manna fyrstur grein
fyrir tengslum tungls og sjáv-
arfalla. Ferðasaga Pytheasar,
„í hafi“, er glötuð en eitthvað
mun þó hafa varðveist af
handritum eftir hann, svo og
kort, sem hann gerði af
Evrópu.
leggur ferðalag Pytheasar til
grundvallar nýstárlegri tegund
leiklistar, sem felst í því að sam-
eina ferðalög og leiklist og
spinna upplifanir ferðalangs á
tuttugustu öld saman við texta,
sem til eru frá ýmsum tímum og
fjalla um ferðir Pytheasar á
fjarlægar slóðir á fjórðu öld
fyrir Krist.
„Mig langaði til að sameina
leiklist og ferðalög og að semja
leiktexta, sem byggðist að hluta
til á eigin reynslu,“ sagði Brandt
í spjalli við blm. „Leikverkið sem
ég flyt áhorfendum, er byggt upp
sem samtal milli grísku gyðj-
unnar Artemisar, en hún var
verndargyðja Marseilles-borgar,
eða Massalíu eins og hún hét
þegar Grikkir réðu þar ríkjum,
og ónefnds sögumanns á okkar
tímum. Mestan hluta textans
sem ég sjálfur en hitt er byggt á
heimildum, sem franski prófess-
orinn Gaston-Broche skráði
kringum 1935, eftir sænskum
miðaldahandritum, handritum
arabíska trúbadúrsins Ibn
Quzman, sem var uppi á 13. öld,
um sama efni, ritgerðum Jean
Gionos, sem er franskur fræði-
maður, og grískum fornritum.
Ég eyddi öliu síðasta ári í að
undirbúa ferðina," segir Harald
Brandt, en þetta ferðalag í fót-
spor Pytheasar er lokaverkefni
hans við leiklistardeild háskól-
ans í Provence í Frakklandi og
hlaut hann styrki til hennar,
m.a. frá listráði Marseilles-
borgar og franska ríkisútvarp-
inu. í staðinn sendir hann út-
varpsstöðinni í MarseiIIes reglu-
lega segulbandsspólur með
ferðasögunni, sem síðan er út-
varpað.
Hingað kemur Brandt frá
Bretlandi en þar tók hann þátt í
franskri leiklistarhátíð, sem ný-
lega var haldin í „Theatre
Space“ við Trafalgar Square.
Hann lagði upp í ferðina frá
MarseiIIes, hélt síðan til N-Afr-
íku, líkt og Pytheas, og kom
fram í Alsír og Marokkó. „í leik-
þættinum nota ég grímu þegar
ég tala fyrir hönd Artemisar og
nokkrum dögum fyrir sýningu
geng ég yfirleitt um borgina með
grímuna," segir Brandt. „Það
geri ég bæði til þess að upplifa
þá tilfinningu að vera framandi,
vera í framandi landi og líka til
þess að fólkið á staðnum skynji
að einhver ókunnugur sé á ferð
meðal þess. Það er sérkennileg
upplifun og gaman að fá ólík
viðbrögð í hinum ýmsu löndum
— ég gekk reyndar um miðbæ-
inn í Reykjavík núna í vikunni
en enginn, nema börnin, sýndi
nein viðbrögð. Fólk er mjög upp-
tekið af að horfa á allt annað,
meira að segja þeir sem stóðu í
hnapp og biðu eftir strætisvögn-
unum.
Er þetta ekki frekar einmana-
legt verkefni, sem þú hefur valið
þér? spyr blm.
„Nei, alls ekki, þetta gefur mér
tækifæri til að kynnast fólki,
með og án grímu. Gríman vekur
oft forvitni og spurningar, þó að
sums staðar, eins og til dæmis á
markaðstorginu í Marrakesh, sé
svo mikið af furðufuglum fyrir
að maður hverfur í fjöldann. Ég
læri mikið um eigin hæfileika til
að koma fram því ég hef ekkert
að styðjast við nema sjálfan mig
og svo finnst mér spennandi að
vinna með orð og fábreytt hjálp-
artæki einmitt núna, þegar leik-
arar og myndlistarmenn nota
nútíma tækni, s.s. ljósmyndir og
myndsegulbönd, í æ ríkari máli.
Hvaða niðurstöðum finnst þér
þú svo hafa komist að á þessu
ferðalagi?
„Þáð er ég ekki tilbúinn til að
segja um,“ segir Brandt. „Ferðin
er ekki á enda.“
H.H3.
„Það sem ég hef ihuga á er að vekja með fólki tilfinningu fyrir því að ókunnur og framandi ferðalangur sé
staddur i meðal þess,“ segir Brandt, sem i þesaari mynd er reyndar i ferðinni í heimabæ sinum, Wiesbaden I
Þýskalandi.