Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 45

Morgunblaðið - 19.09.1982, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982 45 Á myndinni er stjórn Pótýfónkórsins, frá vinstri: Guðmundur Guðbrandsson gjaldkeri, Edda Magnúsdóttir meðstjórnandi, Ásbjörg ívarsdóttir ritari, Friðrik Eiríksson formaður, Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri og Steina Einarsdóttir meðstjórnandi. (Ljósm. Mbl. Emilía) Vetrarstarf Pólýfónkórsins að hefjast Magni- ficat eftir Vivaldi á verkefnaskránni VETRARSTARF Pólýfónkórsins hefst í byrjun októbermánaðar. Á blaða- mannafundi sem stjórn kórsins bélt í gær kom m.a. fram að meginstofn kórsins sé óbreyttur frá fyrra starfsári, en þó hafi verið auglýst eftir nýjum félögum til viðbótar, einkum ungu fólki með einhverja tónlistarmenntun að baki. Að sögn Friðriks Eiríkssonar formanns stjórnar kórsins er í undirbúningi söngnámskeið fyrir kórfélaga í vetur. Er von á ítölsku söngkonunni Eugenia Ratti í októberbyrjun til að annast það, en hún hefur haldið námskeið á vegum Pólýfónkórsins undanfarin ár. Sagði Friðrik að námskeið Eugeniu Ratty hefðu verið vinsæl og góður árangur náðst undir hennar stjórn. Ennfremur kom fram að Pólýfónkórnum hefur bæst nýr liðsmaður, Hörður Ás- kelsson, orgelleikari og kórstjóri. Er honum ætlað hlutverk aðstoð- arsöngstjóra við hlið Ingólfs Guð- brandssonar. Hörður er menntaður í Dussel- dorf í Þýskalandi. Og að námi Minnsta verðbólga í Bretlandi í fjögur ár Lundúnum, 17. september. AP. VERÐBÓLGAN í Bretlandi er nú komin niður í 8% og hefur ekki verið minni i nær fjögur ár, að þvi er segir í tilkynningu frá bresku stjórninni i dag. Er þá miðað við síðustu 12 mán- uði, frá 1. september í fyrra til ágúst- loka í ár. Verðbólgan var 21,9% í maí 1980, ári eftir að Margaret Thatcher tók við völdum. Þrátt fyrir þennan árangur í baráttunni við verðbólguna ríkir mikil óánægja meðal verkalýðsforyst- unnar í garð bresku stjórnarinnar vegna hins mikla atvinnuleysis í landinu. Hefur það farið sívaxandi í samræmi við minnkandi verð- bólgu. Atvinnuleysið var 13,8% í síðasta mánuði. Leon Brittan, yfirmaður í breska fjármálaráðuneytinu, hef- ur spáð því að verðbólgan verði komin niður fyrir 7,5% í árslok. Engar verðhækkanir hafa orðið tvo mánuði í röð í Bretlandi og slíkt hefur ekki gerst áður þar í landi á undanförnum 13 árum. Ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að hún vonist til þess að minnk- andi verðbólga geri samningavið- LITGREINING MEÐ CROSFIELD 540 LASER LYKILLINN AD VANDADRI LITPRENTUN MYNDAMOT HF ræður við starfsfólk við heilsu- gæslu og kolanámumenn auðveld- ari. Starfsfólk sjúkrahúsa hefur farið fram á 12% kauphækkun og kolanámumenn vilja fá 30%. Thatcher segist ekki til viðræðu um tveggja stafa tölu prósentu- hækkanir. loknu starfaði hann þar eitt ár sem orgelleikari, kórstjóri og hljómsveitarstjóri. En nýlega tók hann við starfi söngstjóra við Hallgrímsskirkju. Guðmundur Guðbrandsson gjaldkeri Pólýfónkórsins kvað kórskóla kórsins taka til starfa 4. október nk. og færi kennsla fram í Vörðuskóla á mánudagskvöldum 2 stundir í senn í 10 vikur. Á siðasta ári stunduðu rúmlega 100 manns nám í Kórskólanum. Sagði Guð- mundur að kennslan væri tvíþætt: Annars vegar væri kennd radd- þjálfun sem Már Magnússon óperusöngvari og Margrét Pálma- dóttir sópransöngkona önnuðust og hins vegar tónfræði og heyrn- arþjálfun, en þær Helga Gunn- arsdóttir og Herdís H. Oddsdóttir sæju um þann þátt kennslunnar. A fundinum kom einnig fram að starfsár Pólýfónkórsins verður með léttara yfirbragði en í fyrra, en þá flutti kórinn m.a. Mattheus- arpassíu í Háskólabíói og fór í mikla söngför til Spánar. Þó væri stefnt að því að halda fyllstu gæð- um í efnisvali og flutningi. Á verkefnaskránni fyrir jól er m.a. Magnificat eftir Vivaldi og jólatónlist, en á föstudaginn langa er ráðgert að flytja verk eftir franska tónskáldið Hector Berlioz, sem ekki hefur verið flutt hér áð- ur. Einnig hefur kórnum borist boð um hljómleikahald á Ítalíu. Ingólfur Guðbrandsson söngstjóri sagði að hér sé um að ræða ferð til Sikileyjar og Suður-Ítalíu. Þá er í ráði að gefa út hljóm- plötu með flutningi kórsins á Mattheusarpassíunni í Háskóla- bíói sl. vor. sitnanúrnenð téfn PORTUGAL VÖRUSYN1NGAR INTERCASA CERAMEX PORTEX-LAR1982 PORTEX '82 MOCAPn 8.—10. október 1982 Ritzhótel í Lissabon fatnaöur 83/84 vetrartízkan 8-—17. október (3 fyrstu dagarnir fyrir innkaupa- stjóra aðeins) Alþjóöleg húsgagnasýning Lissabon 27.—31. október Alþjóöleg keramik og gler- og gjafavörusýning Lissabon 18.—21. nóv. Kristalshöllin, Oporto húsbúnaöar- og textilsýning 3.-7. des. '82 Kristalshöllin, Oporto Prjónavörur og fatnaöur/haust- og vetrartízkan '83 14.—16. janúar 1983 (dagsetning ekki endanleg) Kristalshöllin, Oporto skósýning haust/vetrartízkan ’83 Frekari upplýsingar veitir: Portugals handelskontor Tollbugatan 25, Osló 1, sími 02-41 36 08 telex: 19220. Rannsóknar- stofnun frið- arins hlýtur viðurkenn- ingu UNESCO Paris, 16. september. AP. TILKYNNT var í París í dag, að Rannsóknarstofnun friðarins í Stokkhólmi (SIPRI) hefði hlotið verðlaun UNESCO í ár fyrir upp- fræðslu í þágu friðarins. Verðlaun þessi eru veitt einstaklingi eða hópi, sem stuðlar að því að sýna almenningi fram á gildi friðar í heiminum. Verðlaunin verða af- hent á þriðjudag. AUGLÝSINGASÍMINN ER: 22480 Stór og sterk ryk- og vatnssuga. Hentar vel á verkstæói fyrir gróf- ari hreinsun, i bílskúrinn eða jafn- vel í gripahús. Fáanlegir eru alls- konar fylgihlutir m.a. til kembing- ar á hestum og hundum. 27 Itr. rykbelgur leikur léttilega á fimm mjúkum hjólum, þyngd 13,7 kg. 2990kr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.