Morgunblaðið - 19.09.1982, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
47
Mikið rólegra að búa
hér en heima á Fróni
— segir eiginkona Atla, Steinunn Guðnadóttir
OfT ER talað um hina svokölluðu
íþróttaekkjur. Það er að segja eig-
inkonur íþróttamannanna sem
sjaldnast hafa tíma til að vera
heimavið þar sem alltaf er verið að
æfa og keppa.
Hvernig skildi þetta nú vera hjá
eiginkonum atvinnuknattspymu-
mannanna.
— Þetta er bara eins og hver
önnur vinna. Atli fer á morgnana
og kemur heim á kvöldin, sagði
eiginkona Atla, Steinunn Guðna-
dóttir. Þetta er verra heima þar
sem allir íþróttamenn þurfa að
vinna langan vinnudag og fara
síðan að æfa.
— Það fer mjög vel um okkur
hér. Nágrannarnir eru mjög vin-
gjarnlegir og hjálpsamir. Eg er
lærður íþróttakennari og hef því
mikinn áhuga á öllum íþróttum
það hjálpar og ég fer á alla heima-
leiki hjá Fortuna Díisseldorf.
Fylgist grannt með knattspyrn-
unni og hef gaman af. En eigin-
konur leikmanna fá aldrei að fara
með liðinu í keppnisferðir til ann-
arra liða. Þá situr maður heima.
— En hér er af mörgu að taka
og margt hægt að gera í tóm-
stundum. Ég hef verið hér í skóla
að læra þýsku, og jafnframt lagt
stund á teiknun. En ég hef gaman
að því að teikna í tómstundum
mínum. Þá er ég að hugleiða að ná
mér í meiri menntun á íþrótta-
sviðinu með því að sækja nám-
skeið.
í hverju finnst þér mesti munur-
inn fólginn að búa í V-Þýskalandi
eóa heima á Fróni?
— Stærsti munurinn liggur í
verðlaginu. Hér er allt svo mikið
ódýrara. Matvörur eru helmingi
ódýrari hér í innkaupi. Jafnframt
er mikið meira úrval af mat og
grænmeti hér. — Allt hráefni er
betra ef fiskur er undanskilinn. Þá
finnur maður mikinn mun á því
hvað það er rólegra að búa hér.
Hér er fólk ekki í þessu mikla
kapphlaupi sem allir virðast vera í
heima. Það er mikill lærdómur að
búa erlendis og um leið góð til-
breyting.
Steinunn sagði, að gestagangur
frá íslandi væri töluverður á
heimili þeirra og þau væru í góðu
sambandi við ættingja sína heima.
Það kæmi því varla fyrir að þau
fyndu fyrir heimþrá.
- ÞR.
Atli I búniugi Fortuna Diisseldorf.
Hann leikur miðherja hjá liðinu og
hefur sett sér það takmark að skora
10 mörk eða fleiri á keppnistímabil-
ÍnU. Lóon. Þórarinn Ragntramn.
Steinunn, eiginkona Atla, segir ad það sé mikill munur á því hve matvörur
séu ódýrari í Þýskalandi en á Islandi og um leið sé allt hráefni mun betra.
Atli er fastur leikmaður með íslenska landsliðinu. Hér er Atli á fullri ferð i
landsleik gegn Hollendingum. En í þeim leik skoraði hann eina mark
fslands.
Auglýsing frá Blómaborg
Haustlaukakynning
Axel Magnússon, garöyrkjuráöunautur ríkisins svarar
fyrirspurnum um meöferö og niöursetningu haust-
lauka í Blómaborg, sunnudaginn 19. sept. kl. 2—5.
Blómaborg Hverageröi, sími 99-4225.
Ný sending
Kjólar, brúðarkjólar, brúöarhattar, frotté-
inniskór, skartgripakassar.
BILGREINASAMBANDIÐ
AÐALFUNDUR
1982
HÓTEL SAGA, SÚLNASALUR
9. október
DAGSKRÁ:
Laugardagur 9. okt.
Kl. 09:00
Kl. 09:30—12:00
Kl. 12:15—14:00
Kl. 14:00—17:00
Kl. 19:00
Afhending ráöstefnugagna.
Sérgreinafundir.
Hádegisveröur og hádegisveröar-
erindi í Súlnasal.
Aöalfundur Bílgreinasambandsins.
Dagskrá skv. 12. gr. samþykkta
fyrir félagiö.
Móttaka og veitingar í boöi BGS í
nýjum húsakynnum félagsins.
Komið eða hringið.
Þjónustusími 38900
BÚVÉLAVARAHLUTIR
Véladeild
Sambandsins
Armula 3 Reykfavik
Viðurkennd
varahlutaþjónusta
Eigum mikið úrval „boddy“ hluta
í Scout II.
Mikið magn varahluta á lager
einnig standstuðarar,
(kúlustuðarar), toppgrindur og fl.