Morgunblaðið - 19.09.1982, Blaðsíða 48
Sími á ritstiórn og skrifstofu:
10100
Jttotjjimlilíiíiifc
Síminn á afgreiöslunni er
83033
Jfl*>rjjvmI>Iaí>i$>
SUNNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1982
Er fremur
bjartsýnn
- segir Steingrímur
Hermannsson
VIÐRÆÐUNEFND LÍÚ og sjívarút
vegsráðherra og aðstoðarmenn hans
komu saman til fundar í gærmorgun.
Voru málin rædd þar, skýrð frekar og
komið var fram með frekari tillögur af
hálfu útvegsmanna. Á fundinum var
ákveðið að vinna frekar að lausn mála
um helgina.
Að sögn Kristjáns Ragnarssonar
voru fretta vinsamlegar viðræður og
'taldi hann að nú væri virkilegur
vilji til þess að leysa málið. Stein-
grímur Hermannsson, sjávarút-
vegsráðherra, sagði í samtali við
blaðið, að viðræðurnar hefðu verið
gagnlegar og þar hefðu komið fram
athugasemdir frá LIÚ, sem hann
myndi sýna ríkisstjórninni og yrði
unnið áfram í málinu um helgina.
Aðspurður um það, hvort hann væri
bjartsýnni á lausn vandans nú en
áður, sagði Steingrímur að hann
væri þeirrar skoðunar, að skynsam-
legast af útvegsmönnum væri að af-
létta banninu og halda til veiða, en
sumt af því, sem þeir hefðu lagt
fram, væri vissulega gagnlegt og
hann væri fremur bjartsýnn.
Startgjald
nú 43 kr.
VEKDLAGSRÁÐ samþykkti á fundi
sínum í vikunni 17% hækkun á
gjaldskrá leigubifreiða. Startgjald
hækkaði úr 37 krónum í 43 krónur.
Biðgjald er nú 166 krónur á klukku-
tímann en gjald fyrir hvern ekinn
kílómetra er krónur 5,39 að degi til,
en krónur 8,09 í næturvinnu.
Þetta þýðir, að það kostar rúm-
ar 100 krónur að aka úr miðbæn-
um upp í Neðra-Breiðholt, en þessi
vegalengd er rétt um 7 kílómetrar.
Að degi til mundi þessi ökuferð
kosta um 80 krónur.
Startgjald sendibifreiða hækk-
aði einnig og er nú 55 krónur. Bið-
tími á klukkustund er rúmar 178
krónur og gjald fyrir hvern kíló-
metra miðað við minnstu sendi-
bíla er krónur 5,95 í dagvinnu og
krónur 8,93 í næturvinnu. Gjaldið
er 35% hærra á stærstu sendibíl-
Mynd Mbl. KÖE.
Heiðursvörður við heimkomuna - útförin fer fram á fimmtudag
LAUST EFTIR klukkan sex í gærmorgun lenti Flugleiðaþota á Keflavík-
urflugvelli með jarðneskar leifar dr. Kristjáns Eldjárn, fyrrum forseta
íslands. Lögreglumenn stóðu heiðursvörð þegar kistan var borin í bíl. Frú
llalldóra Eldjárn, eiginkona hins látna, tók á móti jarðneskum leifum
manns síns ásamt börnum þeirra.
Dr. Gunnar Thoroddsen, forsætisráðherra, og Ólafur Jóhannesson,
utanríkisráðherra, voru viðstaddir ásamt embættismönnum. Útför
dr. Kristjáns Eldjárn verður gerð frá Dómkirkjunni á fimmtudag kl.
14 á kostnað ríkisins. Biskupinn yfir íslandi, herra Pétur Sigur-
geirsson, jarðsyngur og séra Þórir Stephensen flytur ritningarorð.
Tekjuafgangur Fiskveiða-
sjóðs aðeins til á pappírum
HÖFUÐSTÓLL heildarútlána Fiskveiðasjóðs er um 2.700 milljónir og
vanskil við hann nema um 14% eða alls tæplega 380 milljónum. Þess
vegna er ekkert lausafé til í Fiskveiðasjóði til vaxtalækkunar og sá
tekjuafgangur, 165 milljónir á síðasta ari, sem nefndur hefur verið, er
aðeins til á pappírum og getur ekki orðið til nema vanskil við sjóðinn
verði greidd upp. Þessara upplýsinga um stöðu sjóðsins aflaði Morgun-
blaðið sér í gær í framhaldi hugmynda ríkisstjórnarinnar um framlag úr
sjóðnum til lækkunar vaxta.
Einar Ólafsson, forstjóri Cargolux:
Markaðurinn hefur tek-
ið verulega vei við sér
Boeing 747-þotur félagsins fullbókaðar
Eins og fram hefur komið hefur
ríkisstjórnin metið stöðu Fisk-
veiðasjóðs þannig, að um 165
milljóna tekjuafgang hafi verið að
ræða á síðasta ári. Af þessum
tekjuafgangi eigi síðan að verja
100 milljónum til þess að lækka
vexti af lánum sjóðsins, sem nemi
um 2,5 til 2,8%. Ef af þessum
hugmyndum ríkisstjórnarinnar
verður, mun 100 milljóna framlag
sjóðsins til vaxtalækkunar ein-
ungis verða til þess að skerða tekj-
ur sjóðsins og þá um leið útlána-
getu hans. Eigið fé sjóðsins er nú
um 400 milljónir og þar sem ekk-
ert fé er nú til ráðstöfunar mun
þessi hugmynd verða til þess að
gengið verði á eigið fé sjóðsins.
Verði af þessum hugmyndum rík-
isstjórnarinnar kemur vaxtaaf-
slátturinn þegar til framkvæmda
1. október og um leið tekjuskerð-
ing sjóðsins.
Samkvæmt lögum um Fisk-
veiðasjóð frá 1973 eru tekjur
sjóðsins eftirfarandi auk stofn-
fjár: a. Vextir af lánum og öðrum
kröfum; b. Útflutningsgjöld af
sjávarafurðum, sem renna til
sjóðsins lögum samkvæmt; c. Einn
hundraðasti af fob-verði útfluttra
sjávarafurða annarra en þeirra,
sem koma frá hvalveiðum, selveið-
um og hrognkelsaveiðum; d. Til
viðbótar framlagi sjóðsins sam-
kvæmt c-lið greiðir ríkissjóður
honum jafnháa upphæð árlega; e.
Til viðbótar framlagi til sjóðsins
samkvæmt b- til d-lið greiðir rík-
issjóður honum árlega 35 milljón-
ir króna; f. Lántökur innanlands
og erlendis.
Maður drukknaði
á Reyðarfirði
ReydarHrdi 18. september.
„MARKAÐURINN hefur tekið
verulega við sér, eins og við reikn-
uðum með. Það má í raun segja, að
alger umskipti hafi orðið í kringum
10. september sl.,“ sagði Einar
Olafsson, forstjóri Cargolux-flugfé-
lagsins í Luxemborg, í samtali við
Mbl.
„Við höfum næg verkefni fyrir
báðar Boeing 747 jumbó-vélar fé-
lagsins. Þær eru fullbókaðar alla
vikuna og í dag fljúga þær álíka
mikið og þær gerðu á siðasta ári,
þegar eðlilegt, ástand ríkti. Þær
fljúga um 10 tíma á dag, sem er
mjög góð nýting," sagði Einar
Ólafsson ennfremur.
Það kom fram í samtalinu við
Einar Ólafsson, að félagið er nú
með þrjár ferðir í viku til Austur-
landa fjær, en þær hafa aðeins
verið tvær undanfarna mánuði.
Þá er eitt flug í viku til Nígeríu og
tvö flug í viku vestur um haf.
Aðspurður um verkefni fyrir
DC-8-vélar félagsins, sagði Einar
að þau væru þokkaleg um þessar
mundir. önnur vélin hefur að
undanförnu verið í gripaflutning-
um, m.a. fyrir Dubai-menn. En
vélarnar eru annars í tilfallandi
verkefnum víðs vegar um heim-
inn.
Það slys varð hér í gærmorgun,
fóstudagsmorgun, að maður drukkn-
aði hér við höfnina er hann var að
vitja neta er hann átti þar. Hinn
látni hét Birgir Valdórsson, 38 ára
að aldri, Reyðfirðingur, ókvæntur og
barnlaus, en lætur eftir sig föður á
lífi.
Ekki er vitað um tildrög slyss-
ins, en Birgir var við vinnu sína í
Sláturhúsinu á föstudagsmorgun.
I kaffitímanum kvaðst hann þurfa
að bregða sér frá, en kom ekki aft-
ur. Um kvöldið fannst hann látinn
í fjöruborðinu innan við Kaupfé-
lagsbryggjuna, þar sem hann
hafði net sín. Sem fyrr segir er
ekki vitað hvernig slysið bar að
höndum, en Birgir fór gangandi að
netunum, þurfti ekki að fara á
báti.
Gréta.