Morgunblaðið - 24.09.1982, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.1982, Blaðsíða 6
AUÐVELD OG VINSÆL TÓMSTUNDAIÐJA Fyrir skömmu kom út á veg- um Setbergs og Almenna Bókafélagsins handbók um Ijósmyndatækni, búnaö, aðferöir og val myndefnis og er óhætt aö fullyröa aö þessi bók sé hvalreki á fjörur áhugamanna sem og at- vinnumanna í Ijósmyndun, því bók- in hentar jafnt byrjendum sem og þeim er lengra eru komnir. Fróöir menn segja, aö um leiö og menn byrja aö framkalla myndirnar sínar sjálfir, þá fari þeim ört fram sem Ijósmyndurum, taka jafnvel allt aö helmingi betri myndir eftir aö þeir fara að framkalla sjálfir. Raunveru- legt nám í Ijósmyndun er þó vita- skuld meira en aö kunna aö smella af og framkalla myndirnar sínar sjálfur, en um þaö segir í Hand- bókinni: Nám í Ijósmyndun Ljósmyndun krefst þekkingar á ýmsum sviöum. Ljósmyndari verö- ur aö vera vel heima í tækni, vís- indum og listum. Hann þarf aö hafa næmt auga fyrir tengslum manna og umhverfis og átta sig á samfélaginu. Alhliöa nám í Ijósmyndun hlýtur því aö veröa margt fleira en tilsögn í vinnubrögöum. Til dæmis þarf að fjalla um listfræöi og aö kanna hlutverk og mikilvægi Ijósmynda í nútima þjóöfélagi. Nú á dögum eru Ijósmyndir snar þáttur í daglegu lífi. Ljósmyndun spannar vítt sviö viðfangsefna og opnar ótal möguleika. Nám í grein- inni þarf aö búa nemendur undir fjölbreytt starf og þeim veröur aö bjóöast undirstööufræðsla í sem flestu er varöar Ijósmyndun. Hér á landi er Ijósmyndun fjögurra ára iönnám á framhaldsskólastigi. Skipulag námsins er aö breytast. Gera má ráö fyrir hálfs annars árs undirstöðunámi í iönskóla eöa fjöl- brautaskóla og skipulegu verk- námi í tvö og hálft ár. j nágrannalöndum okkar er um Þaö er óhætt aö segja aó mikiö vatn _ hafi runniö til sjávar síöan hinum franska eölisfræöingi Joseph Niépce tókst fyrstum manna aö taka Ijós- mynd áriö 1826. Aðferð hans var þó mjög frumstæó og á næstu árum var Ijósmyndun vandasamt verk og ein- göngu á færi örfárra. Þaö var ekki fyrr en um 1890 aö á markaðinn kom í Bandaríkjunum almenningsmyndavél og upp frá því hefur Ijósmyndun veriö nokkuð auöveld og vinsæl tóm- _ stundaiója. í dag er varla til vinsælla tómstundagaman og þeir eru fáir sem ekki eiga myndavélar og taka í þaö minnsta mynd af fjölskyldunni á tylli- degi. Sumir láta sér nægja svokallað- ar „imba“- vélar, eöa þær sem ekkert þarf aö gera viö áöur en smellt er af, vélin sér um allar stillingar sjálf. Aörir eiga flóknari búnaö, jafnvel margar myndavélar, meö miklu úrvali af lins- um og öörum fylgihlutum. Sumir láta sér nægja aö taka myndirnar sjálfir og láta síöan aóra um framköllunina, en aörir hafa komiö sér upp aóstööu til aö framkalla sjálfir. Og svo eru þe|r_ sem hafa hug á aö læra framköllunar- listina en vita ekki á hverju þeir eiga að byrja. aö ræöa margs konar nám í Ijós- myndun. í boöi eru námskeiö m.a. á kvöldskóla, er veita takmörkuð réttindi í samræmi við lengd og efni námsins. Einnig er hægt aö stunda Ijósmyndun t framhalds- skóla. Námsbrautir eru margvíslegar. Sums staöar er megináherslan lögö á tæknihliö starfsins, annars staöar á listræna tjáningu, en öll miðar þessi kennsla aö þvi aö búa undir sjálfstæð störf viö Ijósmynd- un. Háskólanám í Ijosmyndun er að sjálfsögöu mun ítarlegra og gerir meiri kröfur til nemendanna en aðrar námsleiðir. Stúdentar þurfa aö vinna aö sjálfstæöum at- hugunum á afmörkuöu sviöi. Þar getur veriö um aö ræöa allfræöi- legt og tæknilegt nám, en oftast er lokaverkefnið ritgerö, studd mynd- un. Fjallað er um viöfangsefniö frá ýmsum hliöum, gjarnan út frá sögulegu sjónarmiöi. Nemendur kynnast margs kyns tækjabúnaöi og læra vinnubrögö atvinnuljósmyndara, öölast nauö- synlega þekkingu og tækni sem góöur Ijósmyndari þarf aö tileinka sér. En háskólanám í Ijósmyndun felur einnig í sér heilabrot um fyrir- myndir, stílbrögö og fleira í þeim dúr, er varöar innihald mynda. Þar geta jafnvel þeir staðiö sig meö ágætum, sem ekki hafa verulegt vald á myndatöku." Bókin segir einnig frá nokkrum grundvallaratriöum fyrir byrjendur í faginu, eða þá sem taka myndir í tóm- stundum. Þar segir fyrst frá ýmsum myndavélagerðum, frá þeim ein- földustu til hinna sem eru mun flóknari og fullkomnari. Þar segir einnig frá því hvernig menn geta komiö sér upp aöstööu og búnaöi til framköllunar, og þar sem þaö viröist fyrsta skrefið til aö taka betri myndir, er ætlunin aö lýsa því aðeins nánar. Fyrsta skrefiö þarf ekki endilega aö vera þaö aö koma sér upp fullkominni myndavél þó þaö sé eflaust draumur hvers áhugaljósmyndara. Þaö er oft hægt aö taka góöar myndir á ómerkari vélar og í dag er töluvert úrval af 35 mm myndavélum í al- menningseign, og því auövelt aö byrja meö þann myndavélakost sem til er og minnka þannig til- kostnaö. Aðstaða Aögangur veröur aö vera aö herbergi sem hægt er aö myrkva, og er hægt að komast af meö tímabundna aöstööu í eldhúsi, þvottaherbergi, baöherbergi, eöa þar sem hægt er aö útiloka allt Ijós og þar sem er auk þess aögangur aö rafmagni, rennandi vatni og sæmileg loftræsting. Vinnusvæö- inu þarf aö skipta í blautt svæöi og þurrt, meö lausnum og bökkum annarsvegar og stækkara, pappír, filmum og rafmagnsúttaki hins vegar. Til aö lýsa upp herbergið er notuö sérstök rauö pera sem hægt er aö fá í Ijósmyndavöruverslun- um. Kostnaöurinn við aö koma sér upp framköllunaraöstööu er aöal- lega fólginn í kaupum á stækkara, en góöur stækkari kostar varla minna en 5.000 krónur, en kostn- aður viö hitt, svo sem framköllun- arefni, bakka, tengur, mæliglas, hitamæli, pappír og yfirleitt þaö sem til þarf er ekki nema um 1.300—1.400 krónur og hægt að komast af meö minna. En hvernig veröur svo átekin filma aö fram- kölluöum myndum? Þaö veröur best skýrt með meðfylgjandi Ijósmyndaröö, sem Kristján Ein- arsson Ijósm. Mbl. tók. „Er menntaöur bifvélavirki og vinn við það.“ Friðrik Ei- ríksson áhugaljósmyndari aö koma einum bílnum t ökuhæft ástand. (Ljósm. KÓE). „Hef verið mest i mannamyndum“ „Þessi mynd er tekin í sól- skini, ég nota rauöan filter til að dekkja himininn og fá skýin þannig til aö koma fram. Mynd- in er tekin á gleiðhornslinsu. Ég er ekki mjög langt frá þessu virki, en virka þeim mun lengra frá og steinarnir fremst á mynd- inni eru í raun ekki jafn stórir og þeir líta út fyrir. Þessi linsa gefur mikla dýpt og blekkir stæröarhlutföll. Hin myndin er tekin með aðdráttarlinsu og myndin virkar öll miklu flatari. Þetta er allt svo miklu meira samanþjappað. Myndin er tekin upp í birtuna í sólinni og hún er undirlýst.“ Hann heitir Friörik Eiríksson og er einn fjölmargra áhuga- Ijósmyndara sem þannig lýsir myndum sínum tveim sem viö birtum hér í blaöinu í dag. „Myndirnar eru báöar teknar úti á Seltjarnarnesi, ég sá strákana vera aö sulla í sjónum þegar ég kom frá því aö taka hina mynd- ina.“ Við spyrjum Friðrik hvað hann hafi fengist lengi við Ijósmyndun. „Ætli þaö séu ekki um fjögur ár síöan ég byrjaöi fyrir alvöru, en þá keypti ég mér góöa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.