Morgunblaðið - 24.09.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.09.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982 39 Þessi áhöld og efni eru æskileg til framköllunar á filmunni. Hár má m.a. sjá mælikönnu, framköllunar- tank, hitamæli, framköllunarvökva, einnig er gott að nota gúmmí- slöngu, sleikju til aö þurrka af film- unni, klukku og filmuklemmur, en þaö er þó hægt aö notast viö þvottaklemmur og venjulega klukku til að byrja meö. Klippt er af hornum filmunnar, þannig aö hún þræöist auöveldlega á kefliö ... ... og henni komið fyrir í keflinu. Filman er undin þannig aö lögin liggja hvergi saman. en þetta verö- ur aö gera I myrkri, og því getur veriö gott aö æfa sig fyrst á filmu sem má skemmast. Hjólum keflisins er síóan snúió fram og til baka, hvoru á móti ööru og dregst filman þannig inn í rásir keflisins. Pappírinn er síöan rifinn af filmu- endanum, kefliö sett í tankinn og lokið ofaná. Aö þessu loknu má kveikja Ijósió. Framköllunarefnunum er blandaö saman, og mæla þarf hitastigið, en það þarf í flestum tilfellum aó vera um20°C. * Framkallaranum er hellt á tankinn og klukkan sett af staó, en fram- köllunartiminn er misjafn eftir því hvaða efni og filmur eru notaöar. Framkallaranum veróur aö hella hratt á tankinn og slá síóan laust á hann til að losa loftbólur. Síöan er hrært í tanknum sam- kvæmt fyrirmælum, annaóhvort meö því aó hvolfa honum eóa snúa öxlinum. Þaö þarf aö hræra i tankn- um nokkrar sekúndur i einu á mín- útu fresti. Aö tilskildum tíma liönum, en þaó er breytilegt eftir tegundum fram- kallara, er vökvanum hellt af tankn- um gegnum trekt í flöskuna sem hann er geymdur í. Stöövunarvökvanum er hellt á tankinn, hrært í og látió standa í hálfa til eina mínútu. Tankurinn tæmdur og festivökva hellt á. Hrært 15 sek. einu sinni á mínútu. Ljósnæmi filmunnar hverfur alveg eftir einnar mínútu dvöl í festibað- inu. Festivökvanum (fixer) er skilað í sina flösku aó tilskildum tíma lión- um, og slöngu frá kalda krananum komió fyrir í opi tanksins og filman skoluð í 30 minútur. Aö þeim tíma liðnum er skolefni (filmusápa) sett í tankinn og hrist í hálfa mínútu og því síðan hellt úr tanknum. Filman er hengd til þerris meö filmuklemmum á báöum endum þar sem hvorki er ryk né dragsúgur. myndavél. í dag er ég yfirleitt meö tvær, Canon A1 og ATI og er venjulega með litfilmu í hinni. Ég hef þó lengi haft áhuga á þessu en fór ekki út í þetta fyrr en ég keypti mér myndavélina '78. Þessi myndavél átti fyrst bara að vera til þess aö taka fjöl- skyldumyndir og þess háttar, síöan keypti ég mér auka linsu og fékk „delluna“. Ég held þaö sé mjög algengt að menn byrji á þennan hátt, menn byrja líka gjarnan á því aö taka litmyndir sem þeir láta síöan framkalla fyrir sig, fara síöan út i aö taka svart-hvítar myndir og fara þá aö framkalla sjálfir. Þegar ég var svo búinn aö koma mér upp myndavél og einni aukalinsu, keypti ég mér stækkara sem var aö vísu heldur mikið sparaö til, en þaö ættu menn aö varast, því þaö borgar sig yfirleitt aö koma sér upp tækjum sem maöur get- ur átt nokkuö lengi og bætt viö aukahlutum." — Hvar læröiröu aö fram- kalla myndirnar? „Ég vann í prentsmiöju meö skóla þegar ég var um 14 ára gamall, en þar voru strákar sem voru meö Ijósmyndadellu og þeir hafa áreiöanlega kveikt í mér í byrjun, því hjá þeim læröi ég undirstööuatriðin í framköllun- inni. Síöan líöa um 5—6 ár, en þaö var ekkert erfitt aö taka upp þráöinn aö nýju, mig langaöi allt- af til eignast góða myndavél, en maöur var í skóla og haföi hvorki efni á góöri myndavél né fram- köllun. Ég keypti mér síöan aö- dráttarlinsu, en sú fyrri var gleiöhornslinsa. — Vinnuröu eitthvaö í sam- bandi viö Ijósmyndun? „Nei, ég vil ekki drepa niöur áhugamennskuna, ég er hrædd- ur um aö þaö geti drepiö niöur áhugann ef maöur fer aö líta á þetta sem einhverja kvöö, þarf aö skila myndum á ákveönum tíma o.s.frv., en þaö þarf þó ekki aö vera. Ég er bifvélavirki aö mennt og vinn viö þaö.“ — Er Ijósmyndun dýrt tóm- stundagaman? „Mesti kostnaöurinn felst í því aö koma sér upp góöri myndavél og stækkara. Myndavélarnar kosta frá 5.000 upp í svona 15.000 krónur og góöir stækkar- ar eru varla undir 5.000 krónum aö viðbættum 1.000—2.000 krónum sem linsan í stækkarann kostar. En annar kostnaöur er ekki verulegur, þaö er t.d. ekki mikill kostnaöur því samfara aö framkalla filmur eöa koma mynd- inni á pappír. Annars er hægt aö komast af meö tiltölulega ódýran útbúnaö í fyrstu, þaö er t.d. hægt aö kaupa filmur í metratali og rúlla þeim upp sjálfur meö þar til geröu tæki og fá hverja filmu þannig á hálfvirði. Þaö er auövit- aö æskilegt aö koma sér upp góöri framköllunaraöstööu, en þaö er hægt aö komast af meö búnaö í þvottaherbergi, baöher- bergi eöa eldhúsi til aö byrja með.“ — Hvert á fólk aó snúa sér sem hefur áhuga á aó læra framköllun og Ijósmyndun? „Þetta hefur veriö kennt tals- vert í skólum, hefur veriö veru- legur þáttur í tómstundastarfi skólanna. Þá hafa veriö haldin nokkur námskeiö í Ijósmynda- klúbbnum Hugmynd 81, en þaö er félagsskapur áhuga- Ijósmyndara sem stofnaöur var i fyrra. Viö erum meö vikulega fundi á veturna og höldum nám- skeið á hálfsmánaöarfesti, þá um einhver sérsviö Ijósmyndunarinn- ar, svo og byrjendanámskeið. Ljósmyndun hefur einnig verið kennd í Námsflokkunum i Kópa- vogi og svo fá margir áhugann og læra af vinum og kunningj- um.“ — Að lokum Friðrík, hvaöa myndefni velur þú þér helst? „Ég hef mest verið í manna- myndum, hef tekiö myndir af fólki hérna í bænum á svart- hvitar filmur. Mannamyndir eru oft skemmtilegri í svart-hvítu, en þaö má reyndar einnig taka skemmtilegar svart-hvitar lands- lagsmyndir þegar þaö á viö.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.