Morgunblaðið - 24.09.1982, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1982
41
afhverju?
^ Fjöörunin er slaglöng og mjúk, og sjálfstæö
á öllum hjólum, sem gerir bllinn einstaklega
rásfastan og þýóan á slæmum vegum.
^ Mjög hátt er undir lægsta punkt og
mismunadrifiö er læst, þannig aö hann er
óvenju duglegur I ófærö.
+ Þrautreynd, aflmikil 1971 cc. vél meö hemi
sprengirými, meöaleyósla aöeins 8.91 pr.
100 km.
+ Sæti og búnaður I sérflokki, þannig aó
einstaklega vel fer um farþega og ökumann.
-ft Peugeot bjóöa einir bílaframleiöenda 6 ára
ryövarnarábyrgö.
í^- Sérlega hagstætt verð vegna
lágrar gengisskráningar franska
frankans.
Þú færð nýjan Peugot 505 árg. 83
frá kr. 232.000.— og 505 árg. 82
frá kr. 228.000.—
HAFRAFELL
VAGNHÖFÐA 7«» 85-2-11
TaiKram
Einu sinni endur fyrir löngu, eöa
fyrir um þaö bil 4.000 árum, átti
maöur nokkur aö nafni Tan
heima í Kína. Dag nokkurn þurfti
hann aö flytja dýrmæta kera-
mikhellu til, en varö fyrir þvi óláni aö missa
hana úr höndum sér, og þaö skipti engum
togum, hellan brotnaöi, ekki i þúsund
mola, eins og stundum vill veröa, heldur í
sjö, nokkuö reglulega hluta.
Aumingja Tan tók upp brotnu helluna og
reyndi aö koma hlutunum saman aftur,
hann geröi ótal tilraunir en þær voru allar
árangurslausar. Hvernig sem hann lagöi sig
fram, mynduðu brotin aldrei hinn uppruna-
lega ferning, en hins vegar tóku hlutarnir
aö mynda alls kyns tákn önnur, myndir af
húsum, skjaldbökum, fuglum, spriklandi
fiskum og lymskulegum köttum. Aö
ógleymdu öllu fólkinu sem hoppaöi og hló,
boröaöi, drakk og lék sér.
Ekki leiö á löngu þar til Tan haföi gleymt
hinni upprunalegu lögun hellunnar og hélt
áfram aö finna upp nýjar og nýjar myndir
.úr hinum sjö brotum. Enda engin furöa, því
þetta óhapp hans haföi oröiö til þess aö
frægasta dægradvöl í heimi varö til, spiliö
Tangram.
Gamalt og kínverskt
Sagan um Tan og helluna hans er auö-
vitaö bara lítiö ævintýri. Enginn veit hver
fann púsluspiliö upp, en þó er vitaö meö
vissu aö spiliö er ævagamalt en kínverskt
aö uppruna. Og þaö er einnig staöreynd aö
spiliö samanstendur af einungis sjö hlut-
um. Þaö þykir aö visu ekki mikiö í dag,
þegar hægt er aö fá púsluspil meö 300
hlutum, jafnvel 15.000. En meö hinum sjö
hlutum Tangram-spilsins er hægt aö búa til
ógrynni af myndum sem ekki er hægt meö
hinum púsluspilunum.
Möguleikarnir viröast óþrjótandi, og
gefnar hafa veriö út fjölmargar bækur um
allar þær myndir sem hægt er aö fá fram
meö hlutunum sjö. Spiliö er þó fremur ætl-
aö fullorönum, en börn hafa jafnframt
gaman af því, þau geta búiö til myndir og
látið hina fullorðnu geta sér til um hvaö
þær tákna.
Að búa til Tangram
Hellan hans Tans i ævintýrinu var upp-
haflega ferningur og til aö búa þessa
dægradvöl til þarf lítinn eöa stóran ferning,
t.d. tréplötu eöa stífan pappa ef tréplatan
er ekki fyrir hendi. Betra er aö hafa ferning-
inn nokkuö stóran, t.d. 24 cm x 24 cm, úr 6
mm þykkum krossviöi. Eftir aö platan hefur
veriö söguö í hlutana sjö, er gott aö pússa
þá meö sandpappír og mála þá til frekari
varöveislu.
Viskuspíl
Kínverjar nefna spiliö ekki Tangram —
þaö nafn hafa Evrópuþjóöir gefiö því. I
Kína nefnist spiliö „Viskuspiliö“ eöa „Hinir
sjö slægvitru“ (Ch’i Cháe pan) og þaö eru
orö aö sönnu.
Sagt hefur veriö aö Napóleon hafi stytt
sér stundirnar I útlegöinni frá Frakklandl
meö aöstoö „Hinna sjö slægvitru".
i gamalli enskri Tangram-bók stendur aö
spiliö sé jafnt fyrir unga sem aldna, menn
sem konur, aöalborna og almúgafólk. Spil-
iö er uppbyggilegt, og þaö er engin hætta á
því aö menn tapi stórupphæöum meö því
aö spila Tangram.
Þekktasta dægradvöl í
heimi. Kínversk að upp-
runa og um 4.000 ára
gömul, og enn í fullu
gildi.