Morgunblaðið - 15.10.1982, Síða 6

Morgunblaðið - 15.10.1982, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 Hvað segið þið um það að nota blóm, afskorin blóm, pottablóm eöa þurrkuð blóm til að búa til eins konar skúlptúr eða mynd. Þetta gerir hún Sigríður Ingólfsdóttir, sem rekur Borgarblóm í Reykjavík. Þegar komið er inn í búð- ina hennar blasa við stafl- ar af heyböggum, sem er í stöllum og sveígja inn á búðargólfið en yfir þeim er fíngert net. „Þetta er skúlptúr úr heyi,“ segir Sigríður brosandi, „en þurrt hey má ekkert síður nota til skreytinga en ann- að úr jurtaríkinu.“ „Ég Kynntist þessari skreyt- ingarhugmynd í gegnum skóla í Þýskalandi, sem heitir Weihen- stephen og er í Suður-Þýskalandi. Eg hafði hugsað mér að fara í þennan skóla eftir að ég lauk námi í Garöyrkjuskóla rikisins áriö 1976, en það varð ekkert úr því vegna þess hve námiö er dýrt,“ segir Sig- ríður þegar við spyrjum hana hvernig hún hafi kynnst þessari tegund blómaskreytinga. „Þessi skóli er frumkvöðull blómaskreytinga af þessu tagi. Þegar ég setti Borgarblóm á lagg- irnar árið 1980, þá gerði ég ráð- stafanir til þess aö fá nemendur frá skólanum, til að koma hingað og útbúa skreytingar og kenna mér fagiö. Hefur fólk frá skólanum síðan verið hjá mér og nú eru fimm nemendur staddir hér frá skólan- um,“ segir Sigríður ennfremur. „Þegar ég útbý skreytingarnar þá læt ég bara hugmyndaflugið ráða. I þurrblómaskreytingum sem hafa reynst afar vinsælar, þá útbý ég stundum ramma, og bý síöan til eins og mynd úr hinum ýmsu jurt- um inn í rammann, en jurtirnar geta líka teygt sig út fyrir ramm- ann. En ég er ekkert sérstaklega bundin viö ramma, heldur er hægt að skreyta stærri og minni fleti, sem hafa engin takmörk. Það er til dæmis hægt að skreyta stóra glugga eða búa til skilrúm úr þurr- blómum, eða útbúa skreytingar á vegg eða hillu, þá bæði sjálfstæða eða í potti eða vasa. Það er þó auðveldara að hafa ramma, því þá er hægt að færa skreytinguna úr stað. Ég nota allar mögulegar jurtir í skreytingarnar, en er þó eingöngu með náttúruleg efni. Ég læt vaxt- arlag plantanna njóta sín og sker þær því lítið til og yfirleitt lita ég ekki jurtirnar eins og algengt er um þurrblómaskreytingar, en það er einmitt lögun og form plöntunn- ar, sem ræður útliti skreytingar- innar,“ segir Sigríöur. „Venjulega nota ég eina jurta- tegund, til aö mynda uppistööu skreytingarinnar og hinar tegund- irnar eru síðan notaðar til að und- irstrika heildaráhrifin." Og Sigríöur heldur áfram: „í þurrblómaskreytingarnar nota ég íslenskar jurtir eins og strá, stóran njóla, hvönn, hundasúrur, gul- og hvítmuru, vallhumal og stundum nota ég líka þang. Einnig flyt ég inn töluvert af þurrkuðum jurtum eins og blóm, stöngla, laufblöð og rætur. Annars er um að gera að vera nógu vakandi fyrir umhverf- inu og nýta það sem náttúran býð- ur upp á. í blómaskreytingar þar sem not- uð eru afskorin blóm, nota ég ís- lensk blóm, því þau eru einstakl- ega falleg og kraftmikil og raun- verulega miklu fallegri en innflutt blóm. Þegar ég geri skreytingar af þessu tagi tek ég mið af híbýlum fólks, en segja má að þessar skreytingar eigi fremur heima í nútímalegu húsnæöi, hvort sem það er heimili eða vinnustaður. Þegar við seljum þurrblóma- skreytingar, þá gefum viö kaup- andanum ráðleggingar um það hvernig hann geti þrifiö þær, en það er einkum gert þannig, að annaöhvort er rykið blásiö af eða úöað er léttilega yfir skreytinguna meö vatni. Síðan má úöa möttu lakki yfir þær á eftir og þannig halda þær sér betur. Auðvitað geta þurrblómaskreyt- ingar orðið fyrir hnjaski og þaö getur kvarnast upp úr þeim, ef þær verða fyrir snöggu höggi. Annars eru þær vel festar niður og eíga alls ekki aö haggast. Ég hef verið mjög ánægð með þær undirtektir, sem þessi tegund blómaskreytinga hefur fengið hér á landi. Ég var nýlega erlendis þar sem ég kynnti mér nýjungar á þessu sviöi og keypti inn þurrkuð blóm og vona ég að þær hug- myndir, og hráefni, sem ég viöaði að mér eigi eftir að falla fólki í geö," sagði Sigríður um leið og viö kvöddum hana. He. Issey Miake hannar fatnað fyrir konur og karla. Hér sýnir hann sjálfur samfesting úr nylon-efni, en það er ein af flíkunum sem tilheyra vetrarlínu hans. Þess má geta ik að l*sey Miake V 'annaði fatnað k rir Mick Jagger söngvarann ■Þ- ræga. Tískuhönnuðurinn Issey Miake og ýmsar þær flíkur, sem hann nú sendir á markað í Evrópu. t ra Mitsuhiro Matsuda hannar fatnað fyrir fyrirtæk- ið Nicole. Hann er sagð- ur framleiða stærstu flíkur í Tokyo. Efnísmiklar eru flíkurnar, að minnsta kosti séðar á myndum. Hér eru sýnishorn af fatnaði vetrarins. ■I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.