Morgunblaðið - 15.10.1982, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 15.10.1982, Qupperneq 7
HeimiHshorn Bergljót Ingólfsdóttir Japanir sækja fast á i tískuheiminum Fyrir allmörgum árum lét japanskur kaupsýslumaður hafa eftir sér á prenti, aö þess væri ekki langt að bíöa að Japanir yrðu samkeppnísfærir á heimsmarkaðinum á þremur sviðum fram- leiðslu, þ.e. bíla, litlum rafmagnstækjum og tískufatnaði. Það tvennt fyrrnefnda hefur þegar orðið að veruleika fyrir allnokkru og nú eru allar horfur á aö Japanir séu fyrir alvöru komnir inn á tískufatamarkað Evrópu og Bandaríkjanna. Fyrir um fimm árum voru aöeins tveir japanskir fatahönnuðir, sem eitthvað voru þekktir utan heimalandsins, Kenzo og Hanae Mori heita þeir, en margir hafa bæst viö síöan. Japanir hafa rannsakaö af gaumgæfni allar hliöar hins vestræna fata- iönaöar, bætt um betur, notaö austurlenska nákvæmni og vandvirkni og árangurinn þykir mjög eftirtektarveröur. Japanskur tískufatnaöur er nú til sölu í þekktum fataverslunum í London og New York, nokkrar verslanir hafa jafnvel eingöngu á boðstól- um fatnað eftir ákveöna hönnuöi, sá sem síöast opnaöi eigin verslun í Evrópu heitir Issey Miake og er verslun hans viö Sloane Street í London. Tískusýningar margra þessara hönnuöa eru ekki aðeins í Tókýó held- ur einnig haldnar í París, og þaö er talaö um Tókýó-skólann í hönnun fatnaðar. Vefnaðarlistin er ævaforn í Japan, eins og kunnugt er, tískufatnaöur framleiddur þar þykir bera þess merki aö hönnuöir hafa næma tilfinningu fyrir efninu, sem þeir vinna úr, ásamt meö auga fyrir einfaldleika og árangurinn þykir glæsilegur. Tókýó er sem sagt orðin ein af tískufata- borgum heimsins. Rei Kawakubo, hönnuður hjá Comme des Garcons ásamt nokkrum módelum sinum. Fötin aru allefnismikil, eins og sjá má á myndunum. Litir eru svart og grátt í öllum „sétteringum**. Irie, hönnuður fyrir Studio V., ásamt sínum fatnaði. Hann notar mikið prjóna- og hekl- áferð, á jakkan- um til hægrl er nokkurskonar góbelínáferö.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.