Morgunblaðið - 15.10.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982
49
fclk í
fréttum Á.
Sonja krón-
prinsessa
hlaut Nansen-
verðlaunin
+ Sonja krónprinsessa í Noregi
tók á mánudag á móti Nansen-
verölaununum fyrir aðstoö viö
flóttamenn og tilkynnti, aö verö-
launin sem nema 50Í000 dollurum,
muni koma til meö aö renna til
byggingar grunnskóla í Tanzaníu.
Sonja, sem er 45 ára aö aldri,
var formaður hjálparsjóös flótta-
manna árið 1974 í Noregi, minntist
í ræðu sinni viö afhendinguna
feröa er hún fór í flóttamannabúöir
í Malaysíu, Tanzaníu og Thailandi
og sagöi: „Enginn getur hjálpaö
ölíurn, en allir geta hjálpaö ein-
hverjum." Hún sagöi einnig, aö
hún heföi fengiö aukinn skilning á
flóttamannavandamálinu og hvaö
þaö er í rauninni aö vera flótta-
maöur er hún heimsótti flótta-
mannabúöir á landamærum Kam-
bódíu 1979.
„Ég skynja þessi verölaun sem
heiöur fyrir land og þjóö og fyrir
mig sem fulltrúa hennar og óg er
glöð þrátt fyrir að mér finnist ég
ekki til verðlaunanna hafa unniö,“
sagöi hún í viötali aö afhending-
unni lokinni.
Sonja krónprinsasaa: „Enginn
getur hjálpaó öllum, an allir gata
hjálpaö ainhverjum.“
Paul McCartnay og aiginkona hans, Linda, ásamt syninum James.
Lést Paul í bílslysi 1966?
+ Nu eru liðin tuttugu ár frá því
hljómsveit frá Liverpool, sem
gekk undir nafninu The Beatles,
fékk útgefna sína fyrstu hljóm-
skífu meö lögunum Love Me Do
og PS I Love You.
Ekki leið á löngu áöur en Bítl-
arnir, eins og þeir hétu á ís-
lensku, voru orönir heimsfrægir
og nafn þeirra og lög á allra vör-
um. Plöturnar uröu fleiri og fleiri
og vinsældirnar jukust í sama
mæli.
Óteljandi eru sögurnar er
skrifaðar hafa veriö um þá John,
Paul, George og Ringo, og enn er
veriö að. Nú heldur bandarískur
rithöfundur, Joe Glazier aö nafni,
því fram aö hann sé í þann mund
aö fá útgefna bók sem sannar aö
Paul McCartney hafi latist i bil-
slysi 9. nóvember 1966. Annar
Paul hafi hins vegar komið í staö-
inn snarlega án þess aö nokkur
úr hljómsveitinni hafi tekiö eftir
því. Þaö á aö hafa veriö kanad-
ískur námsmaöur sem haföi þá
nýverið unniö til verölauna í
skóla sínum fyrir að líkjast
McCartney mest úr skólanum
þeim.
Rithöfundurinn segist geta
snnað skiþti þessi, meöal annars
meö Ijósmyndum.
Eiginkona Paul McCartney,
Linda, sem hann hefur veriö
kvæntur í fjórtán ár er þó ekki í
neinum vafa um aö eiginmaður
hennar og faöir þriggja barna
þeirra sé hinn eini sanni Paul.
Karl kafar
Karl Bretaprins vann ásamt fleirum ötullega aö björgun „Mary Rose“,
flaggskipi Hinriks VIII og sést hér á leiö niöur aö flakinu ásamt
atvinnukafara er hann haföi sér til fylgdar. Sem kunnugt er var flakinu
lyft úr sjó síöastliðinn þriöjudag og tókst framkvæmdin vel.
Dó úr
hræðslu
ALLA sína ævi haföi Jennifer
Anderson óttast þaö mest af öllu
aö fara til tannlæknis og daginn
sem hún fór til tannlæknis til aö
láta draga úr sér fimm tennur,
varö þessi ótti henni aö aldurtila.
Vegna þessa gífurlega ótta er
hún bar í brjósti, streymdi
adrenalín í óvenjulegum mæli út
í blóörásina og þegar hún síðan
fékk venjulega deyfingu, leiddi
þetta til þess aö hjartað gaf sig
og hún fékk áfall.
Þrátt fyrir aö allt væri gert
sem mögulegt var til aö reyna aö
bjarga lifi hennar, lést hún tveim-
ur trhum eftir aögerðina og ekki
hefur fundist önnur skýring á
andlátinu en aö hún hafi látist úr
hræöslu . . .
Forstofukommóður
með speglum
Viöartegundir: eik, mahóný og fura.
yfir 20 geröir.
Kommóður úr furu
Litir: fura, brúnbæsaö.
Ýmsar stærðir.
Eldhúsgögn úr birki
Litir: brúnbæsaö og ólitaö
tfV
ILJI
Bláskógar
ÁRMÚL! 8
SÍMi: 86080
Meim en þú getur ímyndad þér!