Morgunblaðið - 15.10.1982, Síða 18

Morgunblaðið - 15.10.1982, Síða 18
50 Vinsælustu lögin ENGLAND— Litlar plötur 1. Pass the dutchie/ MUSICAL YOUTH 2. Zoom/FAT LARRYS BAND 3. There it is/SHALAMAR 4. Do you really want to hurt me/ CULTURE CLUB 5. The bitterest pill/THE JAM 6. Love come down/ BEVELYN KING 7. Hard to say l’m sorry/ CHICAGO 8. Walkin’on sunshine/ ROCKERSREVENGE 9. Eye of the tiger/ SURVIVOR 10. Friend or foe/ADAM ANT ENGLAND— Stórar plötur 1. The kids from Fame/ YMSIR 2. Chart beat, cart heat/ YMSIR 3. The dreaming/ KATE BUSH 4. Upstairs at Eirc’s/YAZOO 5. The lexicon of love/ ABC 6. New gold dream/ SIMPLE MINDS 7. In the heat of the night/ IMAGINATION 8. Rio/ DURAN DURAN 9. Breakout/ ÝMSIR 10. Signals/ RUSH Vinsælustu plöturnar BANDARÍKIN — Litlar plötur 1. Jack and Diane/ JOHN COUGAR 2. Abracadabra/ STEVE MILLER BAND 3. Hard to say l’m sorry/ CHICAGO 4. Eye in the sky/ THE ALAN PARSONS PROJECT 5. You should hear how she talks about you/ MELISSA MANCHESTER 6. I keep forgettin’/ MICHAEL McDONALD 7. Somebody’s baby/ JACKSON BROWNE 8. Who can it be now?/ MEN AT WORK 9. Eye of the tiger/ SURVIVOR 10. You can do magic/ AMERICA BANDARÍKIN — Stórar plötur 1. American fool/ JOHN COUGAR 2. Mirage/ FLEETWOOD MAC 3. Abracadabra/ STEVE MILLER BAND 4. Asia/ASIA 5. Emotion in motion/ BILLY SQUIRE 6. If that’s what it takes/ MICHAEL McDONALD 7. Good trouble/ REO SPEEDWAGON 8. Vacation/ GO GO’S 9. Chicago 16/ CHICAGO 10. Eye in the sky/ ALAN PARSONS PROJECT MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plotur ... nýjar plötur ... nýjar plötur Dire Straits/ Love Over Gold: Nýjar hugmyndir, nýjar útfærslur, rólegri lög ★ ★ ★ ★ Nú eru hartnær tvö ár liöin Irá því þriöja plata Dire Straits, Mak- in’ Movies, leit dagsins Ijós. Vafa- lítiö voru áhangendur sveitarinn- ar orðnir langeygir að bíöa eftir nýrri plötu og hún er nú loksins komin, Love Over Gold. Á henni er aö finna nokkuö skynsamlega blöndu gamals efnis og nýrra hugmynda hjá sveitinni, sem greinilega eru aö brjótast um f kollinum á þeim Mark Knopfler og félögum. Love Over Gold er vissulega um margt tímamótaplata á ferli Dire Straits. Þær breytingar, sem uröu á Makin' Movies og fengu m.a. undirritaöan til þess að gefa sveit- inni gaum, eru aö mestu á bak og burt. Annar still, afslappaöri og meira í líkingu viö fyrstu tvær plöt- ur sveitarinnar, hefur nú aö mestu leyti rutt frísklegum rokktöktum, sem heyra mátti á Makin’ Movies, og virtust um tíma ætla aö veröa rólegu stefnunni yfirsterkari. Þá er platan merkileg fyrir þær sakir aö tveir nýir meölimir, sem ekki hafa leikiö áöur á plötu meö sveitinni, troða upp á henni. A þessari nýju plötu Dire Straits er aðeins að finna fimm lög, þar af eitt sem tekur heilar 14 mínútur i flutningi, Telegraph Road. Aö mati undirritaðs er þaö besta lag plöt- unnar ásamt lokalaginu It Never Rains. Öll eru lögin í lengri kantin- um, þótt ekkert þeirra komist i hálfkvisti við Telegraþh Road hvaö þaö snertir. Þaö tók mig talsveröan tíma að kyngja þeim breytingum, sem orö- iö hafa á tónlistinni hjá Dire Straits. Platan small eiginlega ekki í eyrunum fyrr en í þriöju umferö og þá ekki fyllilega. Á henni er margt meistaralega vel gert, en einnig annaö sem heföi mátt kjósa á betri veg. Kostirnir þó margfalt þyngri á vogarskálunum en gall- arnir. Söngur Knoþflers ekki sterk- ur en sérstæöur og gítarleikur hans frábær. Hvorttveggja minnir reyndar mjög á J.J. Cale, enda er hann viöurkennd fyrirmynd. Textagerðin hjá Dire Straits er einhver sú besta, ef ekki bara allrabesta, sem ég hef lesið hjá nokkurri poppsveit. Raunsæir, en um leiö með sterkum ádeilubroddi þegar svo ber undir. Jafnvel kímn- in nýtur sín vel eins og t.d. í Ind- ustrial Disease. Þó ekki væri nema vegna þeirra stæði platan mörgum öörum langtum framar. Þá er vert aö veita því athygli aö lögin taka yfirleitt á sig allt aöra mynd þegar textaflutningnum er lokið. Þeir eru kyrjaöir linnulaust áfram frá upphafi lags og þar til þeim lýkur. Þegar þeim sleppir tekur í rauninni annaö lag viö. Sér- staklega er þetta áberandi í fyrsta lagi plötunnar. í rauninni má segja, aö Love Over Gold komi á óvart fyrir tvær sakir. Annars vegar vegna þess, aö rokkiö, sem gægöist uþþ á yfir- borðiö á Makin’ Movies, er aö mestu á burt og hins vegar þess að á piötunni eru nýjar hugmyndir og aörar útfærslur, en maður hefur átt aö venjast. Þaö tekur sinn tíma aö venjast Love Over Gold. Hún er ekki neitt meistarastykki, en skort- ir ekki nein ósköp upp á aö verða þaö. Kiss/ Killers: Kjarninn og hismið ★ ★ ★ Allt frá því hljómsveitin Kiss hóf göngu sína, árið 1973, hefur hún veriö oröuö viö unglinga, jafnvel smábörn. Hver sá sem oröinn var 17 ára og haföi gaman af tónlist hennar, var álítinn van- þróskaöur. Þannig er þaö enn í dag. Ég hlýt því sennilega aö vera barnalegur í meira lagí því ég hafði prýöilega gaman af plötu Kiss, Killers, á köflum. Platan Killers er safn bestu laga fjórmenninganna feykiföröuöu. A henni er aö finna gömul lög og ný og eölilega eru þau misjöfn aö gæöum, en engu aö siður rjóminn af ferli Kiss. Tónlistin hjá Kiss er oftast hressilegt rokk og oftast laust viö þennan bandaríska væmniskeim, sem er aö drekkja rokkinu vestra. Sums staöar koma fyrir ekta „riff“ úr bárujárnsheiminum, eins og t.d. í laginu Cold gin, þar sem byrjunin hljómar nokkuö í líkingu viö eitt- Mark Knopfler, höfuðpaur Dire Straits. Cure/ Pornography: Heillandi tonlist, en stundum dálítið einhæf ★ ★ ★ Fyrir þá, sem vilja fá eitthvaö ööruvísi en menn eiga að venjast, er tilvaliö að veröa sér úti um nýj- ustu plötu Cure, Pornography. Sannast sagna er tónlist Cure einhver sú besta og jafnframt þægilegasta tilbreyting frá því hversdagspoppi sem á manni dynur sí og æ, sem ég hefi lengi heyrt. Vel má vera aö ekki viti margir hér á landi einhver deili á þessari þriggja manna sveit. Ég get því miöur lítiö bætt um betur, annaö en aö nafngreina tríóið. Robert Smooth leikur á gítar og syngur, Simon Gallup leikur á bassa og Lawrence Tolhurst lemur húöir. Allir leika þeir þremenningarnir á hljóðgervla. Tónlist Cure er aö þvi leytinu sérstök, aö hún er blessunarlega laus viö alla þá ofhleðslu, sem er að ríöa poppi nútimans og þá sér í lagi þvi bandaríska, aö fullu. Hlusti maöur á plötuna nokkrum sinnum í röö er hætta á, aö lögin kunni að verka keimlík, ekki hvaö síst fyrir tilstillí trommanna. Tolhurst er stundum dálítið „aftarlega í bítinu” og fyrir vikiö veröa lögin stundum „sloppy". Lögin eru borin uppi af sterkum trommuleik, sem aö stórum hluta byggist upp á pákum, og óvenju- legum bassa. Trommurnar og bassinn eru framarlega í hljóö- blöndun og fyrir vikiö veröur gítar- inn á köflum dálítiö fjarlægur. „Sándið“ í gítarnum er líka sér- stakt og minnir reyndar stundum eilítiö á Zeppelin. Vegna þessara sterku áhrifa trommanna verkar tónlistin nánast frumstæð á köfl- um. Það er ekki hlaupið að því aö tína út hin einstöku lög, en þó veröur þaö gert hér. Á Porno- graphy eru átta lög og fjögur þeirra standa hinum fjórum nokk- uö framar; One hundred years, A short term effect, A strange day og The hanging garden. hvert laga AC/DC. Því miöur er þaö bara byrjunin sem er lík kóng- um bárujárnsins. Bestu lögin á plötunni eru (þau eru alls 12 talsins, rétt eins og í gamla daga þegar auglýstar voru „nýjar 12 laga þlötur") þaö fyrsta og síöasta. Platan hefst á laginu l’m a legend tonight og henni lýkur á Rock and roll at night. Lögin Down on my knees og Partner in crime koma skammt á eftir. Léleg- ustu lögin eru á hinn bóginn God of thunder og Sure know some- thing. Meö tvö betri lög í þessara staö heföi einkunnagjöfin oröiö enn hagstæöari. nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur ... nýjar plötur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.