Morgunblaðið - 15.10.1982, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.10.1982, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 51 kominn út úr Reykjavík. Auk þess hefur gróskan í tónlistinni, menn- ingarlifið - vá, þið eruö meö 10 kvikmyndahús í Reykjavík - og þá síöast en ekki síst Hljóðriti komiö mér á óvart. Stúdíóið er mun betur tækjum búiö en mig haföi nokkru sinni óraö fyrir. Auðvitað eru ekki öll þau tæki þar sem ég heföi viljaö hafa, en það er samt mun betra en ég bjóst viö. Sjálfur er ég þannig, að ætti ég stúdió vildi ég hafa öll möguleg tæki i því, þótt ekki væri nema bara til þess aö geta gripiö ein- hvern tima til þeirra. Ég er alger dellukarl hvaö snertir tæknina, en hún skelfir mig stundum engu aö síöur, ekki hvaö síst margt af þess- um nýju tölvum, sem geta fram- kallað aö manni finnst öll möguleg og ómöguleg hljóö.“ Hvernig er aö vinna meö hljómsveit eins og t.d. Judas Priest sem er mjög þekkt hljómsveit inn- an bárujárnsrokksins? „Þaö er í alla staöi mjög þægi- legt og maöur finnur ekkert fyrir þvi aö þessir menn séu frægari en einhverjir aörir. Auk þess var þetta i þriöja sinn sem ég tók upp meö þeim plötu í sumar, þannig aö ég er farinn aö þekkja þá vel. Strák- arnir eru þægilegir aö vinna meö vegna þess aö þegar þeir eru komnir í stúdió er það oft eini tím- inn sem þeir geta slappað eitthvaö af ef hægt er aö tala um stúdió- vinnu sem einhverja afslöppun. Þeir eru geysilega mikiö á tón- leikaferöalögum og iðulega semja þeir sín lög i stúdióinu eöa frí- stundum út frá þeirri vinnu.“ Hvað fer langur tími í upptökur hjá svo frægri sveit? „Þaö fer drjúg stund, maöur vertu. Ætli þeir hafi ekki fariö meö 4—500 tíma í hverja þá plötu, sem ég hef unniö viö meö þeim. Á Screaming for Vengeance, nýjustu og aö mínu mati langbestu plötu þeirra, vorum viö einar 7—8 vikur aö taka upp allt í allt.“ Austin er afskaplega geöþekkur náungi, ákaflega breskur í sér og hógvær umfram allt. Hann hefur unnið meö mörgum þekktum rokk- urum, en er ekkert aö halda slíku á loft óaöspuröur. Hann vann mikiö með Sweet á árunum 1974—78 og tók m.a. upp lag þeirra „Fox on the run“, sem margir kannast e.t.v. viö. Þá vann hann meö Martin Birch, sem af mörgum er talinn „þyngsti pródúserinn” í báru- járnsbransanum meö nöfn á borö viö Deep Purple, Whitesnake, Iron Maiden og Black Sabbath i vasan- um, viö þaö aö setja upp stúdíó fyrir lan Gillan rétt eftir aö hann hætti í Purple. Austin tók m.a. tvær fyrstu plötur Gillan upp, auk þess sem hann hefur tekiö upp eina plötu meö Def Leppard, svo eitthvaö sé nefnt. f framhaldi af þessu spuröi ég hann, hvaö honum fyndist um tón- listina hjá Egó eftir að hafa unniö með mörgum af þekktari rokkur- um heims. „Þaö fer ekki á milli mála aö þetta eru afbragðsgóðir hljóöfæra- leikarar og Bubbi er aö mínu viti mjög góöur söngvari. Hins vegar er e.t.v. ekki svo gott fyrir mig aö dæma einstök lög þar sem söngur- inn á eftir aö koma inn í þau (spjalliö var tekið áður en söngur- inn var tekinn upp). En ef marka má grunnana tel ég aö a.m.k. tvö laganna gætu átt erindi á Bret- landsmarkaö og hugsanlega á Noöurlandamarkaö, en ég þekki hann ekki eins vel.“ Það hefur viljaö loöa viö sumar íslenskar plötur aö hljómurinn, „sándiö", hefur veriö grunnt og alla fyllingu og dýpt vantaö. Tel- uröu aö rekja megi slíkt beint til manna eins og þín, þeirra sem stýra upptökunni? „Já, tvímælalaust. Ég á viö, að viö, upptökumennirnir og „pródús- erarnir", séum mennirnir, sem eru ábyrgir fyrir „sándinu" fyrst og fremst. Svo getur skuröur auövit- aö skipt verulegu máli og jafnvel pressun, en fyrst og fremst er viö okkur aö sakast ef ekki tekst vel til. Eg ætla bara aö vona aö hægt verði aö heyra þaö, aö ég hafi ver- ið upptökumaður hjá Egó. Ég vil að munurinn heyrist greinilega." Louis Austin er hér við stjórnborðin í Hljóðrita. Morgunblaðið/KEE „Eg vil aðmunurinn heyrist greinilega" Spjallaö viö Louis Austin, upptökumann nýju plötu Egósins Eins og allir vita, sem é annaö borð fylgjast eitthvað með popp- inu hér é landi, hafa upptökur á annarri plötu Egósins staöiö yfir að undanförnu. Reyndar lauk þeim í byrjun vikunnar og núna eftir helgina veröur hafist handa viö að hljóöblanda hana. Fer þaö verk fram í Englandi, ninar tiltek- ið í stúdíói einu í Ascot þar sem enginn annar en Ringo Starr, fyrrum Bítill, ræöur ríkjum. Varö þaö stúdíó fyrir valinu m.a. vegna þess að upptökustjóri Egósins é þessari plötu, Louis Austin, þekk- ir þar vel til. Hann hélt fyrir helg- ina til Englands ésamt Tómasi Tómassyni og munu þeir hafa yf- irumsjón meö hljóöblönduninni. Egó fékk Louis þennan Austin til þess aö stýra tökkunum hjá sér til þess aö tryggja enn betri útkomu en ella. Þessi breski „takkatommi“ (fyrir þá sem ekki skilja oröiö „takkatommi" skal þess getið, aö þaö hefur aö undanförnu skotiö rótum yfir þá menn, sem stjórna upptökum, stýra tökkunum. Fyrir- myndin er auövitaö hinn eini, sanni og óviöjafnanlegi Tómas Tómas- son, bassaleikari Þursanna) hefur m.a. unniö sér þaö til frægöar aö stjórna upptökum á þremur síö- ustu plötum Judas Priest, auk þess sem hann hefur komiö viö sögu hjá fleiri þekktum rokkurum. Járnsíöan náöi tali af Austin áö- ur en hann hélt utan til aö fylgjast meö hljóöblönduninni og innti hann fyrst eftir því hvaö heföi vald- iö því aö hann kom hingaö til aö vinna meö Egó. „Það var nú eiginlega þannig, aö David Cadman, sem vinnur fyrir Steina hf. í London, haföi sam- band viö mig og spuröi hvort ég heföi áhuga á þessu verkefni. Eg var reyndar ekki búinn aö vera nema tvo daga heima þegar þetta tilboð kom. Ég hafði ekkert aö gera í augnablikinu, haföi aldrei komið til neins af Noröurlöndun- um, leist vel á þetta og ákvaö því aö skelta mér hingað. Og ég sé svo sannarlega ekki eftir því. Hérna hefur flest komiö mér geysilega á óvart, ekki hvaö síst hvaö þiö eigið fallegt land. Ég fór sjálfur austur aö Gullfossi í bíla- leigubíl, einn míns liös, og mér fannst þaö dásamlegt. Þaö er svo mikil kyrrö um leiö og maöur er Grýlurnar taka sér frí frá tónleikahaldi „Jú, þaö er rétt aö viö erum orðnar fjórar aftur“, sagöi Ragnhildur Gísladóttir, söngvari Grýlanna, þegar hún leit vió og heilsaöi upp á Járnsíöuna í vik- unni. „Ég veit ekki alveg hvaö viö gerum í framhaldi af þessu. Okkur hefur langaö til aö b»ta viö hljómborósleikara til þess aó ég gæti þé einbeitt mér meira að söngnum, en varla pælum viö meira í því aö sinni. Vió erum nú alveg hættar að koma fram opinberlega þangað til platan okkar kemur út. Þessa stundina erum viö aö Ijúka viö upptökur á lögum Gær- anna í Stuðmannamyndinni og síöan tökum viö til viö okkar eig- in plötu“, sagöi Ragnhildur. Hún bætti því viö aö nú loksins væru þær Grýlur búnar aö borga kostnaöinn viö Svíþjóöarferö þeirra fyrr á árinu og sagöi, „þaö er sko stundum ekkert grin aö standa í þessu“. Mikiö til í því hjá yfir-Grýlunni, en Járnsíöan óskar henni og hínum Grýlunum vel- farnaöar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.