Morgunblaðið - 15.10.1982, Side 22

Morgunblaðið - 15.10.1982, Side 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. OKTÓBER 1982 N/iltu minnlcc\ hjá pér / Viá e/'um có> reyrva ct& Kodofo. partó Kér i r\xstu ibúV ást er... \£o ... aÖ fylgjast med henni á meögöngu- tímanum. TM Rag U.S Pal Oft -all rights resarved • 1982 Los Angeles Ttmes Syndicate Regnhlírin. — Jú, en ef þú bara vis.sir hve mörgum regnhlífum ég hef týnt og tapað! Með morgnnkaffínu Hann byrjaði að tala í dag. — Sagði sjónvarp! Opinberar tölur um kaupmátt yirðast þjóna stjórnvöld- um en ekki þegnum landsins Helgi skrifar: „Velvakandi. I frétt Mbl. 6. okt. sl. segir að rýrnun kaupmáttar opin- berra starfsmanna frá árs- lokum 1978 til aprílloka þessa árs sé 15,5 af hundraði. Þess- ar upplýsingar koma frá Kjararannsóknanefnd. Sam- kvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér eru þessar tölur all langt frá þeim raunveru- leika, sem að mér snýr. I)æmi: Matvara: í október 1978 kostaði matvara kr. 7.500 á ári fyrir 3ja manna fjöl- skyldu. í dag kr. 62.000. Þá voru mánaðarlaun kr. 2.500, í dag kr. 11.000. Þá tók 3 mán- uði að vinna fyrir matnum, í dag 5‘Æ mánuð. Rafmagn: Kílówattstundin til ljósa kostaði í október 1978 0,15, í dag kr. 1,40. Þá dugðu mánaðarlaunin fyrir 16.500 kwh, í dag duga þau tæplega fyrir 8000 kwh. Til hushitunar fengust 53.000 kwh fyrir mánaðarlaunin. í dag fást 26.000 kwh fyrir mánaðarlaunin. Sement: í desember 1978 fengust 185 pokar fyrir mán- aðarlaunin, í dag 100 pokar. Bensín: 1.500 lítrar fengust fyrir mánaðarlaunin 1978, í dag 900 lítrar. Svona er enda- laust hægt að halda áfram. Beinir skattar hafa líklega hækkað um 5 af hundraði af heildarlaunum á sama tíma- bili. Samkvæmt byggingarvísitölu þurfti 10 árslaun til að vinna fyrir íbúðarhúsnæði, í dag líklega 13 ár. Ibúðarhúsnæði hefur sjálfsagt hækkað langt upp fyrir byggingarvísitölu, enda virðast opinberar tölur um kaupmátt og annað þjóna stjórnvöldum en ekki þegnum landsins. Mín niðurstaða er að kaupmáttur hafi rýrnað um 50—60 af hundraði. Þeirra mál? Ragnar Halldórsson, Hafnar- firði, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — O.Ó. skrifar furðu- legan pistil í Velvakanda þann 13. þessa mánaðar, um rall. Gagn- stætt Ó.Ó. vil ég skora á Bjarna Felixson að eyða ekki góðum íþróttatíma sjónvarpsins í lýsingu á þeirri geðtruflun, sem kallað er rall eða torfæruakstur. Svei því. Um gjörhygli og rökfærsiu O.Ó. nægir að vitna í eftirfarandi máls- grein í pistli hans: „Um kostnað og eyðileggingu á bílum og þá hættu, sem keppendur leggja sig í, fjöl- yrði ég ekki. Það er þeirra mál.“ Það var og. Eyðilegging á dýrum tækjum, sem innflutt eru fyrir takmarkaðan gjaldeyri úr sameig- inlegum sjóði og rándýrar slysa- legur á sjúkrahúsum og skemmdir á eigin líkama, sem einnig er skaði alls þjóðfélagsins, er þeirra mál. Hér þarf ekki fleiri orð um að hafa. Ilvað varð um Félag aldraðra? Torfi hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: — Það var þarna fyrirspurn í þættinum hjá þér um daginn í sambandi við „Félag aldr- aðra“. Ég var í því félagi í nokkur ár og svo var það bara allt í einu gufað upp, hreinlega. Þegar ég var á síðasta fundinum þá var getið um, hvað væri í sjóði, og það voru þó nokkrir peningar, því að félags- menn voru margir, 7—800. Mér skildist á fyrirspyrjandanum að Þessir hringdu . . . félagið hefði nú fengið ríkisstyrk. Mér leikur forvitni á að vita, af því að ég var félagsmaður í þessu félagi, hvernig því hefur reitt af. Það stóð ekkert á því á sínum tíma að félagsgjöldin væru rukkuð inn og ég borgaði þau alltaf skilvís- lega. Spurningar til yfir- manns fréttastofu sjón- varpsins Sigurður E. Haraldsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja. — Mig langar til að beina tveimur spurningum til yfirmanns frétta- stofu sjónvarpsins, séra Emils Björnssonar: 1) Hvernig stóð á því, að sjónvarpið sá ekki ástæðu til að beina tækjum sínum að þingsetningarguðsþjónustu í Dómkirkjunni? Ég hef orðið þess var, að ræða séra Ólafs Skúlason- ar dómprófasts, sem hann flutti við það tækifæri, hefur vakið mikla athygli. Telur yfirstjórn fréttastofu sjónvarps forvitni- legra að fylgjast með göngu hans milli kirkjunnar og þinghússins en að miðla boðskap hans við þetta tækifæri? 2) Ef rétt er munað var í umræddum fréttatíma vitnað til ummæla Jóhannesar Páls páfa. Slíkt er að sjálfsögðu þakkarvert. Kæmi ekki til álita- að gera hér- lendum kirkjunnar mönnum jafn- hátt undir höfði? Ég vænti þess að yfirmaður fréttastofu sjónvarps- ins sjái sér fært að svara þessum spurningum. Leiðrétting S.K. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja. — I grein sem Á.F. á Hellissandi skrifar og birtist í Velvakanda í gær (þriðjudag) er meinleg villa sem verður að leið- rétta. Sagt er frá því að í sumar hafi bátur frá Hellissandi farist á Breiðafirði og með honum skip- stjóri bátsins. I áframhaldi af því er sagt að börn hans og kona hafi verið á bátnum. Þarna er um mis- skilning að ræða, því að kona skip- stjórans var ekki með í ferðinni. Einn prestanna vant- ar í upptalninguna BJ. hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — í upptalningu á prest- um Ingjaldshólskirkju í grein Á.F. í Velvakanda í þriðjudagsblaðinu gleymdist að geta séra Guðmund- ar Einarssonar frá Hækingsdal í Kjós, en hann var ræðuskörungur mikill tjáði Jón Helgason biskup mér. Guðmundur var næstur á undan Magnúsi Guðmundssyni, sem getið var í greininni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.