Morgunblaðið - 22.10.1982, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 22.10.1982, Qupperneq 22
54 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 22. OKTÓBER 1982 « \M2 umwml Pnii Snadtcili_____________________________ v) jp&tta. er heimAtxxko^ h'íOdxb ! l/iltu fet -h/aer sneiSar?** Ást er... .. að dreifa huga hans frá áhyggjum. TM hg. UX hl M,—■( rtgMs rwnwd • MZ Lm «M*a TIm tvntatt Gíraskiptingin? — Nei hún er sjálfvirk! Ekki snerta mig, ég hef gleypt plastsprengju! Hjúkrunarmálin eru okkur ofarlega í huga llans Jörgensson skrifar f.h. Samtaka aldraðra: „Vegna fyrirspurna um starf- semi Samtaka aldraðra, sem komið hafa fram í Velvakanda, óska ég eftir birtingu þessarar greinar sem svari við þeim. Samtök aldraðra voru stofnuð árið 1973. I upphafi var tilgangur þessa félags aðallega sá, að sam- einast í því að byggja litlar íbúðir með félagslegri þjónustu fyrir aldr- aða. Vinna með þessu m.a. gegn einangrun ellinnar í óþægilegum eða of stórum íbúðum, og til að tryKRja þjónustuöryggi með eftir- liti og læknisaðstoð. Samtökin voru hugsuð sem byggingarsamvinnufé- lag, og þau fóru því fljótt af stað með byggingaráætlanir og svo langt var komið, að búið var að ákveða stað og teikna fyrstu íbúð- irnar, en ýmsar samverkandi ástæður urðu til þess að hætta varð við framkvæmdir, sem urðu félag- inu dýrar, félagssjóður tæmdur og tiltrú á félaginu slokknaði hjá mörgum. Það kom því nokkur lægð í fé- lagsstarfið við þessi umsvif og margir trúðu því að félagið risi ekki upp aftur. Nú er þó svo komið, að fyrsti áfangi félagsbygginga fyrir Sam- tök aldraðra er að rísa við Akra- land í Fossvoginum. Hjá okkur sitja þeir fyrir íbúðum sem lengst hafa verið í félaginu, eru 65 ára eða eldri og treysta sér fjárhagslega til þess að leggja í þetta fyrirtæki, sem óneitanlega er erfitt að fram- kvæma eins og aðstæður eru núna með lán og fjármögnun á bygg- ingartimanum. Þarna vantar lána- möguleika til eins eða tveggja ára fyrir slíkar byggingar sem þessar, en þetta stendur vonandi allt til bóta, erfiðast er að byrja, og við vonumst til að geta byrjað á næsta áfanga fljótlega, e.t.v. á næsta ári. Núna tvö síðustu árin höfum við getað aukið starfsemi félagsins vegna nokkurs fjárframlags frá Al- þingi í tengslum við félagsmála- ráðuneytið. Við höfum getað starf- rækt skrifstofu, sem er núna á Laugavegi 103. Þessi skrifstofa annast öll þau umsvif sem samtök- in þurfa á að halda viðvíkjandi : llans Jörgensson starfi sínu, og hún er opin alla 5 virku dagana frá klukkan 10—12 og 13-15. Auk venjulegra félagsstarfa, þá er þarna upplýsingaþjónusta um félagsaðstöðu og réttindamál aldr- aðra og vinnumiðlun fyrir aldraða hefur þarna aðstöðu. Hjúkrunarmál aldraðra eru okkur ofarlega í huga, og ein hug- detta okkar var að taka eina íbúð- ina við Akraland (í þessum 1. bygg- ingaráfanga okkar) til hjúkrunar- og hvíldaraðstöðu fyrir félaga okkar og e.t.v. fleiri. Með þetta í huga fórum við af stað meþ smá- miðahappdrætti, sem nú er í gangi. En við sáum fljótt, að þessi draumsýn okkar þyrfti meira fé en happdrættið og okkar litlu sjóðir höfðu yfir að ráða. Happdrættið er hvorki stórt né viðamikið. Ágóði happamiðanna fer í Styrktar- og hjúkrunarsjóð félags- ins eins og áætlað var, þó að fram- kvæmdaáætlunin hafi breyst, en þrátt fyrir allt er hugmyndin um hjúkrunar- og hvíldaraðstöðu að komast i framkvæmd í breyttu formi og í samvinnu með okkur sterkari aðilum. Unnið hefur verið að því með Rauða krossi Reykjavíkur og Sam- bandi íslenskra berklasjúklinga að setja á stofn dagvistar- og hvíld- arheimili fyrir aldraða og öryrkja í fyrrverandi húsakynnum Múla- lundar í Reykjavík og verður þetta heimili að líkindum opnað í nóv- ember nk. Segja má að hlutur okkar í undirbúningi þessa verks hafi verið lítill á móti hinum starfsaðilunum, en fyrir rekstur heimilisins munum við greiða okkar hluta og þar er Styrktar- og hjúkrunarsjóðnum ætlað hlutverk á næstunni. Allar félagsíbúðir okkar eru hugsaðar sem verndaðar íbúðir fyrir aldraða og þar verðum við að hafa eftirlitsmann, sem fylgist með daglegri líðan íbúanna og hann verður að annast útvegun eða framkvæmd á þeim nauðsynja- verkum sem þar þarf að vinna. Þama þarf að líkindum að grípa til framlags úr Styrktarsjóðnum. Vonandi á þessi sjóður okkar eft- ir að stækka og gera gagn í hjúkr- unarmálum aldraðra bæði innan félags og í samvinnu með öðrum. I sumar kom kona, sem ekki vill lát nafns síns getið, á skrifstofuna til okkar og gaf kr. 1000 í þennan sjóð og tveir flokkar barna komu í sumar og gáfu í sjóðinn nokkur hundruð krónur, sem voru ágóði af hlutaveltum þeirra. Þetta þökkum við innilega fyrir og ef svona held- ur áfram er okkur borgið. Rétt er líka að geta þess hérna, að samtök- in gefa út minningarkort og þau fást í Bókabúð Braga við Lækjar- götu og einnig á skrifstofu samtak- anna. Dálítið hafa þessi kort gefið í aðra hönd, þó að betur mætti vera. Ég vil endurtaka að hjúkrunar- málin eru okkur hugstæð, og að þeim verður unnið áfram bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Virkir félagsmenn eru núna 285, og allar nánari upplýsingar um störf og tilgang félagsins Samtaka aldraðra eru veittar á skrifstof- unni. Síminn er 26410, og fólki er velkomið að líta inn og tala við okkur.“ HÖGNI HREKKVlSI jo, GOTT AÐ þO FAKIST <3»€LU KRÓKÍDDÍl/NN MINN.'“ Þessir hringdu . . Kvæði og gam- anbragir frá síldarárunum Björn Dúason á ólafsfirði hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að leita liðsinnis hjá þér, Velvakandi, og lesendum. gvoleiðis er, að ég hef tekið mér fyrir hendur að reyna að safna saman kvæðum og gamanbrögum, ortum bæði til söngs og lestrar, frá gömlu síld- arárunum. Ef það tækist, yrði þar um þó nokkurn fróðleik að ræða frá þessum góðu og líflegu dögum. Þessir kviðlingar eru ör- ugglega til um allt land, í munni fólks eða á blöðum. Það fólk sem kynni að eiga þetta í fórum sín- um langar mig að fá til liðs við mig. Ég bið það vinsamlegast að senda mér línu sem fyrst, en ég mun svara öllum bréfum tafar- laust. Eins og hvolpur sem er að eltast við skottið á sér Aldamótamaðui hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Á ég að segja þér, hvað mér fyndist réttast af því, sem þingið gæti gert í byrjun? Það er að banna verðhækkanir, kauphækkanir og verkföll. Þetta fyndist mér mest aðkallandi fyrir hag þjóðarinnar ef hún á að njóta góðs af verkum þingmannanna. Það liggur ekk- ert á kosningum. Það liggur miklu meira á hinu sem ég nefndi. Ég er nú orðinn aldraður og hef dálitla reynslu af lífinu, hvernig það er. Þessi eltingaleik- ur milli kaups og vöruverðs er löngu orðinn ber að tilgangsleysi sínu. Ég skil ekkert í mönnum sem hafa fengið aðra eins menntun og tíðkast nú til dags, að vera ekki fyrir lifandislöngu búnir að sjá hversu þýðingar- laust þetta er. Þetta er eins og hvolpur sem er að eltast við skottið á sér og nær aldrei í það.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.