Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1982, Page 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. NÓVEMBER 1982 Hvað er elli, og hvenær og hvernig verða menn gamlir? Það eru víst ekki til nein algild svör við þessum spurning- um, menn eldast mis- hratt, sumir hafa yfir- bragð öldungs þegar á sextugsaldri en aðrir eru í fullu fjöri fram undir tíræðisaldur. Meðalaldur okkar ís- lendinga hækkar í sí- fellu og er nú einhver sá hæsti ( heimi, meðalald- ur íslenskra kvenna er tæp áttatíu ár og meðal- aldur karla sjötíu og fjögur ár. Hlutfallslegur fjöldi aldraðra hefur vaxið talsvert á þessari öld, árið 1901 voru íbúar landsins 65 ára og eldri um 6,8% en á áttunda áratugnum var þetta hlutfall orðið milli 9 og 10%. Flestir eru lífeyris- þegar búsettir í Reykja- vík, þann 1. desember 1980 voru 12,9% af íbúa- fjölda Reykjavíkur 67 ára og eldri. Ellilífeyris- þegum fjölgar með hverju árinu, og sem betur fer á það fyrir flestum okkar að liggja að verða gömul og ald- urhnigin. Þetta tímabil, sem hjá sumum verður um þriðjungur ævinnar þarf þó ekki að verða erfiðasta tímabilið í líf- inu, regluleg líkams- og heilsurækt og hollt og næringarríkt fæði getur komið í veg fyrir fjölda sjúkdóma og hrörnun fyrir aldur fram. En er einhver ástæða til að búa sig undir þetta æviskeiö sérstaklega? Hingað til hafa verið til ýmsir bæklingar og upplýsingarit fyrir önn- ur tímabíl mannsævinn- ar, handbækur fyrir for- eldra um mikilvægi bernskunnar, upplýs- ingarit um gelgjuskeið- ið, handbækur fyrir veröandi foreldra o.s.frv. Eftir því sem maöurinn eldist er minna til af sjíkum upp- lýsingum, en nú fyrir skömmu kom út bækl- ingur sem nefnist „Þeg- ar ég eldist“ og er Þórir S. Guðbergsson höf- undur og útgefandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.