Tíminn - 01.08.1965, Side 8

Tíminn - 01.08.1965, Side 8
8 TIIVHNN SUNNUDAGUR 1. ágúst 1965 ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Skemmtisamkm- urnar ©g kirkjan Einn er sá þáttur í starfsemi íslenzku kirkjunnar, sem of oft gleymist, þegar um hana er talað, er þátttaka hennar í mótum og sérstaklega sumar- samkomum fólksins, og þá einkum unga fólksins. Þau eru ekki mörg þingin og skemmti- samkomurnar, sem eitthvað kveður að, sem ekki hefjast með einhvers konar snertingu við kirkjuna. Til dæmis heyrist oft aug- lýst að þetta héraðsmót hefjist með guðsþjónustu, eða þessi eða hinn presturinn orediki eða flytji ræðu. Þegar farið er á sams kon ar mót erlendis er þetta miög sjaldgæft. Hitt er fremur að þar tali borgarstjórar og iands höfðingjar, þingmenn eða jafn vel þjóðhöfðingjar. En biskup- ar og prestar eru sjaldfundnir þar á samkomum unga fóiks- ins. Og sé spurt um slíkt vek- ur það undrun líkt og rninnzt sé á algjöra fjarstæðu. Öruggt má telja, að á pessu sviði eigi íslenzka kirkjan því nokkra sérstöðu. Og auðvitað er hún þarna á undan eins og á fleiri sviðum í frjálsu starfi og hugsun. Og væri því mikils vert að þessi hugnæmi starfs- þáttur presta og kirkjulífs hér nái að eflast og þróast á eðli- legan hátt til enn merkari og virkari áhrifa en orðið er. Því ber ekki að leyna, að mörgum finnst þetta bera vott um hræsni eða vera aðeins dauð venja á skemmtisamkom- um þar sem síðan tekur við hið mesta taumleysi með drykkjulátum og djöfulgangi, eins og því miður á sér oft stað þegar líða fer á skemmti- tímann og komið er fram á kvöld eða nótt. Ein árleg samkoma hér sunnanlands ber þó af að því leyti, að þar virðist um var- anleg áhrif frá guðsþjónust- unni að ræða allan samkomu- tímann og allur blær og skipu- lag skemmtanarinnar á þann veg að til heiðurs megi verða og menningar. Þessi samkomu gæti því verið fyrirmynd ann arra og tákn þess, sem koma skal á þessu sviði. Hún byrjar að aflíðandi hádegi og lýkur fyrir miðnætti eða jafnvel fyrr. Þetta er hin mikla og fjöl- menna árlega Álfaskeiðs- skemmtun, sem hófst fyrir mörgum áratugum sem ættar eða fjölskyldumót fólksins frá Birtingaholti og mun hafa ver- ið stjórnað í byrjun af ættmóð urinni þar rammíslenzkri aðals húsfreyju og margra presta móður. Það sem hvatti mig til að skrifa þessi orð var einmitt sá ótti, sem snerti mig, þegar ég þóttist veita því athygli að þessi samkoma hafi sleppt þess- um vígða þætti í sumar. Ég hef ekki séð auglýsta neina guðsþjónustu á Álfaskeiði að þessu sinni. Og er það rauna- legt, ef svo verður. Aftur á móti er það gleðilegt, að sum- armót bindindismanna í Húsa fellsskógi mun nú hefjast með predikun og sálmasöng. Mætti sannarlega af því læra hin myndarlegu samtök ýmissa héraða, sem nú eru farin að gangast íyrir skemmti samkomum ungs fólks, þar sem áfengisnautn er útilokuð. En það er eitt hið gleðilegasta menningartákn okkar tíma. Slíkar skemmtinefndir héraða og sýslna eru vormerki í upp- eldismálum og ættu að starfa í sem flestum stöðum. En það var Ásgeir Pétursson, sýslu- maður í Borgarnesi sem hófst þar handa. Heill sé hverjum forystumanni, sem þannig skil ur samtíð sína að beina fótum unga fólksins á friðarveg en bægja frá því hættum og voða. En hugmyndina gæti hann hafa fengjð frá kirkjulegu starfi hér í sjálfri höfuðborginni, sem ár eftir ár hefur staðið fyrir áfeng islausum skemmtisamkomum, sem öllum hafa verið til sóma. En þannig mun jafnan verða, ef kirkjan skilur hlutverk sitt fyrir æskuna á réttan hátt. Eitt hið nauðsynlegasta nú í uppeldismálum íslenzku þjóð- arinnar er að kenna unga fólk- inu að skemmta sér á fallegan og hugnæman hátt. Þetta þarf kirkjan meðal annars að telja sitt hlutverk bæði beint g óbeint. Beint með predikun og leiðbeiningum. Óbeint með þátttöku presta og fræðara í sjálfum skemmtisamkomunum. Allar samkomur, sem hefjast með guðsþjónustu þurfa að bera þess blæ frá upphafi til enda. í því felst ábyrgð kirkju- legrar þátttöku. Þetta er áreið. anlega hægt. Það sanna t.d. Jaðarsmótin ár eftir ár. Unga fólkið lætur sér ekki til skamm ar verða, ef því er skipulega stjórnað. Það er ekki æskan yfirleitt, sem setur svarta bletti á félagslífið, heldur aðeins ör- fáir einstaklingar, sem eyði- leggja allt fyrir hinum og svo er skrifað um allt í blöðin eins og samtaka eða ósamtaka skríl. En það má koma í veg fyrir slík mistök fyrirfram. Og æsk- an vill þar rétta kirkjunni örv andi hönd, ef kirkjan og prest- arnir sýna henni skilning, og umburðarlyndi. Þetta sannar síðasta mót Ungmennasam- bands íslands á Laugarvatni á hinu fegursta hátt. Forseti þess er og hefur verið prestur um mörg ár. Sr. Eiríkur Eiríksson á Þingvöllum hefur þar ekki til einskis unnið, þótt oft hafi verið erfitt að sjálfsögðu og ekki allt hverju sinni eftir beinum óskum. Og mun það ekki óvenjulegt kannske ein- stakt í menningu þjóðar og starfsemi kirkju, að prestur stjórni fjölmennustu og við- feðmustu æskulýðssamtökum hennar. En svona er íslenzka kirkj- an enn þá. Og þar má ekki verða brestur á. Tengsli æsk- unnar og kirkjunnar þurfa að verða sem mest. Það verður báðum til heilla. Útisamkomur unga fólksins á sumrin þurfa að fá sinn fasta kirkjulega blæ eins og Álfa- skeiðsmótið. Og handbók eða helgisiðabók kirkjunnar þarf að eiga sérstakt form til að leiðbeina og áminna um sem bezt fyrirkomulag slíkra út hafna bæði i sálmavali til söngs og Ritningarköflum til lestrar Fjallræðan fræga var flutt af sjálfum Veistaranum i fjalls Framhald á bls II' Sextugur í dag: Jóhann Fr. Sigvaldason BrekkuBæk Jóhann Frímann Sigvaldason, bóndi á Brekkulæk í Miðfirði, er sextugur í dag, 1. ágúst. Hann er eitt af mörgum börnum hjónanna Sigvalda Björnssonar og Hólmfríð ar Þorvaldsdóttur, er lengi bjuggu á Brekkulæk. Sigvaldi var sonur Björns Sigvaldasonar bónda á Úti bleiksstöðum og víðar og Ingi- bjargar Aradóttur konu hans, en Hólmfríður var dóttir hjónanna Þorvalds prests Bjarnarsonar á Melstað og Sigríðar Jónasdóttur. Þegar Jóhann var rúmlega tvítugur fór hann til náms í Hvít árbakkaskólann. Að lokinni skóla vist þar fór hann til Þýzkalands og var þar um tíma við nám og störf, en kom heim vorið 1930. Sumarið 1929, þegar Jóhann var í Þýzkalandi, fór hann í ferðalag til Balkanskaga, austur í Litlu- Asíu og til Ítalíu, ásamt nokkrum ungum Þjóðverjum. Ferðafélagar hans voru fimm stúdentar, tveir iðnfræðingar og einn bókhaldari. Nú Jpykir ekki tíðindum sæta þó að íslendingar bregði sér austur að Svartahafi og jafnvel enn lengra út i veröldina, en í fjar- lægar heimsálfur fara menn nú í loftköstum á örskömmum tima. Fyrir 36 árum voru ferðalög með allt öðrum hætti, langtum erfið- ari og tímafrekari. — Jóhann skrifaði síðan bók um ferðalagið, og nefnist hún Ferðasaga Fritz Liebig. í upphafi ferðarinnar gerðist það, að t þega-rf;þei»rifélgga)3K Wtrju samap komnir til að stígaánn..ú járnbrautarlest, sem átti að flytja þá fyrsta áfangann, fannst ekki vegabréfið hans Jóhanns. það hafði verið sent til Berlínar, og glatast þar. Nú var ekki gott í efni, því að lestin var rétt á för- um og enginn tími til að ná 1 ný skilríki handa íslendingnum. Voru því horfur á að hann yrði að sitja eftir, og mundi honum hafa þótt það mjög illt. En þá kom upp að á járnbrautarstöðinni voru nokkur vegabréf í óskilum. Tóku þeir félagar það ráð, að velja eitt i af þeim handa Jóhanni. Á því vega bréfi var nafnið Fritz Liebig frá Breslau, og er hér fengin skýring á heiti ferðabókarinnar. Þarna var djarft teflt hjá þein ungu mönnum, en Jóhann slapp fram hjá lögreglumönnum allra þeirra landa, sem þeir fóru um, undir nafninu Fritz Liebig. Var hann þó oft kynntur sem íslendingur á ferðalaginu. í ferðabók Jóhanns segir frá för Hþeirranfiélaga < um ' imörgf'lönd'- frá því áéint írrjúlí og fram í septém- ber. Þeir höfðu fjármuni af skorn um skammti, og ferðuðust því svo ódýrt sem unnt var. Fóru með járnbrautum, bifreiðum, hestvögn um og fótgangandi. Oft sváfu þeir | i tjaldi um nætur, og fengu ódýra ! gistingu í skólahúsum. Komust á hæsta tind fjallsins Tatra, sem er talið 540 metrum hærra en hæsta fjall íslands, en voru svo óheppn- ir að þar var svartaþoka. Margt bar þeim fyrir augu og eyru í ferðinni, en oft voru þeir þreyttir og ákaflega þyrstir á göngunni. En sá þeirra, sem þeir höfðu kos- ið fararstjóra, bannaði þeim að drekka vatn, því að það taldi hann stórhættulegt. í þeim löndum, er þeir fóru um, hittu þeir oft Þjóð- verja, sem þar voru búsettir, og fengu mjög góðar viðtökur hjá þeim. — Ferðasaga Jóhanns gef- ur góða lýsingu á löndum og fólki, og er krydduð með gamansemi, svo að hún er skemmtilestur. f niðurlagi bókarinnar segir höf undur, að þott gaman sé að fara til annarra landa, sé meira gaman að koma heim. Og Jóhann Sig- valdason kom heim. Hann hefur búið í meira en 20 ár á jörðinni, þar sem hann var fæddur og upp alinn. Jóhann lauk prófi frá Kennara- skóla fslands árið 1936. Síðan stundaði hann barnakennslu í sveitum í báðum Húnavatnssýsl- um, austur í Hjaltastaðaþinghá, norður á Tjörnesi og vestur í Dýrafirði. Heyrt hef ég að í því starfi hafi hann lagt sérstaka rækt við móðurmálskennsluna, enda ágætlega að sér í þeirri grein eins og fleirum. Hann hóf búskap á Brekkulæk 1942, og hefur búið þar síðan. Kvæntist árið 1947 frænd- konu sinni, Sigurlaugu Friðriks- dóttur frá Stóra-Ósi. Eiga þau fjög ur börn á aldrinum 6—15 ára. Og áður en Jóhann kvæntist eign- aðist hann einn son. Jóhann. á Brekkulæk er dugn- aðarmaður að hverju sem hann gengur. Hefur þó ekki verið heilsu hraustur. En þó að alvara lífsins hafi ekki farið fram hjá garði hans, er hann gæddur þeim ágæta hæfileika að sjá broslegu hliðina á tilverunni, og því er alltaf gam- an að eiga tal við hann. Ég sendi Jóhanni og fjölskyldu hans beztu heillaóskir í tilefni af sextugsafmælinu. Skúli Guðmundsson. 85 ára í dag: KRISTJAN S. JONSSON Aldraður vinur minn og kunn- ingi Kristján Sumarliði Jónsson í Ólafsvík er 85 ára í dag 1. ágúst. Langar mig að senda honum nokkrar línur, þótt allt verði það í molum, margra hluta vegna. Kristján er fæddur í Bárðarbúð við Hellna á Snæfellsnesi 1. ágúst 1880. Voru foreldrar hans hjón- in Herdís Árnadóttir og Jón Daní- elsson þá búandi í Bárðarbúð. Herdís móðir Kristjáns varð fyrir þeirri sáru raun, að missa mann sinn með sviplegum hætti sumarið 1883. Drukknaði hann ásamt fleir um, í blíðskaparveðri, á leið úr kaupstaðnum á Búðum, með þeim hætti, að bátinn bar á sker eða flúð, sem flætt var yfir, skammt fyrir framan Hellnaplássið. En svo voru þeir bæir nefndir í daglegu tali, sem stóðu á Hellnanesinu (Kveifarnesinu). Bárðarbúð og Vætuakrar svo og þær búðir er þeim fylgdu Má nærri geta, hve nörmuiegt slys það var fyrir unga konu með þrjú kornung börn. Kristján þá aðeins tæpra þriggja ára. og tvær dætur. Þá bar hæst þá plássbændur Ólafsvík Helga sjálfseignarbónda, Árnason í Gíslabæ, kona hans var Kristín Grímsdóttir frá Hellu í Bervík, og Ólaf óðalsbónda og smið, Ólafs- son Skjaldartröð, en kona hans var Kristín Daníelsdóttir föður- systir Kristjáns. Til þeirra mætu hjóna Kristínar og Ólafs fór hann skömmu síðar, og ólst upp á því fjölmenna rausnarheimili hjá frænku sinni. Það er ekkert of sagt að heim- ilið í Skjaldartröð var þá, og fyrr og síðar eitt af ríkustu og merk- ustu heimilum í Breiðavíkur- hreppi, og skorti Kristján hvorki klæði né fæði i uppvext- inum. heldur þvert á móti, að eigin sögn, meiri matur en hann hafði rúm fyrir, og þakkar hann það, hversu vel hann var undir lífsstarfið búinn. En nokkuð varð að gjalda í staðinn Börnum og unglingum var ekki hlíft þá við þrotlausa vinnu og erfiði. Og varð Kristján ungur að taka þátt i bar áttu lífsins, og mun ekki hafa verið hár i loftinu, þegar hann varð að tak, til hendinni við þau daglegu störf, sem börnum voru ætluð. og þætti þrældómur nú. Aðal lífsstarf hans varð þó á sjónum, og mætti þar um skrifa merka og langa sögu. Þeim þætti í sögu hans og starfi vil ég helzt sneyða hjá, enda ófróður um störf er lúta að sjómennsku, og ókunn- ur honum á þeim árum. Og held- ur ekki grunlaus um að góður kunningi okkar geri þeirri sögu góð skil á öðrum stað. Herdís, móðir Kristjáns giftist síðar Guð- mundi Vigfússyni í Melabúð við Hellna, og eignaðist þrjár dætur með honum. Af systrum hans eru nú á lífi Ingibjörg búsett í'Hafn- arfirði og Elínborg búsett í Réykjavík. Kristján flutti ungur frá fósturforeldrum sínum, eða ár ið 1896, og lá leið hans þá hingað til Ólafsvíkur, þar sem lífsstarf hans hófst fyrir alvöru. Varð hann þá brátt útgerðarmaður á útvegi þeirra bræðra, Björns og Guð- mundar Magnússonar hér i Ólafs- vík, en önnur merking mun nú vera á því orði nú til dags. Var hann í öll sín mörgu ár veiðinn og heppinn á sjónum, og gjöfull á fenginn afla í fjöru, sem og oft hefur verið mörgum brýn nauð- Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.