Tíminn - 01.08.1965, Síða 11
SUNNUDAGUR 1. ágúst 1965
TÍEVSBNN
11
35
og fallið þar fyrir töfrum ungu stúlknanna og tekið þær
með sér til lands Miðnætursólarinnar. Það er sama, hvernig
þetta átti sér stað, enn í dag bera framkoma, útlit, tals-
máti og kímni íslendinganna greinilega vott um írsk áhrif.
Sumir hafa meira að segja gengið svo langt, að tala um
írsk áhrif, sem fram komi í fegurð, litauðgi og stíl ís-
lendingasagnanna. Þessar sögur, sem varðveitzt hafa í frum
riti í meira en þúsund ár, eru enn gefnar út í stórum
stíl, og hvert barn á íslandi hefur lesið þær vandlega. „Saga“
þýðir orðrétt „skrifuð frásögn,“ eða frásagnir hetjusagna,
eins og sögumennirnir sögðu þær á þeim dögum, þegar
enn var ekki farið að skrifa niður frásagnir, helzta form
skemmtunar var að segja sögur. Mikið var sótzt eftir að
fá í veizlur og á samkomur ímyndunarríka menn, sem gædd-
ir voru leikrænum hæfileikum og kunnu að segja frá. Því
meiri hæfileikum sem slíkir menn voru gæddir, þeim mun
eftirsóttari voru þeir, og síendurteknar frásagnir þeirra
greiptust svo vel í minni heillaðra áheyrenda að þeir endur-
tóku sögurnar síðar fyrir börn sín. Mörgum mörgum ár-
um síðar voru þessar sögur færðar í letur og hinum upp-
runalega stíl og orðalagi dyggilega fylgt.
Þrátt fyrir það að uppruni íslands byggist á deilum er
landið hlutlaust að svo miklu leyti sem slíkt er mögulegt
í dag. Samt er landið í hers höndum og fjöldi aðkomu-
hermannanna er svo mikill að menn eru farnir að óttast
að áhrif þeirra kunni að stefna í hættu sjálfstæðistilfinn-
ingunni sem ríkt hefur meðal landsmanna öldum saman.
Stjórnmálasögu íslands má rekja aftur til þeirra daga er
fáar þjóðir í heiminum höfðu komið á hjá sér skipulögðu
stjórnarfari eins og því sem þetta litla land hafði þá.
Alþingið (löggjafarþingið) er elzta þing, í hgjminum. Sai
komustaðurinn var kallaður .’Thingvelír eða Thíngve^Il
„thing“ ÞÝÐIR AÐ SEGJA.“ Þettá var samkomustaður 'í
undir beru lofti þar sem hraunhellur og skorningar mynd-
uðu áheyrendapalla' og hljómburðurinn var einstaklega góð-
ur fyrir allar þær ræður sem fluttar voru samtímis á meðan
á þinginu stóð. Þingin eða fundirnir voru fjölmennir og
sóttu þá allir landsmenn og ef til vill fylgdu fjölskyldur
nar heimilisfeðrunum til þings líka því þetta voru há-
tíðir um leið og þingin voru þýðingarmikil. Fólkið kom
annað hvort gangandi eða ríðandi á hestbaki og bjó um
sig á Þingvöllum til þess að„þinga“ eða hlusta á hvað
leiðtogar þess eða talsmenn höfðu að segja varðandi lögin
sem ríktu í landinu. Stjórnmálafrelsið sem það unni svo
heitt glataðist þó og varð ekki endurheimt þar til árið
1918 þegar ísland varð enn einu sinni sjálfstætt með samn-
ingsgerð við Danmörku.
Litlar eða engar breytingar hafa átt sér stað á tungunni
í meira en þúsund ár. Hún er hin upprunalega fornnorska
og þar af leiðandi tærasta skandinavíska málið. Eftir að
hafa heyrt bandarísku hermennina okkar heyja stríð við
þetta tungumál (eins og ég gerði reyndar líka) komst ég
að þeirri niðurstöðu að það væri ekki auðvelt viðureignar,
Það er ekki sérlega erfitt fyrir þá sem geta talað eitthvert
hinna Norðurlandamálanna eða þá þýzku, enda þótt íslenzka
hljómi ekki líkt þýzku eða yfirleitt nokkru tungumáli, þá
eru til þýzk og íslenzk orð, sem eru mjög líkt skrifuð
og þýða það sama. Málið er mjúkt og með mikla hrynjandi
og mætti teljast syngjandi, ef ekki kæmu fyrir blísturshljóð.
sem mikið ber á í samræðum. Fáeinir brezkir eða banda-
rískir hermenn hafa lært málið til hlítar, aðallega þeir,
sem hafa verið með „stulkan“ („1“ og„n“ eru hljóðlaus),
eða nánar tiltekið innfæddum stúlkum. En flest okkar urðu
að láta sér nægja einföldustu kveðjuorð eins og „Gothan
dag,“ „Bless“ „Thakafirra" og „Skillikki." í öllum tungumal-
um fyrirfinrist eitthvert „okey“ og á íslenzku heitir það
„alt-ee-ligh-yi.“
Ef reyna á að lesa íslenzku, rekst maður á alls konar
undarlega litla stafi, sem ekki eru bornir fram á þann
hátt, sem maður heldur — og í mörgum tilfellum virðast
þeir ekki vera framberanlegir. Ég lagði mig alla fram, og
komst svo langt að fá að vita að skringilega útlítandi „p“
var borið fram „th“ og að jafnfurðulegt ..o“ með ein-
. hve.rju, spm líktist .mest krosslögíium sverðum fyrir ofan,
. Vár-í raún'og veru ekki annáð enj'„d“.. kánnsiyé hefði þetta
1 ekki orðið erfitt viðureigriar, ef ylð hefðum orðið að reiða'
okkur á íslenzku í samskiptum okkar við fólkið. En það
var ekki nauðsynlegt fyrir okkur. Enska er skyldunámsgrein
í framhaldsskólum, og íslendingar eins og bræður þeirra
í Skandinavíu, leggja mikla rækt við að læra erlendu tungu
málin.
Fólk spyr mig oft að því, hvort ég hafi ekki notið þess
að vera í landi, þar sem ekkert er um skordýr. Ég myndi
ef til vill njóta þess, en ég á enn eftir að kynnast því
Rest hest koddar
Endurnýjum gömlu sængurnar.
Eigum dún og fiðurheld ver,
æðardúns og gæsadúnssængur
ag kodda af ýmsum stærðum.
- PÓSTSENDUM —
Dún- og
fiðurhreinsun
Vatnsstig 3 — Simj 18740
(Örfá skref frá Laugavegi)
f huganum, eins og hún hafði séð
hann á golfvellinum nokkrum tím
um áður. Stóran og sterklegan,
og samt svo drengjalegan og gol-
an ýfði dökkt hár hans. Kúlan
hennar hafði lent í leðju og hún
sökk í aur upp undir hné, þegar
hún hljóp til að ná í hana. Hún
leit kringum sig íráðaleysi, hvort
hún sæi ekki Druce og þá fann
hún allt í einu að hann hóf hana
á loft og bar hana upp á grasið
aftur. Hann hélt henni í fanginu
nokkrum sekúndum lengur en
þörf var á. Aðeins nokkrum sek-
úndum — en þó voru þær heil
eilífð, fullar ofvæni og eftirvænt-
ingar. Hún hafði fundið hjarta
hans slá við brjóst sér, hjörtu
beggja slóu hart og títt. Þá sleppti
hann henni. — Þetta skal ég ekki
gera aftur, sagði hann hikandi.
— Það væri að skora forlögin á
hólm Hún hló hikandi, skamm
aðist sín fyrir hvernig henni hafði
orðið við. Hvað mundi hann segja,
ef hann vissi . . . En hann vissi
ekkert um tilfinningar hennar —
grunaði ekkert.
Þegar hún hugsaði til Þessa dags,
sem nú var liðinn, fann hún að
hún hafði notið til fulls allra þess-
ara sólskinsstunda, sem hún hafði
verið með Pruce. Notið þeirra
betur en hún hafði ímyndað sér
að hún mundi gera. Þó hún væri
ekki fyllilega sæl, var hún að
minnsta kosti sælli núna en hún
hafði verið lengi.
— Segðu mér frá nýjasta sig-
urvinningnum þínum, sagði Ray
og bar ilmvatn bak við eyrna-
sneplana.
— Ég ætla að borða miðdegis-
verð með honum í kvöld, og á
eftir ætlum við að dansa i spila-
vítinu, sagði Maflada hrifin.
— Mér sýnist á vaxtarlagi hans,
að hann muni dansa ágætlega. En
þú þekkir hann annars, bætti hún
allt í einu við
— Hvað heitir hann? spurði
Ray, en hún vissi ósjálfrátt svar-
ið áður en hún hafði lokið við
spuminguna.
— Monty Jermaine, sagði Maf-
alda. — Er það ekki fallegt nafn?
— Monty, stamaði Ray. Hún
hélt fast í stólbríkina og fann að
hún skalf frá hvirfli til ilja.
Mafalda leit hissa á hana.
— Hvað gengur að þér? spurði
hún. Ray var fljót að jafna sig.
— Ég sá hann talsvert oft í Bost-
on, sagði hún.
— Þá veiztu, hve dásamlegur
hann er.
— Já, ég veit það, sagði Ray
og varirnar titruðu eins og hún
ætlaði að fara að gráta. Hún fann
hvernig Mafalda góndi á hana og
reyndi að brosa. En það varð
bara gretta.
Ray tók varla eftir, þegar Maf-
alda fór út. Hún var í miklu upp-
námi. í kvöld varð hún að vera
falleg og glæsileg.
Þegar Druce drap á dyr til að
sækja hana í matinn lét hún hann
bíða þar til hún var tilbúin og
flýti sér fram í ganginn. Annars
var hún vön að bjóða honum inn
fyrir, en í kvöld gat hún ekki
komið sér til þess. Ekki úr því
að Monty var kominn.
Druce kvartaði ekki undan að
þurfa að bíða. — En hvað þú ert
falleg í kvöld, sagði hann bara.
’■— Lízt þér vel á nýja kjólinn?
Ég keypti hann í Biarritz fyrir
nokkru, sagði hún og brosti.
Hann horfði hugsandi á hana.
— Það er ekki kjólnum að þakka.
Hún roðnaði dálítið. — Þá er
það kannski hárgreiðslunni?
Hann hristi höfuðið. —Ég hef
ekki litið á hárið á þér. En það
ert þú sjálf, Ray. Það er eitthvað
sérstakt við þig í kvöld.
Roðinn í kinnunum ágerðist.
— Eigum við ekki að koma niður,
sagði hún létt.
Á leiðinni niður stakk hún upp
á að þau fengi sér kokkteil á
barnum áður en þau börðuðu. í
rauninni langaði hana ekki í kokk-
teil, en hana langaði að fresta
því sem lengst að fara inn í mat-
salinn. Og þó þráði hún það ósegj
anlega mikið. Þegar hún fékk ís-
kaldan drykkinn í græna glasinu,
teigaði hún úr glasinu og horfði
síðan óþolinmóð á Druce, sem fór
sér hægt.
— Komdu, við skulum flýta okk
ur, sagði hún uppvæg.
— Hvers vegna liggur þér
svona mikið á? spurði hann hissa.
Auðvitað hafði hún enga ástæðu
til að láta sér liggja á. Það var
aðeins þessi óstjórnlega þrá eftir
að sjá Monty aftur. Hjartað ham-
aðist svo ákaft, að hún átti bágt
með að ná andanum. Hún reyndi
að hlæja og sagði, að þeir sem
kæmu síðast inn, fengju lélegasta
framreiðslu.
— Það er gaman, að þú skulir
loksins vera farin að hafa ánægju
af mat, sagði Druce þurrlega.
Þetta fannst henni svo broslegt,
að það lá við að hún skellti upp
úr.
Hún beið í ofvæni og hver taug
titraði þangað til hún kom auga
á hann. En þá var eins og allt
dytti í dúnalogn. Það færðist
þreytumók yfir hana og hennni
fannst hún hafa orðið fyrir von-
brigðum. En eftir nokkrar mín-
útur hafði hún náð sér aftur. Það
var líkast og hún hefði verið ofan
: í öldudal, væri nú komin upp
| á faldinn aftur. Hún hló og gerði
i að gamni sínu og bað Druce að
; panta kampavín.
i — Ertu að halda upp á eitt-
ihvert afmæli í kvöld, Ray? spurði
hann hlæjandi. — Og hvaða af-
mæli er það?
— Tilefnið er, að ég sigraði
þig í golfi í dag.
Hann tók allt í einu í höndina
á henni og þrýsti að. — Ég vildi
óska, að ég gæti fagnað mínum
sigri yfir þér, hvíslaði hann.
Hún varð ekki fyrir neinum
áhrifum af handtakinu, hún tók
varla eftir, að hann sat þarna við
borðið. Allur hugur hennar var
hjá Monty.
Hann sat stutt frá með Maf-
ölu. Hann virtist. fölari en hann
átti að sér. Augnaráð hans var
eins og óráðin gáta, en samt vissi
hún, að hann var sér jafn greini-
lega meðvitandi um nærveru henn
ar þarna, og hún var um hans.
— Mafalda hefur náð sér í nýj-
an mann í völd, sagði Druce.
— Mér finnst ég einhvern veg-
inn kannast við hann, en þó kem
ég honum ekki fyrir mig.
— Ekki það? Það er hr. Jer-
maine. Hann var á dansleiknum
hjá frænku . . . Ray tókst að gera
i röddina alveg eðlilega.
— Var hann það? sagði Druce
hugsandi. — Þá hefur það verið
1 þar, sem ég hef séð hann. Skrítið,