Tíminn - 01.08.1965, Qupperneq 13

Tíminn - 01.08.1965, Qupperneq 13
SUNNUDAGUR 1. ágúst 1965 TIMINN 13 MINNING MagnúsVigfússon frá Vatnsdalshólum ,Fallinn er í valinn vel gefinn dugnaðarmafiur, sem bar með sér mörg beztu einkenni aldamótakyn slóðarinnar: framsóknarhug, bjart sýni og sjálfstæðisvilja. Magnús var fæddur að Vatns- dalshólum 8. okt. 1881. Foreldrar ar hans voru Vigfús Filippusson, fæddur að Bjólu í Rangárþingi og Ingibjörg Björnsdóttir, fædd að Auðkúlu í Svínavatnshreppi. Hún var skagfirzk í föðurætt og átti þar margt frænda. Vigfús var al inn upp í Vatnsdal í Fljótshlíð hjá Magnúsi sýslumanni Stephen sen (Stefánssyni) og hefur lík- lega farið norður í Húnavatnssýslu með Stefáni syni hans, sem bjó í nokkur ár að Holtastöðum og hafði umboð Þingeyrajarða. Þau Vigfús og Ingíbjörg reistu bú í Vatnsdalshólum 1877. Það er lítil jörð, en notadrjúg og bæjarstæði eitt hið fegursta og sérkennilegasta á þessu landi. Lax veiði var þar ágæt í Skriðuvaði og silungsveiði í Hólatjörn, en svo heitir enn sá hluti Flóðsins, er liggu rupp að Hólatúni. Vigfús var smiður góður og löngum að heiman við smíðar. Hvíldi þá bú stjórn mjög á húsfreyjunni og svo börnunum, þegar þau stálpuðust. Þau Hólahjón eignuðst 5 börn, er náðu fullorðinsaldri, þrjá syni og tvaer dætur. Þau eru nú öll lát in nema Kristján, sem énn býr í Vatnsdalshólum ásamt dóttur sínni og tengdasyni. Magnús var orðinn 24 ára, er hann fékk aðstöðu til að fara til náms í Hólaskóla. Lauk hann þar prófi vorið 1905. Honum var eink um sýnt um búfjárfræði, enda var Sigfríð Bjarn- ey Thorlaoius F. 8. apr. 1933. D. 18 apr 1965. ,,Drottinn þú rannsakar og þekkir mig“ Höfundur lífsins herra ljósanna heyr þú mitt bænakall. Barnið þitt er brotið og þjáð. Eg bið við þinn fórnarstall. Herra lífsins höfundur rósanna, hér er í veikleíka sáð. Eg uppskerulaunin örugg legg í athvarf þitt Guðleg náð. Kveð.ia frá foreldrum. hann löngum helzti dýralæknir í nágrenni sínu, meðan hans naut við. Hestamaður var hann ágætur og löngum dómari á hrossasýning um eða forstöðumaður. Þrítugur að aldri hóf Magnús búskap í Vesturhópshólum, en fluttist eftir tvö ár að Þingeyr um og hafði fengið jörðina leigða hjá Sturlubræðrum í Reykjavík. Þingeyrar höfðu verið á hrak hólum síðan Hermann Jónasson fpr þ.a^an, veiðin jafnan nýtt, en hálfgert hokur á heimajörðinni. Nú skipti um, er Magnús kom þangað, og jafnframt kom í ljós hörkudugnaður og hagsýni, sem hann átti til að bera, er hann fékk verkefni við sitt hæfi. Magnús bjó aðeins þrjú ár á Þingeyrum, en mun hafa efnazt allvel á þeim tíma. Voru Þær systur hans, Ingiríður og Kristín, fyrst fyrir búi hans, en síðar Guð- rún Jóhannesdóttir, ættuð af Vatnsnesi, og varð hún upp frá því lífsförunautur hans. Ásgeir L. Jónsson ráðunautur hefur látíð svo um mælt við undir ritaðan, að síðan Ásgeir afi hans leið, hafi enginn í raun og veru valdið búskap á Þingeyrum nema Magnús. — Jörðin er kostamikil en nokkuð erfið. Vorið 1914 seidu Sturlubræður Þingeyrar. Magnús gat ekkí notað forkaupsrétt sinn eða varð af hon um fyrir slysni. Honum var líka byggt út af jörðinni og gefið að sök að hafa fargað heyi og eldi- við til nágranna, en það hefur löngum verið útbyggingarsök leiguliðum. — Urðu af þessu ill- víg málaferli, sem enduðu með því, að Magnús varð að fara frá jörðinni. Síðan eru liðin 50 ár. Á því tímabili hefur margt gerzt og margt breytzt. sem kunnugt er. En um og upp úr 1914 lágu bú- jarðir ekki á lausu á stríðsár- unum festu margir kaup á jörð um á svo háu verði, að þeir risu ekki undir að greiða þær. Magnús hætti sér ekki í slíkt óráð, enda ætla ég ekki frítt um, að fram girni hans hafi lamazt að nokkru við hina sviplegu brottför frá Þingeyrum. Hann var fyrstu ár in í Vatnsdalshólum, en varð mjög að sækja slægjur til góð búa í dalnum. Síðan bjó hann um skeið í Klömbrum í Vesturhópi og á Breiðabólssstað, en þar eftir áttu þau Guðrún heimili að Refs steinsstöðum í Miðhópi, og var Maenús þá iafnframt oddviti Þor kelshólshrepps um átta ára skeið. Síðustu árin átti Magnús heima að Hvoli hjá Jósef syni sínum, er þar býr, og þar andaðíst Guðrún kona hans vorið 1962. Þau Magnús og Guðrún eignuð ust sex böm og haaf hlotið barna lán. Elzti sonur þeirra, Sigurður er múrari og búsettur á Siglufirði. Dóttir þeirra, Hólmfríður, er hús freyja að Efri-Þverá í Vesturhópi, Jósef býr að Hvoli í sömu sveit, Jóhannes að Ægissíðu á Vatnsnesi, Vigfús að Skinnastöðum á Ásum, og yngsti sonurinn, Þorgeir, er bílstjpri í Reykjavík. Öll hafa þau erft dugnað for- eldra Sinna og auðsær stórhugur ríkir á bújörðum þeirra og snyrti mennska á heimilum. Þau Magnús og Guðrún hafa skilað sveitinni sinni góðum arfi. ! Magnús Vigfússon var mikill á ' velli, beinvaxinn og hinn vörpu- : legasti. Léttur var hann í máli og hvergi vílgjarn. Hann hélt fast á máli sínu og átti til að vera ein- jþykkur nokkuð. Merkur Húnvetn- ingur og nágranni Magnúsar, Helgi E. Thorlacius, hefur lýst honum á þessa leíð. og hygg ég þá lýsingu rétta: „Magnús er maður hreinskipt inn og í alla staði drengskapar maður, einarður og sannmáll, vill aldrei halla máli, er hann álítur rétt vera, en að sjálfsögðu held ur hann líka fast við skoðanir sínar.“ Mér er sagt, að þau Magnús og Guðrún eigi. nú yfir 40 afkom- endur iá lífi. Hinir miklu eðliskost ir þeirra beggja munu lifa í niðj um þeirra. Þannig lifir maðurinn, þótt hann deyi. Friður sé með moldum Þínum, gamli heiðursmaður. , Jón Eyþórsson. Kristjáns vinar míns um lífsföru naut sinn. Síðan hef ég stundum komið til Kristjáns, þó ekki nógu oft sem skyldi, og allra sízt til að geta skráð nokkuð, sem fengur ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Framhald af bls. 8 hlíð. Sagan um sáðmanninn og margar fleiri úr bát, predikun- in um alls staðar nálægð Guðs við brunninn utan við borgin að ógleymdu öllu, sem hann sagði í veizlum og manna mótum. Hann gat alls staðar haft sinn predikunarstól. Heill íslenzkri kirkju og hverjum ís- lenzkum presti, sem fetar í fót spor hans. Gleymum ekki að vígja honum gleðina, þá geng- ur allt vel. ! Arelíus Níelsson. ! 85 ÁRA Framhald af bls. 8 i syn. Hér kynntist hann konu i sinni, og gengu þau í hjónaband um vorið 1902. Hét hún Lára Elí- asdóttir, og er nú látin fyrir fá- um árum, eðax5. maí 1961. Leigðu þau sér fyrst íverustað í húsi Jóns hreppstjóra, Jónsson- ar, á Gimli í Ólafsvík. Kona hans var Ingveldur Hjálmarsdóttir frá Mýrum í Eyrarsveit, og urðu kynn in við þau ágætu og merku hjón, svo náin og góð, að þau Lára og Kristján létu son sinn bera nafn hennar. En vanaföst og siðavönd var gamla Ingveldur á Gimli, og vildi hafa reglu á hlutunum í sínu húsi. Helzt átti húsum, sem hún réði yfir að vera lokað ekki seinna en níu að kvöldi, enda dagurinn tekinn snemma. Minnist hann þessa oft, með góð- látri kímni, hve hún réði miklu um það, en allt var það árekstra laust. Og líka allra orð, sem Ing- veldi á Gimli muna, að þar hafi farið mæt kona og gegn. Einn af helztu „snikkurum“ í Ólafsvík um og eftir aldamótin var Finnbogi Þorkelsson í Hlíð- arhúsi í Ólafsvík. Finnbogi var frá Miðdalsgröf í Strandasýslu, og átti hér heima um nokkur ár. Kona hans var Karólína Guðrún Arngrímsdóttir. t>au hión flutt.u til Vesturheims um 1907, bjuggu í Winnipeg og í Heyland í Manitoba Kanada, en | eru nú löngu dáin. ! Þó þetta sé nú hálfgert innskot 1 og frá efninu, þá er gaman að | þekkja sögu hvers húss. En Finn- bogi byggði hús þeirra Láru og Kristjáns 1902, en það stendur enn á sínum gamla og góða stað. Á þeim árum þótti sá bær af- skekktur og langt frá allri byggð, en hann stóð hátt, og sást vítt og breitt yfir hafið og nágrennið. Nú er þó svo komið að hann má kallast inn í miðju þorpi, svo hef- ur byggðin teygt úr sér og mikið lengra en það. Allan sinn búskap bjuggu Lára og Kristján í bæn- um sínum, og þar voru öll börn þeirra fædd, átta að tölu. Fjögur þeirra dóu ung, sum ný fædd. Tvö glæsileg og mannvæn- leg börn misstu þau um eða innan við tvítugs aldur, Lárus og Elsu. Varð það þeim hjónum þungt og erfitt áfall, er aldrei fyrntist yfir, og skyldi eftir djúp hjartasár. Á lífi eru: Ingólfur, skipstjóri í Reykjavík, giftur Aðalheiði Þor- steinsdóttur. Eiga fjögur mann- vænleg og uppkomin börn, og Runólfur, búsettur f Ólafsvík, gift ur Jóhönnu Ögmundsdóttur. Eiga fjóra myndarlega syni. Hjá þeim dvelur nú Kristján og unir hlut skipti sínu vel. Mér er enn í fersku minni, þeg ar ég flutti til Ólafsvíkur, fyrir átta árum síðan og var að skoða mig um fyrstu dagana. Hvað mér fannst litli bærinn ofarlega í þorp inu, vel um genginn og snyrtileg- ur. Lék mér mikil forvitni að vita, hverjir þar réðu hús- um. Fékk ég brátt svar við því, | að bærinn væri aldrei kallaður | annað en Kristjánshús. Og hann ætti Kristján S. Jónsson fyrrum formaður í Ólafsvík, og kona hans Lára Elíasdóttir Leið ekki löngu, þar til ég kynntist þeim, Láru þó fyrr, Kristjáni síðar. Hann var þá hættur öllum störf- um út á við, en lét sér nægja ýmislegt smávegis heima við, og þar á meðal að fegra blettinn sinn og stóran kálgarð, sem var við húsið. Lára kom þá aftur á móti í Kaupfélagið til okkar, að sækja þeirra daglegu þarfir. Man ég svo vel, hvað ég tók eftir þessari ljós- klæddu, hreinlegu gömlu konu, með hýrlega brosið í rúnum rista andlitinu. Siðar þegar ég kynntist henni betur, varð ég þess vísari, að hún átti bæði til þrek, dugnað, gleði og harma. Mikinn kærleika til þess góða, og svo samferða- fólksins. Urðum við fljótt góðir kunningjar. og entist sú vinátta okkar til endadægurs hennar. Er ég í senn glaður og þakklátur, að hafa orðið með þeim síðustu, er að lokum hélt í hönd hennar, að eins nokkrum tímum áður en stríði hennar við sláttumanninn mikla lauk, var það mér þó sízt í huga, að svo skammt væri eftir. Þar fór góð kona, sem öllum vildi gott gera, glöð og kát hverri raun. Þetta eru endurtekin arð er í úr ævi hans. Til þess þurfti miklu lengri tíma, og betri kunn- ugleika um störf hinnar hörðú lífsbaráttu fyrri tíma. Sáttur viS allt og allar situr hann í skjóli góðs sonar og tengdadóttur, nýju fallegu húsi, sem byggt var á hluta af gamla túnblettiniun hans. Enn stendur litli bærinn hans við hliðina, og sýnir mismun inn á gamla og nýja tímanum. Stundum gengur hann út, geng- ur á vit þess horfna. Fyrir aug- um sínum hefur hann mestan hluta Ólafsvíkur, og gleðst yfir að sjá þorpið sitt breytast úr fá- tæku sjávarplássi í glæsilegan ný- tízku bæ, með flestum þeim fram- förum sem nútíminn krefst. Óhjá jkvæmilega hvarflar hugurinn til i baka, til þeirra ára, er lífið var j ekkert nema strit og erfiði við óblíð náttúruöfl, hafnleysu, kúg- um og fátækt. Allt hefur breytzt, og mest til þess betra, nema hafið, hafið er á sínum stað, voldugt og máttugt, gjöfullt og blítt. Sjórinn, sem er honum kærari en allt ann- að, var honum eitt og allt, fyxir utan heimilið, konuna og börn- in. En þangað sótti hann líka flest til að geta gert heimilið að sínum heimi. Svo ósegjanlega var hann glað- ur og hreykinn, er hann sýndi mér heiðursmerkið sitt, sem hann var sæmdur nú í vor af Sjómanna dagsráði Ólafsvíkur, ásamt þrem öðrum sigurvegurum við hið mikla afl Ægis konungs. Ég hefði ekki viljað missa af þeirri stund, og óska honum ekki eingöngu til hamingju með daginn, heldur og þeim öllum öldnu köppum með verðskuldaðan heiður. Enn eru glettnissvipir í öldnu andliti hans, þrátt fyrir það að elli kerling hefur gert honum ýms ar skráveifur hin síðari ár. f hvert sinn er handtak hans traust, hlýtt og þétt, þétt eins og hann sjálfur. Að lokum vil ég tilfæra línum mínum til stuðnings, litla stöku, sem var kveðin til hans af um- komulitlum förumanni, þá hann var í æsku heima í Skjaldartröð við Hellna. Stöku, sem á sér full- komlega rétt, þó nú séu árin orð- in áttatíu og fimm. Blómgist hann um ævi og ár, auðnu með og friði. Jóni er borinn kær og klár, Kristján Sumarliði. Megi hann um ókomin ár, enr njóta þess. Magnús Karl Antonsson, Ólafsvík.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.