Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 2

Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 Ljósa svæðid er það svæði þar sem hnöUurinn kemur mögulega niður. Línurnar tikna einkennandi feril hans, en ferillinn breytist stöðugt vegna snúnings jarðar. Cosmos fellur í mánaðarlok ÍSLAND er innan þess svæðis sem mögulegt er að sovéski gervihnötturinn, sem á nú i erfiðleikum falli á, samkvæmt því sem kemur fram í grein í tímaritinu Time 17. janúar. Enn sem komið er, er ekki hægt að reikna út hvar hann kemur niður, ef tilraunir til þess að koma i veg fyrir að hann falli til jarðar fara út um þúfur, en í rauninni er þar inni í dæminu mikill hluti hnattarins, svæði sem nær frá Norður-Grænlandi allt að Suðurheimskautinu. Það, sem veldur mönnum einkum áhyggjum í samhandi við hrap hnattarins, er kjarnaofn sem hann hefur innanborðs. Cosmos 1402, en svo er hnötturinn kallaður, er nú í um 150 mílna hæð yfir jörðu og fór þá umhverfis jörðina á* 89,3 mínút- um. Eftir því sem hann nálgast jörðina verður auðveldara að reikna út hvar hann kemur niður og þegar hann fer hringferðina á 87,4 mínútum, er talið, að hægt sé að reikna út hvar og hvenær hann kemur niður með nokkurri ná- kvæmni. Ekki ber mönnum saman um hversu mikið af hnettinum muni koma niður og hversu mikið brenna upp í andrúmsloftinu. Sov- étmenn segja, að hann muni brenna upp, en fulltrúar Banda- ríkjastjórnar telja, að geislavirkir hlutar hnattarins muni ná til jarð- ar. Talið er, að það verði í lok mán- aðarins, ef til vill um 24. janúar. Rostungurinn á Rifshöfn: Valli eða Vallý? ROSTUNGURINN í Rifshöfn var við góða heilsu í gærmorgun og tók hið bezta á móti þeim Sæmundi Kristjánssyni og Ólafi Rögnvalds- syni þar sem hann flatmagaði á yztu klettum Norðurgarðs árdegis. Þeir áttu aðeins tvo til þrjá metra ófarna til hans er hann renndi sér í sjóinn og hélt áfram fæðuöflun, en frá því hann kom í höfnina hefur hann verið drjúgur við þá iðju, enda af nógum kræsingum að taka. Brezka blaðið Daily Mail hefur sýnt rostungnum mikinn áhuga og^ gerir því skóna eins og fjölmargir' hérlendir að þarna sé Valli víð- förli á ferðinni. Sæmundur og Ólafur höfðu myndavél í fórum sínum í gærmorgun og tókst að ná myndum af rostungnum af stuttu færi. Sólmundur Einarsson fiski- fræðingur sagði í viðtali við Mbl. í gærkvöldi að ef myndirnar heppn- uðust vel gæti hann væntanlega séð hvort rostungurinn er „hann“ eða „hún“. Ef þetta er „hann“ sagði Sólmundur líkurnar styrkj- ast fyrir því að þetta væri Valli, annars yrði líklega að nota nafnið Vallý. Samkomulag um kjördæmamálið í sjónmáli: Mesti munur milli kjördæma 1 á móti 2,6 - þingmenn 63 SAMKOMULAG virðist vera að nást milli stjórnmálaflokkanna um tillögur í kjördæmamálinu. Tillögurnar, sem stefnt er að að ganga frá í þessari viku, fela í sér fjölgun þingmanna úr 60 í 63. Kjördæmakjörnum þingmönn- um mun fjölga í Reykjavík um tvo og einnig um tvo í Reykjaneskjördæmi. Fjöldi kjördæmakjörinna verður óbreyttur í öðrum kjördæmum, fimm þingmenn í hverju af fjórum minnstu kjördæmunum, en sex í Norðurlandi eystra og Suðurlandi. Uppbótarþing- menn verða 10 og ákveðið fyrir hverj- ar kosningar, samkvæmt kjósendatöl- um, væntanlega siðustu kosninga, hvaða kjördæmi hljóta þá. Formenn flokkanna hafa fundað svo til daglega undanfarið og var reiknað með í gær að þingflokkarnir næðu saman um þessa hugmynd í vikunni. Þingmenn sem Mbl. ræddi við í gær töldu að með þessari að- ferð næðist fullt jafnvægi milli flokkanna og mun meira jafnvægi milli kjördæma. Talið er að vægi milli stærstu kjördæmanna, Reykjavíkur og Reykjaness, og landsbyggðarinnar muni með þessu verða 1 á móti 2, en á milli stærsta og minnsta kjördæmisins 1 á móti um það bil 2,6. Ný reikniaðferð verður notuð, svonefnd meðaltalsaðferð, sem byggir á því að fundið er ákveðið vægi atkvæðanna í hverju einstöku kjördæmi og farið eftir töflu sem þannig verður til í fyrsta lagi með úthlutun kjördæmasæta og síðan uppbótarsætanna. Breytilegt getur verið hvaða kjördæmi hljóta upp- bótarþingmenn, en samkvæmt kosn- ingunum 1979 færu þeir til þriggja STAÐA Verdjöfnunarsjóðs fiskiðnað- arins er nú mjög slæm. Samtals eru i sjóðnum 196 milljónir króna og sumar kjördæma, það er Reykjavíkur, Reykjaness og Norðurlands eystra. Aðrar hugmyndir hafa einnig ver- ið til umræðu, en þingmenn hafa helst hallast að þessari lausn, þar sem hún virðist tryggja mest jafn- vægi milli stjórnmálaflokkanna og kjördæma, án þess að fjölga þurfi þingmönnum meira. Óbreyttar út- reikningsreglur kalla á fjölgun upp í minnst 67 þingmenn til að samsvar- andi jafnvægi náist. deildir hans tómar eða jafnvel skuld- ugar. Til dæmis er ekkert fjármagn fyrir hendi í freðfisksdeildinni og fiski- mjölsdeildin skuldar 70 milljónir króna. Að sögn Davíðs Ólafssonar, for- manns sjóðsins, lítur dæmið því illa út og litlar líkur á því að sjóðurinn geti hlaupið undir bagga með ein- stökum vinnslugreinum, komi til verðlækkunar á afurðum þeirra. Benedikt J. Þór- arinsson látinn Verðjöfnimarsjóöur fiskiðnaðarins: Fjárhagur sjóðs- ins mjög slæmur BENEDIKT J. Þórarinsson, yfirlög- regluþjónn á Keflavíkurflugvelli, lést í Borgarspítalanum að morgni 16. janúar sl. Hann var fæddur í Keflavík 25. janúar 1921, sonur Þórarins Eyj- ólfssonar trésmiðs og Elínrósar Benediktsdóttur ljósmóður. Bene- dikt gekk í lögregluna í Keflavík 1944 og starfaði þar til 1947. 1947 gekk hann í nýstofnaða ríkislög- reglu á Keflavíkurflugvelli og var lögregluvarðstjóri til ársins 1951, er hann var skipaður yfirlögreglu- þjónn á Keflavíkurflugvelli og gegndi hann því starfi til dauða- dags. Hann útskrifaðist úr her- skóla bandaríska flughersins, Parks Air force Base, 1954. Einnig var hann við nám hjá Dönsku ríkislögreglunni í Kaupmanna- höfn árið 1961. Hann var formað- ur ungra sjálfstæðismanna í Keflavík, formaður Sjálfstæðisfé- lags Keflavíkur og varabæjar- fulltrúi í Keflavík 1961—1965. Benedikt Þórarinsson lætur eftir sig eiginkonu, Sigríði Guðmunds- dóttur, og 6 uppkomin börn. í deild fyrir frystar fiskafurðir eru nú inni um 52 milljónir, þar af er lítið sem ekkert vegna freðfisks og ekkert vegna rækju. Nær öll upp- hæðin er vegna hörpudisks, eða 16 milljónir, og humars, 35 milljónir, eða samtals 51 milljón króna. Vegna rækju var greitt úr sjóðnum snemma á síðasta ári og við það tæmdist hlutur rækjunnar. í salt- fiskdeildinni eru nú 85 milljónir, í skreiðardeildinni eru 125 milljónir og deild afurða fiskimjölsverksmiðja skuldar 70 milljónir. í heildina eru þá í sjóðnum 196 milljónir. Tekna til sjóðsins er aflað á þann hátt, að fari útflutningsverð viðkom- andi afurða yfir ákveðið mark, sem stjórn sjóðsins setur, fer ákveðinn hluti tekna umfram markið eða við- miðunarverð í sjóðinn. Fari tekjur niður fyrir markið kemur til greiðslu hluta mismunarins úr sjóðnum, ef fé er fyrir hendi. Ekki-er um færslu á milli deilda að ræða. Sigurlaug Bjarnadóttir varaþingmaður: Álít ekki að Vestfirð- ingar hafi hafnað mér ÞETTA fór fram með þeim hætti, að fundur Kjördæmisráðs Vestfjarða sl. laugardag felldi tillögu um að viðhafa prófkjör með 26 atkv. gegn 17, þvert gegn því sem almennt var gert ráð fyrir. Mér er óhætt að segja, að þessi úrslit komu mjög á óvart um alla Vestfirði og valda megnri óánægju. Þess má geta, að fjölmennur fundur í fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna á ísafirði í nóvember sl., hafði, með yf- irgnæfandi meirihluta mælt með próf- kjöri," sagði Sigurlaug Bjarnadóttir í samtali við Mbl. „Fundur kjördæmisráðsins var vel sóttur. Þó vantaði fulltrúa frá Austur- Barðastrandarsýslu og Strandasýslu — góðir stuðningsmenn mínir. Þeir komust ekki vegna ófærðar." Að felldu prófkjöri tók kjörnefnd til starfa við að raða á listann. Þar var mér einfaldlega sparkað úr þriðja sætinu og Einar K. Guð- finnsson settur í staðinn, án þess að kjörnefndin gerði sér það ómak að hafa samband við mig, sem var hér syðra, til að spyrja mig, hvort ég sæktist enn eftir þriðja sætinu, sem þeir þó auðvitað vissu. Ég hefði tal- ið það eðlileg og sjálfsögð vinnu- brögð, þar sem ég hef skipað það . sæti síðan 1974, er ég náði kjöri sem uppbótarþingmaður og hef síðan 1978 setið sem varaþingmaður ein- hvern tíma árlega og er nú starf- andi á þingi sem slíkur í veikinda- forföllum Matthíasar Bjarnason- ar,“ sagði Sigurlaug. — Hvað telur þú að hafi ráðið þessari niðurstöðu? „Ég veit varla, hvað skal segja, þetta kom mér vissulega á óvart. Þó eru viss atriði ljós. Eg hef fundið síðan 1979, að ég hef vissan andbyr innan kjördæmisráðsins fyrir vest- an. Á þessu hef ég fengið vissa skýringu. Fyrir vetrarkosningarnar 1979 hafði kjörnefnd þá um haustið samþykkt tillögu til kjördæmis- ráðsins um að viðhaft skyldi próf- kjör í kjördæminu. Kjördæmisráðið hnekkti þeirri ákvörðun kjörnefnd- ar og hætt var við prófkjör, sem þegar hafði verið rækilega auglýst í fjölmiðlum — með fyrirvara um samþykki kjördæmisráðs. Þetta vakti gífurlega óánægju í kjördæminu og dró úr áhuga flokksmanna og baráttuhug fyrir kosningarnar, „bálið slokknaði" eins og einn Vestfirðingur orðaði það. Á þeim forsendum að sigurlík- ur flokksins og um leið þriðja sætis- ins hefðu veikst verulega af þessum sökum, hafnaði ég að taka það sæti og sendi um það skriflega yfirlýs- ingu til kjördæmisráðsins. Jafn- framt lýsti ég því yfir, að ég hefði glöð tekið þriðja sætinu að viðhöfðu prófkjöri. Þá er mér tjáð af málsmetandi flokksmönnum, sem ég met mikils, bæði innan kjördæmisráðsins og utan, að það myndi veikja listann verulega, ef ég hyrfi úr þriðja sæt- inu og lagt var að mér að taka aftur ákvörðun mína — hvað ég gerði eft- ir allmikið þóf. Sú ákvörðun fannst mér sýnu erfiðari en sú fyrri. En mér var talin trú um, að með þessu leysti ég mikinn vanda fyrir flokk- inn á Vestfjörðum og það reið baggamuninn. Klofningsframboð voru þá á döfinni í tveimur öðrum kjördæmum og sundrung í flokkn- um, svo að mér fannst ekki á bæt- andi og lét því slag standa. Ég er viss um, og ég er ekki ein um þá skoðun, að flokkurinn hefði fengið meira fylgi fyrir vestan í þeim kosningum að viðhöfðu prófkjöri, þótt listinn hefði verið nákvæmlega eins skipaður. En þá gerðist nokkuð, sem ég hef ekki enn skilið. Ýmsir menn innan kjördæmisráðsins reiknuðu mér það til hringlandaháttar, að ég varð við eindregnum óskum um að gefa kost á mér í þriðja sætið, í þeirri trú að ég væri með því að leysa ákveðinn vanda flokksins í kjör- dæminu og stuðla að einingu. En þetta hefur svo fram á þennan dag verið notað gegn mér. Ég hlýt að segja eins og er, að mér finnst að afstaða mín og ákvörðun í þessu til- viki hafi verið afflutt og rangtúlkuð með óskiljanlegum og ósæmilegum hætti, sem ég á erfitt með að fella mig við og tel óverðskuldað í minn garð,“ sagði Sigurlaug. — Hvað er framundan? „Þetta er búið og gert í bili, að því er varðar uppstillingu listans. Auð- vitað þótti mér miður, að svona fór. Ég hefði viljað vinna áfram á Al- þingi fyrir Vestfirðinga — og enga fremur en Vestfirðinga. En pólitík er pólitík með bárum og boðaföll- um, stjórnmálamenn verða að venj- ast volkinu. Þetta er vissulega póli- Sigurlaug Bjarnadóttir tískur ósigur fyrir mig, og þá er bara að taka því. En hitt sárnar mér miklu meira, að góðir vinir mínir og stuðningsmenn í gegnum árin skyldu nú bregðast mér með þeim hætti sem raun varð á. Það kom mér í opna skjöldu. En fyrir utan mína eigin persónu, sem ekki skiptir hér megin máli þá er hér miklu alvarlegra mál á ferð. Það er hvernig kjördæmisráð Vest- fjarða, líklega nú eitt allra kjör- dæma á landinu, situr á rétti Vest- firðinga (og hefur gert í meira en 10 ár) til að ráða vali frambjóðenda til Alþingis með sæmilega lýðræðis-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.