Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.01.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983 a: ■'QTí Dagatal fylgiblaöanna ALLTAFA FIMMTUDOGUM Alltaf á fóstudögum ALLTAF A LAUGARDÖGUM ALLTAF Á SUNNUDÖGUM simA OG EFNISMEIRA BLAÐ! Fimm sinnum í viku fylgir auka fróóleikur og skemmtun Mogganum þínum! pinrjpwWalitlí AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Umdeild aðstoð við Guatemala STJÓRN Ronald Reagans hefur gefið í skyn að i athugun sé að veita Mið-Ameríkuríkinu Guatemala hcrnaðaraðstoð á ný og fyrst verði sendir þyrluvarahlutir að verðmæti 4 milljónir dala. Þetta hefur vakið áhyggjur í Bretlandi, þar sem Guatemala-menn hafa lengi hótað innrás í grannríkið Belize, fyrrverandi nýlendu Breta (Brezka-Honduras) sem hlaut sjálf- stæði 1981. Á sama tima hafa bandari.sk mannréttindasamtök tilkynnt að hvergi i Vesturheimi hafi mannréttindabrot verið meiri í fyrra en í Guatemala og hvergi færri en í Belize. Bandaríkjamenn hættu hern- aðaraðstoð við Guatemala í tíð Carters forseta vegna mannréttindabrota í landinu. Þá var svo komið að her landsins hafði fyrir fasta venju að myrða þúsundir saklausra smábænda og þekktir andstæðingar stjórn- arinnar voru skotnir til bana á götum úti. Reagan forseti hefur hins vegar verið staðráðinn í að efla ríkisstjórnir fjandsamlegar kommúnistum í Mið-Ameríku, einangra vinstristjórn Sandin- ista i Nicaragua og koma á lagg- irnar öflugu bandalagi ríkis- stjórna andkommúnista undlr forystu Bandaríkjamanna til að stemma stigu við útþenslu kúb- ansks kommúnisma í Vestur- heimi. Hann telur sig skuld- bundinn til að hjálpa öllum rík- isstjórnum til að berja niður uppreisnir vinstrisinna, hvort sem þær aðhyllast lýðræði eða ekki. Einræðisherra Guatemala, Rios Montt hershöfðingi, hjálp- aði upp á sakirnar með því að lýsa yfir þegar Reagan forseti ræddi við hann í síðasta mánuði að fyrir lægi „tímaáætlun" nýrra, lýðræðislegra kosninga og ástandið í mannréttindamálun- um yrði fært í betra horf. Reag- an sagði í heimsókninni að Rios Montt væri „ráðvandur maður". Heimsókn Reagans markaði breytingu á afstöðu stjórnar hans til Guatemala og banda- rískir embættismenn sögðu að mannréttindaástandið í Guate- mala hefði batnað verulega á síðari mánuðum og dregið hefði úr andstöðu bandarískra þing- manna gegn nýrri hergagnasölu til Guatemala. Kaldhæðnislegt er að sam- kvæmt nýrri skýrslu um mann- réttindamál í Rómönsku-Amer- íku, sem óháð samtök í Wash- ington, Vesturheimsmálaráðið (Council on Hemispheric Af- fairs), birtu, hafa 5—10.000 óbreyttir borgarar verið myrtir síðan Rios Montt hershöfðingi komst til valda í marz í fyrra, fleiri en í öllum öðrum löndum í heimshlutanum. Fleiri óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í Guatemala en í E1 Salvador í fyrsta skipti á síðari árum. „Fleiri saklausir óbreyttir borg- arar voru myrtir í þessum tveimur Mið-Ameríkulöndum en í öllum öðrum löndum Róm- önsku-Ameríku til samans," seg- ir í skýrslunni. Einnig segir að fleiri óbreyttir borgarar hafi verið myrtir í tíð Montt-stjórnarinnar en á sam- bærilegum tíma „í tíð fyrrver- andi stjórnar Lucas Garcia hershöfðingja, sem var almennt fordæmd". Síðan segir: „Mann- réttindahópar eru sammála um að a.m.k. 20.000 Guatemalar, meirihlutinn indíánar, hafi verið myrtir í fjögurra ára valdatíð Lucas Garcia. Flestir töldu að hvers konar breyting yrði aðeins til góðs. Morðin hafa hins vegar haldið áfram af fullum krafti síðan í marz. Blaðamenn, mannréttindahópar og fulltrúar þeirra hópa, sem oftast eru ofsóttir — indíána — áætla fjölda látinna á þeim tíma síðan byltingin var gerð a.m.k. 5.000 og e.t.v. helmingi fleiri." Talsmaður Reagans forseta skýrir stefnu hans þannig: „Markmið ríkisstjórnarinnar er að öryggishagsmunir okkar og áhugi okkar á mannréttindamál- um stangist ekki á heldur efli hvort annað." Því virðist Reag- an-stjórnin hafa leitt hjá sér að Guatemala-stjórn hefur á síð- ustu tveimur árum fest kaup á a.m.k. níu Bell-þyrlum, sem hef- ur verið breytt í herþyrlur og eru nú notaðar gegn skæruliðum. Nú vantar varahluti í Huey-herþyrl- ur, sem fyrri ríkisstjórn keypti, og talið er óhjákvæmilegt að í kjölfar varahlutasölu til Guate- mala fylgi sala á vopnum, bif- reiðum og jafnvel flugvélum. Bretar eru skuldbundnir til að verja Belize og hafa sent þangað 1.400 hermenn. Þeir hafa þrá- faldlega varað Reagan-stjórnina við því að efla herinn í Guate- mala, en Reagan virðist svo stað- ráðinn í að einangra Kúbumenn og Sandinista i Nicaragua og binda endi á undirróðursstarf- semi þeirra að hann muni veita Guatemala fullan stuðning. Bandaríkjamenn hafa lengi haft náin samskipti við Guatemala, en kæra sig lítið um Belize. Stjórn Reagans er fullkunnugt um afstöðu Breta, en þó munu Bretar ekki mótmæla ef forset- inn samþykkir aðeins sölu á þyrluvarahlutum. í síðasta mánuði hittust for- sætisráðherra Belize, Price, og efnahagsráðherra Guatemala, Julio Matheu, í Miami. Eftir þann fund baðst Castillo Arriola utanríkisráðherra lausnar. Bret- ar halda annan fund með full- trúum landanna í New York sið- ar í mánuðinum og svipaðir fundir fóru fram í haust. Guate- malar hafa sagt að þeir muni að- eins beita friðsamlegum ráðum til að ná fram kröfu sinni til BeF ize, sem þeir viðurkenna ekki. í síðustu yfirlýsingu Sinni segjast þeir ekki gera kröfu til alls Bel- ize, aðeins suðurhlutans til að fá aðgang að Atlantshafi. Bretar telja viðræðurnar góðs viti, en segja þróunina hægfara. Við- skipti yfir landamærin hafa aukizt nokkuð. Rætt hefur verið um að viðskiptanefnd frá Guate- mala komi til Belize. - O - í Guatemala er von á Jóhann- esi Páli páfa II í heimsókn í marz. Kaþólskir prestar og verkamenn aðhyilast „frelsis- guðfræði" og berjast fyrir rót- tækum breytingum. En mótmæl- endum hefur fjölgað mikið: þeir eru um fjórðungur landsmanna. Flestir nýliðanna eru lágtekju- fólk, aðallega indíánar, sem eru helmingur þjóðarinnar. Mót- mælendur predika bæði guðsótta og hlýðni við yfirvöld og dyggðir menntunar, vinnusemi og sjálfs- hjálpar. Ráðandi stéttir telja mótmælendur þjóna hagsmun- um sínum og Rios Montt snerist til mótmælendatrúar fyrir fjór- um árum. Bróðir hans er kaþ- ólskur biskup. Áhrif kaþólsku kirkjunnar hafa dvínað. Prestar hennar í Guatemala hafa lagt áherzlu á samhjálp til lausnar vandamál- um fátækra, að hætti presta í öðrum löndum Rómönsku-Am- eríku, sem heilluðust af hvatn- ingarorðum Páls páfa VI á bisk- uparáðstefnunni í Medellin í Kólombíu 1968. Raunverulegt stríð hefur geisað milli kaþólsku kirkjunnar og ríkisins í 3—4 ár. Ýmsir prestar hafa tekið virkan þátt í stofnun bændafélaga, aðr- ir hafa gengið í lið með skæru- liðum. Herinn hefur svarað með því að myrða marga stuðnings- menn kirkjunnar. Ofsóknir gegn kaþólskum hafa treyst stöðu mótmælenda. Staða mómælenda er sterkari en í nokkru öðru Mið-Ameríkuríki. Aukin stjórnmálaafskipti kaþ- ólsku kirkjunnar hafa hins vegar grafið undan andlegum áhrifum hennar. í Guatemala er sagt að stöðugt hafi hallað undan fæti hjá kaþólsku kirkjunni síðan ráðstefnan í Medellin var haldin — ráðstefnan hafi svipt kirkj- una ljóma sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.