Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 17

Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 17
Miklaholtshreppur: Kennsla hafin í Laugar- gerðisskóla Horg, Miklahollshreppi, 14. janúar Síðastliöinn þriðjudag tókst að ná nemendum í Laugargerðisskóla til kennslsustarfa. Daglegur akstur hef- ur ekki verið vegna samgönguerfið- leika. Allir eru nú í heimavist. í gær var vonzkuveður fyrripart dagsins, snjókoma og skafrenningur, eftir miðjan dag dró úr frosti og gjörði þokkalegt veður, sem hefur að mestu haldizt síðan. Sjóruðningtæki hafa verið að störfum næstum óslitið síðan í gær, því í fyrrnótt setti niður mik- inn snjó. í dag kom veghefill hungað að Vegamótum. Slíkt farartæki hefur ekki sézt hér á vegum síðan einhvern tímann seint á liðnu ári. Sú var tíð, að hér í sveit var um nokkurt árabil §,tað- settur hefill, sem veitti þessum sveitum mikið öryggi í samgöngu- málum. En það örgyggi þótti víst of mikið handa þessu byggðarlagi og var hefillinn fluttur burtu þrátt fyrir beiðni heimamanna um að hann yrði kyrr áfram og er nú í Borgarnesi. Þótt snjór og gaddur hafi hrjáð okkur hér undanfarnar vikur þá eygjum við von um betri tíð því almanakið segir okkur að þorratunglið kvikni í suðri í dag og er bezt að sjá hvað þá gerist í veðurmálum og vona hið bezta. Páll T-Jöföar til XI fólks í öllum starfsgreinum! MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR18. JANÚAR1983 17 ' \ Þar sem Bahus hefur hætt framleiðslu á C3V3.1ier vegghúsgögnum gefum við 20% staðafgreiðsluafslátt meðan birgðir endast. Ennfremur er 20% afsláttur af nokkrum gerðum af hjónarúmum. Fyrirtæki — Stofnanir — Einstaklingar Tökum aö okkur klæðningar á húsgögnum. Gerum verötilboö yöur aö kostnaðarlausu. Bólsturverkstæði Skeifunnar S&Œm- * Smiðjuvegi 6 - Simi 44544

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.