Morgunblaðið - 18.01.1983, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1983
23
Þór sigraði Haoka i 1. deild:
Hörður og Einar
kæra hvorn annan
ÞÓRSARAR unnu Hauka í aasi-
spennandi leik í 1. deíld ( körfu-
bolta á Akureyri síöastliöinn
laugardag. Þórsarar sigruöu eftir
framlengingu með 100 stigum
gegn 91 stigi Hauka.
Haukarnir voru sterkari í fyrri
hálfleik, voru oftast meö fimm til
tíu stiga forystu, en mestur varö
munurinn tólf stig, 40—28. Hittni
Þórsara var mjög léleg í fyrri hálf-
leik, sem sést best á því aö þeir
skoruöu aðeins 32 stig gegn 42
stigum Hauka. i síöari hálfleik
batnaöi hittni Þórsara og þeir náöu
að jafna, 55—55 um miðan hálf-
leikinn. Þaö sem eftir var leiksins
höföu Þórsarar yfirleitt 3—5 stiga
forystu, en á síöustu mínútunum
komust Haukar yfir aftur 85—81,
en síðustu tvær körfunar skoruöu
Þórsarar og jöfnuðu 85—85 og
varö því að framlengja leikinn.
í framlengingunni voru Þórsar-
ar sterkari og sigruöu 100—91.
Einar Bollason, þjálfari Hauka,
var mjög óhress meö úrslit leiks-
ins og sagóist astla aö kssra Hörö
Túlinius dómara fyrir hlutdrægni.
Hörður kvaöst hinsvegar ætla að
kæra Einar fyrir óprúðmannlega
framkomu i leiknum, og finnst
undirrituöum það ekki furða, því
framkoma Einars í þeim tveimur
leikjum, sem Haukar hafa spilaö
hérna á Akureyri, er ekki til fyrir-
myndar og má hann þakka fyrir
að hafa ekki verið vikið af bekkn-
um í bæöi skiptin.
i liði Þórs var MacField lang-
bestur og jafnframt besti maöurinn
á vellinum og skoraði 59 stig. Hjá
Haukum var Pálmar mjög góöur.
Stig Þórs: MacField 59, Jón 12,
Konráð 8, Valdemar 8, Guömund-
ur 6, Eiríkur 2 og Björn 1. Stig
Hauka: Pálmar 30, Webster 21,
Hálfdán 17, Eyþór 13, Ólafur 8 og
Kristinn 2. Höröur Túliníus og Rafn
Benediktsson dæmdu leikinn og
geröu það vel.
A.S.
• Ragnhiidur Sigurðardóttir lenti ( fjórða sæti í einstaklingskeppninni ( c-riöli Evrópukeppni landsliða.
Ragnhildur stóð sig vel í keppninni.
Island sigraói Jersey
Belgía:
Lið Péturs Péturssonar
Antwerpen sigraði 5—1
LIÐ Arnórs, Lokeren, mátti þola
1—3-tap á heimavelli sínum um
síðustu helgi í 1. deild í Belgíu.
Arnór er nú í leikbanni og munar
um minna fyrir liöiö. Liö Péturs
Péturssonar vann stóran sigur á
heimavelli, 5—1. Pétur kom inná
þegar 20 mínútur voru eftir af
leiknum og sýndi þá mjög góðan
leik og lagði upp þrjú síöustu
mörkin ( leiknum. Lárus Guð-
mundsson og félagar hans í Wat-
erschei töpuöu, 0—2. Sævar
Jónsson átti góðan leík með liði
sínu Cercle Brugge er liö hans
vann Kortrijk 1—0 á heimavelli.
En úrslit leikja í Belgíu um síö-
ustu helgi uröu þessi:
Lokeren — Beerschot 1—3
FC Antwerp — Ghent 5—1
FC Liege — Beveren 1 — 1
Cercle Brugge — Kortrijk 1—0
Molenbeek — Waterschei 2—0
Lierse — Seraing 3—1
Winterslag — Anderlecht 1—2
Waregem — FC Brugge 2—3
Standard Liege — Tongeren 3—1
Staöan í deildinni aö lokum 18
umferöum er nú þessi:
Standard Liege 18 11 3 4 46 12 25
Anderlecht 18 10 5 3 37 21 25
F(' Brugge 18 9 6 3 30 18 24
F(’ Antwerp 18 9 4 5 25 21 22
Lokeren 18 8 5 5 23 17 21
Waterschei 18 8 6 4 27 20 20
Molenbeek 18 7 6 5 21 17 20
Beveren 18 6 8 4 38 20 20
Ghent 18 6 8 4 27 24 20
Lierse 18 7 4 7 21 25 18
Beerschot 18 6 5 7 26 34 17
Kortrijk 18 5 7 6 26 24 17
Cercle Bruggc 18 5 6 7 22 25 16
Warejjem 18 4 5 9 18 26 13
FC Liege 18 3 7 8 15 35 13
Seraing 18 2 8 8 19 38 12
Winterslag 18 3 5 10 19 27 11
Tongeren 18 2 4 12 18 38 8
Enn sigrar
Nykaenen
Finninn Matti Nykaenen sigraöi
í stökkkeppni í Lake Placid á
laugardaginn og er hann nú
stigahæstur í keppninni um
heimsbikarinn í greininni. Hann
stökk 124,12 metra og er það
lengsta stökk sem stokkið hefur
veriö af 90 metra pallinum þar.
Það lengsta sem áður haföi veriö
stokkið af pallinum voru 117
metrar, en þaö gerði Svisslend-
ingurinn Hansjoeorg Sumi áriö
1979.
Nykaenen fékk 146,5 stig fyrir
stökkiö og sigraöi auöveldlega í
keppninni. Sá sem nú lenti í ööru
sæti, Austurríkismaöurinn Armin
Kogler, fékk 139,1 stig og stökk
118,12 metra, einnig lengra en
gamla metiö.
Meira en 50 þátttakendur frá 16
þjóöum tóku þátt í mótinu.
Erika Hess náöi ekki aö Ijúka keppni um helgina en er engu að síður
efst í stigakeppninni um heimsbikarinn.
Hess og McKinney luku ekki keppni
— Kronbichler frá Austurríki sigraði
Anni Kronbichler frá Austurríki
sigraði ( fyrsta sinn í svigi í
heimsbikarnum á sunnudaginn
er keppt var í Schruna-
Tschagguns í Austurríki á sunnu-
daginn. Tvær efstu konurnar í
stigakeppninni, Erika Hess og
Tamara McKinney, náöu ekki að
Ijúka keppni.
Efstu keppendur uröu þessar:
Anni Kronbichler, Austurr. 98,35
Malgorzata Tlalka, Póllandi 98,54
Roa Maria Quario, italíu 98,54
Dorota Tlalka, Póllandi 98,95
Roswitha Steiner, Austurr. 99,07
Skyggni var mjög slæmt meöan
á keppni stóö og um fjörutíu pró-
sentum af þátttakendum hlekktist
á í brautinni og luku ekki keppni.
EVRÓPUKEPPNI landsliða (borð-
tennis 3. deild, var haldin nú um
helgina á Guernsey. Úrslit leikja
íslands voru:
Guernsey — ísland Pipet — Stefán 21:19 21:11 6:1
Powel — Hilmar 21:14 21:15
Pipet — Hilmar 19:21 21:4 21:18
Powel — Stefán 18:21 21:11 19:21
Powel — Ragnhildur Powel/Powel — 22:20 21:16
Stefán/Ragnhildur. 22:20 21:17
Pipet/Powel —
Stefán/Hilmar 21:14 21:12
Island — Jersey Stefán — Hansford 21:10 21:16 4:3
Hilmar — Carwel 22:20 21:16
Hilmar — Hansford 16:21 21:15 22:20
Stefán — Carwel 21:8 24:22
Ragnhildur — Soper Stefán/Ragnhildur — 11:21 17:21
Handford/Soper 14:21 21:17 16—21
Stefán/Hilmar —
Handford/Carwel 19:21 17:21
island — Malta Hilmar — Cordonna 7:21 15:21 3:4
Stefán — Anastasi 13:21 22:24
Stefán — Cordonna 21:13 21:15
Hilmar — Anastasi 15:21 14:21
Ragnhildur — Grech Stefán/Ragnhildur — 21:14 21:11
Anastasi/Grech 21:15 21:11
Stefán/Hilmar —
Anastasi/Cordonna 22:20 13:21 19:21
Úrslit annarra leikja uröu:
Jersey — Malta 3:4, Guernsey —
Malta 7:0, Guernsey — Jersey 5:2.
Guernsey sigraöi þvi í keppninni.
Sigur Stefáns á Powel frá Guerns-
ey var sá eini sem vannst á honum
í keppninni í ár.
í tengslum viö keppnina var
• flilmar og Stefán spiluðu vel í keppninni. Sér-
staklega þó Hilmar er hann lék gegn Powel og
Upaði naumlega.
haldin einstaklingskeppni og í
henni lenti Hilmar á móti Powel í
undanúrslitum og sigraöi Powel
þar naumlega 19:21, 21:18 og
21:18. Þessi leikur var sá langbesti
sem Hilmar sýndi í þessari ferö.
Powel vann síöan öruggan sigur í
úrslitaleiknum viö Cordonna.
Ragnhildur lenti einnig í undan-
úrslitum, en tapaöi þar fyrir Soper
frá Jersey sem vann mótiö.
Tvöfalt hjá Nönnu
— í Hlíðarf jalli um helgina
Nanna Leifsdóttir sigraði um
helgina á tveimur mótum í Hlíð-
arfjalli við Akureyri. Á laugardag-
inn var stórsvigsmót Þórs og á
sunnudaginn síðan svigmót KA.
Keppt var í karla- og kvenna-
flokki og auk þess í flokkum 12
ára og yngri.
Urslitin í stórsviginu gröu þessi:
Karlar:
Elías Bjarnason Þór 98,08
Erling Ingvason KA 100,66
Eggert Bragason KA 101,46
Konur:
Nanna Leifsdóttir KA 106,62
Ásta Ásmundsdóttir KA 107,08
Kristín Símonard. Dalvík 108,59
Efstu menn í sviginu uröu svo
þessir:
Karlar.
Eggert Bragason KA 117,15
Erling Ingvason KA 117,60
Finnþogi Baldvinsson KA 117,86
Konur:
Nanna Leifsdóttir 129,54
Hrefna Magnúsdóttir KA 153,82
Úrslitin í flokkum 12 ára og yngri
birtum viö síöar. Um næstu helgi
veröa sömu mót á dagskrá og
verður þá keppt í unglingaflokkum.
— SH.
Hess er efst
Eftir keppnina í svigi um helg-
ina hefur Erika Hess frá Sviss for-
ystu í keppninni um heimsbikar-
inn í skíðaíþróttum ( kvenna-
flokki.
Efstar eru þessar:
Erika Hess, Sviss 125 stig
Tamara McKinney, USA 117
Hanni Wenzel, Liechtenst. 111
Irene Epple, V-þýskal. 78
Christin Cooper, USA 67
Anni Kronbichler, Austurr. 62
Maria Epple, V-Þýskal. 62
Elisabeth Kirchler, Austurr. 62